Morgunblaðið - 22.01.2018, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2018
Helstu afbragðssinfóníu-hljómsveitir úti í heimiminna á stjörnuhlaðinstórlið knattspyrnuleik-
ara alls staðar að úr heiminum.
Ekki Budapest Festival Orchestra.
Er rennt var yfir nöfn hljóm-
sveitarmeðlima BFO fékk maður á
tilfinninguna að þar færu leik-
félagar úr einu úthverfi Búdapest-
borgar. Eins einleikarinn. Eins
stjórnandinn og leiðtoginn. Ein-
stök sýn Fischers og nálgun á
hvort heldur tónverk eða hljóm,
leikgleði og leiðsögn, er stórbrotin
upplifun líkt og tónleikagestir
fengu að heyra síðastliðið mið-
vikudagskvöld í tónlistarhúsinu
Hörpu. Samheldni og þéttleiki eru
orð sem koma upp í hugann svo
gerlegt sé að lýsa þessum maka-
laust samhenta anda og bræðra-
lagi sem virðist einkenna hljóm-
sveitina.
Heimsókn úrvalshljómsveitar á
við BFO er ómetanleg í okkar
smáa og, á köflum, kynlega sam-
félagi. Við getum tekið okkur sitt-
hvað til fyrirmyndar; hljómsveit-
armeðlimir gengu inn á sviðið sem
ein heild og sátu þétt saman út
tónleikana sem einn hópur í sam-
hverfum boga með jöfnum halla til
beggja hliða án auðra svæða milli
hljóðfæraleikara. Hvert kontra-
bassapar BFO deildi nótnapúlti
eins og gert er alls staðar nema
hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Það sem var óvenjulegt og eflaust
tilraunakennt í okkar samhengi
var staðsetning bassaleikara sem
sátu í einni röð aftast fyrir miðju
svo slagverksleikarar máttu
hverfa út á jaðar, ef ekki út af
upphækkuðum pallinum. Jafnvel
þótt Eldborgarsalurinn sé gjöfull
á hljómburð dýpri tóna þá var
jafnvægi milli strengjasveita óað-
finnanlega jafnt. Tónverkaval
kvöldsins var hins vegar óvenju-
legt að bæði efnum og aðferð;
hljómsveitarsvíta eftir J.S. Bach í
upprunaflutningi, píanókonsert
eftir Beethoven, auk sinfóníu eftir
Rachmaninoff, af öllum sinfóníu-
tónskáldum.
Fischer nam ekki aðeins hljóm-
sveitarstjórn hjá Swarowsky held-
ur einnig hjá Harnoncourt sem
var leiðandi í þróun upprunaflutn-
ings barokktónlistar er var lengst
af álitinn sérviskulegt jaðarsport,
en af þessum tónleikum að dæma
er nú meginstraums. Einungis
átta hljóðfæraleikarar léku Bach-
svítuna af fítonsanda og gleði.
Barokksveiflan í samleik Gabriellu
Pivon á traveso-flautu og Eszterar
Lesták Bedö á fiðlu í Rondeau-,
Sarabande- og Minuet-köflunum
var spennuþrungin en áreynslu-
laus. Fischer lék, eða öllu heldur
dillaði sér með á orgel og gaf inn
á víxl. Það hefði verið fróðlegt að
heyra þetta fámenna band í minna
rými því án efa hafa ýmsir stökkir
díteilar horfið í þessum stóra
konsertsal Hörpu.
Þriðji píanókonsert Beethovens
var einstaklega safaríkur og blóð-
heitur, en samt fluttur af mikilli
auðmýkt, af einleikara sem harla
fáir hafa heyrt minnst á áður. Í
lokakaflanum sýndi píanistinn
hreint stórbrotin tilþrif með
snerpu og samtakamætti við
strengi svo þögnin var næsta
þrúgandi unaðsleg við lok hend-
inga. Eftir mikinn fögnuð lék Vár-
jon uppklappslag úr Po zarostlém
chodníèku / Á gróinni götu eftir
Brno-búann Leoš Janácek.
Ef eitthvað mætti setja út á var
það lokaverk dagskrárinnar eftir
sinfóníutónskáld af slappara tag-
inu; ef aðeins maður hefði fengið
að hlýða á eins og eina eftir Jo-
hannes Brahms. Önnur sinfónía
Rachmaninoffs er einkennileg
smíð, lengst af broguð og banal,
líkt og bergmál allra píanókon-
serta tónskáldsins til samans,
nema sinfónían var nú svo af-
burðavel flutt, sér í lagi í lokakafl-
inn sem er þrátt fyrir allt epískur
og glæsilegur. Hljómsveitin lék
loks eigið aukanúmer; kvenhljóð-
færaleikarar bandsins risu á fætur
og sungu Vocalisu eftir Rach-
maninoff við undirleik karlfélaga
sinna.
Nú er komin á hefð hjá hús-
stjórn Hörpu að færa okkur
heimsklassahljómsveitir. Stjórnin
mætti sjá til þess að enginn kæm-
ist inn eftir að tónleikar eru hafnir
og útvega gestum mjúka plastpoka
líkt og í leikhúsunum fyrir gesti
sem komast ekki í gegnum tón-
leika án sælgætis. En eitt má hún
eiga skuldlaust, og hafi þau þakkir
fyrir, að hafa flutt inn til landsins
með ærinni fyrirhöfn stærðarinnar
sinfóníuhljómsveit af nánast yfir-
náttúrulegum gæðum sem á sér
fáa, ef þá nokkra líka, í heiminum!
Bræðralag „Samheldni og þéttleiki eru orð sem koma upp í hugann svo gerlegt sé að lýsa þessum makalaust sam-
henta anda og bræðralagi sem virðist einkenna hljómsveitina,“ segir m.a. í rýni um Budapest Festival Orchestra.
Afburðaviðmið
Eldborg í Hörpu
Sinfóníutónleikar bbbbb
Hljómsveitarsvíta nr. 2 í h-moll, BWV
1067 – J.S. Bach; Píanókonsert nr. 3 í c-
moll, op. 37 – Beethoven; Sinfónía nr. 2
í e-moll, op. 27 – Rachmaninoff.
Budapest Festival Orchestra. Hljóm-
sveitarstjóri Iván Fischer. Einleikari Dé-
nes Várjon. Eldborg, 17. janúar 2018.
INGVAR BATES
TÓNLIST
Stjórnandinn Fischer í Hörpu.
Ljósmyndir/Hörður Sveinsson
Fyrsta smáskífan af væntanlegri
breiðskífu hljómsveitarinnar Gus-
Gus, Lies are more flexible, kom út
fyrir helgi og hefur hún að geyma
upphafslag plötunnar, „Feather-
light“. Það hefur verið í nokkurn
tíma í myndbandsformi á vefnum
YouTube en smáskífunni fylgir
aukalag og endurhljóðblöndun eftir
GusGus-liðann Bigga veiru. Smá-
skífuna má nú finna bæði á Spotify
og iTunes. Fleiri endurhljóðbland-
anir eru væntanlegar áður en að út-
gáfu breiðskífunnar kemur: 9. febr-
úar verða fjórar
endurhljóðblandanir af „Feather-
light“ gefnar út, m.a. eftir Johann-
es Brecht. 23. febrúar kemur svo
breiðskífan út, sú tíunda á farsæl-
um ferli hljómsveitarinnar.
GusGus gefur út tíundu breiðskífuna
Morgunblaðið/Eggert
Vinsæl GusGus á tónleikum. Hljómsveitin nýtur enn mikilla vinsælda.
Miðasala og nánari upplýsingar
5%
NÝ VIÐMIÐ
Í BÍÓUPPLIFUN Á ÍSLANDI
LAUGARÁSBÍÓ KYNNIR
DOLBY ATMOS
LUXURY · LASER
Sýnd kl. 7.50, 10.30 Sýnd kl. 5.30
Sýnd kl. 8, 10.15 Sýnd kl. 7.50, 10.30 Sýnd kl. 5.30 Sýnd kl. 5.30