Morgunblaðið - 22.01.2018, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2018
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, Kraftur í KR kl. 10.30 (leikfimi
allir velkomnir og frítt inn). Útskurður og myndlist kl. 13 og félagsvist
er spiluð í matsalnum kl. 13.
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-16. Ganga um nágrennið kl. 11.
Handavinna með leiðbeinanda kl. 12.30-16. Félagsvist með vinning-
um kl. 13. Myndlist með Elsu kl. 16-20. Opið fyrir innipútt. Hádegis-
matur kl. 11.40-12.45. Kaffisala kl. 15-15.45. Heitt á könnunni. Allir vel-
komnir. S. 535-2700.
Boðinn Leikfimi kl. 10.30, félagsvist kl. 13, myndlist kl. 13, spjallhópur
Boðans kl. 15.
Bústaðakirkja Bóndadagsfjör miðvikudaginn 24. janúar. Kótilettur
upp á gamla mátann, söngur, harmonikkuleikur, gleði og gaman.
Maturinn byrjar kl. 12.30. Nánari upplýsingar um skráningu veitir
Hólmfríður djákni 5538500. Hlökkum til að sjá ykkur
Dalbraut 18-20 Handavinnusamvera kl. 9, brids kl. 13.
Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Upplestur kl. 10.20. Opin handverks-
stofa kl. 13. Botsía kl. 13.30. Kaffiveitingar kl. 14.30. Allir velkomnir!
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Leirmótun kl. 8.30, bókabíllinn á svæð-
inu kl. 10, hjúkrunnarfræðingur kl. 10, Handbandið - vinnustofa með
leiðbeinendum opin öllum kl. 10, frjáls spilamennska kl. 13, bókband
kl. 13, söngstund í matsal kl. 13.30, kaffiveitingar kl. 14.30. Verið vel-
komin á Vitatorg, síminn er 411-9450
Furugerði 1 Morgunverður frá kl. 8.10-9.10 í borðsal, fjöliðjan í kjall-
ara opin frá kl. 10, heitt kaffi á könnunni hjá Möggu Dögg. Stólaleik-
fimi með Olgu kl. 11 í innri borðsal. Hádegisverður kl. 11.30-12.30 í
borðsal. Ganga kl. 13 ef veður leyfir. Helgistund í borðsal kl. 14, sr.
María Ágústsdóttir flytur hugvekju. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30 í
borðsal.
Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl.
9.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara í síma 617-
1503. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 14-15.40. Vatnsleik-
fimi Sjálandi kl. 7.40/8.20/15.15. Kvennaleikfimi Sjálandi kl. 9.05. Stóla-
leikfimi Sjálandi kl. 9.50. Kvennaleikfimi Ásgarði kl. 10.40. Brids í
Jónshúsi kl. 14.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.10 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl.
10.50 jóga, kl. 13.15 kanasta.
Gullsmári Postulínshópur kl. 9. Jóga kl. 9.30. Ganga kl. 10. Handa-
vinna kl. 13. Brids kl. 13. Jóga kl. 18. Félagsvist kl. 20.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Opin handavinna kl. 9–14. Bænastund kl. 9.30–10. Jóga kl. 10.10–11.10.
Hádegismatur kl. 11.30. Prjónaklúbbur kl. 14. Kaffi kl. 14.30.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og
spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, kl. 9 léttar erobik-
æfingar með Milan, morgunleikfimi kl. 9.45, jóga kl. 10 hjá Carynu,
hádegismatur kl. 11.30. Tálgun kl. 13, eftirmiðdagskaffi kl. 14.30, jóga
kl. 16 hjá Ragnheiði.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50, við hringborðið kl.
8.50, línudansnámskeið kl. 10, myndlistarnámskeið hjá Margréti Zop-
honíasdóttur kl. 12.30, handavinnuhornið kl. 13, félagsvist kl. 13.15,
síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir velkomnir óháð aldri, nánari upplýsingar í
síma 411-2790.
Korpúlfar Ganga kl. 10 frá Borgum, Grafarvogskirkju og í Egilshöll.
Línudans með Eddu 11 í Borgum, félagsvist kl. 13 í Borgum og skart-
gripagerð með Sesselju kl. 13 í Borgum. Kóræfing Korpusystkina
undir stjórn Kristínar kl. 16 í Borgum.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upplest-
ur kl. 11, trésmiðja kl. 13-16, ganga með starfsmanni kl. 14, bíó á 2.
hæð kl. 15.30. Uppl. í s. 4112760.
Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-16 og upp úr kl. 10 er
boðið upp á kaffi þar sem fólk kemur saman í spjall og kíkir í blöðin.
Hádegisverður er kl. 11.30-12.30 og spiluð er félagsvist kl. 13. Kaffi og
meðlæti er selt á vægu verði kl. 14.30-15.30. Allir eru hjartanlega vel-
komnir í Selið. Nánari upplýsingar hjá Maríu Helenu í síma 568-2586.
Seltjarnarnes Leir og listasmiðja Skólabraut kl. 9. Billjard Selinu kl.
10. Krossgátur og kaffi í króknum kl. 10.30. Jóga salnum Skólabraut
kl. 11. Handavinna Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl.
18.30.
Stangarhylur 4, Zumba Gold kl. 10.30 undir stjórn Tanyu. Leikhús-
ferð, skoðun og matur miðvikudaginn 31. janúar kl. 18. Farið á Himna-
ríki og helvíti Jóns Kalmans í leikgerð Bjarna Jónssonar. Umræða um
verkið verður í Stangarhylnum fimmtudaginn 25. janúar kl. 14, þar
mun höfundur leikgerðar mæta.
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Til sölu
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR
Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur fyrir-
falleg heimili. Handskornar kristals-
ljósakrónur, veggljós, matarstell,
kristalsglös til sölu.
BOHEMIA KRISTALL,
Grensásvegi 8
Sími 7730273
Askalind 4, Kóp.
Sími 564 1864
www.vetrarsol.is
48V Lithium-ion ralaða, hlaðin
Dreing 1 – 6 metrar
51cm vinnslubreidd
Með Led ljósabúnaði
Í léari snjómokstur
ST 4851 snjóblásari
Þjónusta
Faglærðir málarar
Tökum að okkur öll almenn
málningarstörf. Tilboð eða
tímavinna. Sími 696 2749 -
loggildurmalari@gmail.com
Ýmislegt
Teg. ARIZONA -brúnt birkoflor -
stærðir 36-48 á kr. 8.950,-
Teg. ARIZONA - beige rúskinn,
stærðir 36-48 á kr. 10.900,-
Laugavegi 178, sími 551 2070.
Opið mán. - fös. kl. 10–18,
Laugardaga kl. 10 - 14
Bátar
Flatahrauni 25 - Hafnarfirði
Sími 564 0400
www.bilaraf.is
Mikið úrval í bæði
12V og 24V.
Bílaþjónusta
GÆÐABÓN
Stofnað 1986 • Ármúla 17a
Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310
Það besta fyrir bílinn þinn
Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon,
blettun, bryngljái, leðurhreinsun.
Ökukennsla
Vönduð, vel búin kennslubifreið
Subaru XV 4WD .
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 696 0042,
Húsviðhald
✝ Guðrún ÞóraBragadóttir
fæddist í Reykjavík
22. febrúar 1951.
Hún lést 5. janúar
2018 á Aase-líknar-
deild í Sandnes í
Noregi.
Foreldrar Guð-
rúnar eru þau
Magnea Katrín
Þórðardóttir, hús-
móðir, f. 27. júní
1923, og Bragi Ásbjörnsson, mál-
arameistari og múrari, f. 2. maí
1929. Bróðir Guðrúnar er Kol-
beinn Þór Bragason, viðskipta-
fræðingur, f. 1966. Guðrún var
gift Gunnari Má Gunnarssyni,
dýralækni, f. 9. júní 1951. Börn
þeirra eru Bragi Freyr, f. 1975,
og maki er Eygló Tómasdóttir,
Hulda Mjöll, f. 1977, maki hennar
er Sigbjörn Höydal, og Gunnar
Birkir, f. 1980, maki hans er
Hilde Aasheim. Guðrún eignaðist
10 barnabörn. Börn Braga Freys
og Eyglóar eru María, f. 2006,
Guðrún, f. 2010, Hildur, f. 2011,
og Eyja, f. 2017. Börn Huldu
Mjallar og Sigbjörns eru Saga
Dís, f. 2006, Dilja Mey, f. 2009, og
Sunna Ír, f. 2013.
Börn Gunnars Birk-
is eru Gunnar, f.
2006, Olav, f. 2008,
og Brage, f. 2013.
Guðrún ólst upp í
Reykjavík og Kópa-
vogi. Hún lauk stúd-
entsprófi frá
Menntaskólanum í
Reykjavík árið
1972. Guðrún hóf
nám við Sosial
Högskolen Bygdöy í Osló árið
1973 og lauk þaðan námi í félags-
ráðgjöf árið 1977. Guðrún giftist
eiginmanni sínum, Gunnari Má
Gunnarssyni, 23. júní 1973. Guð-
rún starfaði sem skólastjóri við
grunnskólann á Barðaströnd og
var félagsráðgjafi við sjúkra-
húsið á Húsavík til ársins 1991.
Árið 1991 flutti Guðrún ásamt
manni sínum og börnum til Nor-
egs. Þar starfaði hún sem félags-
ráðgjafi við barnavernd til fjölda
ára.
Útför Guðrúnar fór fram frá
Sandnes Kapell 12. janúar 2018.
Minningarathöfn um Guðrúnu
fer fram í Fossvogskapellu í dag,
22. janúar 2018, klukkan 15.
Ef ég reyni að lýsa mömmu
með einu orði þá er kærleikur
rétta orðið. Rúma tvo áratugi af
lífi sínu helgaði hún vinnu innan
barnaverndar bæði á Íslandi og í
Noregi. Hún var upptekin af að
verja þá sem minnst mega sín og
vann við mörg mjög erfið mál.
Hún tók alltaf málstað barnanna.
Hún vann oft lengi og það kom
líka fyrir að hún bauð fjölskyldum
sem áttu erfitt inn á heimili sitt í
mat eða jafnvel í jólaboð. Þetta
kenndi okkur systkinunum að all-
ir eiga rétt á virðingu og þó að
fólk eigi erfitt getur það samt ver-
ið ágætis manneskjur.
Mamma var mjög barnvæn,
sem kom vel fram í sambandi
hennar við barnabörnin. Saga
Dís, Dilja Mey og Sunna Ír minn-
ast ömmu sem var alltaf svo þol-
inmóð og góð við þær. Þær eldri
fengu að koma til hennar eftir
skóla og hún hjálpaði þeim með
heimavinnuna. Þeim fannst best
þegar þær voru búnar með stærð-
fræðina því þá fengu þær að sitja í
faðmi ömmu í sófanum og lesa
upphátt fyrir hana. Hún hlustaði
alltaf svo vel og þetta var svo
notalegt. Sunna Ír og amma sátu
oft saman yfir dótakassanum sem
amma átti og skoðuðu allt dótið
vandlega og röðuðu því upp sam-
an. Stelpunum finnst sárt að
amma er dáin.
Mamma var bæði umhyggju-
söm og ákveðin. Við fengum alltaf
stuðning heima hjá henni og
pabba ef við þurftum en samtímis
höfðu þau mikla trú á að við döfn-
uðum best við að axla ábyrgð og
hugsa sjálfstætt. Mamma beið
oftast í stofunni þegar við komum
heim á unglingsárum, ef hún kom
þá ekki sjálf og sótti okkur og
heilan skara af unglingum á ball
eða annað. Við töluðum alltaf um
hvernig dagurinn okkar hafði
verið og gátum fengið hjálp við að
finna lausn á vandamálum og hún
gladdist með okkur ef eitthvað
fyndið eða skemmtilegt hafði
gerst.
Ég hef haldið áfram að leita til
mömmu alla tíð. Hún var góður
hlustandi og áhugasöm um allt
sem ég var að velta fyrir mér,
bæði í sambandi við börnin mín
og vinnu. Ég sakna þess að geta
fengið hennar sjónarhorn á hlut-
ina, en ég mun halda áfram að
tala við hana. Ég og stelpurnar
mínar vonum nefnilega að
m(amma) sé ennþá svolítið hjá
okkur og að hún sé enn að hlusta.
Hún mamma lifir með okkur
áfram.
Móðir mín er í höndunum á mér. Það er
hún sem faðmar dóttur mína í gegnum
mig. Og móðir mín strýkur bak dóttur
minnar með mínum höndum. Og móðir
mín kyssir hár dóttur minnar með mín-
um vörum. Og móðir mín gagnrýnir
hana með mínum munni. Svo fátæk er
ég. Allt hef ég fengið til láns.
(Gro Dahle,
Hulda Mjöll Gunnarsdóttir þýddi)
Þín dóttir,
Hulda Mjöll Gunnarsdóttir
Elsku besta amma Guðrún.
Ég mun alltaf muna eftir þér.
Þú hefur alltaf verið góð amma.
Ég mun sakna þín sárt. En þá er
gott að hugsa um að þér líður bet-
ur núna. Þú munt samt alltaf vera
amma Guðrún í Noregi.
Þín
María.
Elsku Díttý mín, mikið svaka-
lega var ég heppinn að eiga þig
sem systur. Lánið lék við mig
daginn sem þú fórst heim til
mömmu og pabba og sagðir þeim
frá því að þú værir búin að finna
systkini handa þér. Þann daginn
var ég örugglega heppnasta
ófædda barn í heiminum. Fyrir
ykkur sem ekki þekkið til upphafs
sögunnar um mig og systur mína,
þá er allt í þeirri sögu eins og
klippt út úr fallegu ævintýri. Æv-
intýri sem ekki gerast mjög oft.
Af einhverjum óútskýrðum
ástæðum þá kallaði ég systur
mína alltaf Díttý þegar ég var lít-
ill, en ég hef satt best að segja
ekki hugmynd um hvaðan það
kemur. Ég var reyndar sá eini
sem mátti gera það, og ekki bara
að ég mátti það heldur átti ég líka
að gera það því að alla ævi þótti
Guðrúnu vænt um þetta gælu-
nafn og vildi að ég kallaði sig
þessu.
Díttý mín, ég á margar góðar
minningar um okkur frá því ég
var lítill. Þú varst alltaf í svo
miklu uppáhaldi hjá mér og ég
leit alltaf óendanlega mikið upp
til þín. Man eftir því heima í
Hjallabrekkunni þegar þú á
námsárunum varst að koma í
heimsókn frá Noregi. Man hvern-
ig ég hékk utan í þér og í hvert
sinn sem þú gerðir þig svo mikið
sem líklega til að fara út úr húsi
án mín þá gjörsamlega hékk ég
utan í þér, hélt dauðahaldi í bux-
urnar eða peysuna svo þú kæmist
ekki fet án mín, gólandi eitthvað
um að þú mættir ekki fara. Þér
hefur eflaust þótt ég alveg óþol-
andi litli bróðir á þeim tíma-
punkti.
Ég man eftir því þegar ég hélt í
eldhússtólinn heima í Hjalla-
brekku og horfði í gegnum gatið
sem var á stólbakinu. Ég var að
horfa á þig þar sem þú stóðst við
vaskinn inni á baði að skipta um
umbúðir á hendinni þinni eftir
slysið. Þá var ég svo lítill að ég
skildi ekki alveg þetta með slysið
og hvað hafði komið fyrir hönd-
ina. En ég man að ég var laf-
hræddur við það sem þú þurftir
að gera, en á sama tíma og ég var
hræddur fann ég líka svo mikið til
með þér að ég vildi fyrir alla muni
vera hjá þér á meðan þú varst að
þessu. Ég var líka sá eini sem þú
leyfðir að vera nálægt þér á með-
an.
Man vel eftir heimsóknunum
til þín þegar þú áttir heima í Ósló,
líka til Patró, á Barðaströndina
og á Húsavík. Það var alltaf svo
gott að koma til ykkar, mér leið
alltaf vel hjá ykkur Gunna og enn
betur eftir að öll frændsystkinin
komu til sögunnar. Það var alltaf
nóg af hjartahlýju þar sem þú
varst. Það er óhætt að segja að þú
hafir notið barnaláns, þú átt þrjú
falleg börn og 10 barnabörn sem
eru hvert öðru myndarlegra.
Það var líka ótrúlega gott að þú
náðir jólunum núna því annað
eins jólabarn og þú varst er vand-
fundið. Þú hafðir reyndar ekki
langt að sækja jólaáhugann því
hún Guðrún amma smitaði þig al-
veg örugglega af honum. Það er
eiginlega fyndið að hugsa til þess
að ég held að þú hafir gefið mér
jólaskraut í nánast hverjum ein-
asta desembermánuði alla mína
ævi, þér fannst ég bara aldrei
eiga nóg af jólaskrauti.
Ég á eftir að sakna þín, elsku
systir. Sjáumst í næsta lífi.
Þinn bróðir
Kolbeinn (Kolli).
Elsku Gunna, vinkona okkar!
Vinátta vex
ekki á trjám.
Vökvaðu og nærðu
hana eins vel og þú getur
þá mun hún vaxa og dafna
sem aldrei fyrr.
(Ljóð og gullkorn Hjartalags)
Það er svo sárt að horfa á eftir
þér yfir móðuna miklu langt fyrir
aldur fram. Við sem höfum
þekkst svo lengi og þið Gunni svo
stór hluti af lífi okkar. Vinskapur
við ykkur Gunna hófst á námsár-
um í MR og hélst síðan í Noregi á
námsárum okkar þar og fylgdi
okkar svo yfir hafið til Íslands.
Þegar þið Gunni og fjölskylda
fluttuð til Noregs aftur, vökvuð-
um við vináttuna og nærðum
áfram.
Það er svo erfitt að hugsa til
þess að þú sért farin, erfiðara en
orð fá lýst. Þegar litið er til baka
rifjast upp svo ótal margar
skemmtilegar og ánægjulegar
stundir sem við fjölskyldurnar
höfum átt saman. Í Ósló á náms-
árunum, á Patró, á Barðaströnd-
inni, á Húsavík. Síðan aftur í Nor-
egi.
Hress framkoma, gestrisni,
gleði og mikil hjartagæska ein-
kenndi þig alla tíð. Nokkrar
ógleymanlegar ferðir fór Vigdís í
„húsmæðraorlof“ til ykkar Gunna
til Stavanger og þá voru dregnar
fram gamlar kvikmyndir sem vin-
konurnar horfðu á. Í gegnum vin-
áttu okkar á Íslandi og Noregi
vorum við svo lánsöm að kynnast
yndislegum börnum ykkar
Gunna, Braga Frey, Huldu Mjöll
og Gunnari Birki og síðar fjöl-
skyldum þeirra.
Þegar ljóst var að alvarleg
veikindi höfðu lagst á þig sýndir
þú mikið æðruleysi og styrk í bar-
áttunni. En þrátt fyrir þessa erf-
iðleika hélstu þínu góða skop-
skyni og réttsýni.
En minningin um þig og þær
ótal mörgu og góðu stundir sem
við áttum með þér og fjölskyld-
unni þinni munum við ætíð geyma
hjörtum okkar.
Við vottum Gunnari Má og fjöl-
skyldu okkar dýpstu samúð á erf-
iðri stundu.
Vinarkveðjur,
Vigdís Magnúsdóttir
Egill Már Guðmundsson.
Guðrún Þóra
Bragadóttir