Morgunblaðið - 22.01.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.01.2018, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2018 ✝ Þorvaldur Snæ-björnsson raf- virkjameistari fædd- ist á Akureyri 30. ágúst 1930. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 11. jan- úar 2018. Foreldrar Þor- valdar voru hjónin Snæbjörn Þorleifs- son, bifreiðaeftir- litsmaður á Akur- eyri, f. 1901, d. 1959, og Jóhanna Þorvaldsdóttir húsfreyja, f. 1895, d. 1983. Systkini Þorvaldar voru Erla, f. 1927, d. 1929, Birgir, f. 1929, d. 2008, og Hulda Sigrún, samfeðra, f. 1923, d. 2013. Þorvaldur kvæntist Guðrúnu Margréti Kristjánsdóttur 24. október 1953. Foreldrar hennar voru hjónin Kristján Helgason, verkstjóri á Akureyri, f. 1894, d. 1987, og Vilborg Guðjónsdóttir verkakona, f. 1905, d. 1994. Börn Þorvaldar og Guðrúnar eru: 1) Andvana fæddur drengur 1954. Þorvaldur og Guðrún hófu byggingu á húsi sínu í Löngu- mýri árið 1954 og fluttu inn ári síðar. Þar bjó fjölskyldan í 10 ár, þar til þau byggðu annað hús í Kotárgerði þar sem þau bjuggu til ársins 2014. Það ár fluttu þau svo í Brekatún 2. Á sínum yngri árum stundaði Þorvaldur frjálsar íþróttir, skautahlaup og íshokkí og var félagi í Skautafélagi Akureyrar og KA. Önnur áhugamál Þor- valdar voru skíðamennska með fjölskyldunni allri, laxveiði, golf, kartöflurækt og garðrækt og áttu þau hjón fallegan verð- launagarð við heimili sitt. Þorvaldur söng um árabil með Karlakórnum Geysi og á seinni árum með kórnum „Í fínu formi“, kór eldri borgara. Hann var meðlimur í Oddfellowreglunni og Lions- klúbbnum Hugin. Útför Þorvaldar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 22. jan- úar 2018, klukkan 13.30. 2) Margrét, f. 1955, maki Pétur Björns- son, f. 1955. Börn þeirra eru Kristinn, Ósk, Sunna Guðrún og Bryndís. 3) Snæ- björn, f. 1957, maki Björk Guðmunds- dóttir, f. 1957. Börn þeirra eru Hrönn og Þorvaldur. 4) Krist- ján, f. 1959, sambýlis- kona Kristín Þórs- dóttir, f. 1955. Börn Kristínar eru Þór, Rut og Sif. 5) Sverrir, f. 1965, maki Aðalheiður Guðjóns- dóttir. Sonur Sverris er Gunnar Grétar. Synir Aðalheiðar eru Guðjón Ágúst og Árni. Barna- barnabörnin eru sex. Þorvaldur lærði rafvirkjun á Akureyri og starfaði við þá iðn allan sinn starfsaldur. Hann stofnaði fyrirtækið Glóa ásamt félaga sínum og starfaði síðar hjá Rafveitu Akureyrar til árs- ins 2000 þegar hann lét af störf- um fyrir aldurs sakir. Ég var að undirbúa mig fyrir ferð til Englands þar sem ég ætl- aði að eiga nokkra daga með börn- um og barnabörnum, þegar sím- talið kom. Pabbi minn var kominn á sjúkrahús eftir að hafa verið fluttur þangað fyrr um morgun- inn. Tæpum tveimur tímum síðar kom annað símtal. Englandsferð mun bíða betri tíma. Pabbi var Innbæingur og í Inn- bænum stunduðu ungir menn skautahlaup og renndu sér á skíð- um á vetrum. Pabbi og bróðir hans fóru til sumardvalar í Reykjahverfi og síðar í Hvera- gerði þar sem áhugi hans á garð- rækt, sem síðar varð eitt hans helsta áhugamál, hefur líklega kviknað. Hann lærði rafvirkjun og starfaði við þá iðn allan sinn starfsaldur en áhugamálin voru mörg og fjölbreytt. Ég man fyrst eftir skíðaferðum í Fjallið. Þar var ein skíðalyfta sem var bara kaðall sem menn ríghéldu í til að komast upp brekkuna. Seinna bættust svo fleiri lyftur við, ekki svo að hann þyrfti á þeim að halda. Hann not- aði þær aldrei, heldur fór allra sinna ferða á gönguskíðum á með- an frúin og börnin renndu sér á svigskíðum. Á sumrin var farið í útilegur með hjólhýsið og í veiði- ferðir. Hann var slyngur veiði- maður og margan stórlaxinn dró hann úr Laxá í Þingeyjarsýslu og Sandá í Þistilfirði. Mamma var oft með í för, þá setti hann gjarnan í og þreytti laxinn og hún landaði. Frá því ég man eftir mér voru þau bæði í kórum. Hann í Karla- kórnum Geysi og hún Gígjunum og fleiri kórum og saman náðu þau nokkrum árum í kór eldri borgara á Akureyri, Í fínu formi, eða þar til hann sagði skilið við sönginn. Og í fínu formi var hann. Þegar veiði- ferðunum fækkaði snéri pabbi sér að golfinu sem mamma hafði þá þegar uppgötvað. Á sumrin var spilað á heimavellinum og líka vítt og breitt um landið. Þau fóru í golfferðir til Írlands, Ameríku og Spánar og í heimsóknum þeirra til mín og fjölskyldunnar til Eng- lands var oftast nær skroppið á völlinn. Við húsið sitt í Kotárgerði áttu þau skrúðgarð þar sem unnið var löngum stundum. Þar blómstruðu rósir og dalíur og epli uxu á trénu í gróðurhúsinu. Myndarlegur kart- öflugarður var líka á lóðinni og þar voru teknar upp bestu kartöflur í heimi. En pabbi kunni líka að taka líf- inu með ró og á sólríkum sumar- dögum naut hann veðurblíðunnar á pallinum sunnan við hús. Árið 2014 fluttu mamma og pabbi í íbúð með útsýni yfir golfvöllinn og Eyjafjörðinn allan. Heilsu pabba hafði hrakað hin síðari ár, en hann var heppinn að geta dvalið heima fram á síðasta dag, því hvergi ann- ars staðar vildi hann vera. Blessuð sé minning pabba míns. Margrét. Við fráfall Þorvaldar tengda- föður míns leitar hugurinn 45 ár aftur í tímann. Þá var ég mennta- skólanemi á Akureyri og leigði herbergi vetrarpart í Kotárgerði 20 við hliðina á honum og hans fjölskyldu sem bjuggu í Kotár- gerði 18 í tæplega hálfa öld. Örlög- in höguðu því síðan svo síðsumars sama ár að leiðir mínar og Mar- grétar, einkadótturinnar í Kotár- gerði 18, lágu saman og hafa gert síðan. Þegar ég fór að venja kom- ur mínar í Kotárgerði 18 tók ég fljótt eftir því að húsbóndinn var maður fárra orða. Hann tók mér samt vinsamlega og gaukaði að mér aukavinnu hjá Rafveitunni þegar færi gafst. Þegar upplýstist rúmu ári seinna að einkadóttirin var kona eigi einsömul, rétt nítján ára að aldri, var því tekið af rósemi og sjálfsagt einhverri blöndu af kvíða og eftirvæntingu. Og söku- dólgurinn fluttist inn á heimilið. Drengur fæddist um vorið, átti heimili hjá ömmu sinni og afa ásamt móður sinni fyrsta árið og varð þeirra augasteinn. Eitt af einkennum Þorvaldar var iðni, endalaus iðni. Honum féll sjaldan verk úr hendi. Garðurinn þeirra í Kotárgerði var einn feg- ursti garður norðan fjalla og margverðlaunaður. Í þokkalegu veðri frá vori til hausts var Þor- valdur kominn á fætur fyrir allar aldir og vann í garðinum í tvo tíma áður en farið var til vinnu. Og ef sæmilega hlýtt var í veðri voru öll klæði ofan beltis spöruð. Þorvaldur var mikill veiðimað- ur og stangveiðin í uppáhaldi. Hann var einn af hluthöfum í veiðifélagi í Laxá í Aðaldal um áratuga skeið og fór þangað oft á hverju sumri. Hann og Alli vinur hans fóru einnig í aðrar ár og vötn. Það er fræg sagan af því þegar þeir félagar fóru til veiða upp á Arnarvatnsheiði. Þeir fengu fljót- lega góða veiði og setti Þorvaldur silungana í bing. Þegar hann ætl- aði eitt sinn að bæta í binginn var allt horfið. Þetta þótti með miklum ólíkindum en við nánari skoðun kom í ljós að bingurinn hafði verið staðsettur rétt fyrir framan opið á minkagreni. Golf var annað áhugamál þeirra hjóna. Þegar um fór að hægjast á efri árum var spilað flesta daga og ekki eru nema örfá ár síðan heils- an aftraði Þorvaldi frá þeirri ágætu íþrótt. En þá tók sjónvarp- ið við og horfði hann á golf og reyndar allar íþróttir almennt fram á síðasta dag. Tengdapabbi var mikill gæfu- maður í sínu einkalífi. Hann var 21 árs þegar hann og Guðrún tengda- móðir mín, þá 17 ára, tóku saman og giftu sig tveimur árum seinna. Síðan eru liðin tæp 65 ár. Það reyndi þó á ungu hjónin í upphafi því að fyrsta barnið fæddist and- vana. Síðan fæddust hin systkinin fjögur á 10 árum. Þeirra hjónaband hefur verið ákaflega farsælt. Þau deildu sömu áhugamálum, sérstak- lega þegar um fór að hægjast. Hann naut þeirrar gæfu að eyða ævikvöldinu á sínu heimili, sem ekki hefði verið gerlegt allra síð- ustu árin nema vegna þess hversu heilsuhraust og mögnuð Guðrún er. Það kom aldrei til greina að þar yrði breyting á gegn hans vilja. Ég kveð Þorvald tengdaföður minn með mikilli virðingu og þökkum fyrir það sem hann var mér og mínum. Blessuð sé minning hans. Pétur. Nú hefur einn allra besti vinur minn, Þorvaldur Snæbjörnsson, kvatt þetta jarðlíf. Mig setur hljóðan og ég hugsa til þess tíma er við hjónin fluttum til Akureyrar árið 1958. Við leigðum lítið hús í Löngumýri 14 og í næsta húsi bjuggu hjónin Þorvaldur og Guð- rún ásamt ungum börnum sínum. Á öðrum eða þriðja degi eftir komu okkar ber Þorvaldur (Lilli) að dyrum og spyr mig hvort hann megi ekki bjóða mér að líta í kjall- arann til sín. Hann var að koma úr Svartá og vildi sýna mér tvo fal- lega laxa sem þar lágu á gólfinu. Þannig var ísinn brotinn með löngu spjalli um lax- og silungs- veiði. Þetta var upphafið að 50 ára nánu vinfengi okkar Lilla og eig- inkvenna okkar sem aldrei bar skugga á. Við fórum saman í veiðiferðir í ótal ár og vötn. Oft vorum við sam- an um stöng og fór ævinlega vel á með okkur. Þorvaldur þekkti vel til veiðistaða í Laxá í Aðaldal enda hafði hann oft farið þar til veiða með föður sínum á yngri árum og naut ég góðs af hann reynslu. Jafnan hittumst við kvöldið fyrir veiðiferð í bílskúrnum ýmist hjá mér eða honum. Var þá farið yfir veiðistangir, flugnabox, maðkabox og annað sem ekki mátti gleym- ast. Kom þá oft fyrir að einhvers staðar fannst peli með hressandi legi og varð þessi undirbúningur oft lengri en til stóð. Í mörgum veiðiferðanna komu konur okkar með. Þá var legið í tjaldi og jafnan glatt á hjalla að kvöldi dags er ræddar voru uppá- komur dagsins, gleðin yfir góðri veiði og svekkelsi þegar sá stóri slapp. Um vin minn Þorvald má segja að hann var harðduglegur til allra verka, hvort sem það var í fagi hans sem rafvirki eða í garðvinnu kringum heimili hans. Þegar þau hjón byggðu hús í Kotárgerði 18 vann Þorvaldur stórvirki í garð- inum svo eftir var tekið. Enda hlutu þau sérstaka viðurkenningu frá Akureyrarbæ fyrir fegursta garðinn. Og þegar við Pat byggð- um okkar hús í Birkilundi var Lilli ávalt boðinn og búinn að leggja hönd á plóg. Við Þorvaldur vorum lengi söngfélagar í karlakórnum Geysi og fórum ásamt konum okkar í söngferðir til Ítalíu og Englands sem lengi verða í minnum hafðar. Hin síðari ár áttum við svo marga góða daga með þeim hjónum sveiflandi golfkylfum á Jaðar- svelli. Það er sama hvar hug ber niður á langri ævi; alls staðar kemur vinur minn, Lilli, inn í myndina sem drengur góður með ljúf- mennsku, hnyttni og húmor í far- teskinu. Nú þegar Guðrún og fjölskylda kveðja ástríkan eiginmann, föður, afa og langafa sendum við Pat innilegustu kveðjur með huggun- arorðum Fjallaskáldsins: Æ hverf þú ein af auga mér þú ástarblíða tár, er sorgir heims í burtu ber þótt blæði hjartans sár. Lilli minn, vertu sæll kæri vin- ur. Blessuð sé minning þín. Aðalsteinn Jónsson. Þorvaldur Snæbjörnsson Elsku hjartans dásemdin okk- ar. Það er svo sárt að sitja hér og skrifa þessi fátæklegu orð til þín. Þú fékkst bara að vera hjá okk- ur í rúma sjö mánuði. Þegar þú fæddist og við sáum þig í fyrsta skipti fylltust hjörtu okkar af svo mikilli ást, væntumþykju og um- hyggju. Þú varst svo lítil og dásamleg og augun þín svo stór og falleg. Við vorum að springa úr monti þegar þú bættist í yndislega barnahópinn okkar, níunda barna- barnið. Við vorum farin að hlakka svo mikið til að þú flyttir á Akra- nes, þá myndum við hitta þig Heiðrún Elísabet Leósdóttir ✝ Heiðrún Elísa-bet Leósdóttir fæddist í Reykjavík 4. júní 2017. Hún lést á gjörgæslu- deild Landspítal- ans 12. janúar 2018. Foreldrar Heið- rúnar eru Júlíana Karvelsdóttir, f. 2. desember 1996, og Leó Baldursson, f. 21. febrúar 1994. Foreldrar Júlíönu eru Hildur Bernódus- dóttir og Karvel Líndal Hin- riksson. Foreldrar Leós eru Vigdís Heiða Guðnadóttir og Baldur Sigurðsson. Útför Heiðrúnar Elísabetar fer fram frá Akraneskirkju í dag, 22. janúar 2018, og hefst hún klukkan 13. miklu oftar og fá að gæta þín, fara með þig út að labba í fína vagn- inum og leika við þig. Í október sl. fórst þú ásamt foreldrum þínum til Lundar í Sví- þjóð og gekkst þar undir stóra hjartaað- gerð. Við komum að heimsækja ykkur, ásamt langömmu Júllu og langafa Hinna. Þar áttum við saman ynd- islega daga, skoðuðum mikið, rölt- um um saman með þig í vagninum og næstum því rifumst um hver ætti að keyra þig. Þú varst svo ró- leg, góð og alltaf brosandi. Stóru augun þín fallegu bræddu okkur alveg þegar við héldum á þér og knúsuðum þig. Aðgerðin gekk vel og þið komuð heim eftir fimm vikna dvöl. Föstudaginn 5. janúar var allur hópurinn okkar saman kominn heima hjá okkur. Börnin okkar, makar þeirra, barnabörnin, langamma Júlla og langafi Hinni. Afi tók þig upp og fór að spjalla við þig og þú brostir út að eyrum, hann tosaði í tásurnar þínar og spurði hvort hann mætti eiga þær. Hann fékk stórt bros frá þér og þú hjalaðir til hans. Amma tók þig líka og fékk fallegt bros og söng fyrir þig Dvel ég í drauma- höll, þú varst orðin svo þreytt að þú sofnaðir í ömmufangi. Nú ert þú farin frá okkur og við sitjum hér og horfum á myndina af þér þar sem þú brosir svo fal- lega. Við erum með kveikt á kert- um og þannig ætlum við að hafa það. Elsku hjartans fallega dásemd- in okkar, við eigum eftir að sakna þín svo sárt en minning þín lifir áfram í hjörtum okkur. Góða ferð og góða heimkomu litli engill. Elsku hjartans Júlíana og Leó okkar, sorgin og söknuðurinn er óbærilegur. Við biðjum algóðan Guð og allar heimsins góðar vætt- ir að vaka yfir ykkur og vernda. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Afi og amma, Karvel og Valey. Heiðrún Elísabet var glaðvært og fallegt barn. Ég tengdist henni mikið, eins og aðrir, og er mjög þakklát fyrir að hafa átt hana þennan tíma sem hún var með okkur. Hún hafði smitandi hlátur, einstaklega fallegt bros og augu sem höfðu slík áhrif að hægt var að gleyma stað og stund við að horfa í þau. Hún átti alla okkar athygli og var jafnvel slegist um að fá að halda á henni. Heiðrún gaf mikið af sér og við áttum mörg falleg samtöl án orða. Þegar ég hugsa um þessar fallegu minningar um hana þá standa upp úr þessi fal- legu boðskipti. Það er það sem mér þykir vænst um og geymi. Þetta ferðalag hennar og okkar var ekki einfalt. Hún var ofboðs- lega dugleg. Í hvert skipti sem ég sá hana varð ég vitni að framför sem mann hefði ekki órað fyrir og vann hún sigra sem voru ótrúleg- ir. Sigrana vann hún ekki ein. Hún átti þessa flottu foreldra sem ég er svo stolt af sem tóku þessum verk- efnum af æðruleysi, kærleik og ást. Áföllin voru nefnilega aldrei í þeirra huga áföll heldur einfald- lega verkefni sem yrðu leyst. Þau búa yfir styrk og kærleika sem ég satt best að segja veit ekki hvaðan kemur. Ég vildi að ég gæti tekið heiðurinn af því. Þau lögðu sig fram við að vera góðir foreldrar, sem og þau voru. Til marks um það hversu fallegt samband Leós og Júlíönu var við hana Heiðrúnu er þegar Leó sagði mér að hann hefði samviskubit yf- ir því að lesa ekki nóg fyrir hana. Þeim fannst þau aldrei gera nóg þrátt fyrir allt hjal og fallegu tím- ana þar sem þau sungu fyrir hana. Hún var böðuð í ást og gaf ekki síður af sér. Ég vildi óska að Leó og Júlíana gætu séð það sem ég sé – allan kærleikann, alla ástina og samheldnina. Jafnvel foreldri get- ur lært eitthvað af sínum börnum og ég kem til með muna og læra af kærleikanum sem Leó og Júlíana hafa sýnt í þessu ferli, bæði gagn- vart Heiðrúnu og kærleikanum sem milli þeirra ríkir. Ég held ég geti ekki tekið ein- hverja eina minningu og sagt frá henni. Ég treysti mér ekki til þess að velja úr vegna þess að þessi tími í heild sinni var svo ómetan- legur. Ég sakna þess hvað mest að fá ekki að halda á henni og sökkva mér í þessi fallegu augu og sníkja eitt bros í viðbót. Ég er svo þakklát fyrir Júlíönu og Leó sem fæddu þetta yndislega barn í heiminn. Þau voru henni góðir foreldrar og veittu henni alla þá ást sem Heiðrún átti skilið. Þessi tími var dýrmætur og við skulum varðveita hann og hvert annað vel. Heiða amma. Elsku Heiðrún mín. Ég hef alltaf sagt of mikið. Yf- irleitt gæti ég talað um allt og ver- ið óstöðvandi í málgleði minni en nú er eins og ég geti ekki sagt orð. Þú ert það sem ég hugsa um. Ég lofaði þér því þegar þú fæddist að við myndum sigra heiminn. Nú finnst mér eins og ég hafi brotið það loforð. Mér finnst eins og ég hefði getað gert meira - eins og ég hefði einhverju getað breytt. Ég veit að það er aðeins sjálfselskan sem talar. Þú gerðir þitt besta og ég líka. Ég klökkna í hvert skipti sem ég minnist þess að Leó bað mig um að verða næsti Marlon Brando í Guðföðurnum. Ég hef aldrei ver- ið jafn stolt. Nema kannski þegar þú komst í pössun þegar foreldrar þínir fóru loks á langþráð stefnu- mót og þú vaknaðir af værum blundi. Þá heilsaðir þú mér með þínu innilega brosi. Hugsanlega var ég stoltari þá en þegar pabbi þinn hringdi og bauð mér þetta mikilvæga hlutverk. Ég vissi nefnilega, þar og þá, að ég væri að standa mig í því hlutverki. Ég var ekki síður ánægð með þig þegar þú hlustaðir af athygli og gleði á Pearl Jam, Led Zeppelin og Uriah Heep. Það er með trega sem ég kveð þig. Nú finnst mér eins og við höf- um sagt okkar vanalegu kveðju þar sem þú sefur vært í bílstólnum og ég kyssi þig oftar en ég ætti að gera þar til ég sé þig næst. Einn daginn mun ég átta mig á því að næst kemur ekki til með að verða. Þú mátt ekki halda að ég búi við einhvern ótta um að verða sökuð um einhverja tilfinningasemi þeg- ar ég deili því hversu vænt mér þótti um þig. Ég óttast það ekki. Ég veit nefnilega að þú breyttir lífi bróður míns og Júlíönu. Leó er annar maður í dag en hann var fyr- ir ári síðan. Sú breyting er jákvæð og ég hef aldrei verið jafn stolt af honum eins og þegar hann varð faðir í fyrsta skipti og ábyrgur fyr- ir þér. Ég hélt ég yrði stoltust af honum þegar hann kláraði flug- virkjann en hann gerði það einmitt daginn sem hann kvaddi þig. Ég var það ekki. Ég var stolt af því hversu fallega og vel hann hugsaði um þig frá byrjun til enda. Í hans huga er ekki komið að endalokum og ekki í mínum heldur. Þú kemur alltaf til með að lifa með okkur þrátt fyrir að það sé ekki með þeim máta sem við óskuðum okkur. Ég á mér aðeins eina ósk. Sú ósk er að þú öðlist frið og hvíld. Ég óska mér að þú fáir að lifa lífi þar sem þú færð að njóta og öðlast frekari hamingju. Ég er reið og sár yfir því að þú fáir ekki það tækifæri hérna hjá okkur. Ég er enn sár yfir því að hafa ekki sigrað heiminn með þér. Hluti af mér vildi að ég gæti gert það fyrir þig vegna þess að þú sigraðir mig frá fyrsta augnabliki. Ég held samt sem áður áfram að reyna fyrir okkur báðar. Í dag verð ég að kveðja þig. Ekki halda að ég komi nokkurn tímann til með að slökkva þitt ljós – þú ert og verður alltaf mikilvæg- ur hluti af mínu lífi. Ég er þakklát fyrir þig og þú kemur alltaf til með að tendra ljós í hjarta mínu. Ég er þakklát fyrir þig og foreldra þína, Leó og Júlíönu. Þitt innilega bros og fallega hjarta sameinaði tvær fjölskyldur í eina. Ég elska þig, þín frænka, Ösp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.