Morgunblaðið - 22.01.2018, Blaðsíða 13
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Þjálfarinn Ungt fólk í atvinnumennsku í knattspyrnu hefur kannski ekki náð að höndla álagið sem því fylgir svo
andlegir sjúkdómar verða útkoman sem er mjög dapurlegt, segir Bergþór Grétar Böðvarsson hér í viðtalinu.
kynnast úrræðinu „psykiatriallian-
sen“ en það er sambærilegt úrræði
og FC Sækó. Þar er Claus Lundek-
vam, fyrrverandi leikmaður enska
knattspyrnuliðsins Southampthon,
þjálfari.
„Lundekvam er maður sem á
áhugaverða sögu að baki. Hann var
fótboltamaður í fremstu röð með So-
uthampthon, en hann lenti í
meiðslum sem leiddi af sér óreglu
sem aftur leiddi af sér andleg veik-
indi. En í dag er hann lifandi dæmi
um þann mikla árangur sem fólk get-
ur náð í lífinu með hjálp og góðum
tækifærum,“ tiltekur Bergþór. „Við
skulum samt hafa í huga að fótbolt-
inn, sem er auðvitað alveg frábær
íþrótt, á sér þó ýmsar hliðar. Á síð-
ustu árum hafa stundum komið frá-
sagnir ungs fólk sem hefur farið í at-
vinnumennsku í knattspyrnu en ekki
kannski náð að höndla álagið sem því
fylgir, svo andlegir sjúkdómar verða
útkoman sem er mjög dapurlegt. Í
FC Sækó tökum við þetta hins vegar
á forsendum þátttakendanna sjálfra
og höfum gaman af öllu.“
Heimildir um Noregsferð
Jafnhliða því sem félagar í FC
Sækó eru nú að afla fjár til Noregs-
ferðar vinna þeir að heimildarmynd
um verkefnið Þar verður fjórum til
sex félagsmönnum fylgt eftir meðan
á ferðinni og undirbúningi hennar
stendur.
„Með því vonumst við til að gefa
góða innsýn í hvernig það er fyrir
notendur að eiga við daglegt líf,
ásamt því að takast á við ferðina og
hvernig svona átak hefur áhrif á
þeirra líðan. Svona ferðalag er nefni-
lega talsvert meira en segja það fyrir
suma af okkar félagsmönnum og
þeirri sögu viljum við líka koma á
framfæri,“ segir Bergþór að síðustu.
Reynsla og rannsóknir staðfesta
að hreyfing er góð fyrir heilsuna.
Þetta getur hver maður raunar
reynt á eigin skinni. Liggi fólk í
leti þó að ekki sé nema í fáeina
daga stirðnar skrokkurinn og
þrekið verður minna. Afleiðing-
arnar verða svo hugsanlega meiri
og alvarlegri ef letilífið er lang-
varandi. Svo vitum við líka að við
ákveðnar kringumstæður, svo
sem líkamlega hreyfingu og
áreynslu, framleiðir líkaminn en-
dorfín en það eru taugaboðefni
sem heiladingullinn framleiðir og
hefur meðal annars áhrif á önd-
un, skapar vellíðunartilfinningu
og slær á sársauka. – Þá þekkir
fólk líka að göngutúrar eða að
hlaupa góðan hring getur verið
allra meina bót – því þegar komið
er til baka er hugsunin skýr og
vandamál dagsins yfirleitt auð-
leysanleg.
Hreyfing er allra meina bót
LETILÍFIÐ ER AFLEITT FYRIR HEILSUFARIÐ
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2018
Mottur setja punktinn yfir i-ið á heimilinu.
Persía er sérdeild innan Parka með stök teppi og mottur.
Við bjóðum upp á sérvalin handhnýtt austurlensk teppi og fjölbreytt
úrval af vönduðum vélofnum gervi- og ullarteppum.
Bjóðum aðeins það besta fyrir þig.
Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570
VIÐARPARKET • UTANHÚSSKLÆÐNINGAR • VÍNYLPARKET • FLÍSAR • HURÐIR • TEPPI • KERFISLOFT • HARÐPARKET • INNRÉTTINGAR
Hlutverk Hönnunarsafns Íslands er að safna og varðveita þann þátt
íslenskrar menningar sem lýtur að hönnun, einkum frá aldamótunum
1900 til samtímans. Safnið á og geymir um 900 íslenska og erlenda
muni, sem margir hafa mikla menningarsögulega þýðingu. Safnkost-
urinn fer sístækkandi, enda æ fleiri hönnuðir sem hasla sér völl og
koma fram með vandaða gripi sem standast alþjóðlegan samanburð
og eru hvort tveggja nytjamunir og/eða skrautmunir.
Í safnkostinum er sófasetthannað af Gunnari Magn-ússyni árið 1962 skráðmeð eftirfarandi hætti:
Sófasett
Gunnar Magnússon (1933)
Inka-sófasett, 1962
Eik, ull
Nývirki
Gjöf: Helga og Ólafur
Ögmundarbörn. Úr dánarbúi
hjónanna Rögnu Ólafsdóttur
og Ögmundar Helgasonar,
2011.
• • • •
Inka-sófasett með íslensku
ullaráklæði, ekki upprunalegu,
og grind úr eik. Inka-hús-
gagnalínan var fyrst framleidd
hjá danska fyrirtækinu Skalma
en Gunnar hafði þá lokið námi í
Danmörku og var farinn að vinna
fyrir dönsk fyrirtæki. Línan var
fyrst sýnd á Fredericia-
húsgagnasýningunni vorið 1962.
Nývirki framleiddi húsgögnin
fyrir íslenskan markað, aðallega
úr furu með íslensku ullar-
áklæði. Húsgögnin voru fram-
leidd með sjáanlegum kopar-
skrúfum í grindinni (síðar
svörtum innfelldum skrúfum) og
voru á tímabili nefnd Prima.
Inka-stóllinn hlaut viðurkenn-
ingu Iceland Review árið 1968
þar sem hann var sýndur á sýn-
ingu Félags íslenskra húsgagna-
arkitekta. Inka-settið var einnig
sýnt á Húsgagnavikunni í Laug-
ardalshöll árið 1969.
Íslensk hönnun Hönnunarsafn Íslands
Ljósmynd/Andrew Murray
1962 Sófasett
hannað af Gunnari
Magnússyni
gerð og hefur gert heimildamyndir
um lífið í heimabyggð sinni.
Myndin er sýnd í annað sinn í Mið-
garði, sal Gerðaskóla, næstkomandi
miðvikudag, 24 janúar, klukkan
19:30. Aðgangseyrir er 2.000 krónur.
Myndin verður jafnvel sýnt víðar, sem
tilkynnist þá á svgardur.is sem er
síða Sveitarfélagsins Garðs. Það,
Uppbyggingarsjóður Suðurnesja og
Isavia hafa styrkt gerð myndarinnar
og bakhjarlarnir eru margir fleiri.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Söguhetjan Guðni í Garðskagavita.