Morgunblaðið - 22.01.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.01.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2018 Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar Þróun umferðar í Reykjavík erengin tilviljun heldur tilbún- ingur vinstri meirihlutans. Sú bið sem borgarbúar þurfa að þola tvisv- ar á dag er í boði borgarstjórnar- meirihlutans.    Jón Gunnarsson,alþingismaður og fyrrverandi sam- gönguráðherra, seg- ir frá því í grein í Morgunblaðinu á laugardag að um- ferð hafi aukist um 25% á áratugnum fram til 2016. Á þeim tíma hafi borgaryfirvöld ekki byggt upp umferð- armannvirki heldur þrengt götur og lagst gegn mis- lægum gatnamótum.    Borgaryfirvöld hafa afsalað sérfé frá ríkinu sem ætlað var stórframkvæmdum í umferðar- málum en þess í stað þegið milljarð á ári í almenningssamgöngur sem engu hefur skilað. Lausnin er í huga vinstri meirihlutans að ganga enn lengra í sömu átt.    Jón bendir á að umferðarþyngstugatnamót landsins séu neðst í Ártúnsbrekkunni, en þau séu jafn- framt þau öruggustu, enda mislæg og án umferðarljósa. Vinstri meiri- hlutinn í borginni er hins vegar áhugasamur um að hafa borgarbúa á rauðu ljósi og heldur þess vegna í stórhættuleg ljósastýrð gatnamót og vinnur gegn aðgerðum á borð við Sundabraut.    Núverandi borgaryfirvöld von-ast til að geta selt borgar- búum þá hugmynd að sitja áfram fastir á rauðu ljósi með því að bjóða þeim upp á nægilega fjarstæðu- kennda draumsýn um borgarlínu í stað raunhæfra aðgerða. Getur ver- ið að þau finni nægilega marga kaupendur? Jón Gunnarsson Á rauðu ljósi STAKSTEINAR Dagur B. Eggertsson Veður víða um heim 21.1., kl. 18.00 Reykjavík 2 skýjað Bolungarvík 0 skýjað Akureyri -9 skýjað Nuuk 3 skýjað Þórshöfn 3 skúrir Ósló -2 skýjað Kaupmannahöfn 0 þoka Stokkhólmur -9 þoka Helsinki -9 snjókoma Lúxemborg 1 skýjað Brussel 4 rigning Dublin 12 súld Glasgow 1 súld London 3 rigning París 6 rigning Amsterdam 4 léttskýjað Hamborg 0 þoka Berlín 1 alskýjað Vín 1 skýjað Moskva -3 snjóél Algarve 16 heiðskírt Madríd 17 heiðskírt Barcelona 20 heiðskírt Mallorca 19 heiðskírt Róm 14 heiðskírt Aþena 14 skýjað Winnipeg -9 alskýjað Montreal -2 alskýjað New York 3 heiðskírt Chicago 4 þoka Orlando 18 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 22. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:37 16:43 ÍSAFJÖRÐUR 11:04 16:25 SIGLUFJÖRÐUR 10:48 16:08 DJÚPIVOGUR 10:12 16:07 „Við höfum verið að senda honum innheimtubréf sem hann hefur ekki svarað,“ segir Guðmundur B. Ólafs- son, lögmaður VR, sem fer með mál fyrrverandi starfsmanna verslunar- innar Kosts gegn Jóni Geraldi Sullenberger, eiganda Kosts. Starfs- mennirnir, sem telja sig eiga inni laun hjá fyrirtækinu, hafa farið fram á að fá greiddan þriggja mánaða uppsagnarfrest, en Jón Gerald hefur lýst því yfir að engar frekari launa- greiðslur muni berast frá fyrirtæk- inu í kjölfar lokunar á versluninni. Guðmundur segir að málið sé nú í vinnslu og hann geti því ekki fullyrt um hversu háa upphæð sé að ræða. „Ég geri mér ekki alveg grein fyrir heildartölunni, en starfsmennirnir eiga inni laun í þriggja mánaða upp- sagnarfresti. Annaðhvort verður þetta leyst þannig að hann gefur þetta upp til skipta eða þá að við munum fara fram á fjárnám og í framhaldinu gjaldþrotaskipti ef ekk- ert reynist vera til,“ segir Guðmund- ur. aronthordur@mbl.is Vilja fá greiddan uppsagnarfrest Morgunblaðið/Golli Jón Gerald Versluninni Kosti var lokað í desember síðastliðnum.  Starfsmenn Kosts telja sig eiga inni laun Gunnar Smári Egilsson, formaður Sósíalistaflokks Íslands, segir að ákvörðun um hvort Sósíalistaflokk- urinn bjóði sig fram í komandi sveitarstjórnarkosningum muni liggja fyrir á næstu vikum. „Ég býst við að ákvörðun muni liggja fyrir innan þriggja til fjögurra vikna. Við teljum okkur alveg hafa góðan tíma til að ræða um sveitarstjórnar- mál og erindi sósíalismans í sveitar- stjórnir og hvernig væri best að flokkurinn færi fram,“ segir Gunn- ar. Hann segir flokksmenn hafa áhuga á að beita sér í komandi kosningum hjá verkalýðsfélög- unum. Sósíalistaþing Sósíal- istaflokksins fór fram á laugar- daginn í Rúgbrauðsgerðinni, en sósíalistaþingið er aðalfundur flokksins. Þar var rætt um mögu- legt framboð flokksins. „Þetta var rætt í svona tvo tíma. Það þarf að ræða hvert er erindið, með hvaða hætti við förum fram, hverjar eru áherslurnar og í hversu mörgum sveitarfélögum á að bjóða fram. Þessi umræða þarf að ganga í nokkra hringi inni í flokknum áður en ákvörðunin verð- ur til.“ Á sósíalistaþinginu var kosið í þrjár stjórnir flokksins; í málefna-, félaga- og framkvæmdastjórn. Sitja alls 39 manns í þeim stjórnum. mhj@mbl.is Gunnar Smári Egilsson Sósíalistaflokkurinn íhugar framboð í vor  Ákvörðun tekin á næstu vikum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.