Morgunblaðið - 22.01.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.01.2018, Blaðsíða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2018 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þessi viðurkenning kemur mér ánægjulega á óvart,“ segir Sindri Freysson sem í gær hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóð sitt „Kínversk stúlka les uppi á jökli“ þegar þau voru afhent í 17. sinn á 101 árs fæðingardegi Jóns úr Vör. Önnur verðlaun hlaut Hrafnhildur Þór- hallsdóttir fyrir „Elegíu“ og þriðju verðlaun Valgerður Benediktsdóttir fyrir „Íshvarf“. Handhafi Ljóðstafs- ins fær farandgrip til varðveislu í eitt ár, verðlaunagrip til eignar og 300 þús. kr. peningaverðlaun, 200 þús. kr. eru í verðlaun fyrir annað sætið og 100 þús. kr. fyrir það þriðja. „Þegar maður sendir ljóð í svona keppni er maður að kasta snjóbolta út í myrkrið og getur aldrei gengið að neinu vísu, enda mörg reynd og hæf skáld ár hvert sem taka þátt í keppninni. En ég hafði trú á þeim texta sem ég sendi inn,“ segir Sindri og bendir á að keppnin hafi vaxið að virðingu og krafti á þeim árum sem Ljóðstafurinn hefur verið veittur. „Þessi verðlaun eru mjög mikilvæg og Kópavogsbæ til mikils sóma að hafa haldið þeim úti öll þessi ár,“ segir Sindri og tekur fram að pen- ingaupphæðirnar sem veittar eru fyrir vinningsljóðin séu mynd- arlegar. Einnig þyki sér ánægjulegt að vera kominn í góðan hóp fyrri vinningshafa, en þeirra á meðal eru Magnús Sigurðsson, Dagur Hjart- arson, Linda Vilhjálmsdóttir, Óskar Árni Óskarsson, Gerður Kristný og Anton Helgi Jónsson. Samkvæmt upplýsingum frá Kópavogsbæ bárust alls 278 ljóð í keppnina um Ljóðstafinn að þessu sinni. Dómnefnd, sem í sátu Anton Helgi Jónsson, formaður, Ásdís Óla- dóttir og Bjarni Bjarnason, valdi vinningsljóðin þrjú og verðlaunaði auk þess átta ljóð, eftir m.a. Höllu Oddnýju Magnúsdóttur, Hallgrím Helgason og Ásgeir H. Ingólfsson, sem hlutu viðurkenningar. Í umsögn dómnefndar um sigur- ljóð Sindra segir m.a.: „Ljóðið kallar fram myndir af ólíkum heimum, andstæðum […] Þetta er ljóð um ferðalag okkar allra, um lífið og dauðann en líka um möguleikana og kallast á við orð listaskáldsins góða sem þakkaði fyrir það að geta setið „Kasta snjóbolta út í myrkrið“  Sindri Freysson handhafi Ljóðstafs 30% afsláttur af rafdrifnum skrifborðum Bæjarlind 8-10 201 Kópavogur sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Verð frá 68.947 kr. Hæðarstillanleg rafdrifin borð stuðla að betri líkamsstöðu og bættri líðan í vinnunni. STOFNAÐ 1956 VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ísland á ekki marga myndasöguhöf- unda, og hvað þá höfunda sem ná að endurspegla það spaugilega við ís- lenskt hversdagslífs eins vel og Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir. Teikningar hennar draga vissulega upp ýkta mynd af Íslendingum en flestir geta fundið þar sögur sem ríma við þeirra eigin reynslu, enda sækir Lóa oft innblástur í eigið líf eða líf vina sinna og ættingja: „Ég hef kannski ekki gert eins og ein sögu- hetjan sem missir svo algjörlega tökin á heimilislífinu að barnið hennar þarf að borða Kóko-pops upp úr stígvéli, en þetta er óreiða sem að margir kannast við að hafa upplifað.“ Lóu þykir margt jákvætt við ís- lenska lífsmynstrið, með öllum sín- um sérkennum. „Við erum til dæmis upp til hópa kærulausir uppalendur og finn ég það svo vel að í öllum öðrum löndum haga börnin sér allt- af betur. En fyrir vikið eru íslensk börn ógeðslega fyndin og hávær, og eru einhvern veginn voðalega sætir og skemmtilegir litlir dónar.“ Smá Stella í okkur öllum Fá verk hafa leyft Íslendingum að líta vandlega í spegillinn og gaumgæfa eigin sérkenni og ósiði. Lóu dettur helst í hug kvikmyndin Stella í orlofi, sem er hennar uppá- haldsbíómynd. „Hún nær þessu full- komlega; bæði hvernig krakkarnir eru aldir upp og hvernig Stella er allt í einu komin upp í sumarbústað með einhverjum gaur sem hún reddaði. Allt virðist klúðrast og allt er óskipulagt en gengur samt upp einhvern veginn.“ Það virðist vera smá Stella í öll- um Íslendingum: „Maður labbar oft inn á svona örleikrit í lífi fólks, og heyrir brot af bráðskemmtilegum samtölum. Við erum einhvern veg- inn alltaf að fara sömu leiðina, með samviskubit yfir því að vera á bíl en ekki á hjóli, en látum samt hjóla- fólkið fara í taugarnar á okkur. Svo verður vatnið mengað, síðan kemur Eurovision, og eitt stórt Nóa páska- egg, og þá berst boðskort í ferming- arveislu hjá barni með nafn sem kemur okkur spánskt fyrir sjónir. Ég upplifi þetta sem eins konar hringrás, og kannski þess vegna að ég tolli ekki hefðbundinni vinnu því á verður mynstrið of þétt og ég fæ rosalega innilokunarkennd – lífið verður hreinlega eins og í Ground- hog Day.“ Lóa hefur ýmsar kenningar um hvaðan íslenska mynstrið er komið. „Kannski er þetta vegna staðsetn- ingar okkar á hnettinum, og hvenig hlutirnir eru settir upp hérna með endalausu myrkri annars vegar og stanslausri sól hins vegar. Ástandið er líka skrítið í stjórnmálunum, og verður bara skrítnara – kannski er þetta bara leið til að komast hjá því að missa vitið; vera bara hress og til í að grilla hvenær sem er.“ Kunnuglegar manngerðir Lóa er höfundur nýs leikrits sem frumsýnt verður á litla sviði Borg- arleikhússins á föstudag. Verkið heitir Lóaboratoríum, er sett á svið af leikhópnum Sokkabandinu og leikstýrt af Kolfinnu Nikulásdóttur. Leikritið byggist lauslega á mynda- sögum Lóu og segir frá fjórum ná- grannakonum sem gengur misvel að þola samvistirnar við hvor aðra. Lýsir Lóa verkinu þannig að það fjalli um samskiptamynstur: „Það var innanhússbrandari hjá okkur að verkið átti að vera tilraun til að gera svona „well made play“ úr myndasögupersónum.“ En myndasögur Lóu fjalla yfir- leitt ekki um tilteknar söguhetjur, og sjaldan að sama persónan birtist tvisvar í teikningum hennar. Fígúr- unum í myndasögunum væri betur lýst sem manngerðum – ákveðnum týpum – sem geta litið út á ýmsa vegu en deila ákveðnum sérkenn- um. „Það fyrsta sem ég þurfti að gera var því að fara yfir allar þær sögur sem ég átti í mínum fórum, s.s. tvær útgefnar bækur og eina sem þá var óútgefin, og reyna að vinsa fjórar manngerðir út úr öllu þessu safni.“ Lóa hlær dátt þegar blaðamaður spyr hvort eigi að kalla Lóabora- toríum gamanverk eða eitthvað annað? Í leikskránni er verkinu lýst sem „svartri kómedíu“ og „eldhús- Hringrás hins íslenska  Nýtt leikrit Lóu Hlínar Hjálmtýs- dóttur byggir á myndasögum hennar  Innblásturinn kemur úr skemmti- legum fáránleika íslenskrar tilveru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.