Morgunblaðið - 22.01.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.01.2018, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Ástandið íVenesúelahefur ekki fengið mikla athygli upp á síðkastið, jafnvel þó að það sé á hraðri niðurleið. Hugsanlega má skrifa það áhugaleysi á þá staðreynd að hin sósíalíska stefna stjórnvalda í landinu hefur nú augljóslega gengið sér til húðar og hlýtur það einungis að vera tímaspursmál áður en þolinmæðina brestur endanlega í samfélaginu. Lengi getur vont versnað því að nýjustu tíðindi frá Venesúela bera með sér að olíuframleiðsla landsins skreppi hratt saman. Framleiðslutölur í desember féllu um 12% frá tölunum í nóv- ember og olíuframleiðslan minnkaði um 29% á árinu 2017 miðað við árið 2016. Þetta er með mestu niðursveiflu á milli ára sem sést hefur í framleiðslu olíu, til dæmis meiri en Írakar upp- lifðu árið 2003 þegar Íraksstríðið hófst. Engin stríðsátök geisa þó í Venesúela eða neitt annað sem útskýrt gæti þetta hrun, nema að vísu langvarandi árásir sósíalista á efnahag ríkisins með tilheyr- andi skorti á viðhaldi og fjárfest- ingu í framleiðslutækjum. Van- rækslan verður enn meira sláandi þegar haft er í huga að ol- ían nemur allt að 95% af útflutn- ingi landsins. Það er því kannski ekki að undra að hagkerfi landsins hafi dregist saman um 40% á síðustu fjórum árum eða hitt að óðaverð- bólga geisi. Þá herma fregnir að um fjórðungur verk- smiðja í landinu sé enn lokaður eftir jólafríið þar sem eigendur þeirra sjái að óbreyttu ekki ástæðu til þess að hefja rekstur að nýju. Á árinu eiga að fara fram for- setakosningar í Venesúela. Nicolas Maduro, hinn handvaldi arftaki Hugos Chavez, mun þar bjóða sig fram til endurkjörs. Væri allt með felldu í stjórnarfari Venesúela mætti telja næsta öruggt að Maduro gæti farið að setja í ferðatöskur og búa sig undir flutning úr forsetahöllinni. Staðan er hins vegar flóknari en svo. Þegar stjórnarandstaðan vann góðan sigur í síðustu þing- kosningum brást Maduro við með því að gera sigurvegarana áhrifalausa með því að setja á fót ólöglegt „stjórnlagaráð“, sem tók sér svo löggjafarvald. Mót- mæli gegn þeirri ákvörðun og gegn óstjórninni voru kæfð. Leiðtogar stjórnarandstöðunnar mega búa við stöðugt áreiti af hálfu stjórnvalda og hefur mörg- um þeirra verið varpað í fangelsi að ósekju. Sú von að Maduro verði komið frá með aðstoð kjörkassans er því næsta veik þó að efnahagur landsins hafi hrunið til grunna í stjórnartíð hans. Engu að síður verður að vona það besta því að þó að stundum sé sagt að fólk fái þá stjórn sem það á skilið er óhætt að fullyrða að íbúar Vene- súela eiga betra skilið en fram- hald af sósíalisma Chavez og Ma- doro. Stjórnvöld í Vene- súela heyja stríð gegn heilbrigðu efnahagslífi} Eins og stríðsástand Ýmsir hafa orðiðtil að lýsa áhyggjum sínum af auknu embættis- mannaræði, eins og Styrmir Gunnarsson, fyrrver- andi ritstjóri, orðar það í grein sinni í Morgunblaðinu um helgina. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, hefur einnig áhyggjur af þróuninni í þessa átt og segir á vef sínum: „Þróunina má rekja til ákvarðana stjórnmálamanna. Þeir hafa einfaldlega afsalað sér völdum. Stærsta skrefið í þá átt var stigið undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra eftir hrun. Endurskoðun stjórn- arráðslaganna hafði að markmiði að auka embættismannavaldið. Þetta er að sjálfsögðu aldrei orð- að á þennan veg heldur rætt um nauðsyn þess að hafa „fagleg“ sjónarmið að leiðarljósi. Deil- urnar vegna skipunar í dómara- embætti eru ein birtingarmynd þessarar þróunar. Þar felst „fag- mennskan“ í að setja upp excel- skjal og raða mönnum inn á það. Hrokinn af hálfu formanns dóm- nefndar í garð setts dómsmálaráðherra vegna skipunar í embætti átta hér- aðsdómara er sjúk- dómseinkenni „fagmennsk- unnar“.“ Styrmir bendir á að hér á Ís- landi sé að „verða til „ný stétt“ embættismanna, sérfræðinga, sumra kjörinna fulltrúa, og ann- arra hagsmunaaðila og kostn- aður við þá „nýju stétt“ er greiddur af almennu launafólki. Taki lýðræðislega kjörnir fulltrúar ekki í taumana og stöðvi þessa þróun verður til jarðvegur fyrir eins konar „uppreisn“ gegn þessu kerfi – embættismanna- ræðinu.“ Ástæða er til að taka ábend- ingar Styrmis og Björns alvar- lega. Það getur ekki gengið að völd ósýnilegra embættismanna sem enginn hefur kosið séu stöð- ugt aukin en ábyrgðin sitji eftir hjá valdalitlum fulltrúum sem kosnir eru á fjögurra ára fresti. Þessi þróun er óheppileg í alla staði og umfram allt þá er hún ákaflega ólýðræðisleg. Völd og ábyrgð þurfa að fara saman}Ólýðræðisleg þróun V itnisburður þjóða á 21. öldinni ræðst meðal annars af hvernig búið er að fötluðu fólki. Eitt af því sem gerir Ísland og hin löndin á Norður- löndum að öflugum þjóðum er sam- félagslegur sáttmáli um að veita einstaklingum jöfn tækifæri til menntunar og að sækja sér heil- brigðisþjónustu. Góður árangur Norður- landanna er ótvíræður. Þjóðartekjur á mann eru með því hæsta í veröldinni og félagslegur hreyf- anleiki er einnig sá mesti. Þetta er mikill og lofs- verður árangur sem náðst hefur enda er mjög eftirsóknarvert að búa í þessum ríkjum. Menntun eykur lífsgæði Menntun fatlaðs fólks er mikilvæg og eykur lífsgæði og tækifæri til muna. Aðgengi og fjöl- breytt námsúrval hefur verið að aukast á Íslandi á síðustu árum. Mjög gott dæmi um slíka framþróun er sér- námsbraut við Fjölbrautaskólann í Ármúla sem er fyrir nemendur með fötlunargreiningu. Hlutverk og markmið brautarinnar er að nemendur fái tækifæri til að stunda nám við hæfi innan félagsheildar fjölbrautaskóla. Þannig við- halda þeir og auka þekkingu sína og færni til að takast á við viðfangsefni daglegs lífs. Lögð er áhersla á að nemendur á brautinni einangrist ekki heldur séu þeir hluti af skólaheild- inni. Í heimsókn minni í skólann var ánægjulegt að sjá nem- endur og fagfólk vinna vel saman. Það er ríkur vilji hjá stjórnvöldum að halda áfram á þessari braut og auka tæki- færi til menntunar þannig að allir einstaklingar fái notið sín. Öflugt íþróttastarf til fyrirmyndar Mikil gróska hefur einkennt íþróttastarf fatl- aðra á Íslandi og mikill metnaður er lagður í umgjörð þess. Okkar fatlaða íþróttafólk hefur unnið hvert afrekið á fætur öðru á alþjóðlegum stórmótum. Ég varð þeirrar ánægju að njót- andi á fyrstu dögum ársins að vera gestur á ný- árssundmóti Íþróttasambands fatlaðra. Öll um- gjörð og aðbúnaður á mótinu var til fyrir- myndir og gleðin skein úr andlitum þátttak- enda. Það starf sem Íþróttasamband fatlaðra hefur unnið í gegnum árin er lofsvert. Með því að leggja kapp á fagmennsku og sterka um- gjörð er gott aðgengi tryggt og skilyrði fyrir af- reksfólk gerð betri. Margir áfangasigrar hafa orðið er varðar réttindi fatlaðs fólks á Íslandi. Haustið 2016 fullgilti Ísland samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Samningurinn er leiðarvísir að því hvernig tryggja skal fötluðu fólki mannréttindi og tækifæri til jafns við aðra og gera því þannig kleift að vera virkir þátttak- endur í samfélaginu. Í 24. grein sáttmáls er lögð áhersla á að allir hafi jöfn tækifæri til menntunar á öllum skólastig- um án aðgreiningar. Það er von mín og vilji að stjórnvöld nái að vinna enn frekar að framgangi þessa mikilvæga málaflokks enda höfum við undirgengist skuldbindingar þessa efnis. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Sigrar fatlaðs fólks Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Formlegur frestur til aðskila umsögnum um frum-varp um lækkun kosn-ingaaldurs í 16 ár í sveitarstjórnarkosningum rann út sl. föstudag. Að beiðni Sambands ís- lenskra sveitarfélaga var fresturinn framlengdur til 29. janúar, eða fram yfir næsta stjórnarfund sambands- ins. Nokkrar umsagnir hafa verið birt- ar á vef Alþingis og af þeim má ráða að lækkun aldursins úr 18 í 16 ár er umdeild, líkt og áður hefur komið fram í umræðunni. Frumvarpið hefur áður verið lagt fram á þingi, af Katrínu Jakobs- dóttur fyrir tæpu ári, en er nú end- urflutt af Andrési Inga Jónssyni, þingmanni VG, sem hefur meðflutn- ingsmenn úr öllum þingflokkum. Í greinargerð með frumvarpinu segir að það sé lagt fram til að styðja við lýðræðisþátttöku ungs fólks og auka tækifæri þess til að hafa áhrif á samfélagið sem virkir og ábyrgir þátttakendur. Er frumvarpinu jafn- framt ætlað að auka kosningaþátt- töku unga fólksins en verði frum- varpið að lögum á yfirstandandi þingi mun breytingin taka gildi í sveitarstjórnarkosningum í lok maí nk. Þá myndu um 9.000 manns bæt- ast á kjörskrána. Í samræmi við barnasáttmála Í nokkrum tilvikum senda sömu aðilar inn umsögn og síðast og vísa því til sinna fyrri umsagna. Má þar nefna Barnaheill og UNICEF á Ís- landi en hvor tveggju samtökin styðja frumvarpið og telja það opna tækifæri fyrir börn til lýðræðisþátt- töku í samfélaginu, það sé í sam- ræmi við ákvæði Barnasáttmálans. Undir það tók Umboðsmaður barna í umsögn sinni síðast er frumvarpið var lagt fram. Fleiri jákvæðar um- sagnir hafa borist, eins og frá ung- mennaráði UMFÍ, ungmennaráði Sveitarfélagsins Hornafjarðar og nemendaráði Sunnulækjarskóla. Reykjavíkurborg hefur sent inn umsögn um endurflutt frumvarp, og vísar til fyrri umsagna, bæði frá borginni og undirstofnunum eins og ungmennaráði Reykjavíkur og yfir- kjörstjórn. Til viðbótar er sett fram athugasemd um að ekki sé gert ráð fyrir breytingum á 2. gr. laganna. Þar segir m.a. að kjörgengur í sveit- arstjórn sé hver sá sem eigi kosn- ingarétt í sveitarfélaginu. „Verði frumvarpið samþykkt óbreytt leiðir það því til breyttra kjörgengisskilyrða að auki en ekki er að sjá í greinargerð með frum- varpinu að það hafi verið ætlunin. Er talið að þetta misræmi þarfnist skýr- ingar og ef ætlunin er að breyta kjörgengisskilyrðum að auki, þarfn- ast frumvarpið bæði lagfæringar og nýs umsagnarferlis,“ segir m.a. í umsögn Reykjavíkurborgar. „Í besta falli smjörklípa“ En það eru ekki allir hlynntir því að lækka kosningaaldurinn í 16 ár. Þingmaðurinn Brynjar Níelsson hefur lýst efasemdum sínum og meðal innsendra umsagna er and- stöðu lýst af hálfu Íslensku þjóðfylk- ingarinnar. „Hugmyndir íslenskra stjórn- málamanna um að gera börn að kjós- endum eru í besta falli smjörklípa til að beina umræðunni í annan farveg, en þann að þeir sem eiga mesta sök á minnkandi kjörsókn eru stjórn- málamenn sjálfir og spillingin sem umleikur þá og flokka þeirra. Um- ræðuna um íbúalýðræði vilja þeir fyrir alla muni ekki taka, hvað þá að hrinda henni í framkvæmd, vegna hræðslu við vilja fólksins,“ segir m.a. í umsögn Þjóðfylkingarinnar. Umdeilt að lækka kosningaaldur í 16 ár Morgunblaðið/Eggert Kosningar Nái frumvarp um lækkun kosningaaldurs í gegn gæti kjós- endum átt eftir að fjölga um 9 þúsund í næstu sveitarstjórnarkosningum. Flutningsmenn frumvarpsins um lækkun kosningaaldurs í 16 ár í sveitarstjórnarkosningum koma úr öllum þingflokkum. Frá VG koma Andrés Ingi Jónsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Kolbeinn Óttarsson Proppé. Úr Viðreisn eru það Hanna Katrín Friðriksson, Jón Steindór Valdi- marsson og Þorsteinn Víglunds- son. Anna Kolbrún Árnadóttir úr Miðflokknum, Þórunn Egils- dóttir úr Framsókn, Logi Einars- son frá Samfylkingu, Björn Leví Gunnarsson og Smári McCarthy frá Pírötum, Áslaug Arna Sigur- björnsdóttir og Vilhjálmur Árna- son úr Sjálfstæðisflokki og Karl Gauti Hjaltason frá Flokki fólks- ins. Stutt af öll- um flokkum LÆKKUN Í 16 ÁR Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.