Morgunblaðið - 24.01.2018, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 4. J A N Ú A R 2 0 1 8
Stofnað 1913 20. tölublað 106. árgangur
ÍSLAND ER SEM
LEIKFANGABÚÐ
JARÐFRÆÐINNAR
868 FRAMÚR-
SKARANDI
FYRIRTÆKI
SÉRBLAÐ 88 SÍÐURPÁLL EINARSSON 12
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Útreikningar Samtaka iðnaðarins
(SI) benda til að skatttekjur af íbúa í
Reykjavík hafi verið um 700 þúsund
krónur árið 2016. Það er um 50 þús-
und krónum meira en 2007 sem lengi
var metárið. Tölurnar eru á föstu
verðlagi 2017. Lagðar eru saman
tekjur af útsvari, fasteignagjöldum
og framlag úr jöfnunarsjóði.
Tilefni útreikninganna er umfjöll-
un í Morgunblaðinu í gær um að inn-
viðagjöld í Furugerði í Reykjavík
verða sem svarar 1,5 milljónum á 100
fermetra íbúð. Nýir íbúar munu
greiða gjaldið með íbúðaverðinu.
Bætist við miklar skatttekjur
Sigurður Hannesson, fram-
kvæmdastjóri SI, segir þessa gjald-
töku bætast við miklar skatttekjur
sveitarfélagsins. „Í samanburði við
önnur sveitarfélög er Reykjavík með
háar tekjur af hverjum íbúa … Það
skýtur því skökku við að Reykja-
víkurborg bæti við innviðagjaldi sem
jafnvel finnst ekki lagastoð fyrir.
Engin borgarlína á Nesinu
Fram hefur komið að innviðagjald
í Reykjavík á meðal annars að
standa undir kostnaði við borgarlínu.
Þau tíðindi hafa orðið í undirbún-
ingi borgarlínunnar að hún mun ekki
liggja inn í Seltjarnarnesbæ.
Skattarnir aldrei meiri
Skatttekjur af íbúa í Reykjavík voru um 50 þúsund krónum hærri 2016 en 2007
Samtök iðnaðarins gagnrýna að innviðagjald komi til viðbótar skattbyrðinni
MSkatttekjurnar »6 og 11
Skatttekjur í borginni
700
600
500
400
300
Í þúsundum króna á föstu verðlagi 2017
’02 ’04 ’06 ’08 ’10 ’12 ’14 ’16
2002:
484
2007: 648
2016: 699
Heimild:SI
Kjararannsóknarnefnd hefur sagt
upp þjónustusamningi sínum við
Hagstofuna. Það er á grundvelli
þess samnings sem stofnunin hefur
m.a. reiknað hina svokölluðu launa-
vísitölu sem hart hefur verið deilt á
að undanförnu. Þetta upplýsir Gylfi
Arnbjörnsson, forseti Alþýðu-
sambands Íslands, í samtali við
Morgunblaðið.
Samningurinn felur í sér fjár-
framlag úr Atvinnuleysistrygginga-
sjóði sem nemur nærri 60 millj-
ónum króna á ári. Gylfi segir að
aðilar vinnumarkaðarins hafi lengi
sett stórt spurningarmerki við þá
aðferðafræði sem lögð er til grund-
vallar vísitölunni en að nú sé mál
að linni. Er samhljómur í orðum
hans og Hannesar G. Sigurðssonar,
aðstoðarframkvæmdastjóra SA,
sem í Morgunblaðinu í gær lýsti því
yfir að vísitalan gæfi mjög bjagaða
mynd af launaþróun í landinu.
Í kjararannsóknarnefnd eiga
sæti ásamt forseta ASÍ, fram-
kvæmdastjóri og aðstoðarfram-
kvæmdastjóri SA og hagfræðingur
ASÍ.
Vonast nefndin eftir því að upp-
sögn samningsins leiði til breytinga
á þeirri aðferðafræði sem miðað er
við þegar vísitalan er reiknuð. »16
Þrýsta
á breytt
verklag
Morgunblaðið/Eggert
Hagstofan Aðferðin við útreikning
launavísitölu hefur verið gagnrýnd.
Segja upp samn-
ingi við Hagstofuna
Hvalaskoðunarskipin Eldey og Andrea láta úr höfn í Reykjavík og sigla út
Faxaflóa með hóp ferðamanna á leið í hvalaskoðun. Ferðamenn láta hvorki
kulda né smávelting fæla sig frá því að freista þess að líta hvali við Íslands-
strendur augum. Mikil fjölgun ferðamanna yfir vetrartímann gerir hvala-
skoðunarfyrirtækjum kleift að starfa allt árið. Hvalaskoðun nýtur mikilla
vinsælda hjá erlendum ferðamönnum.
Siglt til móts við ævintýri á köldum vetrardegi
Morgunblaðið/Eggert
Nærri helmingur lands-
manna, eða 46%, borðar
lambakjöt að jafnaði einu
sinni í viku eða oftar. Tæp
26% til viðbótar borða
lambakjöt 2-3 sinnum í
mánuði. Aðeins 4% segjast
aldrei borða lambakjöt.
Þetta er meðal niður-
staðna úr könnun sem
Maskína gerði fyrir Ice-
landic lamb sem er mark-
aðsverkefni á vegum Markaðsráðs kinda-
kjöts.
Nánast allir sem spurðir
voru í könnuninni lýstu yfir
ánægju með íslenskt lamba-
kjöt.
Sala á öllum kjöttegund-
um sem framleiddar eru hér
innanlands jókst á nýliðnu
ári. Af stóru kjötgreinunum
jókst mest sala á alifugla-
kjöti og styrkir sú grein
stöðugt stöðu sína sem
framleiðandi vinsælustu
kjötafurðanna. Sala á lambakjöti jókst, ann-
að árið í röð, og birgðir minnkuðu. »10
Landsmenn segjast almennt ánægðir með íslenska
lambakjötið í viðhorfskönnun og salan á því jókst
Lamb Íslendingar borða lamba-
kjöt mest á heimilum sínum.
Allir átta flokkarnir sem buðu fram í sveit-
arstjórnarkosningunum í Reykjavík fyrir fjór-
um árum stefna á framboð í vor. Útlit er fyrir
að fjórir flokkar geti bæst í hópinn; Miðflokk-
urinn, Viðreisn, Sósíalistaflokkur Íslands og
Flokkur fólksins. Verði sú raunin munu borg-
arbúar geta valið milli tólf framboða – fleiri en
nokkru sinni fyrr. Forsvarsmenn þessara
flokka staðfestu við Morgunblaðið að unnið
væri að framboði en flokkarnir eru komnir
mislangt á veg í undirbúningi.
Fyrirséð er að fjölgun borgarfulltrúa og
þessi fjöldi framboða muni hafa áhrif á það
hversu mörg atkvæði þarf til að koma inn
manni. Þorkell Helgason stærðfræðingur
segir að hægt sé að ganga út frá því sem vísu
að 4,2% atkvæða tryggi lista sæti í borgar-
stjórn. »6
Tólf stjórnmálaflokkar stefna á framboð
í Reykjavík í vor og hafa aldrei verið fleiri
Morgunblaðið/Golli
Reykjavík Útlit er fyrir harða baráttu í vor.