Morgunblaðið - 24.01.2018, Síða 2

Morgunblaðið - 24.01.2018, Síða 2
Þrívíddarprentari sem bjargar mannslífum Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Nýr og fullkominn þrívíddarprent- ari sem leysir þann eldri af hólmi opnar nýja og betri möguleika á prentun líffæra í Heilbrigðis- tæknisetri HR og LSH. Eldri prent- ari hefur bjargað nokkrum manns- lífum og sá nýi gæti bjargað enn fleiri. Paolo Gargiulo, dósent við tækni- og verkfræðideild Heilbrigðis- tæknisetursins, segir að úr nýja prentaranum sé hægt að prenta út nákvæmari líffæri úr fjölbreyttara efni. Hann gefi tækifæri á að blanda saman litum og hörðu og mjúku efni. Með því gefist t.d. tækifæri á að prenta taugar og æðar í sitthvorum litnum. Eykur öryggi sjúklinga Að sögn Paolo er prentarinn ein- stakur á heimsvísu hvað varðar tækni og er fyrst og fremst notaður við flóknar aðgerðir á Landspítal- anum. Paolo segir að prentarinn komi að góðum notum í u.þ.b. 15 aðgerðum á ári og geti stytt fjögurra tíma að- gerð í þrjá tíma. „Þetta er eins og að stytta maraþonhlaup um 10 km. Notkun nýja prentarans mun auka enn á öryggi sjúklinga og verður hann notaður í flóknar hjarta- og höfuðkúpuaðgerðir, í bæklunar- lækningum og taugaskurðlækning- um. Með þrívíddarprentaranum get- um við smíðað eftirlíkingar af líffærum sjúklinga og það gefur læknum tækifæri á að æfa flóknar aðgerðir,“ segir Paolo. Hann segir að samstarf HR, LSH, HÍ og Össurar hafi gengið mjög vel og nýja þrívíddarprentaranum sé ætlað að nýtast til fjölbreyttra rann- sókna, prófana og kennslu innan Há- skólans í Reykjavík, Háskóla Ís- lands og Landspítala háskólasjúkra- húss. Auk þess sem prentaranum sé ætlað að nýtast heilbrigðistæknifyr- irtækinu Össuri við gerð frumgerða. „Nýi þrívíddarprentarinn er gríð- arlega nákvæmur og sem dæmi þá er skekkja í prentun innan við 0,1 millimetri,“ segir Paolo ánægður með tilkomu nýja prentarans. Morgunblaðið/Eggert Fullkominn Þorgeir Pálsson, Paolo Gargiulo og Guðrún Sævarsdóttir á kynningu á nýja þrívíddarprentaranum.  Flóknar aðgerðir taka styttri tíma  Einstakur á heimsvísu Morgunblaðið/Eggert Nákvæmt Eftirprentun af hjarta úr manni úr mjúku og hálfgangsæju efni. Tæknibylting » Er staðsettur í Heilbrigðis- tæknisetrinu í Háskólanum í Reykjavík » Heilbrigðistæknisetrið var stofnað fyrir þremur árum. Össur og Háskóli Ísland. hafa átt í góðu samstarfi við Heil- brigðistæknisetrið. » Tilgangur setursins er að veita nemendum í heilbrigðis- verkfræði aðstöðu til tilrauna og þróunar á lækningatækjum. 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2018 LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK SÍMI: 552 0800 Dönsk hönnun SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI SÍMI: 462 4646 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is „Hvað varðar okkur og aðkomu okkar þá vottaði ég starfsmönnum samúð mína. Það er alvarlegt að missa vinnuna. Það eru fjölskyldur þarna á bak við, þetta er mikið áfall og það var þungt yfir hópnum,“ segir Kristján Gunnarsson, formað- ur Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis, að loknum fundi starfs- manna United Silicon með Geir Gestssyni, skiptastjóra hins gjaldþrota fyrir- tækis. Öllum starfs- mönnum United Silicon var form- lega sagt upp störfum í gær og munu einungis 9 starfsmenn vinna áfram að ein- hverju leyti hjá fyrirtækinu. Skiptastjóri boðaði til fundar með verkalýðsfélaginu og starfsmönn- um kl. 16.00 þar sem starfsmönnum voru tilkynntar uppsagnirnar. Af þeim 9 starfsmönnum sem starfa áfram eru 3 stjórnendur og 6 verka- menn. Þau munu væntalega fá nýj- an samning að sögn Kristjáns og verður umsjón eigna fyrirtækisins líklegast aðalverkefnið. Greiddu öll launatengd gjöld United Silicon gerði upp laun allra starfsmanna í fyrradag og voru greiddar allar launatengdar greiðslur. „Það sem eftir stendur er að við þurfum að gera kröfu í þrotabúið um laun í uppsagnar- fresti, desemberuppbót, eftirstöðv- ar orlofs og þess háttar. Það eru kröfur sem ég vil bara lýsa í þrotabúið innan örfáa daga,“ segir Kristján og bætir við að fundurinn hafi verið gríðarlega erfiður fyrir starfsmenn í gær. „Menn voru ein- hvern veginn að halda í vonina fram á síðustu mínútu að það yrði eitt- hvert framhald. Við ætlum að reyna að aðstoða eins og við bara mögu- lega getum. Aðalatriðið er að fólk komist aftur í vinnu, númer tvö er að sækja þessar bætur“. Kristján fór yfir möguleika starfsmanna á menntunarstyrkjum á fundinum en sagði það hefði verið erfitt að ná til fólks enda næstu mánaðamót ofarlega í huga flestra. „Ég var búinn að bjóða mönnum upp á að nýta sér möguleikana á að nota tímann til þess að læra eitt- hvað. Nýta sér námsframboðið en við eigum mjög sterkt bakland í menntastyrkjum. Þannig að við vorum að reyna að vera uppbyggi- leg í hópnum en maður talaði ekki fyrir rosalega áhugasömum eyrum. Það voru allir að velta fyrir sér næstu mánaðamótum,“ segir Krist- ján. Fyrrverandi forsvarsmenn United Silicon þöglir Að sögn Kristján mættu nánast allir starfsmenn United Silicon á fundinn og segir hann fundinn hafa farið vel fram. „Menn voru mjög kurteisir og málefnalegir og eiga þessir starfsmenn allt mitt hrós fyrir það.“ Skiptastjóri fór fyrir fundinum en fyrrverandi forsvars- menn United Silicon mættu einnig. „Forsvarsmenn Silicon sögðu ekki eitt einasta orð. Það er náttúrlega búið að leysa þá frá störfum og þeir voru bara gestir á fundinum.“ „Það eru fjölskyld- ur þarna á bak við“  Öllum nema níu starfsmönnum Unit- ed Silicon formlega sagt upp störfum Morgunblaðið/RAX Uppsagnir Skiptastjóri boðaði til starfsmannafundar United Silicon. Kristján Gunnarsson Uppsagnir United Silicon » Skiptastjóri boðaði til starfsmannafundar kl. 16. » Öllum starfsmönnum nema 9 sagt upp störfum. » Af þeim sem halda vinnunni eru 3 stjórnendur og 6 verka- menn. Norska bílferjan Bodø fer sína fyrstu áætlunarferð frá í Vestmannaeyjum í dag og mun ferjan sjá um siglingar á milli lands og Eyja, á meðan Herjólfur hverfur til við- gerða, næstu 14-16 daga. Bílferjan fór til Þorlákshafnar og til baka í gær í þeim tilgangi að máta höfnina í Þorlákshöfn og segir Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Herj- ólfs, að allt hafi gengið mjög vel. „Það gekk allt eins og að var stefnt. Hún fór til Þorlákshafnar bara í þeim tilgangi að máta landgöngubrúna. Það er aðeins öðruvísi búnaður á ferjunni en Herjólfi en þetta gekk allt saman og verður fyrsta ferð farin í fyrramálið,“ segir Gunnlaugur. Athygli hefur verið vakin á því að engir klefar með koj- um séu í ferjunni og segir Gunnlaugur að því miður hafi slík ferja ekki verið á lausu. „Við vissum það auðvitað, það var vitað frá upphafi að það var ekki þannig. Svarið við því er að því miður eru bara ekki á lausu þannig ferjur sem eru með heimild til að sigla á þessu svæði. Það er ekki úr mörgum ferjum að velja og engin önnur en þessi var í boði fyrir Vegagerðina sem fer með þetta verkefni.“ Þá er bíl- ferjan Bodø fljótari og stærri en Herjólfur. Fyrsta áætlunarferð Bodø  Bílferjan siglir milli lands og Eyja næstu tvær vikurnar Bílferjan Bodø Norska ferjan er fljótari á milli lands og Eyja en áætlunarferðir verða enn jafn margar og áður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.