Morgunblaðið - 24.01.2018, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2018
VISTVÆNAR
BARNAVÖRUR
Kíktu á netverslun okkar
bambus.is
Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is
bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
Nýr formaður Félags grunnskóla-
kennara, Þorgerður Laufey Diðriks-
dóttir, er dóttir Kristínar Á. Guð-
mundsdóttur, formanns Sjúkra-
liðafélags Íslands, og er gift Hilmari
Harðarsyni, formanni Samiðnar.
Þorgerður á því líklega ekki langt að
sækja áhuga sinn á stéttabaráttu.
Morgunblaðið fékk hana í stutt spjall
af forvitni um áhuga þeirra allra á
málefnum starfsstétta sem hefur
skilað þeim öllum formennsku í
þremur stórum stéttarfélögum.
Kjör og réttindi ber oft á góma
„Brennandi áhugi á verkalýðs-
hreyfingunni og kjörum þeirra stétta
sem við tilheyrum,“ segir Þorgerður
hress í bragði. „Það er ekkert laun-
ungarmál að kjör og réttindi launa-
manna ber oft á góma í umræðum í
fjölskyldunni. En við erum auðvitað
ekkert alltaf sammála, langt frá því
og tilheyrum þremur ólíkum banda-
lögum, mamma er búin að vera lengi
formaður innan BSRB og Hilmar
innan ASÍ. Það er margt sem sam-
einar þó að hitni oft í kolunum og um-
ræðan verði mikil og tilfinningarík
um það sem greinir á,“ segir Þor-
gerður og hlær. Spurð hvort þau hafi
verið henni fyrirmynd og hvatning í
sambandi við sitt framboð segir hún:
„Það hefur auðvitað áhrif að þau
séu á sínum stöðum, það hefur verið
hvatning og ég veit að það er gríðar-
mikil vinna framundan.“
Þorgerður segir það vera gott að
fá fjölbreytt sjónarhorn, t.d. úr
kvennastétt eins og sjúkraliðastétt-
inni og frá Samiðn sem er með laun-
þega úr atvinnulífinu, en stétt grunn-
skólakennara eru að mestu opinberir
starfsmenn. Margt sé líkt en annað
ólíkt.
Geta ekki lifað á loftinu
„Það þarf að valdefla kennara-
stéttina sem þarf að fá að vinna af
festu og alúð, og við þurfum að róa
öllum árum að því að byggja upp
traust. Það þarf að auka skilning
samfélagsins á inntaki starfsem-
innar. En jafnframt því að auka
traust þá þarf að hækka launin. Það
er ekki hægt að lifa á loftinu, það á við
um kennara eins og aðrar stéttir.
Kennarar þurfa að finna fyrir mikil-
vægi starfsins og finna það frá al-
menningi.“
Aðspurð hvort hún telji að stuðn-
ingur fyrir launahækkunum fáist í
samfélaginu þegar íslenska skóla-
kerfið hefur ekki staðið sig vel í al-
þjóða samanburði segir Þorgerður að
það sé ef til vill endurspeglun á því
vantrausti sem kennarastéttin finni
fyrir.
„Það brennur á mér að finna lausn-
ina og ná fram samtali. Draga það
fram sem hefur verið sett til hliðar og
byggja upp traust.“
Þrír í sömu fjölskyldu for-
menn stórra stéttarfélaga
Kristín Á.
Guðmundsdóttir
Hilmar
Harðarson
Nýkjörinn formaður Félags grunnskólakennara á ekki
langt að sækja brennandi áhuga á verkalýðshreyfingunni
Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, for-
maður Félags grunnskólakennara.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Skatttekjur af íbúa í Reykjavík voru
um 700 þúsund krónur árið 2016 og
höfðu aldrei verið hærri. Þær voru
til dæmis um 50 þúsund krónum
hærri en þenslu-
árið 2007. Tölurn-
ar eru á föstu
verðlagi 2017.
Þetta kemur
fram í útreikn-
ingum Samtaka
iðnaðarins fyrir
Morgunblaðið.
Tilefnið er sú
stefnumörkun
borgaryfirvalda
að innheimta inn-
viðagjald þar sem byggðin er þétt.
Þar sem borgin hyggst fyrst og
fremst byggja upp á slíkum svæðum
næstu ár mun innviðagjaldið leggj-
ast á hátt hlutfall nýrra íbúða. Nýir
íbúar geta því átt von á að innviða-
gjaldið komi til viðbótar útsvarinu.
Voru í sögulegum hæðum 2016
Sigurður Hannesson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins,
telur líklegt að útsvarstekjur borg-
arinnar hafi aukist frekar frá 2016.
„Þegar horft er til þróunar á
skatttekjum Reykjavíkurborgar á
hvern íbúa á árabilinu 2002 til 2016
kemur í ljós að þær voru í sögu-
legum hæðum á árinu 2016, á verð-
lagi dagsins í dag. Útsvarstekjur á
mann höfðu þá aldrei verið hærri.
Líklegt er að þær hafi hækkað enn
frekar milli áranna 2016 og 2017.“
Útreikningar Samtaka iðnaðarins
benda til að tímabilið 2002 til 2016
hafi skatttekjur sveitarfélaganna á
höfuðborgarsvæðinu náð mestum
hæðum í Mosfellsbæ árið 2016, eða
um 734 þúsund krónum á hvern
íbúa.
Almennt hafa skatttekjur á hvern
íbúa hækkað mikið í sveitarfélögun-
um síðustu ár. Til upprifjunar sam-
einuðust Álftanes og Garðabær í
ársbyrjun 2013. Fram kom í
Morgunblaðinu í gær að Reykjavík-
urborg hyggst innheimta um 15 þús-
und krónur í innviðagjald á fermetra
vegna nýrra íbúða í Furugerði. Þar
stendur til að reisa 35-37 íbúðir á lóð
þar sem var áður gróðrarstöðin
Grænahlíð. Gjaldið samsvarar 1,5
milljónum á 100 fermetra íbúð.
Sigurður segir aðspurður þessa
gjaldtöku bætast við miklar skatt-
tekjur sveitarfélagsins.
„Í samanburði við önnur sveitar-
félög er Reykjavík með háar tekjur
af hverjum íbúa en samanburður yf-
ir tíma sýnir að flest sveitarfélög
höfuðborgarsvæðisins voru með
sögulega háar tekjur af íbúum á
árinu 2016. Það skýtur því skökku
við að Reykjavíkurborg bæti við inn-
viðagjaldi sem jafnvel finnst ekki
lagastoð fyrir, sem á síðan að standa
undir borgarlínu sem allir íbúar
höfuðborgarsvæðisins hafa hag af.
Ef af þeirri framkvæmd verður
verður hún væntanlega fjármögnuð
af öllum sveitarfélögum og ríkinu.“
Sigurður setur svo innviðagjaldið
í samhengi við byggingarkostnað.
„Byggingarkostnaður fjölbýlis-
húss á 4-5 hæðum er um 340 þúsund
krónur á fermetra samkvæmt
reiknilíkani sem stuðst er við. Því er
ljóst að 1,5 milljóna króna innviða-
gjald á hverja 100 fermetra hækkar
byggingarkostnað fjölbýlis um 4-5%.
Þótt erfitt sé að fullyrða um áhrif á
fasteignaverð, þar sem það er háð
markaðsaðstæðum, blasir við að
þetta hefur teljanleg áhrif á bygg-
ingarkostnað,“ segir Sigurður.
Gjaldtakan álitin ólögmæt
Hann rifjar svo upp lagaleg álita-
efni vegna innviðagjalds.
„Það liggur fyrir álit lögmanna
þar sem færð eru rök fyrir því að
gjaldtaka Reykjavíkurborgar í formi
innviðagjalds sé ólögmæt. Í álitinu
segir meðal annars að það dugi að
nefna að það eru ekki til staðar sett
lög frá Alþingi sem mæla fyrir um
álagningu innviðagjaldsins. Þá geta
stjórnvöld, á borð við sveitarfélög,
ekki ákveðið að standa fyrir gjald-
heimtu til almennrar tekjuöflunar
nema fyrir því sé skýr lagaheimild.
Það lítur því út fyrir að innviðagjald-
ið sé a.m.k. að stórum hluta tekjuöfl-
unartæki Reykjavíkurborgar til við-
bótar við þá tekjustofna sem
borginni standa nú þegar til boða á
grundvelli laga,“ segir Sigurður.
Tekjur af íbúa aldrei meiri
Útreikningar Samtaka iðnaðarins
á skatttekjum sveitarfélaganna af
hverjum íbúa benda til að þær hafi
ekki aðeins aukist vegna fjölgunar
íbúa, heldur hafi tekjur á hvern íbúa
aukist. Launaskrið síðustu missera á
vafalítið þátt í þeirri þróun.
Vegna sögulega hárra skatttekna
á hvern íbúa og nýs innviðagjalds,
sem bætist við gatnagerðargjöld, má
leiða líkur að því að Reykjavíkur-
borg hafi aldrei haft jafn miklar
skatttekjur af nýjum íbúum.
Útsvarsprósentan í Reykjavík er
nú 14,52%, sem er hámarksútsvar.
Vegið meðaltal þess er nú 12,44%.
Skatttekjurnar aldrei meiri
Skatttekjur sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í sögulegum hæðum
Samtök iðnaðarins gagnrýna að innviðagjald leggist ofan á skattbyrðina
Skatttekjur af íbúa í Reykjavík 2002-2016
Þúsundir króna á föstu verðlagi 2017
Heimild:SI
700
600
500
400
300
200
100
0
Útsvarstekjur Fasteignagjöld
Framlag úr jöfnunarsjóði
’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16
484 498
520
558
598
648 631
571
529
576 584 598
618
651
699
Skatttekjur af íbúa á höfuðborgarsvæðinu
Þús. kr.* 2007/2016
Garðabær
Hafnarfjörður
Kópavogur
Mosfellsbær
Reykjavík
Seltjarnarnes
704/714
643/687
636/657
583/734
648/699
701/654
*Á verðlagi ársins 2017. Heimild:SI.
Útsvarstekjur Fasteignagjöld Framlag úr jöfnunarsjóði
2007
2016
2007
2016
2007
2016
2007
2016
2007
2016
2007
2016
Sigurður
Hannesson
Afrekskona í fimleikum, Tinna Óð-
insdóttir hefur stigið fram og greint
frá því að landsliðsmaður frá öðru
landi hafi nauðgað henni á lokahófi
hefðbundins keppnisferðalags ís-
lenska landsliðsins í fimleikum til
Þýskalands. Tinna skýrir frá þessu í
viðtali við Nútímann.
Þar segir hún að tveir menn hafi
aðstoðað nauðgarann við verknaðinn
og þeir alveg gert sér grein fyrir því
hvað þeir voru að gera. Hún hafi
ítrekað sagt þeim að hætta og það
hefði átt að vera nóg.
Í kjölfar #metoo-byltingarinnar
hafa fjölmargar íþróttakonur stigið
fram og lýst því yfir að þær sætti sig
ekki við mismunum, ofbeldi eða
áreitni. Tinna segist í viðtalinu við
Nútímann vonast til þess að ákvörð-
un hennar um að stíga fram geti
hjálpað einhverjum í svipaðri stöðu.
Hún segir að forsvarsmenn Fim-
leikasambands Íslands (FÍ) hafi
veitt henni mikinn stuðning þegar
hún greindi frá ofbeldinu. Þau hafi
verið til staðar fyrir hana, hvatt
hana til þess að stíga fram og heitið
aðstoð ef hún vildi kæra.
Í fyrrnefndu viðtali lýsir hún því
hvernig henni hafi fundist hún þurfa
að sanna fyrir fólki að hún hefði sagt
nei. En réttilega þurfi hún þess ekki.
Hún sagði nei og það væri meira en
nóg. ge@mbl.is
Morgunblaðið/Eva Björk
Landsliðskona Tinna Óðinsdóttir.
Var nauðgað
í keppnisferð
FÍ veitti Tinnu
mikinn stuðning
Slæmt veður var austan-
og norðanlands í gær og
gaf Veðurstofan út við-
vörun um mikla snjó-
flóðahættu á Aust-
fjörðum og að töluverð
hætta væri á snjóflóðum
á utanverðum Trölla-
skaga og á norðanverðum Vest-
fjörðum.
Í dag er búist við að á Norðurlandi
verði blanda af snjókomu, skafrenn-
ingi og vindi en það lægi þegar líði á
daginn. Hins vegar er búist við
stormi í dag í Öræfum
og þar austan af.
Björgunarsveit frá
Seyðisfirði var kölluð út
til aðstoðar við vegfar-
endur á Fjarðarheiði í
gærmorgun og í gær-
kvöldi þurftu björg-
unarsveitir að aðstoða vegfarendur
á Mývatns- og Möðrudalsöræfum og
á Vopnafjarðarheiði.
Lokað var fyrir umferð á þessum
stöðum og á Öxnadalsheiði og í Vík-
urskarði.
Varað var við snjóflóðum austanlands