Morgunblaðið - 24.01.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2018
Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Álfhella 9 | 221 Hafnarfjörður
Sími 564 6070 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is
www.kvarnir.is
1996
2016
20 ÁRA
RUSLAGÁMUR STEYPU SÍLÓ GEYMSLUBOX
Galvaniseraðir
ruslagámar
Til á lager
Auðveldar
steypuvinnu.
Til í ýmsum stærðum
Frábær lausn til að
halda öllu til haga á
byggingarsvæði.
Aukahlutir fyrir byggingakrana
Kvarna-tengi
70 kr stk m/vsk.
Tveir þingmenn stjórnarandstöð-unnar, Helga Vala Helgadóttir
frá Samfylkingu og Jón Þór Ólafs-
son frá systurflokknum, eru stað-
ráðnir í að vera með hávaða og
standa fyrir sýndarréttarhöldum í
þingnefnd til að
reyna að knýja ráð-
herra til afsagnar.
Jón Þór viður-kenndi í gær að
hann hefði ekki
stuðning á þingi til
að knýja dóms-
málaráðherra til að
víkja, en þau gætu
„haldið málinu lif-
andi með rannsókn
sem er það líklegasta
í stöðunni til að fá
hana til að axla
ábyrgð.“
Jón Þór segist vilja setja þrýstingá þingmenn VG til að fá fram
vantraust. Hann segist jafnframt
þeirrar skoðunar að ekki sé þörf á
að upplýsa málið sem deilt er um
frekar, þannig að „rannsókn“
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar
er aðeins sýndarmennska.
Ekki þarf að koma á óvart aðBirgir Ármannsson, þing-
flokksformaður Sjálfstæðisflokks-
ins, skuli hafa lýst þeirri skoðun
sinni að einungis væri verið „að búa
til pólitískan hávaða og skrípaleik“,
enda fátítt að fram komi svo skýrt
dæmi um skrípaleik á þingi.
Píratar komust inn á þing meðþau orð á vörum að vilja breyta
vinnubrögðum í stjórnmálum.
Þeir boðuðu málefnalegi umræð-ur og vandaðri vinnubrögð.
Er þetta breytingin sem kjós-endum var lofað?
Jón Þór Ólafsson
Pólitískur skrípa-
leikur pírata
STAKSTEINAR
Birgir
Ármannsson
Veður víða um heim 23.1., kl. 18.00
Reykjavík 3 skýjað
Bolungarvík 2 rigning
Akureyri 1 slydda
Nuuk -6 léttskýjað
Þórshöfn 5 léttskýjað
Ósló 1 rigning
Kaupmannahöfn 0 þoka
Stokkhólmur -2 alskýjað
Helsinki -6 snjókoma
Lúxemborg 6 skýjað
Brussel 9 skýjað
Dublin 11 skýjað
Glasgow 8 rigning
London 12 súld
París 10 alskýjað
Amsterdam 8 þoka
Hamborg 6 skýjað
Berlín 3 þoka
Vín 2 þoka
Moskva -9 snjókoma
Algarve 14 heiðskírt
Madríd 16 heiðskírt
Barcelona 16 heiðskírt
Mallorca 18 heiðskírt
Róm 14 heiðskírt
Aþena 7 skýjað
Winnipeg -6 snjókoma
Montreal -4 þoka
New York 8 rigning
Chicago 0 alskýjað
Orlando 23 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
24. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:32 16:49
ÍSAFJÖRÐUR 10:57 16:33
SIGLUFJÖRÐUR 10:41 16:15
DJÚPIVOGUR 10:06 16:13
Ragnhildur
Steinunn Jóns-
dóttir hefur verið
ráðin aðstoðar-
dagskrárstjóri
RÚV Sjónvarps.
Greint var frá
ráðningu hennar
á starfsmanna-
fundi í gærmorg-
un. Þar var til-
kynnt um ýmsar
breytingar og tilfærslu verkefna í
framhaldi af viðameiri skipulags-
breytingum sem kynntar voru í
október. Starfið var ekki auglýst.
Magnús Geir Þórðarson útvarps-
stjóri segir að ráðningin sé í sam-
ræmi við reglur Ríkisútvarpsins.
Um sé að ræða skipulagsbreytingu
og tilfærslu á verkefnum. Nýja
starfið komi í stað þess sem áður hét
framleiðslustjóri.
„Ragnhildur Steinunn hefur verið
í hópi dagskrárgerðarmanna og
stýrt ýmsum verkefnum. Hún held-
ur áfram þeim verkefnum sem hún
var með en fær nú aukin verkefni og
dagskrárstjóri fær hana sér við hlið
til að aðstoða sig í sínum störfum,“
sagði Magnús Geir. gudni@mbl.is
Aðstoðar-
dagskrár-
stjóri RÚV
Ragnhildur Stein-
unn hækkar í tign
Ragnhildur Stein-
unn Jónsdóttir
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) sér
ekki tilefni til að aðhafast vegna
ákvörðunar Íslandspósts ohf., um að
fækka dreifingardögum á bréfapósti
og tekur breytingin gildi óbreytt 1.
febrúar 2018.
Þetta kemur fram í ákvörðun PFS
sem birtist í gær. Frá og með 1. febr-
úar mun dreifingardögum bréfapósts
í þéttbýli fækka þannig að móttak-
endur fái til sín bréfapóst annan
hvern dag. Þýðir það að pósturinn er
borinn út til móttakanda innan
þriggja daga. Í tilkynningu Íslands-
pósts var vísað til nýlegrar breyting-
ar á reglugerð um alþjónustu nr. 595/
2017, þar sem kveðið er á um að
heimilt sé að fækka dreifingardögum
niður í allt að tvo virka daga í viku ef
kringumstæður eða landfræðilegar
aðstæður hindri hagkvæma dreif-
ingu. Í ákvörðun Póst- og fjarskipta-
stofnunar kemur fram að vegna
fækkunar dreifingardaga þarf Ís-
landspóstur ohf. að endurskoða
gjaldskrá innan einkaréttar eigi síðar
en 1. júní 2018.
220% hækkun á gjaldskrá
Verðhækkanir í bréfasendingum
eru reifaðar í ákvörðuninni og kemur
þar fram að ef litið er til verðþróunar
á burðargjöldum bréfa, innan einka-
réttar, á tímabilinu frá 2007 til 2017,
samanborið við vísitölu neysluverðs
og vísitölu launa, kemur í ljós að á
tímabilinu hækkaði gjaldskrá A-
pósts um 220% og B-pósts um 195%.
Á sama tímabili hækkaði vísitala
neysluverðs um 67% og vísitala launa
um 102%. „Hér gætir því töluverðra
áhrifa hinnar miklu magnminnkunar
innan einkaréttar á tímabilinu, en
magnið minnkaði um 57% á árunum
2007 til 2017,“ segir í ákvörðun PFS.
Dreifingardögum fækkar í febrúar
Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um færri dreifingardaga stendur óbreytt