Morgunblaðið - 24.01.2018, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2018
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Sala á öllum kjöttegundum sem
framleiddar eru hér innanlands jókst
á nýliðnu ári. Af stóru kjötgreinunum
jókst mest sala á alifuglakjöti og
styrkir sú grein stöðugt stöðu sína
sem vinsælasta kjötið.
Alifuglakjöt er sem fyrr vinsæl-
asta kjötið á íslenska markaðnum og
nálgast 10 þúsund tonna sölu á ári.
Hlutfall þess af innlendu kjötkökunni
er 30%. Til viðbótar er töluvert flutt
inn af kjúklingi og fleiri kjötteg-
undum og ruglar það samanburðinn
um sölu á kjöti í heildina á mark-
aðnum hér. Kindakjötið er enn næst-
vinsælasta kjötið og er hlutfall þess
tæp 25%.
Steinþór Skúlason, forstjóri Slát-
urfélags Suðurlands, telur að rekja
megi verulega aukningu í sölu á ali-
fugla- og nautakjöti til ferðamanna.
Einnig sé nautakjöt að komast í
tísku. Jákvætt sé að sjá 3,5% aukingu
í sölu á kindakjöti.
Veruleg umframframleiðsla
Sala á kindakjöti jókst um 3,5% á
nýliðnu ári sem er rúmlega einu pró-
senti yfir aukningu í framleiðslu. Út-
flutningur jókst og birgðir minnkuðu
á árinu um 900 tonn. Miðað við sölu
og framleiðslu kindakjöts á síðasta
ári er framleiðslan þó enn 3600 tonn
umfram sölu innanlands. Það kjöt
þarf að flytja á erlenda markaði.
Hefðbundnir markaðir hafa lokast og
hefur þurft að selja kjötið á öðrum
mörkuðum, oft við lægra verði.
„Fyrri hluti ársins var mjög góður.
Sumarið kom vel út og við sáum að
það sem við höfum verið að gera
gagnvart erlendum ferðamönnum er
að virka. Við vorum að vonast til að
ná svipaðri söluaukningu og á árinu
2016, sem var rúm 5%, en það hefur
aðeins slegið af í haust,“ segir Svavar
Halldórsson, framkvæmdastjóri
Markaðsráðs kindakjöts og markaðs-
átaksins Icelandið lamb sem einkum
er beint að erlendum ferðamönnum.
Svavar segir ánægjulegt að sjá
aukningu í sölu innanlands nú í tvö ár
eftir nokkurra ára samdrátt. Það
skipti verulegu máli því innanlands-
markaður sé mikilvægasti markaður
lambakjöts.
Fuglakjöt langvinsælasta kjöttegundin
Sala á lamba-
kjöti eykst annað
árið í röð en minna
en árið áður
Birgðir minnk-
uðu um 900 tonn
Nærri helmingur landsmanna, eða
46%, borðar lambakjöt að jafnaði
einu sinni í viku eða oftar. Tæp
26% til viðbótar borða lambakjöt
2-3 sinnum í mánuði. Aðeins 4%
segjast aldrei borða lambakjöt.
Þetta er meðal niðurstaðna úr
könnun sem Maskína gerði fyrir
Icelandic lamb sem er markaðs-
verkefni á vegum Markaðsráðs
kindakjöts.
Nánast allir sem spurðir voru í
könnuninni lýstu yfir ánægju með
íslenskt lambakjöt. Meirihlutinn
sagðist borða kjötið heima hjá sér
eða í matarboðum í heimahúsum.
36% sögðust borða það á veitinga-
stöðum eða skyndibitastöðum.
Lambið bragðast best heima
KÖNNUN MEÐAL ÍSLENDINGA
Hvar borðar þú
oftast lambakjöt?
H
ei
m
ild
: M
as
kí
na
Heima hjá mér
Í matar-
boðum í
heimahúsumÁ veitingastöðum
Á skyndi-
bitastöð-
um
Í vinnunni eða í skóla
30,6%
25,4%
18,5%
17,2%
8,3%
Morgunblaðið/Ómar
Sunnudagskjúklingur Sala á alifuglakjöti hefur vaxið stöðugt í mörg ár og er fuglakjöt nú með rúman þriðjung af sölu kjöts sem hér er framleitt.
Sala kjöts 2017
Tonn
Tonn
Heimild: Matvælastofnun
Hlutdeild í %
+6,9
+3,5
+2,2
+5,2
+26,9
Breyting í %
frá 2015
Kindakjöt NautakjötAlifuglakjöt Svínakjöt Hrossakjöt
10.000
9.000
8.000
7.000
6.000
5.000
2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017
10.000
8.000
6.000
4.000
2.000
0
Birgðir kindakjöts, tonn
6.653Ársbyrjun
5.751Árslok
34%
24,9%22,4%
16,4%
2,3%
9.530
7.481
7.395
6.667
6.976
6.269
56 10 000
TAXI
BSR
Góð þjónusta
yfir 90 ár10%
afsláttur
fyrir 67 ára
og eldri
Matvælastofnun hefur samþykkt
skráningu fyrir afurðaheitið Íslenskt
lambakjöt / Icelandic lamb. Fram
kemur í tilkynningu Mast að and-
mæli hafi borist frá Ferskum kjöt-
vörum en þeim hafi verið hafnað.
Markaðsráð kindakjöts sótti um
skráningu á grunvelli laga frá 2014
um vernd afurðaheita og gerði það
með vísan til uppruna afurðanna.
Sóst verður eftir sambærilegri vernd
afurðaheitisins í Evrópusambandinu
ásamt viðeigandi vottunarmerki. Til-
gangur laganna er að stuðla að neyt-
endavernd, auka virði afurða og
koma í veg fyrir óréttmæta við-
skiptahætti.
Íslenskt lambakjöt
verndað afurðaheiti
Ómar Yamak komst á verðlaunapall
á Evrópumeistaramótinu í bras-
ilísku Jiu-Jitsu. Ómar náði þriðja
sæti á þessu sterka móti, í sínum
flokki og kom heim með brons.
Evrópumeistaramótið sem haldið
var í Lissabon um síðustu helgi er
stærsta Jiu-Jitsu glímumót heims
með yfir 4.000 keppendur að sögn
Haraldar Dean Nelson, fram-
kvæmdastjóra Mjölnis.
Ómar vann fyrstu glímuna með
Bow and Arrow-hengingu. Næstu
tvær vann hann á stigum og komst
þannig í undanúrslit.
Í undanúrslitunum mætti Ómar,
Richar Emiliano Nogueira, sem
sigraði mótið en Ómar tapaði mjög
jafnri glímu á stigum.
Auk Ómars sem keppir og þjálfar
í Mjölni, kepptu þau Kristján Helgi
Hafliðason og Inga Birna Ársæls-
dóttir, einnig úr Mjölni. ge@mbl.is
Bronsverðlaun Ómar Yamak 3. á
Evrópumeistaramótinu í Jiu-Jitsu.
Brons á Evrópumeistaramóti
Þrír varaþing-
menn tóku sæti á
Alþingi í fyrsta
sinn í fyrradag
þegar þingið
kom saman og sóru þeir þar dreng-
skapareið að stjórnarskránni.
Þetta voru þau Elvar Eyvindsson
sem kom inn sem varamaður fyrir
Birgi Þórarinsson, Miðflokki, Olga
Margrét Cilia tók sæti sem vara-
maður fyrir Þórhildi Sunnu Ævars-
dóttur, þingmann Pírata, og Una
Hildardóttir tók sæti sem varamað-
ur fyrir Rósu Björk Brynjólfs-
dóttur, þingmann Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs.
Þrír nýir tóku sæti
á Alþingi í fyrradag