Morgunblaðið - 24.01.2018, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2018
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Verið velkomin
ÚTSALA 30-70%afsláttur
Bolir - Peysur - Túnikur - Kjólar - Buxur - Treflar
Allar töskur 20% afsláttur
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Horfið hefur verið frá hugmyndum um borgar-
línu á Seltjarnarnesi. Þær voru tengdar áform-
um um hundruð nýrra íbúða á Eiðistorgi.
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Sel-
tjarnarness, staðfestir þetta.
Hugmyndir voru um
þéttingu byggðar við Eiðis-
torg. Efnt var til samkeppni
vegna svæðisins og greint
frá niðurstöðu fyrir jól
2015. Kanon arkitektar
unnu samkeppnina en þeir
teiknuðu borgarlínu inn á
nýtt miðbæjarsvæði við
Eiðistorg. Fjallað var um
úrslitin á vef Seltjarnarnes-
bæjar:
„Nú þegar fyrir liggur
nýtt svæðisskipulag fyrir höfuðborgarsvæðið
þar sem m.a. er fjallað um hraðvirkar almenn-
ingssamgöngur á svokallaðri borgarlínu er
Seltjarnarnes að stimpla sig inn í umræðuna
með eftirtektarverðum hætti. Bæði verða
stöðvar á borgarlínunni seglar fyrir þróun
byggðar og ekki síður er þróun byggðar for-
senda þess að slíkar stöðvar verði til. Með
þeim tillögum sem lagðar voru fram er tónninn
sleginn fyrir uppbyggingu íbúða og atvinnu
sem nýta tækifærin í borgarlínunni og styðja
við þá ákvörðun að byggja upp stoppistöð á
Seltjarnarnesi.“
Innviðagjald ekki í skoðun
Fram hefur komið að Reykjavíkurborg
hyggst innheimta innviðagjöld vegna borgar-
línu. Fleiri sveitarfélög skoða slíka gjaldtöku.
Ásgerður segir upptöku innviðagjalds vegna
borgarlínu ekki hafa komið til umræðu. „Við
höfum ekki hugsað um neitt slíkt,“ segir hún.
Spurð hvort aðrar fjármögnunarleiðir séu til
umræðu segir hún málin ekki komin á það stig.
„Við lítum svo á að þetta sé einn af mörgum
þáttum sem verið er að skoða varðandi umferð
á höfuðborgarsvæðinu og almenningssam-
göngur. Aðkoma ríkis er lykilskilyrði fyrir
áframhaldandi vinnu og skoðun. Þar sem eng-
inn samningur um slíkt liggur fyrir höfum við
ekki farið í frekari vinnu,“ segir Ásgerður.
„Það hafa engir þéttingarreitir verið sam-
þykktir á Eiðistorgi. Hugmyndasamkeppnin
hefur ekki farið lengra. Núverandi deiliskipu-
lag gerir ekki ráð fyrir þéttingu byggðar. Vilji
bæjarbúa kom skýrt fram. Þeir vilja ekki þétt-
ingu byggðar. Þannig að það verður ekki. Það
er talað um það núna í hugmyndum um borg-
arlínu að hún [fari meðfram ströndinni og]
stoppi við bæjarmörkin við Eiðisgranda [á
mörkum Reykjavíkur og Seltjarnarness]. Hitt
voru aðeins hugmyndir arkitekta í samkeppn-
inni. Vegna umræðu um borgarlínu sáu þeir
fyrir sér að hún færi þarna inn [á Eiðistorgið].
Það er ekkert slíkt í okkar huga. Við á Nesinu
lítum á þetta [borgarlínuna] sem einn margra
bolta sem eru á lofti, eins og sjálfkeyrandi bíla,
og viljum skoða með jákvæðum huga. Það er
hins vegar engin skuldbinding af okkar hálfu
fyrr en við sjáum ríkið koma inn í verkefnið og
þá hvernig. Þetta er komið mjög stutt á veg.“
Skoða aðkomu lífeyrissjóða
Eyjólfur Árni Rafnsson, ráðgjafi Samtaka
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH)
vegna borgarlínu, segir ýmsar leiðir hafa verið
ræddar varðandi fjármögnun verkefnisins.
Sveitarfélögin geti lagt fram eigið fé, tekið
lán, leitað til langtímafjárfesta, t.d. lífeyris-
sjóða, og innheimt innviðagjöld ef forsendur
skapast. Hann leggur áherslu á að verkefnið sé
enn á þróunarstigi. Nú sé í gangi fyrsta skref
skipulags, þ.e. breyting svæðisskipulags. Það
sé ekki komið að því að ákveða fjármögnun.
Áður en til þess komi þurfi m.a. að ná sam-
komulagi við ríkið um mögulega aðkomu þess.
Borgarlínan er forsenda
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfells-
bæjar, segir innviðagjald forsendu uppbygg-
ingar íbúðahverfis í Blikastaðalandi.
„Uppbyggingu íbúðahverfa fylgja mikil út-
gjöld í formi stofnkostnaðar fyrir sveitarfélög
sem gatnagerðargjöld standa ekki ein undir.
Það þarf t.a.m. að byggja skóla, íþróttamann-
virki og almenningssamgöngur og aðra innviði.
Uppbygging á Blikastaðalandi er ekki kom-
in á dagskrá. Samkvæmt tillögu að breytingu á
svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins mun
borgarlínan fara í gegnum Blikastaðalandið.
Forsenda fyrir borgarlínu til Mosfellsbæjar er
uppbygging í Blikastaðalandi og á óbyggðum
svæðum Reykjavíkurmegin. Það er ekki
grundvöllur fyrir henni fyrr.
Borgarlínan er því ekki að koma í Mos-
fellsbæ á næstu árum. Mosfellsbær er þátttak-
andi í þessu verkefni. Við teljum borgarlínu
hluta af þeim nauðsynlegu samgöngubótum
sem þurfa að koma á höfuðborgarsvæðinu,
ásamt því að byggja upp betra vegakerfi fyrir
einkabílinn. Þetta þarf að fara saman.“
Innviðagjald í nýju hverfi í hrauninu
Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri
Hafnarfjarðar, segir innviðagjald hafa komið
til umræðu í sveitarfélaginu. Þá til dæmis
vegna fyrirhugaðrar þéttingar byggðar í
Hraununum í Hafnarfirði þar sem fjárfestar
hafi keypt land. Þar þurfi að byggja leikskóla,
grunnskóla og aðra innviði fyrir íbúðahverfi.
Varðandi fjármögnun borgarlínu segir Har-
aldur innviðagjald hafa komið til umræðu.
Spurður hvort aðrar fjármögnunarleiðir hafi
komið til skoðunar segir Haraldur málið ekki
komið það langt að farið sé að skoða fjármögn-
un borgarlínu af alvöru. „Umræðan er komin
mun lengra en vinna okkar í málinu. Við höfum
lítið rætt um fjármögnunina. Ég held að
sveitarfélög muni skoða málið mjög alvarlega
áður en þau fara í lántökur út af borgarlínu.“
Borgarlínan ekki á Nesinu
Bæjarstjóri Seltjarnarness segir borgarlínu ekki munu koma inn í bæinn Íbúar gegn þéttingu
byggðar Ráðgjafi vegna borgarlínu segir innviðagjöld, lántöku og aðkomu lífeyrissjóða í skoðun
Tölvuteikning/Kanon arkitektar
Drög að nýjum miðbæ Seltjarnarness Arkitektar teiknuðu borgarlínuna við Eiðistorg.
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, segir innviðagjöld vegna borgarlínu ekki hafa
komið til umræðu hjá sveitarfélaginu. Slík gjaldtaka sé samningsatriði við þá sem byggja upp
viðkomandi svæði. Til greina komi að innheimta innviðagjöld í Garðabæ vegna borgarlínu.
„Við gerum þetta nú til dæmis þegar í Urriðaholtinu. Við semjum við landeigendur um að
leggja eitthvað til uppbyggingar í hverfinu. Það eru frjálsir samningar,“ segir Gunnar.
Innviðagjöld í Urriðaholti séu um 790 þúsund á íbúð í fjölbýli, um 1.244 þúsund fyrir raðhús
og 3,65 milljónir fyrir einbýli. Gunnar segir ekki komið að því að ræða fjármögnun borgarlínu.
Ríkið þurfi að koma að málum. Umræðan um borgarlínu sé komin mun lengra en verkefnið.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, segir gert ráð fyrir óverulegri þéttingu byggðar
í Kópavogi meðfram fyrirhugaðri borgarlínu. Innviðagjöld hafi ekki verið til umræðu.
„Við höfum ekki innheimt innviðagjald í þéttingarverkefnum okkar,“ segir Ármann.
Gjöldin 3,65 milljónir á einbýlishús
INNVIÐAGJÖLD Í URRIÐAHOLTI
Ásgerður
Halldórsdóttir
Akurey AK hélt í sína fyrstu veiðiferð
í gær og ráðgert er að Drangey SK
fari til veiða síðar í vikunni. Síðustu
mánuði hefur verið unnið að því hjá
Skaganum 3X á Akranesi að setja
margvíslegan búnað um borð í skipin.
Reikna má með að þessar veiðiferð-
ir verði öðrum þræði „tæknitúrar“ til
að fínstilla tæki og búnað og verða
starfsmenn frá Skaganum um borð.
Tafir urðu á því að Akurey kæmist til
veiða því panta þurfti að nýju hátt í
100 tölvunema í lestarkerfi frá erlend-
um framleiðanda.
Akurey er eitt þriggja systurskipa,
sem HB Grandi fékk á síðasta ári, en
skipin voru smíðuð í Céliktrans-
skipasmíðastöðinni í Tyrklandi. Fyrst
kom Engey og hefur skipið verið á
veiðum síðustu mánuði. Viðey var
þriðja og síðust í röð systranna og er
unnið að því á Akranesi að setja bún-
að í skipið.
Drangey SK er í eigu FISK á Sauð-
árkróki og kom til heimahafnar í lok
ágúst á síðasta ári. Það er eitt fjög-
urra systurskipa sem voru smíðuð hjá
Cemre-skipasmíðastöðinni í Tyrk-
landi. Hin eru Björg EA, Björgúlfur
EA og Kaldbakur EA, sem eru í eigu
Samherja og Útgerðarfélags Akur-
eyringa. Öll komu skipin til landsins í
fyrra.
Örfirisey aftur til veiða
Frystitogarinn Örfirisey RE, sem
er í eigu HB Granda, er farinn til
veiða í norskri lögsögu í Barentshafi.
Skiptiteinn brotnaði í skrúfu skipsins
í lok október er skipið var þá að veið-
um í rússneskri lögsögu í Barentshafi.
Draga varð Örfirisey til Svolvær í
Norður-Noregi til viðgerðar. Ákveðið
var að samhliða viðgerð færi fram
hefðbundin klössun, sem skipið átti að
fara í á þessu ári. aij@mbl.is
Akurey og Drangey
til veiða í vikunni
Panta þurfti um 100 nýja tölvunema
Ljósmynd/Kristján Maack
Nýsmíði Akurey kemur til Akra-
ness frá Tyrklandi síðasta sumar.