Morgunblaðið - 24.01.2018, Síða 17

Morgunblaðið - 24.01.2018, Síða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2018 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Stjórnvöld í Kína og Suður-Kóreu hafa mótmælt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að leggja verndartolla á innfluttar sólarrafhlöður, eða sólskildi, og þvottavélar til að hjálpa bandarísk- um fyrirtækjum. Suður-Kóreu- menn segjast ætla að kæra verndartollana til Alþjóða- viðskiptastofnunarinnar, WTO, og talið er að Kínverjar geri það einn- ig. Þingmenn í sambandsríkjum, þar sem iðnfyrirtæki hafa átt und- ir högg að sækja, hafa fagnað verndartollunum, þeirra á meðal nokkrir demókratar. „Ég vil hrósa ríkisstjórninni fyrir þessa miklu aðstoð,“ sagði demókratinn Sherrod Brown, sem á sæti í öld- ungadeild þingsins fyrir Ohio og sækist eftir endurkjöri í kosning- unum í nóvember. Talið er að bar- áttan um þingsætið verði mjög tví- sýn. „Skattar á fjölskyldur“ Nokkrir þingmenn repúblikana voru ekki ánægðir með verndar- tollana, að sögn The Wall Street Journal. „Hér er nokkuð sem repúblikanar áttu auðvelt með að skilja: tollar eru skattar á fjöl- skyldur,“ hefur blaðið eftir repú- blikananum Ben Sasse, sem á sæti í öldungadeildinni fyrir Nebraska. Hagfræðingar, sem aðhyllast frjálshyggju, hafa gagnrýnt verndartollana og sagt að þeir verði til þess að neytendur þurfi að greiða hærra verð fyrir varning- inn. Þeir vara einnig við því að verndartollarnir geti leitt til við- skiptastríðs. Að sögn The Wall Street Journ- al hyggst Trump grípa til fleiri að- gerða á næstu mánuðum til að vernda bandarísk iðnfyrirtæki. Stjórn hans íhugar m.a. ráðstaf- anir til að vernda bandarísk stál- fyrirtæki og álver í nafni þjóðarör- yggis og nýta til þess lagaheimild sem hefur ekki verið beitt frá ní- unda áratug aldarinnar sem leið. Áður hafði Trump ákveðið að draga Bandaríkin út úr fríversl- unarsamningi landsins við ellefu Kyrrahafsríki (e. Trans-Pacific Partnership, TPP) og hótað að segja upp NAFTA, fríverslunar- samningi Norður-Ameríkuríkja. Slíkir samningar um aukið frelsi í milliríkjaviðskiptum hafa verið á meðal hornsteinanna í efnahags- stefnu Repúblikanaflokksins síð- ustu áratugi. Repúblikaninn George Bush eldri undirritaði t.a.m. NAFTA-samninginn 17. des- ember 1992, rúmum mánuði áður en hann lét af embætti. Sonur hans, George W. Bush, undirritaði nokkra fríverslunarsamninga þeg- ar hann var forseti á árunum 2001 til 2009 og var hlynntur TPP- samningnum við Kyrrahafsríkin. Andstaða Trumps við fríversl- unarsamningana er því uppreisn gegn frjálshyggjustefnu Repúblik- anaflokksins síðustu áratugi. Allt að 50% tollar Trump ákvað að leggja 20% verndartolla á fyrstu 1,2 milljónir innfluttra þvottavéla og 50% á all- an þvottavélainnflutning umfram þann kvóta. Tollarnir verða síðan lækkaðir í 16% og 40% að tveimur árum liðnum. Tollar á sólarraf- hlöður, eða sólskildi, verða 30% í þrjú ár og lækkaðir í 15% á fjórða árinu. Forsetinn nýtti ákvæði í lögum frá árinu 1974 sem heimilar sér- staka tolla til að vernda fyrirtæki ef þau geta sannað að þau hafi orðið fyrir alvarlegum skaða vegna stóraukins innflutnings. Stjórn George W. Bush beitti heimildinni árið 2002 til að vernda bandarískar stálverksmiðjur en afnam verndar- tollana á innflutt stál eftir að Al- þjóðaviðskiptastofnunin úrskurðaði að þeir samræmdust ekki alþjóða- samningum. Síðan þá hefur enginn Bandaríkjaforseti beitt þessari heimild þar til nú. Verndartollarnir koma einkum niður á þvottavélaframleiðendum í Suður-Kóreu og sólarrafhlöðufram- leiðendum í Kína. Innflutningur á kínverskum sólarrafhlöðum stuðl- aði að því að sólarorkuframleiðslan þrefaldaðist í Bandaríkjunum á milli áranna 2012 og 2016 en varð einnig til þess að verðið á rafhlöð- unum lækkaði um 60%. Bandarísk- ir framleiðendur urðu undir í sam- keppninni, stöðvuðu framleiðsluna eða urðu gjaldþrota. Samtök bandarískra fyrirtækja, sem setja upp sólarrafhlöður, hafa mótmælt verndartollunum. Þau segja að tollarnir verði til þess að 24.000 Bandaríkjamenn í atvinnu- greininni missi vinnuna og að fjár- festingar í sólarrafhlöðum að and- virði milljarða dollara tefjist eða verði afturkallaðar. Verndartollum Trumps mótmælt  Kínverjar, S-Kóreumenn, bandarískir frjálshyggjumenn og nokkrir þingmenn repúblikana gagn- rýna verndartolla á þvottavélar og sólarrafhlöður  Nokkrir þingmenn demókrata fagna verndinni Báðar deildir Bandaríkjaþings samþykktu í fyrradag að framlengja fjárheimildir til ríkisstofnana um þrjár vikur til að þær gætu hafið starfsemi að nýju eftir þriggja daga lokun. Fjárheimildirnar voru samþykktar eftir að leiðtogi repúblikana í öldungadeild þingsins, Mitch McConnell, hét því að leggja fram frumvarp til laga um réttindi svonefnds „draumafólks“, innflytjenda sem voru á barnsaldri þegar þeir komu til Bandaríkj- anna með ólöglegum hætti. Forystumenn demókrata höfðu neitað að samþykkja fjárheimildirnar nema rétt- indi ungu innflytjendanna yrðu tryggð en loforð McConnells varð til þess að þeir gáfu eftir. Málamiðlun- in varð til þess að stofnanir sem höfðu verið lokaðar í þrjá daga gátu hafið starfsemi að nýju. Niðurstaðan er umdeild meðal demókrata því að vinstrimenn í flokkn- um segja að forystumenn hans hafi gefist upp fyrir repúblikönum og Donald Trump forseta í deilunni. Fjárheimildirnar voru samþykktar í öldungadeild- inni með 81 atkvæði gegn 18. Sextán demókratar og tveir repúblikanar greiddu atkvæði gegn þeim. Fjár- heimildirnar voru síðan samþykktar með 266 atkvæð- um gegn 150 í fulltrúadeildinni. Fjárlög: 0 1 2 3 4 $ billj. tekjur Síðustu lokanir Frá árinu 1990 hefur ríkisstofnunum í Bandaríkjunum verið lokað fimm sinnum vegna deilna um fjárlög 1989 1993 2001 2009 2017 halli í billjónum bandaríkjadala 3,65 4,09 útgjöld Fimm lokanir á tæpum þremur áratugum Heimild: Stjórnunar- og fjárlagaskrifstofa Hvíta hússins Bill Clinton George W. Bush George Bush Barack Obama Donald Trump 1990 6.-8. okt. 3 dagar 1995 14.-19. nóv. 6 dagar 15 dagar 3 dagar 21 dagur 2013 1.-16. okt. 2018 20.-22. jan. 1995-96 16. des.-6. jan. 1,4 0,44 Demókratar gáfu eftir í fjárlagadeilu Stjórnendur Ueno-dýragarðsins í Tókýó lengdu „vinnudag“ pöndu- húnsins Xiang Xiang um tvær klukkustundir í gær til að gera fleiri gestum kleift að sjá hann með eigin augum. Húnninn er sjö mán- aða gamall og sá fyrsti sem fæddist í dýragarðinum frá árinu 1988. Rúmlega 250.000 manns tóku þátt í happdrætti sem efnt var til í því skyni að velja þá sem fá að skoða húninn og fjöldi gestanna var í fyrstu takmarkaður við 400 á dag. Hver þeirra fékk að sjá húninn í tvær mínútur. Hann var til sýnis í þrjár klukkustundir á dag en sýn- ingartíminn var lengdur í fimm klukkustundir í gær og ráðgert er að lengja hann í sjö klukkustundir í næsta mánuði. Fréttaveitan AFP hefur eftir nokkrum gestum dýra- garðsins að þeir séu ekki vissir um að pönduhúnninn sé orðinn nógu gamall fyrir svo langan „vinnudag“ og telji að hann hefði átt að fá lengri tíma til að aðlagast lífinu í Japan sem er þekkt fyrir langan vinnutíma og mikið starfsálag. AFP Vinsæl mæðgin Xiang Xiang (t.v.) með mömmu sinni, Shin Shin. Vinnudagur pöndu- húnsins lengdur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.