Morgunblaðið - 24.01.2018, Síða 29

Morgunblaðið - 24.01.2018, Síða 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2018 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú munt komast að því að hæfileikar þínir liggja á mörgum sviðum. Bryddaðu upp á einhverju nýju á heimavígstöðvunum. Gakktu glaður til verka því árangurinn verður frábær. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú hefur úr mörgu að velja í viðskiptum og þarft að vera vel vakandi svo ekkert fari úr- skeiðis. Enginn er fullkominn og heimurinn ferst ekki þótt eitthvað þurfi að bíða. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú þarft að búa þig undir breytingar á vinnustað þínum og þarft að tileinka þér ný vinnubrögð. Ef þú heldur áfram á sömu braut færðu orð á þig fyrir geggjaða snilligáfu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Nú þarftu að komast að niðurstöðu í máli, sem þú hefur lengi velt fyrir þér. Vanda- málið sem þú hélst að myndi aldrei hverfa ger- ir það á augabragði. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þér er það óvænt ánægja hvað þú upp- skerð fljótt árangur erfiðis þíns. Þegar hæfi- leikar þínir blómstra muntu hljóta viðurkenn- ingu víða. Haltu þínu striki því þú hefur engu að tapa. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er engin ástæða til þess að láta hugfallast, þótt allt gangi ekki samkvæmt áætlun. Sumt er bara svona og við því er ekk- ert að gera nema viðurkenna staðreyndir. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er ekki þitt verk að laga alla nema sjálfan þig - og hvað þá ef þú ert ekki í skapi til þess. Leitaðu ráða hjá þér eldri manneskju í dag. Sýndu fyrirhyggju í fjármálum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Láttu engan komast í þína hluti, nema þú hafir áður gengið úr skugga um að þú getir treyst viðkomandi. Hafðu það hugfast áður en þú gengur að samningaborði. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú nýtur óvenjumikillar athygli og ættir því að leggja þig fram um að líta sem best út. Sum tækifæri koma aldrei aftur. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það skiptir öllu máli að þér takist að halda þig utan við deilur sem geisa á vinnu- staðnum. Hugsanlegt er að tekjur maka þíns aukist í dag. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Ósætti milli vina eða í hópi sem þú tilheyrir er hugsanlegt í dag. Skjótt skipast veður í lofti og það sem þú taldir öruggt, er allt í einu ótryggt og snúið mál. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert kappsfullur með áhuga á mörg- um sviðum og átt auðvelt með að laða fólk til samstarfs. Nýr smekkur, nýir vinir og annað umhverfi eru til marks um aukinn lífsþrótt. Hér voru í gær „hissingsvísur“eftir Ólaf Stefánsson og Sig- rúnu Haraldsdóttur, sem kvartaði undan kulda og taldi lakar líkur á að hún lifði fram á vor. Sigmundur Benediktsson sendi henni „ylboð“: Sigrún kvaðst ekki geta verið þekkt fyrir annað en að reyna að svara svona notalegri vísu: Kíma fór, í kinnum rjóð, kæti tók ég mína, fékk er þennan fína óð fór mér strax að hlýna En Fía á Sandi var praktískari: Einn, tveir, þrír og ekkert slór, æ skal leysa vanda. Það má prófa að bragða bjór en betra að drekka landa. Auðvitað fer Sigrún að ráðum Fíu: Lítt hér dugar leti og slór, leysa kýs ég vanda. Strax ég fæ mér stóran bjór og staup af eiturlanda. „Já, áfram stelpur! Skál!“ segir Sigmundur: Ei þó detti allt í sukk áfram skolum svalĺ ánn því skal að sér draga drukk og djamma þorrann allan. Og smám saman birtir yfir Sigrúnu: Óðar fyllir öll mín spor illur, kaldur snjár, kalla ég því: „kæra vor, komdu snemma í ár“! Fía á Sandi skaut inn: Höldum gleði hátt á loft þó hún sé bara í nösunum Sinnaskipti eru oft ofarlega í glösunum. Og áfram hélt hún: Hvítt er úti, dagur dvín, dýrleg vetrar blíða. Byrja ég að bragða vín, bráðum dett ég í ‘ða Mér þykir rétt að láta Sigrúnu eiga síðasta orðið en nóg er kveðið: Með tilþrifunum tókst með glans að tæma úr nokkrum glösunum. Er að syngja Óli Skans alveg hreint á nösunum Ármann Þorgrímsson yrkir sér til dundurs: Samið hef ég mikið magn, mest í litlum gæðum, aldrei varð neitt af því gagn, engum breyttu fræðum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Hissingsvísur og frosthörkur FATABÚÐIR GERA OFTAST LÍTIÐ ÚR ÚRVALINU FYRIR KARLKYNS FATAFELLUR. „ÞÍN BESTA VON UM BATA ER AÐ ÞÚ ENDURHOLDGIST.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar sveitastrákur hittir borgarstelpu. VÆRI ÞAÐ EKKI FRÁBÆRT EF VIÐ GÆTUM FARIÐ AFTUR Í TÍMANN? ÉG MYNDI FARA AFTUR TIL FYRSTA DAGSINS Á LEIKSKÓLANUM! Í ÞETTA SINN MYNDI ÉG VITA HVAR SALERNIÐ VÆRI ÁÐUR EN ÞAÐ VÆRI UM SEINAN ÉG MYNDI FERÐAST AFTUR TIL TÍMANS ÁÐUR EN ÞETTA SAM- TAL ÁTTI SÉR STAÐ ÉG ÆTLA Á PÖBBINN MEÐ HRÓLFI, NÝJA VINI MÍNUM! KOMDU HEIM ÁÐUR EN SÓLIN KEMUR UPP! VIÐ HÖFUM HÁLFT ÁR! ÉG Á EFTIR AÐ KUNNA VEL VIÐ MIG HÉRNA! Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann AUÐVELT AÐ RÍFA AF Kvikmyndin The Post hefur hlotiðmikið lof. Þar er fjallað um það þegar Pentagon-skjölunum var lekið í fjölmiðla árið 1971 og í ljós kom að bandarísk yfirvöld höfðu blekkt al- menning um gang stríðsins í Víet- nam auk þess að viðhafa ýmsar kúnstir til að hafa áhrif á gang mála bak við tjöldin. Maðurinn á bak við lekann heitir Daniel Ellsberg. Hann vann í bandaríska stjórnkerfinu og blöskraði tvískinnungurinn. Ells- berg burðaðist með skjalabunkana, þúsundir síðna, fram hjá öryggis- vörðum. Nú kemst slíkt efni fyrir á litlum minnislykli. x x x Ellsberg var sóttur til saka fyrir aðleka ríkisleyndarmálum og átti yfir höfði sér rúmlega 150 ára fang- elsi. Ellsberg var ekki vinsæll í Hvíta húsinu. Var brotist inn á skrif- stofu sálfræðings hans í leit að upp- lýsingum, sem kynni að vera hægt að nota gegn honum. Á upptökum úr skrifstofu Richards Nixons er sam- tal forsetans og Henrys Kissingers þar sem sá síðarnefndi segir að kannski sé rétt að draga réttar- höldin yfir Ellsberg á langinn þar til sigur hafi unnist í Víetnam því þá verði öllum „slétt sama um stríðs- glæpi“. Síðan kallar hann Ellsberg „fyrirlitlegan drullusokk“. Svo fór að dómarinn vísaði málinu frá. x x x Í kvikmyndinni er fjallað um þáttThe Washington Post í birtingu Pentagon-skjalanna. The New York Times reið hins vegar á vaðið eins og fram kemur í myndinni og hlaut blaðið Pulitzer-verðlaunin árið eftir. x x x Þótt birting Pentagon-skjalannahafi haft áhrif á viðhorf almenn- ings til stríðsins í Víetnam og verið Nixon til mikillar armæðu kom hún ekki í veg fyrir að hann ynni stór- sigur í forsetakosningunum 1972. Nixon fékk 60,7% atkvæða, sigraði í 49 ríkjum og fékk næstum 18 millj- ónum fleiri atkvæði en andstæð- ingur hans, George McGovern. Tæp- um tveimur árum eftir kosninga- sigurinn sagði Nixon af sér vegna Watergate-málsins. vikverji@mbl.is Víkverji Munnur minn er fullur lofgjörðar um þig, af lofsöng um dýrð þína allan dag- inn. (Sálm: 71:8) Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is GÓÐ HEYRN GLÆÐIR SAMSKIPTI! Með þeim heyrist talmál sérstaklega vel vegna þess að þau þekkja tal betur en önnur tæki. Tæknin sem þekkir tal Nýju ReSound LiNX 3D eru framúrskarandi heyrnartæki ReSound LiNX3

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.