Morgunblaðið - 24.01.2018, Síða 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2018
Nýjar vinnureglur hafa tekið gildi
hjá PricewaterhouseCoopers
(PwC) í tengslum við afhendingu
Óskarsverðlaunanna til að tryggja
að mistökin frá síðasta ári endur-
taki sig ekki. Þá fengu Warren
Beatty og Faye Dunaway rangt um-
slag í hendur með þeim afleiðingum
að tilkynnt var að La La Land hefði
sigrað sem mynd ársins í stað
Moonligt.
Nýju vinnureglurnar fela í sér að
farið verður rækilega yfir það
hvort kynnar séu með rétt umslag í
höndum áður en þeir stíga á svið.
Starfsmönnum PwC, Brian Cull-
inan og Martha Ruiz sem báru
ábyrgð á mistökum síðasta árs, hef-
ur verið skipt út fyrir Kimberly
Bourdon og Rick Rosas, sem árum
saman sá um umslögin. Þriðji
starfsmaður fyrirtækisins mun
leggja allan vinningslistann á minn-
ið og verður við hlið útsendingar-
stjóra svo hægt sé að grípa strax
inn í. Allir þrír starfsmennirnir
munu taka þátt í æfingum fyrir af-
hendinguna og æfa hvernig brugð-
ist verði við hvers kyns mistökum.
Vegamesta breytingin á vinnu-
reglum felst þó í því að starfsmenn-
irnir þrír mega ekki nota farsíma
sína eða vera á samfélagsmiðlum
meðan á útsendingunni stendur.
Samkvæmt heimildum var Cullinan
að tísta rétt áður en hann rétti
Beatty ranga umslagið.
Vinnureglum breytt til að hindra mistök
AFP
Uppnám Mistök síðasta árs þóttu pínleg.
Kvikmyndin The Shape of Water í
leikstjórn Guillermo del Toro hlýtur
flestar tilnefningar til Óskarsverð-
launanna í ár. Þetta var upplýst í
gær. Myndin hlýtur samtals 13 til-
nefningar, m.a. sem mynd ársins,
fyrir leikstjórn og handrit. Verð-
launin verða afhent við hátíðlega at-
höfn vestanhafs 4. mars.
Myndin Dunkirk hlýtur næst-
flestar tilnefningar, eða átta talsins,
m.a. sem mynd ársins, fyrir kvik-
myndatökuna, klippingu og hljóðið.
Fast á hæla Dunkirk kemur Three
Billboards Outside Ebbing, Missouri
með sjö tilnefningar, m.a. sem mynd
ársins og fyrir frumsamið handrit,
auk þess sem þrír leikarar myndar-
innar eru tilnefndir.
Alls keppa níu myndir um titilinn
besta myndin. Þetta eru Call Me By
Your Name, Darkest Hour, Dun-
kirk, Get Out, Lady Bird, Phantom
Thread, The Post, The Shape of Wa-
ter og Three Billboards Outside
Ebbing, Missouri.
Tilnefndir fyrir leikstjórn eru
Christopher Nolan fyrir Dunkirk,
Jordan Peele fyrir Get Out, Greta
Gerwig fyrir Lady Bird, Paul Thom-
as Anderson fyrir Phantom Thread
og Guillermo del Toro fyrir The
Shape of Water.
Leikkonurnar sem tilnefndar eru
fyrir leik í aðalhlutverki eru Sally
Hawkins í The Shape of Water,
Frances McDormand í Three Bill-
boards Outside Ebbing, Missouri,
Margot Robbie í I, Tonya, Saoirse
Ronan í Lady Bird og Meryl Streep í
The Post.
Leikaranir sem tilnefndir eru fyr-
ir leik í aðalhlutverki eru Timothee
Chalamet í Call Me By Your Name,
Daniel Day-Lewis í Phantom
Thread, Daniel Kaluuya í Get Out,
Gary Oldman í Darkest Hour og
Denzel Washington í Roman J. Isra-
el, Esq.
Leikkonurnar sem tilnefndar eru
fyrir leik í aukahlutverki eru Mary J
Blige í Mudbound, Allison Janney í
I, Tonya, Lesley Manville í Phantom
Thread, Laurie Metcalf í Lady Bird
og Octavia Spencer í The Shape of
Water.
Leikararnir sem tilnefndir eru
fyrir leik í aukahlutverki eru Willem
Dafoe í The Florida Project, Woody
Harrelson í Three Billboards Out-
side Ebbing, Missouri, Richard
Jenkins í The Shape of Water, Chri-
stopher Plummer í All the Money in
the World og Sam Rockwell í Three
Billboards Outside Ebbing, Mis-
souri.
Fyrir frumsamið handrit eru til-
nefnd Emily V. Gordon og Kumail
Nanjiani fyrir The Big Sick, Jordan
Peele fyrir Get Out, Greta Gerwig
fyrir Lady Bird, Guillermo del Toro
og Vanessa Taylor fyrir The Shape
of Water og Martin McDonagh fyrir
Three Billboards Outside Ebbing,
Missouri.
Teiknimyndirnar sem tilnefndar
eru þetta árið eru Boss Baby, The
Breadwinner, Coco, Ferdinand og
Loving Vincent.
Spennan um
Óskarinn eykst
Frances
McDormand
The Shape of Water með 13 tilnefningar
Guillermo
del Toro
Gary
Oldman
Ástarsaga Sally Hawkins með sæskrímslinu í The Shape of Water.
Greta
Gerwig
Undir trénu 12
Atli flytur inn á foreldra sína
sem eiga í deilu við fólkið í
næsta húsi. Stórt og fagurt
tré sem stendur í garði for-
eldranna skyggir á garð ná-
grannanna, sem eru þreyttir
á að fá ekki sól á pallinn.
Morgunblaðið bbbbn
IMDb 7,2/10
Bíó Paradís 22.00, 22.15
On Body and Soul 12
Óvenjuleg ástarsaga sem
gerist í hversdagsleikanum,
sem hverfist um markaleysið
á milli svefns og vöku, huga
og líkama.
Metacritic 71/100
IMDb 7,9/10
Bíó Paradís 17.30, 20.00,
22.30
Gotowi na wszystko.
Eksterminator
Myndin fjallar um fimm vini
sem ákveða að hrista upp í
pólsku þungarokkssenunni.
IMDb 6,1/10
Bíó Paradís 20.00
Eldfim ást 16
IMDb 6,6/10
Bíó Paradís 17.30, 22.30
I, Tonya 12
Metacritic 73/100
IMDb 7,6/10
Bíó Paradís 20.00
12 Strong 16
Myndin segir frá fyrstu sér-
sveitinni sem er send til Afg-
anistan til að berjast við Ta-
líbana eftir hryðjuverkin 11.
september 2001.
Metacritic 58/100
IMDb 7,0/10
Laugarásbíó 19.50, 22.30
Sambíóin Akureyri 20.00,
22.30
Sambíóin Keflavík 22.30
Smárabíó 19.40, 22.00,
22.30
Jumanji: Welcome to
the Jungle 12
Fjögur ungmenni finna gaml-
an tölvuleik en komast fljótt
að því að þetta er enginn
venjulegur leikur.
Metacritic 58/100
IMDb 7,0/10
Laugarásbíó 17.30
Smárabíó 16.50, 19.20,
19.40, 22.20
Háskólabíó 21.00
Svanurinn 12
IMDb 7,0/10
Háskólabíó 18.10, 20.50
Borgarbíó Akureyri 18.00
Father Figures 12
Metacritic 23/100
IMDb 5,0/10
Sambíóin Álfabakka 20.00,
22.30
Sambíóin Egilshöll 17.40
Wonder
Metacritic 66/100
IMDb 8,1/10
Sambíóin Álfabakka 17.40,
20.00
Three Billboards
Outside Ebbing,
Missouri 16
Mildred Hayes, fráskilin
móðir hefur ekki enn jafnað
sig á hrottalegu morði sex-
tán ára dóttur sinnar.
Metacritic 88/100
IMDb 8,4/10
Sambíóin Keflavík 20.00
Smárabíó 16.40, 22.30
Háskólabíó 18.00, 20.50
Downsizing 12
Metacritic 63/100
IMDb 5,8/10
Sambíóin Álfabakka 17.40,
20.30, 22.30
Sambíóin Egilshöll 19.40
The Disaster Artist 12
Metacritic 76/100
IMDb 8,2/10
Sambíóin Egilshöll 22.20
Sambíóin Kringlunni
20.00, 22.20
Bíó Paradís 18.00
All the Money in the
World 16
Metacritic 73/100
IMDb 7,2/10
Laugarásbíó 19.50, 22.30
Háskólabíó 18.00
Pitch Perfect 3 12
Metacritic 40/100
IMDb 6,3/10
Smárabíó 15.10, 17.20,
20.00
The Greatest
Showman 12
Metacritic 48/100
IMDb 8,0/10
Sambíóin Egilshöll 20.00,
22.30
Háskólabíó 18.10, 21.10
Ævintýri í
Undirdjúpum IMDb 4,0/10
Sambíóin Álfabakka 17.50
Sambíóin Egilshöll 17.30
Sambíóin Kringlunni 17.20
Sambíóin Akureyri 17.50
Paddington 2 Paddington hefur sest að hjá
Brown fjölskyldunni og er
orðinn visæll meðlimur sam-
félagsins.
Metacritic 89/100
IMDb 8,1/10
Laugarásbíó 17.30
Smárabíó 15.00, 17.20
Ferdinand Ferdinand er risastórt naut
með stórt hjarta. Hann er
tekinn í misgripum fyrir
hættulegt óargadýr, og er
fangaður og fluttur frá heim-
ili og fjölskyldu..
Metacritic 58/100
IMDb 6,8/10
Laugarásbíó 17.30
Smárabíó 15.00, 17.30
Coco Röð atburða, sem tengjast
aldagamalli ráðgátu, fer af
stað. Það leiðir til óvenju-
legra fjölskylduendurfunda.
Metacritic 81/100
IMDb 8,7/10
Sambíóin Kringlunni 17.40
Yfirhylming sem náði yfir setu fjögurra Banda-
ríkjaforseta í embætti, varð til þess að fyrsti
kvenkyns dagblaðaútgefandinn og metn-
aðarfullur ritstjóri, lentu í eldlínunni.
Metacritic 83/100
IMDb 7,5/10
Sambíóin Álfabakka 17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 18.30, 21.00, 22.40
Sambíóin Akureyri 20.00, 22.40
Sambíóin Keflavík 20.00
The Post 12
Star Wars VIII - The Last Jedi 12
Myndin byrjar þar sem sú síðasta endaði. Rey heldur áfram
ferðalagi sínu með Finn, Poe og Luke Skywalker.
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 85/100
IMDb 8,4/10
Sambíóin Álfabakka
17.20, 20.30
Sambíóin Egilshöll 18.00,
21.00
Sambíóin Kringlunni
19.30
Sambíóin Akureyri 17.00
Kvikmyndir
bíóhúsannambl.is/bio
The Commuter 12
Tryggingasölumaðurinn
Michael ferðast daglega
með lest til og frá vinnu.
Dag einn hefur ókunnugur
og dularfullur ein-
staklingur samband við
hann.
Metacritic 68/100
IMDb 5,7/10
Laugarásbíó 20.00, 22.15
Sambíóin Keflavík 22.30
Smárabíó 19.50, 22.20
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna