Morgunblaðið - 24.01.2018, Síða 33

Morgunblaðið - 24.01.2018, Síða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2018 Nýjasta Transformers-myndin, Transformers XVII: The Last Knight, fékk flestar tilnefningar til Razzies-verðlaunanna (Gullna hind- bersins) en það eru háðungarverð- laun sem veitt eru fyrir þær kvik- myndir sem þykja lélegastar. Myndin hlýtur samtals níu tilnefn- ingar og er tilnefnd í öllum verð- launaflokkum nema fyrir verstu frammistöðu leikkonu. Leikarinn Mark Wahlberg er til- nefndur fyrir frammistöðu sína í myndinni og keppir þar við Tom Cruise í The Mummy, Johnny Depp í Pirates of The Caribbean XIII: Dead Men Tell No Tales, Jamie Dornan í Fifty Shades Darker og Zac Efron í Baywatch. Leikstjórinn Michael Bay er til- nefndur fyrir Transformers og keppir við Darren Aronofsky fyrir Mother!, James Foley fyrir Fifty Shades Darker, Alex Kurtzman fyr- ir The Mummy og Anthony Leonidis fyrir The Emoji Movie. Um titilinn versta mynd ársins keppa auk Transformers myndirnar Baywatch, Fifty Shades Darker, The Mummy og The Emoji Movie. Verstu frammistöðu í aðal- hlutverki þótti sýna þær Katherine Heigl í Unforgettable, Dakota John- son í Fifty Shades Darker, Jennifer Lawrence í Mother!, Tyler Perry í BOO! 2: A Medea Halloween og Emma Watson í The Circle. Verðlaunin verða afhent 3. mars, degi áður en sjálfur Óskarinn er veittur. Ofmetinn? Mark Wahlberg í hlutverki sínu í Transformers-mynd. Tilnefnt til skammar- verðlauna vestanhafs Bandaríski tónlistarmaðurinn Neil Diamond hefur tilkynnt að hann muni ekki fara í frekari tónleika- ferðir þar sem hann hafi greinst með Parkinsons-sjúkdóminn. Diamond á afmæli í dag, verður 77 ára og hefur hann aflýst tónleika- ferð um Ástralíu og Nýja-Sjáland í mars á þessu ári, skv. ráðlegg- ingum lækna. Diamond hefur nú lokið um helmingi þeirra tónleika sem halda átti í tilefni af 50 ára ferilsafmæli hans og í tilkynningu segir hann að erfitt hafi verið að taka þá ákvörð- un að hætta tónleikahaldi. „Það hefur verið mér mikill heiður að halda tónleika fyrir almenning síð- astliðin 50 ár,“ segir Diamond í til- kynningunni og biður þá innilega afsökunar sem keypt hafa miða á tónleika hans sem nú hefur verið aflýst. Á vef BBC er greint frá því að Diamond hafi selt yfir 130 milljónir platna á heimsvísu og mun hann hljóta heiðursverðlaun fyrir ævi- starfið á Grammy-verðlaunahátíð- inni á sunnudaginn. Vinir og aðdáendur hafa sent Diamond baráttukveðjur á sam- félagsmiðlum, m.a. söngvararnir Barry Manilow og Nancy Sinatra. Diamond með Parkinsons-sjúkdóminn AFP 77 ára Diamond hefur aflýst öllum tónleikum vegna veikinda sinna. Kvikmyndin The Nile Hilton Inci- dent var sigursælust þegar verðlaun sænsku kvikmyndaakademíunnar, Guldbaggen eða Gullbjallan, voru afhent sl. mánudagskvöld. Myndin hlaut samtals fimm verðlaun, sem besta myndin, fyrir bestu leikmynd, búninga og hljóð auk þess sem Fares Fares var verðlaunaður sem besti leikari í aðalhlutverki. Næstflest verðlaun, eða samtals fern, hlaut Sameblod, en myndin var sem kunnugt er tilnefnd til Kvik- myndaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir hönd Svía. Leikstjórinn Amanda Kernell var verðlaunuð fyr- ir handrit sitt og Lene Cecilia Sparrok þótti besta leikkonan í aðal- hlutverki, en myndin var einnig verðlaunuð fyrir klippinguna. Myndirnar The Square og Borg hlutu tvenn verðlaun hvor. Ruben Östlund var verðlaunaður fyrir leik- stjórn á The Square auk þess sem myndin þótti sú best kvikmyndaða. Stellan Skarsgård þótti besti leik- arinn í aukahlutverki í Borg auk þess sem myndin þótti bjóða upp á bestu sjónrænu brellurnar. Sem kunnugt er fer Sverrir Guðnason með hlutverk Björns Borg í mynd- inni. Óhætt er að segja að sænskar leikkonur hafi stolið senunni á verð- launakvöldinu með óvæntum gjörn- ingi. Margar þeirra mættu svart- klæddar líkt og starfssystur þeirra þegar Golden Globe-verðlaunin voru afhent í fyrr í mánuðinum. Svarti lit- urinn fól í sér mótmæli gegn þeirri kynferðislegu áreitni og ofbeldi sem konur verða fyrir í kvikmynda- bransanum, en alls hafa rúmlega 800 sænskar leikkonur mótmælt of- beldinu undir merkjum #tystnad- tagning sem er sænska útgáfan af #metoo. Svartkæddu sænsku leik- konurnar gengu í upphafi kvölds hönd í hönd eftir rauða dreglinum undir kröftugum trommuslætti. Í miðri verðlaunadagskrá á mánudag, sem sýnd var í beinni útsendingu á SVT, risu um fimmtíu þeirra úr sæt- um sínum og fóru upp á svið. Þar ávörpuðu Mia Skäringer, Angelika Prick og Ingela Olsson gesti og gerðu #metoo-byltinguna að um- talsefni. „Í dag líkist það vísinda- skáldskap að hugsa sér að konur njóti réttinda til jafns við karla, fái jafnlangan tíma til að tjá sig jafnt á vinnufundum sem og á hvíta tjald- inu. Sú hugmynd að konur geti ferðast öruggar er enn fjarlægur draumur. Er þetta framtíðin? Er það svona sem við viljum hafa hlut- ina? Við viljum gjarnan taka næsta skref. En sumum finnst við nú þeg- ar hafa gengið of langt,“ sagði Mia Skäringer. „Tökum næsta skref saman inn í framtíðina. Kæri bróðir, kæra syst- ir, við veljum ekki eigin húðlit og við veljum heldur ekki eigið kyn,“ sagði Angelika Prick. „Hættum að flissa að óviðeigandi bröndurum – við þurfum að rjúfa þögnina þannig að heimurinn allur skilji að ekki verður lengur þagað yfir afleiðingum kynferðislegrar áreitni,“ sagði Ingela Olsson. „Núna tökum við þetta skref sam- an, fyrir þau sem á undan hafa gengið og þau sem eftir koma, fyrir systur okkar og bræður,“ sagði Mia Skäringer að lokum og hlaut hópur- inn ákaft lófatak frá gestum verð- launaafhendingarinnar sem risu öll úr sætum. silja@mbl.is Ljósmynd/Skjáskot af vef SVT Svart Um fimmtíu svartklæddar leikkonur tóku þátt í gjörningi við afhendinguna og mótmæltu kynbundnu ofbeldi. Gullbjallan afhent Amanda Kernell Ruben Östlund  Sænskar leikkonur vöktu athygli með óvæntri uppákomu Er bíllinn tilbúinn TUDOR TUDOR TUDOR er hannaður til þess að þola það álag sem kaldar nætur skapa. Forðastu óvæntar uppákomur. Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta Veldu öruggt start me ð TUDOR fyrir kuldann í vetur? Miðasala og nánari upplýsingar 5% NÝ VIÐMIÐ Í BÍÓUPPLIFUN Á ÍSLANDI LAUGARÁSBÍÓ KYNNIR DOLBY ATMOS LUXURY · LASER Sýnd kl. 7.50, 10.30 Sýnd kl. 5.30 Sýnd kl. 8, 10.15 Sýnd kl. 7.50, 10.30 Sýnd kl. 5.30 Sýnd kl. 5.30

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.