Morgunblaðið - 24.01.2018, Page 36

Morgunblaðið - 24.01.2018, Page 36
MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 24. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Landsliðskonu í fimleikum … 2. Slysvaldur væntanlega ölvaður 3. Flóðbylgjuviðvörun vegna … 4. Útlit fyrir gamaldags stórhríð »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Utandagskrá tónlistarhátíðar- innar Myrkra músíkdaga hefst í menningarhúsinu Mengi í kvöld kl. 21 með flutningi á Átta oktettum eftir Guðmund Stein Gunnarsson. Guðmundur kemur fram á tónleik- unum með félögum úr Fersteini og Fengjastrúti. Verkin voru samin að mestu í Cork á Írlandi í yfirgefnu bókasafni fransiskanamunka. Þau hafa farið vítt og breitt og verið flutt í ýmsum búningi og þá m.a. af hljómsveitinni Fersteini. Verkin voru upprunalega hugsuð sem heild en hafa ekki verið flutt sem slík og nokkur hafa aldrei verið flutt. Sum voru á plötunni Lárviður með Fersteini sem kom út hjá Trak- tornum í fyrra en sex plötur komu samtals út í fyrra með nýju efni eftir Guðmund Stein og mun hann kynna þær milli verka í kvöld. Átta oktettar í Mengi  Sinfóníuhljómsveitir Norðurlands og Færeyja munu sameina krafta sína á tónleikum sem haldnir verða í Norð- urlandahúsinu í Þórshöfn í Færeyjum 3. febrúar. Söngkonurnar Eivör Páls- dóttir og Valgerður Guðnadóttir og gítarleikarinn Guðmundur Pétursson koma fram með hljómsveitunum og flytja tvö íslensk verk og eitt fær- eyskt og einnig munu koma fram meðlimir Kammerkórs Akureyrar og Kórs Sinfóníuhljómsveitar Færeyja. Á næsta ári er svo stefnt að því að Sinfóníu- hljómsveit Færeyja komi til Íslands og að haldnir verði Fær- eyja-skotnir tón- leikar í Hofi og í Hörpu með sam- einuðum hljóm- sveitunum. Sinfóníuhljómsveitir sameinast í Þórshöfn Á fimmtudag Minnkandi norðanátt og víða léttskýjað sunnan og vestan til, en stöku él á Norður- og Austurlandi. Kólnandi veður. Á föstudag Suðaustan og austan 8-15 m/s og dálítil snjókoma sunnan- og vestanlands í fyrstu, en síðan slydda eða rigning. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 13-23, hvassast um landið norð- an- og vestanvert og undir Vatnajökli. Hiti nálægt frostmarki. VEÐUR Íþróttamaður ársins, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR, mun á morgun hefja leik á nýju keppnistímabili á bandarísku LPGA-móta- röðinni í golfi. Ólafía er mætt til Bahama-eyja þar sem Pure Silk-mótið fer fram næstu dagana. Þar hófst einmitt ferill Ólafíu á mótaröðinni fyrir ári. Und- irbúningur Ólafíu er hins vegar gerólíkur í þetta skipti. » 4 Ólafía er mætt til Bahama-eyja Kringlukastarinn Guðni Valur Guðna- son segir að 2017 hafi verið ömurlegt ár, eftir að hafa gengið allt í haginn 2016, en hann er staðráðinn í að bæta fyrir það með því að komast á Evrópumeistaramótið í Berlín í sum- ar. Hann hefur æft af krafti í Banda- ríkjunum og segir 100 prósent líkur á að hann nái sínu takmarki ef hann helst heill heilsu. »1 Guðni ætlar að bæta fyrir ömurlegt ár 2017 Valur tapaði sínum fyrsta leik á þess- um vetri á Íslandsmóti kvenna í hand- knattleik, Olísdeildinni, þegar Valur sótti Fram heim í Safamýri í gær- kvöldi. Íslandsmeistarar Fram unnu með sex marka mun, 24:18, hleyptu spennu í toppbaráttuna. Stjarnan lagði Fjölni örugglega og Selfoss lyfti sér upp úr botnbaráttunni með sigri á Gróttu á heimavelli. »2 Fyrsta tap Valskvenna á Íslandsmótinu ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Minningartónleikar um Bjarna Ei- ríksson, lögmann, ljósmyndara og trommara, undir yfirskriftinni Ástin og dauðinn verða haldnir í Iðnó nk. föstudagskvöld og hefjast klukkan 21. Félagar Bjarna standa að við- burðinum og rennur allur ágóði til Pieta Ísland, samtaka gegn sjálfs- vígum og sjálfsskaða, í nafni Bjarna. Þórður Bogason lögmaður er helsti hvatamaðurinn að tónleik- unum, en þeir Bjarni kynntust í Menntaskólanum við Sund og voru félagar alla tíð þar til Bjarni lést 12. júní í fyrra. Bjarni var ljósmyndari á Morgunblaðinu um árabil en fór síð- an í lögfræði og starfaði sem lögmað- ur þar til yfir lauk. „2011 stofnuðum við pönkbandið Toivoton Keis, sem þýðir vonlaus ístra og við hefðum kannski átt að stofna það 30 árum áður, og okkur vantaði trommara,“ rifjar Þórður upp. „Ég á trommusett og fékk Bjarna til þess að setjast við það, hann kunni vel við það, ég réð hann og þar við sat.“ Þrjú bönd Mikil gleði var í kringum bandið og því varð það Bjarna mikið áfall, að sögn Þórðar, þegar hann fór í að- gerð á hné og varð að hætta að tromma í kjölfarið. „Hann var á heimavelli í tónlistinni enda mikill músíkant og þetta hafði mikil áhrif á hann,“ segir Þórður. Hann bætir við að með þetta í huga hafi hann viljað halda minningu Bjarna á lofti með tónleikum og styrkja gott málefni í leiðinni í hans nafni. Eðlilega sé mál- ið viðkvæmt og framkvæmdin sé með fullu samþykki aðstandenda Bjarna. „Þetta verður svona vaka í írskum stíl, þar sem við gleðjumst yfir því liðna frekar en að láta sorg- ina ráða.“ Auk síðpönkbandsins Toivoton Keis, sem Þórður, Bjarni, Einar Mäntylä og Ingólfur Björnsson stofnuðu (síðan hafa Ólafur Haralds- son og Björn Hannesson bæst við), stígur sveitin Úrkula á svið. Hún er skipuð bræðrunum Ásgeiri og Viggó Ásgeirssonum, Arnari Þórissyni, Haraldi Þorsteinssyni og Tómasi Bjarnasyni. „Halli og Tommi voru með Skonrokk í gamla daga og bandið hefur verið í samkeppni við okkur,“ segir Þórður. Þriðja bandið verður síðan hljóm- sveitin LHG Rokk & blús. Í henni eru Hermann Sæmundsson, fyrrver- andi liðsmaður TK, Lárus Grímsson, Árni Sigurðsson, Þórólfur Guðna- son, Guðjón Hilmarsson og Ársæll Másson. „Við teljum að við munum frumflytja hérlendis lagið Fire með Arthur Brown,“ segir Hermann um helsta leynivopn sveitarinnar. „Þarna er hver snillingurinn á fætur öðrum,“ bendir Þórður á. Ástin og dauðinn í Iðnó  Minningartón- leikar um Bjarna Eiríksson LHG rokk&blús Sveitin var stofnuð sérstaklega fyrir viðburðinn í Iðnó. Frá vinstri: Árni Sigurðsson, Ársæll Más- son, Lárus Halldór Grímsson, Þórólfur Guðnason, Guðjón Hilmarsson og Hermann Sæmundsson. Stofnfélagar Toivoton Þórður Bogason, gítar, Ingólfur Björnsson, hljóm- borð, Einar Mäntylä, bassi, og Bjarni Eiríksson, trommur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.