Morgunblaðið - 30.01.2018, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 30.01.2018, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2018 PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Ferðamenn geta átt von á því að greiða allt að helmingi meira fyrir innanlandsflug hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum. Þetta er niðurstaða óformlegrar könnunar Morgunblaðsins. Grímur Gíslason, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Air Iceland Connect, lýsti því yfir í Morgun- blaðinu í gær að verð á innanlands- flugi hér á landi væri svipað eða lægra en á ýmsum sambærilegum flugleiðum í nágrannalöndunum. Þessi fullyrðing rímar illa við þær niðurstöður sem fengust á bókunar- síðum flugfélaga í gær. Valin var dagsetning af handahófi, þriðjudagurinn 15. maí næstkom- andi, en í máli sínu vísaði Grímur til þess að gott verð fengist ef bókað væri með ágætis fyrirvara. Valdar voru þrjár flugleiðir, aðra leið, í þremur löndum sem teljast verða nokkuð sambærilegar við Reykja- vík-Akureyri. Þær eru frá höfuð- borgum Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs til stórra borga og flugtím- inn er svipaður, 45-60 mínútur. Þeg- ar valdir eru sambærilegir þjónustu- þættir, það er að geta innritað ferðatösku í flugið, er verðið hæst hér á landi. Er það næstum helmingi hærra en í Svíþjóð eins og sést vel hér til hliðar. Rétt er að geta þess að þennan dag var hægt að kaupa sér ódýrara flug með Air Iceland Con- nect til Akureyrar í hádeginu og síð- degis. Verðin voru 8.125 og 11.760 krónur en þá er bara handfarangur innifalinn, ekki stór ferðataska. „Við höfum lengi sagt að flugverð innanlands á Íslandi sé hindrun fyrir ferðaþjónustuna úti á landi. Kerfið virðist sett þannig upp að flugfélögin þurfa að hafa verðið hátt til að geta rekið flugið. Ríkið þarf að koma að þessu ef það á að vera raunhæfur kostur að fljúga út á land hér,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, fram- kvæmdastjóri Markaðsstofu Norð- urlands. „Þetta er auðvitað stórmál fyrir okkur í ferðaþjónustunni, sérstak- lega nú þegar flug hingað til lands er orðið svo ódýrt. Þá er enginn ferða- maður að fara að kaupa sér innan- landsflug sem er helmingi dýrara en millilandaflugið. Þá stoppa menn bara.“ Flugið allt að helm- ingi dýrara á Íslandi  Samanburður á innanlandsflugi á Norðurlöndunum Innanlandsflug á Norðurlöndum Heimild: Heimasíður flugfélaganna. Verð sótt 29. janúar 2018. 15. MAÍ 2018 15. MAÍ 2018 Kaupmannahöfn – Billund CPH-BLL Verð: 799 kr. danskar 13.436 kr. íslenskar FLUGFÉLAG: SAS SAS INNIFALIÐ: Te og kaffi Taska: 23 kg Flugtími: 50 mín. 13.436 kr. 15. MAÍ 2018 15. MAÍ 2018 Osló – Þrándheimur GEN-TRD Verð: 899 kr. norskar 11.777 kr. íslenskar FLUGFÉLAG: SAS SAS INNIFALIÐ: Te og kaffi Taska: 23 kg Flugtími: 55 mín. 11.777 kr. 15. MAÍ 2018 15. MAÍ 2018 Stokkhólmur – Gautaborg ARN-GSE Verð: 663 kr. sænskar 8.476 kr. íslenskar FLUGFÉLAG: SAS SAS INNIFALIÐ: Te og kaffi Taska: 23 kg Flugtími: 60 mín. 8.476 kr. 15. MAÍ 2018 15. MAÍ 2018 Reykjavík – Akureyri REK-AEY 16.725 kr. AIR ICELAND CONNECT AIRICELAND INNIFALIÐ: Te og kaffi Taska: 20 kg Flugtími: 45 mín. 16.725 kr. Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is Háskólinn í Reykjavík býður nú nemendum sínum upp á sálfræði- þjónustu innan veggja háskólans, en þjónustan er veitt af sálfræðisviði HR í samstarfi við náms- og starfs- ráðgjöf. Í þjónustunni felst sálfræði- viðtal og sex vikna hópmeðferð við þunglyndi og kvíða, fyrir þá nemend- ur sem þess óska. Þessa vikuna stendur HR fyrir Geð- heilbrigðisviku þar sem boðið er upp á fræðslu í hádeginu um ýmis viðfangs- efni, svo sem svefn og samfélagsmiðl- anotkun. Í gær var kynnt rannsókn þeirra Andra Hauksteins Oddssonar og Hall- dóru Bjargar Rafnsdóttur, en niður- stöður hennar sýna að rúmur þriðj- ungur háskólanema á Íslandi mælist með þunglyndi og tæp 20% með ein- kenni kvíða. Andri segir niðurstöðurnar nokkuð sambærilegar við það sem er að gerast erlendis, í samtali við mbl.is. „Þróunin er þó sú að einkennin virðast fara versnandi,“ segir hann. „Það er oft lit- ið á háskólanemendur sem ákveðinn forréttindahóp, en engu að síður þá er þetta mjög krefjandi umhverfi sem nemendur eru í. Kröfurnar eru mikl- ar og það fylgir ýmiskonar álag nám- inu.“ Eykur líkur á brottfalli 3,7% þátttakenda sýndu einkenni al- varlegs þunglyndis, en 5,5% einkenni alvarlegs kvíða. „Sem er töluverður fjöldi,“ segir Andri og segir það áhyggjuefni að þriðjungur háskólanema sýni einkenni andlegra veikinda, þar sem rannsóknir sýni að þunglyndi og kvíði hafi gífurleg áhrif á frammistöðu í námi og auki lík- ur á brottfalli. Það sýni sig m.a. í því að mun færri á framhaldsstigi háskóla- náms sýni þessi einkenni. „Það útskýr- ist fyrst og fremst af því að þeir sem upplifa þetta í grunnnámi, þeir halda síður áfram námi á framhaldsstigi.“ Þingheimur skoðar málin Tillaga til þingsályktunar um sál- fræðiþjónustu í opinberum háskólum liggur nú til umsagnar á Alþingi, en fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, for- maður Viðreisnar. Aðrir flutningsmenn eru frá Vinstri grænum, Pírötum, Sam- fylkingu, Viðreisn og Flokki fólksins. Í tillögunni segir að það sé fagnaðar- efni að efla eigi geðheilbrigðisþjónustu í framhaldsskólum en þörfin sé ekki síð- ur brýn í háskólunum, þar sem stærsti aldurshópur háskólanema, 18-25 ára, sé í hvað mestri hættu hvað geðræn vandamál varðar. Jafnframt kemur fram að í fjölmennasta háskóla lands- ins, Háskóla Íslands, séu nemendurnir 12.428 talsins, en einungis sé hálft stöðugildi innan veggja skólans. Bæta þurfi aðgengi stúdenta að sálfræðiþjón- ustu, þar sem hópurinn sé líklegur til að leita sér ekki hjálpar vegna kostn- aðar. Nemar glíma við andlega kvilla  Rúmur þriðjungur íslenskra háskólanema er með þunglyndiseinkenni og 20% einkenni kvíða  HR býður upp á sálfræðiþjónustu  Þingsályktunartillaga um sálfræðiþjónustu í háskólum er til umsagnar Morgunblaðið/Golli Við nám Um þriðjungur háskólanema á Íslandi mælist með þunglyndi og tæp 20% með einkenni kvíða, samkvæmt nýrri rannsókn sálfræðinga. Geðheilbrigði nema » HR býður nemendum upp á sálfræðiviðtal og hópmeðferð við þunglyndi og kvíða. » Rannsókn tveggja meistara- nema við HR leiddi í ljós að margir nemar glíma við ein- kenni þunglyndis og kvíða. » Stúdentar eru líklegir til að sleppa því að leita sér hjálpar vegna kostnaðar. » Fólk 18-25 ára er í hvað mestri hættu vegna geðrænna vandamála. Karlmaður á fimmtugsaldri hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 19. janúar, grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að maðurinn hefði starfað með börnum og unglingum hjá Reykjavíkurborg og að brotin, sem aðallega snúa að einum ungum dreng, hafi átt sér stað á sex ára tímabili, frá 2004-2010, þegar dreng- urinn var átta til fjórtán ára gamall. Lögregla hefur ekki lýst því yfir að maðurinn starfi með börnum, að sögn Árna Þórs Sigmundssonar, yf- irmanns kynferðisafbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann staðfesti við mbl.is í gærkvöldi að maðurinn hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald á rannsóknar- forsendum og að varðhaldið hefði verið framlengt um eina viku síðast- liðinn föstudag. Brotin sögð gróf „Þetta er nokkuð viðamikil rann- sókn sem við erum að leggja kapp á að ljúka á þeim tíma,“ sagði Árni Þór, en hann gat ekki sagt til um hvort farið yrði fram á áframhald- andi gæsluvarðhald yfir manninum í lok vikunnar. Samkvæmt frétt Stöðvar 2 eru hin meintu brot mannsins sögð hafa ver- ið gróf og á maðurinn meðal annars að hafa nýtt sér svefnlyf við verkn- aðinn. Kæra í málinu barst fyrir fimm mánuðum en annríki og málafjöldi hjá kynferðisafbrotadeild lögreglu var slíkur að ekki var hægt að sinna málinu sem skyldi. erla@mbl.is Morgunblaðið/Golli Lögregla Maðurinn var handtekinn fimm mánuðum eftir að kæra barst. Grunaður um gróf brot gegn börnum  Kynferðisbrot yfir sex ára tímabil

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.