Morgunblaðið - 30.01.2018, Síða 6

Morgunblaðið - 30.01.2018, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2018 Hindberjajógúrt Lífrænar mjólkurvörur • Engin aukaefni • Meira af Omega-3 fitusýrum • Meira er af CLA fitusýrum sem byggja upp vöðva og bein • Ekkert undanrennuduft • Án manngerðra transfitusýra www.biobu.is NÝ AFURÐ FRÁ BIOBÚ! Landspítalinn hefur aldrei tekið á móti fleiri sjúklingum, gert fleiri að- gerðir og veitt flóknari meðferðir en nú. Þetta segir Páll Matthíasson,. forstjóri Landspítalans, í nýlegum pistli á vef spítalans. Tilefni orða hans er að fullyrt hafði verið að vegna fyrirkomulags fjárveitinga til spítalans kysi hann að draga úr starfsemi fremur en auka hana. „Þetta er rangt,“ segir Páll. „Land- spítali hefur í raun aldrei verið öfl- ugri enda starfar hér í framlínu hæf- asta starfsfólkið við flókin störf. Enda þótt bæta megi rekstrarum- hverfi spítalans verður ekki á móti því mælt að Landspítali spilar vel úr því fé sem til hans er veitt og hverri krónu sem til spítalans kemur er vel varið,“ segir hann. Í töflu sem Páll birtir með pistli sínum og sýnir starfsemisaukningu Landspítalans undanfarin tvö ár kemur fram að árið 2015 leituðu um 101 þúsund manns til slysa- og bráðaþjónustu spítalans. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá síðasta ári komu þangað 106.425 manns. Aukn- ingin er 5,3 prósent. Mest er aukn- ingin þó í komu á dagdeildir spítal- ans. Þangað komu árið 2015 226.488 manns, en voru 244.222 í fyrra. Aukningin er rúmlega 25%. Á sama tíma varð einnig mikil fjölgun á skurðaðgerðum. Þær voru 17.712 fyrir tveimur árum, en í fyrra voru þær 21.730. Það er um 23 prósenta aukning. Samkvæmt upplýsingum Hagdeildar Landspítalans fjölgaði greiddum stöðugildum á klínískum sviðum spítalans um 77 á milli ár- anna 2016 og 2017. Þau fóru úr 3.430 upp í 3.507. Gerir það um 2,2% hækkun á tímabilinu. gudmundur@mbl.is Starfsemisaukning á Landspítala 2015-2017 2017 (bráðabirgðatölur) 2016 2015 Breyting milli 2016-2017 Breyting milli 2015-2017 Slysa- og bráðaþjónusta – fjöldi koma 106.425 104.175 101.066 2,2% 5,3% Fjöldi koma á göngudeildir 244.222 241.385 226.488 1,2% 7,8% Fjöldi koma á dagdeildir 94.051 89.028 75.088 5,6% 25,3% Fjöldi lega/innlagna 26.792 26.252 25.227 2,1% 6,2% Skurðaðgerðir 21.730 20.945 17.712 3,7% 22,7% Fæðingar 2.986 2.939 3.037 1,6% -1,7% Rannsóknir á rannsóknarsviði 2.433.997 2.266.755 1.906.030 7,4% 27,7% Heimild: Landspítali Mikil fjölgun sjúklinga og aðgerða á Landspítalanum  „Spítalinn aldrei verið öflugri,“ segir Páll Matthíasson Helgi Bjarnason helgi@mbl.is VesturVerk ehf. sem stendur að undirbúningi virkjunar Hvalár á Vestfjörðum áformar að byggja gestastofu í Ófeigsfirði. Hrepps- nefnd Árneshrepps kemur saman til fundar í dag til að afgreiða breyt- ingar á aðalskipulagi og deiliskipu- lag vegna Hvalárvirkjunar. Einnig verður lokið umfjöllun um tillögu kaupsýslumanns um athugun á kostum þjóð- garðs á svæðinu í stað virkjunar. Eva Sigur- björnsdóttir, odd- viti hreppsnefnd- ar Árneshrepps, segir að breyt- ingar á skipulagi snúi eingöngu að þremur til fjórum atriðum, það er að segja vinnuveg- um, efnistökustöðum og staðsetn- ingu vinnubúða. Þá standi til að taka íbúðir út af skipulaginu. Hreppsnefndin fékk fjölda um- sagna og athugasemda þegar hún kynnti tillögur að aðalskipulagi og deiliskipulagi. Fjallað verður um þær á fundinum og afstaða tekin til þeirra. Til sérstakrar umfjöllunar er er- indi frá Sigurði Gísla Pálmasyni, stjórnarformanni IKEA, um að farið verði í kostagreiningu á stofnun þjóðgarðs við Hvalá og hinkrað með áform um virkjun. Hann lýsir yfir vilja til að ábyrgjast kostnað við þá vinnu. Kynna samfélagsverkefni Vesturverk hefur kynnt hug- myndir að nokkrum samfélagsleg- um verkefnum sem fyrirtækið mun ráðast í, í samvinnu við hrepps- nefnd, verði af virkjun. Fyrirtækið hefur listað upp þessi verkefni í nýju erindi til hrepps- nefndarinnar. Þar er um að ræða tengingu þriggja fasa rafmagns frá Hvalárvirkjun í Norðurfjörð, ljós- leiðara sömu leið, hitaveitu frá Krossnesi í Norðurfjörð, lagfæring- ar á bryggjusvæði í Norðurfirði, endurnýjun klæðningar á skólahús- inu í Trékyllisvík, uppsetningu án- ingarstaða fyrir ferðafólk og gesta- stofu við Hvalá. Landvernd gagnrýndi í athuga- semdum sínum klæðningu skóla- hússins og taldi að með því væri fyr- irtækið að bera fé á hreppsnefndina við umfjöllun um virkjun. Í gestastofunni er meðal annars gert ráð fyrir sýningar- og veitinga- sal, eldhúsi, fundarsal og átta gisti- herbergjum. Einnig verður tjald- stæði við bygginguna. Gestastofan mun samkvæmt upp- lýsingum VesturVerks nýtast starfsmönnum fyrirtækisins á með- an á byggingu virkjunarinnar stend- ur. Eftir það mun hún sameina að- stöðu fyrir starfsmenn við viðhaldsvinnu og aðstöðu fyrir gesti og gangandi. Tilgangur gestastofunnar er að veita upplýsingar um Hvalárvirkjun og almennt um endurnýjanlega orkunýtingu auk miðlunar upplýs- inga um Árneshrepp og ferðaþjón- ustu. Fram kemur í erindi Vestur- Verks að áformað er að bjóða rekstur gestastofunnar út, helst til áhugasamra heimamanna. Eva oddviti segir að hugmynd að gestastofu sé ný af nálinni og segir að sér lítist vel á hana. Málið sé hinsvegar órætt í hreppsnefnd. Hún segir að stutt sé til kosninga og telur líklegt að beðið verði með umfjöllun um samfélagsverkefnin þar til eftir kosningar. „Víða þar sem stór áform eru í gangi hefur verið farið í samfélags- leg verkefni. Því skyldi það ekki gerast hér?“ segir Eva Sigurbjörns- dóttir þegar hún er spurð að því hvort eðlilegt sé að fyrirtækið ráðist í þessi verkefni. Reisa gestastofu við Hvalá  Hreppsnefnd Árneshrepps afgreiðir tillögur að skipulagi Hvalárvirkjunar  Reiknað með að umfjöllun um samfélagsverkefni bíði nýrrar hreppsnefndar Eva Sigurbjörnsdóttir Morgunblaðið/RAX Hvalárfoss Virkjun Hvalár í Ófeigsfirði er umdeild framkvæmd. Skipulagsmál svæðisins ættu að skýrast í dag. Vegagerðin hafnaði því að opna veginn norður í Árneshrepp, að sögn Evu Sigurbjörnsdóttur oddvita, en þess var óskað til að auðvelda fólki að komast á fund hreppsnefndar. Sjálf þarf Eva að fara á vélsleða úr Djúpavík um ófærur og fjöll, norður í Norður- fjörð þar sem fundurinn verður haldinn í dag, á skrifstofu hreppsins. Eva segir að ráð- gjafar hreppsnefndarinnar í skipulagsmálum komi með flugi. Vegurinn ekki opnaður MIKILVÆGUR FUNDUR Skipulagðri leit að Ríkharði Pét- urssyni á Selfossi sem saknað hefur verið frá því á þriðjudag í sl. viku hefur verið hætt. Þaulleitað var innanbæjar á Selfossi og í næsta ná- grenni um helgina og nú bendir flest til þess að Ríkharður hafi farið í Ölfusá, enda fundu leitarhundar slóð hans liggja að bökkum árinnar. Leit þar er erfið þessa dagana, enda eru bakkar hennar ísilagðir og klakahröngl í árstraumnum eins og oft er á þessum tíma árs. Engar vísbendingar eru, að sögn lögreglu, um refsiverða háttsemi tengda hvarfi Ríkharðs sem var fæddur árið 1969 og var búsettur á Selfossi. sbs@mbl.is Skipulagðri leit að Ríkharði er hætt Til skoðunar er hjá Lyfjastofnun hvernig mögulegt sé að takmarka aðgengi að ópíóíðum, samkvæmt skriflegu svari heilbrigðisráðuneyt- isins við fyrirspurn mbl.is. Tilefni fyrirspurnarinnar voru ummæli Ólafs B. Einarssonar, sér- fræðings í lyfjateymi embættis land- læknis um að meginvandi vegna ávanabindandi lyfja á Íslandi yrði ekki leystur nema settar yrðu meiri skorður við aðgengi einstaklinga að ávísunum og önnur úrræði efld. Í svari heilbrigðisráðuneytisins kemur fram að í apríl muni taka gildi reglugerð um afgreiðslu og afhend- ingu lyfja, sem þrengi að ávísunum ópíóíða. Þá hefur verið stofnaður starfshópur innan ráðuneytisins sem hefur það hlutverkt að móta tillögur um hvernig megi draga úr mis- og ofnotkun geð- og verkjalyfja. Tæplega þriðjungur þjóðarinnar fær ávísuð ávanabindandi lyf á hverju ári frá rúmlega tvö þúsund læknum. Flestir fá aðeins lítilræði af lyfjum en þeir sem fá óhóflega ávís- að af ópíóíðum skipta þó hundr- uðum. Fram hefur komið í máli Ólafs B. Einarssonar að sá hópur lækna sem ávísi óhóflega af ávanabindandi lyfj- um til sjúklinga sinna sé lítill. AFP Lyf Unnið er að leiðum til að minnka misnotkun löglegra lyfja. Þörf á að takmarka aðgengi  Lyfjastofnun skoð- ar ópíóíðaneyslu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.