Morgunblaðið - 30.01.2018, Page 9

Morgunblaðið - 30.01.2018, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2018 Skál fyrır hollustu Z-brautir & gluggatjöld Mælum, sérsmíðum og setjum upp Úrval - gæði - þjónusta Efni frá 500 kr. Tilbúnir kappar frá 500 kr. 20-40% afsláttur Púðar, tilbúin gluggatjöld, dúkar og margt fleira ÚTSALAN er hafin Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Aðeins eitt íslenskt loðnuskip var á miðunum í gær, en verið var að frysta loðnu um borð í Vilhelm Þorsteins- syni EA norðaustur af Norðfirði. Önnur uppsjávarskip voru í landi og er beðið frétta af leiðangri Hafrann- sóknastofnunar, en sum þeirra eru langt komin með sinn hlut af upphafs- kvótanum. Þær upplýsingar fengust frá stofnuninni að leiðangrinum lyki væntanlega á morgun eða fimmtudag og að kapp yrði lagt á að hraða sam- einingu gagna og úrvinnslu. Sjö norsk loðnuskip höfðu um miðj- an dag í gær tilkynnt Landhelgis- gæslunni að þau væru á leið til loðnu- veiða í íslenskri lögsögu og einhver þeirra voru byrjuð veiðar norður af landinu. Þá bárust fréttir af því frá Færeyjum að Norðborg héldi á Ís- landsmið um miðjan dag í gær í kjöl- far samnings Íslands og Færeyja um gagnkvæmar veiðar. Verið var að gera Høgaberg tilbúið til veiða og lík- legt er að færeysku uppsjávarskipin haldi hvert af öðru til veiða við Ísland. „Held að fáir skilji“ Guðmundur Jónsson, skipstjóri á Vilhelm Þorsteissyni EA, sagði það sérkennilegt að vera einskipa á loðnu- miðunum í góðu veðri á þessum árs- tíma, en Aðalsteinn Jónsson SU hélt til löndunar á Eskifirði í gærmorgun. Hann sagðist reikna með að bætt yrði í kvótann og ganrýndi aflaregluna sem samþykkt var vorið 2015. „Ef gamla reglan hefði verið notuð væri löngu kominn meiri kvóti. Miðað við að þeir mældu hátt í milljón tonn af kynþroska loðnu í haust hefði kvót- inn verið 4-500 þúsund tonn og skipin væru að veiða. Ég er ekki ánægður með nýju regluna, sem er flókin og ég held að fáir skilji,“ sagði Guðmundur. Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Vilhelm Þorsteinsson Lítið er að gerast í veiðum og frétta beðið frá Hafró. Eitt íslenskt loðnu- skip og sjö norsk  Fyrstu færeysku skipin að leggja af stað  Loðnumælingum lýkur um miðja vikuna Skúli Halldórsson sh@mbl.is „Þetta eru góð tíðindi fyrir báðar þær þjóðir sem hér eiga í hlut,“ segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarút- vegs- og landbún- aðarráðherra, en samningar náðust í gær í deilu Fær- eyinga og Íslend- inga um fiskveiði- heimildir í lögsögum land- anna. Hann segir menn hafa reynt að leita skynsam- legrar lausnar og að það hafi gengið upp. „Eðlilega er ágætt að geta eytt þeirri óvissu sem ríkt hefur hjá sjó- mönnum og fiskverkafólki, í báðum löndum.“ Í samkomulaginu felst meðal ann- ars að þjóðirnar hafa gagnkvæman aðgang til veiða á kolmunna og norsk-íslenskri síld með sama hætti og á liðnu ári, með þeirri breytingu að hámarksfjöldi íslenskra skipa sem geta verið á kolmunnaveiðum í einu í færeyskri lögsögu fer úr 12 í 15. Samningarnir tókust um hádegi í gær, en í þeim er einnig kveðið á um að Færeyingar geti veitt loðnu við Ísland sem nemur 5% af ákvörðuð- um heildarafla í loðnu á vertíðinni, en að hámarki 25.000 tonn í stað 30.000 tonna sem var áður. Áfram munu gilda takmarkanir á heimildum Færeyinga til að verka loðnu um borð eða landa í Færeyjum til manneldis, en þó er fyrirkomulag- ið rýmkað á þann veg að viðmiðun takmörkunar til manneldisvinnslu verður 17. febrúar í stað 15. febrúar. Eftir þann dag verða færeysk skip því að landa a.m.k. 2/3 af afla sínum í íslenskum höfnum. Ráðherrann segir að nú búi stjórnvöld sig undir viðræður um næstu skref, en stefnt er að því að hefja vinnu við gerð sameiginlegs rammasamnings um fiskveiðimál og ljúka þeirri vinnu fyrir 1. september. Heimildir Færeyinga til veiða á botnfiski verða samkvæmt sam- komulaginu þær sömu í ár og þær voru á síðasta ári, eða 5.600 tonn, en hámark fyrir þorskveiði er áfram 2.400 tonn og 650 tonn fyrir keilu innan þessa heildarmagns. Ísland mun þá áfram hafa heimild til að veiða 1.300 tonn af makríl, sem eru aflaheimildir frá Færeyjum í færeyskri lögsögu, en Ísland afsalar sér heimildum til veiða á 2.000 tonn- um af Hjaltlandssíld sem lengi hafði verið í samningi þjóðanna, án þess að Ísland hafi nýtt sér þær heimildir um árabil. Ágætt að geta eytt óvissunni í sjávarútvegi  Samningar náðust við Færeyinga Kristján Þór Júlíusson „Það er ánægjulegt að samningar ríkjanna tveggja séu í höfn, þar sem hagsmunir beggja ríkja eru miklir,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrir- tækja í sjávarútvegi um þetta mál. „Óvissan um áframhaldandi gott samstarf ríkjanna tveggja á grund- velli samningsins var síst heppileg, enda bæði loðnu- og kolmunnavertíð handan við hornið, ef svo má segja. Við höfum borið fullt traust til ís- lenskra stjórnvalda í þessu máli. Við bindum jafnframt vonir við að áfram- haldandi viðræður um rammasamn- ing til lengri tíma á milli ríkjanna tveggja muni ganga vel, þannig að eyða megi árlegri óvissu um þær veiðar sem samningurinn lýtur að.“ Gunnþór Ingason, framkvæmda- stjóri Síldarvinnslunnar í Neskaup- stað, segist almennt sáttur við samn- inginn, sem sé um margt líkur hinum fyrri. Margt sé þó til bóta, svo sem aukið svigrúm Íslendinga til kol- munnaveiða. sbs@mbl.is Miklir hagsmunir beggja ríkja  Færeyjasamningi fagnað  Meira svigrúm í kolmunna Morgunblaðið/Sigurður Bogi Færeyjar Í hinum mikla útgerð- arbæ Klakksvík, sem er á Borðey.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.