Morgunblaðið - 30.01.2018, Page 11

Morgunblaðið - 30.01.2018, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2018 Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Hægt er nota efni sem að uppi- stöðu er safi úr sykurrófum til að verjast og eyða hálku á götum og gangstígum. Það er mun um- hverfisvænni aðferð en notkun salts. Þetta segir Símon Sím- onarson hjá Hellubjörgum, en hann hefur í um tvo áratugi starf- að við hálkuvarnir og snjómokst- ur í Reykjavík. Fyrirtæki hans hefur fengið umboð fyrir vörur frá Ecosolutions í Kanada sem m.a. hefur notað sykurrófusafa blandaðan í saltpækil til hálku- varna með góðum árangri. Stend- ur til að prófa aðferðina hér á næstunni og kynna hana sveitar- félögum, stofnunum og fyrir- tækjum sem árlega leggja í mik- inn kostnað við saltburð til að eyða hálku á götum, bílastæðum og gangstéttum. Símon vekur athygli á grein í nýjasta tölublaði Bændablaðsins þar sem fram kemur að rann- sóknir í Bandaríkjunum sýna að notkun á salti til hálkuvarna er farin að valda alvarlegri mengun í ferskvatnsám, stöðuvötnum og grunnvatnslindum. „Ég hef lengi velt því fyrir hvort ekki sé hægt að nota umhverfisvænni efni en salt til hálkuvarna,“ segir hann. Það verði mjög spennandi að prófa sykurrófusafann hér á landi en hann hafi gefist vel í Banda- ríkjunum og Kanada. Símon segir að efniskostnaður- inn sem slíkur sé meiri þegar syk- urrófusafi er notaður en við salt- notkun. En tvær hliðar séu á því. Sykurrófusafinn sé ekki aðeins umhverfisvænni heldur líka end- ingarbetri en saltið og nýtist að auki við mun lægra hitastig, þ.e. meira frost, þegar salt er hætt að virka. Um fimmtungur af saltinu fjúki að auki burt þegar verið er að bera það á, en sykurrófusafinn er svo klístraður að hann fer ekki til spillis á sama hátt. Í reynd þýði þetta að hagkvæmara sé að nota nýju aðferðina við hálkuvarnir en að halda saltaustrinum áfram. „Ég tel að með þessari aðferð sé hægt að draga úr saltnotkun til hálkuvarna um allt að 30%,“ segir Símon. Sykur verið unninn úr sykur- rófum í nær þrjár aldir. Hann er að finna í rót jurtarinnar. Á Vís- indavefnum segir að framleiðslan fari þannig fram að sykurrófur séu skornar niður og látnar í heitt vatnsbað. Safinn úr þeim er síðan látinn kristallast við uppgufun svo að úr verður hrásykur. Símon segir að hratið eða saf- inn sem eftir verður við fram- leiðsluna hafi hingað til ekki ver- ið nýttur heldur fargað. Það sé því þjóðráð að nota hann við hálkuvarnir. Vill eyða hálk- unni með safa úr sykurrófum  Salt til hálkuvarna er farið að valda alvarlegri mengun í ferskvatni Ljósmynd/City of Calgary. Hálkuvörn Borgaryfirvöld í Calgary í Kanada eru meðal fjölmargra vest- anhafs sem notað hafa sykurrófusafann í hálkuvarnir með góðum árangri. Almenningssalernin í skiptistöð Strætó í Mjódd í Breiðholti verða opnuð að nýju um miðjan næsta mánuð en þau hafa verið lokuð árum saman. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í borgarráði hafa ítrekað lagt fram til- lögur um úrbætur á skiptistöðinni í Mjódd í því skyni að bæta þjónustu við strætisvagnafarþega, nú síðast á fundi ráðsins í síðustu viku. Á fundinum var lögð fram umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar borgarinnar um málið. Þar kemur fram að borgarfulltrúar hafi óskað eftir að komið yrði til móts við þá sem hafa ekki greiðslukort, t.d. börn og unglinga og setja upp búnað sem tæki bæði greiðslukort og peninga. Þetta sé flóknari búnaður og kalli á meiri þjónustu. Ákveðið hafi verið að setja upp slíkan búnað og farið var í að panta hann strax. Til viðbótar þessu kom í ljós að fara varð í meiri endurbætur á hús- næðinu en upphaflega var gert ráð fyrir og þá sérstaklega til að auka aðgengi fatlaðra. Þörf var á því að endurbæta rafkerfi, rafbúnað og ljós og skipta út hluta salernistækja. Þessi atriði hafi tafið opnun. Fulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins þökkuðu svörin í bókun og minntu um á leið á aðrar tillögur um umbætur á skipti- stöðinni í Mjódd í því skyni að bæta þjónustu á þessari fjölförnustu um- ferðarmiðstöð landsins. Fjölga þurfi sætum í biðsal og lagfæra þau sem fyrir eru. Þá er lagt til að skiptistöð- in verði opin á kvöldin. „Er núver- andi ástand óviðunandi þar sem bið- salurinn er lokaður á kvöldin og farþegar þurfa þá að bíða utandyra í kulda og trekki,“ segir í bókuninni. sisi@mbl.is Salerni í Mjódd opnuð á ný Morgunblaðið/Eggert Skiptistöð í Mjódd „Farþegar þurfa þá að bíða utandyra í kulda og trekki.“  Leggja til að skiptistöð Strætó verði opin á kvöldin Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Láttu drauminn rætast. Ný verk eftir Ole Ahlberg Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga kl. 10–18, laugard. kl. 11–16 Vefuppboð Bragi Ásgeirsson – lýkur 2. febrúar Þrívíð verk – lýkur 7. febrúar Bókauppoð – lýkur 11. febrúar Atvinna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.