Morgunblaðið - 30.01.2018, Page 12

Morgunblaðið - 30.01.2018, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2018 Markmið okkar er að spara viðskiptavinum tíma, fyrirhöfn og fjármuni. VANTAR ÞIG STARFSFÓLK Handafl er traust og fagleg starfsmannaveita með margra ára reynslu á markaði þar sem við þjónustum stór og smá fyrirtæki. Við útvegum hæfa starfskrafta í flestar greinar atvinnulífsins Suðurlandsbraut 6, Rvk. | SÍMI 419 9000 info@handafl.is | handafl.is Fjölskyldan F.v. Aron, Gunna Stella með Lúkas Lár í fangi, Lýdía Líf og fremst eru Pétur Berg og Hinrik Jarl. Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is H jónin Gunnhildur Stella Pálmarsdóttir og Aron Hinriksson eiga hugmyndina að komu Bandaríkja- mannsins Joshua Becker hingað til lands, en hann er einn af þekktustu boðberum mínimalisma í heiminum um þessar mundir. „Becker er áber- andi rödd innan mínimalisma- hreyfingarinnar, sem er viðbragð við ofkeyrslu og neysluhyggju nú- tímans. Okkur fannst einfaldlega já- kvætt og þarft að leyfa rödd hans að heyrast og taka þessa umræðu í allri efnishyggjunni sem hér ræður ríkj- um. Við þurfum að greina hvað það er sem raunverulega veitir okkur hamingju. Er það fólgið í að eignast eins mikið og við getum? Eða er vert að taka til skoðunar að einfalda líf okkar og virkilega hugsa um það sem við þurfum og viljum í lífinu?“ segir Aron, forstöðumaður Hvíta- sunnukirkjunnar Fíladelfíu í Reykjavík, en kirkjan stendur fyrir ráðstefnu um mínimalisma, naum- hyggju öðru nafni, þar sem fyrr- nefndur Becker verður aðalnúmerið. Yfirskrift ráðstefnunnar er Einfald- ara líf og flytur Becker þar tvo fyr- irlestra. Þegar Aron hefur lokið máli sínu segir hann snögglega: „Annars er konan mín miklu meira inni í þessu, viltu ekki bara tala við hana?“ Svo er hann rokinn. Gunna Stella, eins og hún vill láta kalla sig, situr fyrir svörum. Eins og eiginmaðurinn er hún kennari að mennt, starfaði sem slíkur í 12 ár, en er núna í alls konar verkefnum samhliða námi í heilsumarkþjálfun, Þau búa í gömlu einbýlishúsi á Selfossi ásamt börn- unum sínum fjórum, fjórtán ára dóttur, og átta, fimm og tveggja ára sonum. Ofgnótt af dóti til vandræða „Einn daginn áttaði ég mig á að ég var endalaust að taka til; hirða upp dót og ganga frá dóti. Auk þvotta og þrifa og alls kyns verka sem fylgja stóru heimili fór óskap- lega mikill tími í að hugsa um allt þetta dót,“ segir Gunna Stella. Fyr- ir tæpum þremur árum hóf hún að leita leiða til að þurfa ekki eins mikið um það að hugsa. Besti tím- inn til að hlusta á hljóðbækur um leiðina að einfaldara lífi var þegar hún gekk um húsið og tíndi upp dót og raðaði dóti. „Ekki leið á löngu þar til ég rakst á metsölubækur Beckers. Ég heillaðist af því sem hann hafði fram að færa, grand- skoðaði vefsíðuna hans, las al- mennt mikið um mínimal- Hlutir gera fólk ekki hamingjusamt Minna er meira ef mælt er í lífsgæðum, segja þeir gjarnan sem tileinka sér mínimalískan lífsstíl, oft- ast sem viðbragð við of- keyrslu og neysluhyggju samtímans. Hjónin Gunnhildur Stella Pálm- arsdóttir og Aron Hin- riksson og börnin þeirra fjögur fundu fyrir mikl- um létti og frelsistilfinn- ingu þegar þau tóku til hendinni fyrir nokkrum árum og losuðu sig við alls kyns óþarfa dót. Vatnaskil er yfiskrift málþings sem Geðhjálp efnir til um nýtt sjónarhorn í geðheilbrigðismálum kl. 13 - 16.45 fimmtudaginn 1. febrúar. Þátttak- endur eru beðnir að skrá sig á mál- þingið sem verður haldið í Þingsölum, Reykjavík Natura. Dagskráin hefst með ávarpi Hrann- ars Jónssonar, formanns Geðhjálpar. Fyrsti ræðumaður er Dainius Puras með erindi um þörf á breyttri hug- myndafræði við stefnumótun og fram- kvæmd þjónustu, en hann er sér- stakur skýrslugjafi Sameinuðu þjóðanna í geðheilbrigðismálum og prófessor í barnageðlækningum og andlegri lýðheilsu við Háskólann í Vil- nius. Þá flytur Peter Kinderman, pró- fessor í klínískri sálfræði við Liver- pool-háskóla og fyrrverandi formaður breska sálfræðingafélagsins, fyrirlest- urinn Heildræn sýn á manneskjuna: stefnumið andlegrar og líkamlegrar vellíðunar og því næst lýsir Jónína Sigurðardóttir, notandi geðheilbrigð- isþjónustunnar, sínu sjónarhorni. Eftir kaffi fjallar Fiona Morrissey, doktor í fyrirframgerðri ákvarðana- töku innan geðheilbriðgðisþjónust- unnar, um tækifæri og áskoranir. Ágúst Kristján Steinarsson, notandi geðheilbrigðisþjónustunnar, lýsir sínu sjónarhorni og loks verða pallborðs- umræður með þeim sem tóku til máls á málþinginu. Funarstjóri er Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, sviðsstjóri sál- fræði við í HR. Skráning í tölvupósti: verkefn- isstjori@gedhjalp.is, eða á heimasíðu Geðhjálpar, www.gedhjalp.is. Aðgangseyrir kr. 2.500, frítt fyrir fé- laga í Geðhjálp. Málþing á vegum Geðhjálpar á fimmtudaginn Áskoranir Á málþinginu er því m.a. velt upp hvort þörf sé á breyttri hug- myndafræði við stefnumótun og framkvæmd geðheilbrigðisþjónustu. Vatnaskil - Nýtt sjónarhorn í geðheilbrigðismálum Mínimalistinn, rithöfundurinn og fyrirlesarinn Joshua Becker flytur tvo fyrirlestra á ráð- stefnu um mínimalisma í hús- næði Fíladelfíu, Hátúni 2, Reykjavík, kl. 13 og 16, laugar- daginn 17. febrúar. Ráðstefnan fjallar um hvernig hægt er að einfalda líf sitt og af hverju það er eftirsóknarvert. Yfirskrift fyrirlestranna er Living With Less: An Unexpec- ted Key to Happiness og Find- ing Simplicity in a Culture of Consumption, sem á íslensku gæti útlagst annars vegar Að lifa með minna: Óvæntur lykill að hamingju og hins vegar Að finna einfaldleikann í neyslu- menningu. Becker er metsöluhöfundur og áberandi rödd innan míni- malisma-hreyfingarinnar. Hann hefur m.a. skrifað bækurnar Simplify, The More of Less og Clutterfree with Kids, eða Að einfalda, Meira af minna og Til- tekt með krökkunum. Hann stofnaði vefsíðuna www.becomingminimalist.com og hefur skrifað fyrir TIME, The Wall Street Journal, USA Today og Christianity Today. Eftir fyrirlestr- ana svarar Bec- ker spurningum úr sal. Túlkun í gegnum þráð- lausan túlk- unarbúnað. Einfaldara líf með Joshua Becker RÁÐSTEFNA UM MÍNIMALISMA Joshua Becker

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.