Morgunblaðið - 30.01.2018, Page 13

Morgunblaðið - 30.01.2018, Page 13
isma og horfði á myndbönd á youtube.“ Í kjölfarið ákvað Gunna Stella að taka til hendinni á heimilinu svo um munaði. Hún hafði sannfærst um að í hraða hversdagsins var ofgnótt af dóti einungis til vandræða og eyddi hvort tveggja tíma fólks og peningum. Í byrjun gerðu Aron og börnin ekki annað en að horfa í for- undrun á aðfarirnar. „Mitt fyrsta verk var að taka fataskápana í gegn, fyrst minn og síðan strákanna. Ég henti fötunum mínum í hrúgu á gólf- ið, tók síðan hverja flík fyrir sig og spurði sjálfa mig hvort hún kveikti hjá mér jákvæðar eða neikvæðar til- finningar. Á endanum voru mjög fá föt eftir, en þó allt flíkur sem mig langaði að vera í og ég var bara ótrú- lega ánægð.“ Friður og frelsistilfinning Dóttirin fór svo með sama hætti í gegnum sína skápa og synirnir kærðu sig kollótta þótt mamma þeirra gerði þá nokkrum flíkunum færri. „Allt í einu þurftu strákarnir aðeins eina skúffu hver fyrir fötin sín. Samt áttu þeir allt sem þá vant- aði og vel til skiptanna. Ef eitthvert okkar bráðvantar föt er lítið mál að kaupa þau og leyfa sér þá meiri gæðaflíkur en áður. Mínimalismi snýst enda ekki um að kaupa aldrei neitt, heldur að hugsa sig vel um og kaupa einungis það sem mann raun- verulega vantar.“ Spurð hvernig hafi gengið að fá eiginmanninn í lið með sér segir Gunna Stella að hann hafi ekki strax „alveg verið að kaupa þetta“. „Síðan fór hann að hlusta á bækur Beckers, til dæmis The More of Less, gerði í kjölfarið rassíu og losaði sig við alls konar dót í bílskúrnum og annars staðar. Þótt við séum bæði safnarar í eðli okkar, fundum við mikinn létti og frelsistilfinningu.“ Að einfalda lífið einfaldar okkur líka að geta ferðast Gunna Stella segir að vitaskuld sé töluverður fjárhagslegur ávinn- ingur af þessum nýja lífsstíl fjöl- skyldunnar. Raunar hafi þau hjónin gegnum tíðina yfirleitt keypt notuð húsgögn og hluti en fatnað aftur á móti á ferðum sínum erlendis. Ferðalög hafi alltaf verið í forgangi hjá þeim. „Að einfalda lífið einfaldar okkur líka að geta ferðast. Varðandi fatnaðinn þá erum við svo heppin að hvorugt okkar er mikið gefið fyrir að elta tískustrauma, við höfum bara fundið okkar stíl,“ segir hún og heldur áfram: „Mesti ávinningurinn er tví- mælalaust að hafa meiri tíma til að vera með börnunum, hitta fólk og sinna áhugamálum okkar. Miklu skemmtilegra heldur en að koma heim, kannski þreytt eftir annasam- an dag, og streða við að koma alls konar hlutum fyrir sem við þurfum ekkert endilega á að halda. Hlutir gera fólk ekki hamingjusamt.“ Og einna síst þeir sem safnast gjarnan upp í bað- og eldhússskáp- unum. Þótt sjálf hafi Gunna Stella ekki byrjað tiltektina á baðherberg- inu, ráðleggur hún fólki að hefja leikinn þar. „Hálftómar kremdollur, sjampóbrúsar, stakir bollar og diskar eru ólíkleg til að koma manni í tilfinningalegt uppnám,“ segir hún kankvís. Sjálf kveðst hún hafa upp- lifað æ meiri létti eftir því sem hlut- unum á heimilinu fækkaði. Öfugt við marga kannast hún ekkert við að finnast hún þurfa nauðsynlega á hlut eða flík að halda, sem hún var nýbú- in að losa sig við. Orkídeurnar lifðu af En höldum áfram stórtiltekt- inni með Gunnu Stellu. Eldhúsið næst. „Troðfullir skápar af alls kon- ar óþarfa og borðin þakin dóti, sem var þar bara eins og af gömlum vana,“ segir hún og nefnir líka samlokugrill, blandara og ýmis þarfaþing, sem nú sitja settleg inni í skápum. Einungis kaffivélin og hrærivélin héldu sínum sessi, enda segist Gunna Stella elska að baka og hrærivélin sé nánast í daglegri notk- un. Þá segir hún að þau hjónin elski bækur og að lesa, og því hafi þeim þótt erfitt að taka ákvörðun um bækurnar sínar. Tilfinningalegt uppnám virtist í aðsigi þar til þau ákváðu að þyrma eftirlætisbókunum og gefa hinar á nytjamarkað. „Bæk- urnar eru núna á einum stað í hús- inu, í bókahillum, sem Aron smíðaði. Þegar ekki verður lengur pláss fyrir fleiri, förum við aftur í gegnum bókakostinn, veljum og höfnum.“ Án viðlíka eftirsjár hurfu skrautmunirnir einn af öðrum, enda flestir frekar óspennandi að mati Gunnu Stellu. Örfáir héldu sínum samastað og af stofublómunum voru þrjár orkí- deur þær einu sem lifðu tiltektina af. „Heimilið okkar er langt frá því að vera fullkomið, en við erum komin vel af stað,“ segir hún og við- urkennir að vissulega hafi sumir hlutir tilfinningalegt gildi og erfitt geti verið að gefa þá frá sér. Teikn- ingar barnanna, föt frá því þau voru lítil og annað sem tengist gömlum minningum svo fátt eitt sé nefnt. „Við fórum auðvitað ekki svo geyst í sakirnar að taka niður fjölskyldu- myndirnar eða fleygja myndaalbúm- unum,“ segir Gunna Stella til að fyr- irbyggja að lýsingar hennar gefi þá mynd að mínimalismi sé einhvers konar meinlæti og öfgastefna. Að láta gott af sér leiða „Þvert á móti er mínimalismi fólginn í að hafa eitthvað í kringum sig sem manni finnst fallegt og veitir manni gleði,“ segir Gunna Stella, sem þessa dagana er ásamt Aroni og börnunum í Búrkína Fasó í Vestur- Afríku. „Við tökum þátt í hjálparstafi á vegum ABC-samtakanna. Við erum að heimsækja tengdaforeldra mína, sem hafa starfað þar í nokkur ár. Meiningin er að hjálpa til, reyna að láta gott af okkur leiða og leyfa börnunum að sjá hvernig aðrir búa og upplifa einfaldleikann.“ Af flakki og ferðalögum fjöl- skyldunnar segir meira á blogginu þeirra: www.flokkukindur.blog- spot.is og á instagram: gunnastella. Búrkína Fasó Fjölskyldan í heimsókn hjá foreldrum Arons sem starfað hafa í um 10 ár á vegum barnahjálpar ABC í Búrkína Fasó. F.v. Hinrik Þorsteins- son (faðir Arons), Lýdía Líf, Pétur Berg, Aron, Hinrik Jarl, Lúkas Lár, Gunnhildur Stella og Guðný Ragnhildur Jónasdóttir (móðir Arons). DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2018 Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Álfhella 9 | 221 Hafnarfjörður Sími 564 6070 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is www.kvarnir.is 1996 2016 20 ÁRA RUSLAGÁMUR STEYPU SÍLÓ GEYMSLUBOX Galvaniseraðir ruslagámar Til á lager Auðveldar steypuvinnu. Til í ýmsum stærðum Frábær lausn til að halda öllu til haga á byggingarsvæði. Aukahlutir fyrir byggingakrana Kvarna-tengi 70 kr stk m/vsk. Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöf- undur sendi nýverið frá sér bókina Vertu ósýnilegur: Flóttasaga Ishma- els. Kl. 20 annað kvöld, miðvikudag- inn 31. janúar, ræðir Eva María Jóns- dóttir við hana um tilurð bókarinnar á Bókakaffi í Gerðubergi. Þótt bókin sé ætluð ungmennum hefur hún ekki síður reynst full- orðnum lesendum áhrifarík lesning. Þar segir frá flótta sýrlenska drengsins Ishmaels frá heimaborg sinni: „Eitt sinn bjó Ishmael í borg þar sem var líf og fjör alla daga og börn léku sér innan um dulúðuga hnífasala, villiketti og sápugerðar- meistara. Núna er hann fjórtán ára og borgin hans er vígvöllur. Þegar heimilið er rústir einar neyðist hann til að leggja land undir fót og leita skjóls þar sem friður ríkir. En flótta- leiðin er lífshættuleg. Á sama tíma glímir fjölskylda í Kópavogi við það flókna verkefni að fóta sig í nýju landi.“ Eva María, sem er verndari UN Women á Íslandi og ferðaðist á þeirra vegum til Zaatari-flótta- mannabúðanna í Jórdaníu á síðasta ári, mun spyrja Kristínu Helgu spurninga á borð við þessar: Hvern- ig nálgast rithöfundur svona verk- efni? Hversu mikilvægt er að reynslusögur flóttamanna séu til í rituðu formi? Hafa bókmenntir sér- stöku hlutverki að gegna gagnvart samfélagslegum vandamálum á borð við flóttamannaneyðina? Bókakaffi í Borgarbókasafninu Gerðubergi annað kvöld Vertu ósýnilegur með Kristínu Helgu og Evu Maríu Samtal Eva María ræðir um tilurð bókarinnar við Kristínu Helgu, rithöfund. Mínimalískur mars 2017 nefnist lokuð facebook-síða sem Gunna Stella setti í loftið í febrúar í fyrra. Þann mánuð efndi hún til leiks líkt og Joshua Becker hafði gert á sinni síðu. Leik- urinn snerist um að þátttak- endur gæfu frá sér einn hlut 1. febrúar, tvo 2. febrúar og þann- ig áfram þar til hlutirnir voru orðnir tuttugu og átta þann 28. febrúar. Í mars sama ár skoraði hún svo á fólk að taka þátt í Míni- malískum mars 2017 með því að vinna eitt „verkefni“ á dag í 30 daga. Markmiðið var að hjálpa þátttakendum að einfalda lífið og njóta hversdagsleikans. „Margir tóku þátt í leikjunum og þá sannfærðist ég um að fólk þráir einfaldleikann í lífinu,“ segir Gunna Stella. Leikur einn MÍNIMALÍSKUR MARS „Mesti ávinningurinn er tvímælalaust að hafa meiri tíma til að vera með börnunum, hitta fólk og sinna áhugamálum okkar.“ Eftir tiltekt „Heimilið okkar er langt frá því að vera fullkomið, en við erum komin vel af stað,“ segir Gunna Stella.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.