Morgunblaðið - 30.01.2018, Síða 14

Morgunblaðið - 30.01.2018, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2018 Veiðar á skötusel við landið hafa ver- ið vottaðar af Marine Stewardship Council (MSC) og mun þetta vera í fyrsta skipti sem skötuselsveiðar fá alþjóðlega vottun. Þá mun þetta vera áttunda tegundin, sem ISF er fyrst til að fá viðurkenningu á samkvæmt stöðlum MSC. Iceland Sustainable Fisheries (ISF), sem eru samtök um sjálfbærar veiðar við landið, sótti um umhverfis- vottunina. Veiðar og vinnsla voru í kjölfarið teknar út samkvæmt alþjóð- legum staðli af vottunarstofunni Tún. MSC er stærst alþjóðlegra vottunar- kerfa og viðurkennt um allan heim. Vottunin opnar fyrir sölu sjávaraf- urða inn á markaði sem sérstaklega krefjast MSC vottunar þar sem neyt- endur kaupa síður eða ekki vörur án umhverfismerkinga eins og MSC. Um 90% alls afla með vottun Samkvæmt upplýsingum frá MSC eru allar uppsjávarveiðar Íslendinga með MSC-vottun og í heildina eru um 90% af öllum lönduðum afla með þessa vottun. Nú eru veiðar á 16 teg- undum við Ísland MSC-vottaðar, en vottun á grásleppu var nýlega aftur- kölluð vegna meðafla. Fáar þjóðir eru með svo hátt hlutfall umhverfis- vottaðra veiða og vinnslu. MSC áætl- ar að nálægt 17% af MSC vottuðum veiðum í heiminum séu við Ísland, Færeyjar og Grænland. Skötuselsafli hefur farið minnk- andi síðustu ár og er aflamarkið 835 tonn fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Í ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir þetta ár segir meðal annars: Skötu- selsafli hefur minnkað frá árinu 2009 þegar hann náði sögulegu hámarki. Um helmingur aflans veiðist í net en annað sem meðafli í botnvörpur og dragnót. Helstu veiðisvæði skötusels undanfarin tvö ár hafa verið í mynni Ísafjarðardjúps. Meira en helmingur af aflanum fer ferskur á Bretlandsmarkað. Veiðar á skötusel fá MSC-vottun  16 tegundir við Ísland MSC-vottaðar Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Skötuselur Afli hefur farið minnk- andi, og er aflamarkið 835 tonn í ár. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Skipulagsyfirvöld í Kópavogi hafa auglýst breytt deiliskipulag við Vatnsendablett 730-739. Breytingin felur í sér fjölgun íbúða og lóða og til- færslu á byggingarreitum. Með breytingunni verður meðal annars til ný húsagata, Gilsbakki, með húsnúmerunum 2-12. Byggingarsvæðið er milli Elliða- hvamms og Elliðavatns. Fram kemur í kynningu skipu- lagsyfirvalda að samkvæmt gildandi deiliskipulagi sé gert ráð fyrir einni íbúð á þeim 10 lóðum sem liggja inn- an skipulagssvæðisins. Breytingar- tillagan geri hins vegar ráð fyrir 7 parhúsum, fjórbýlishúsi og fjölbýlis- húsi með 5 íbúðum, alls 23 íbúðum. Mega vera allt að 308 fermetrar „Skilmálar nýbygginga breytast á þann veg að grunnflötur hverrar íbúðar í parhúsi má að hámarki vera 154 fermetrar og heildarbyggingar- magn 308 fermetrar. Hámarksvegg- hæð frá aðkomuhæð er 6,8 metrar og hámarksþakhæð 7,5 metrar,“ segir meðal annars í kynningunni. Byggingarsvæðið er á vinstri hönd þegar ekið er niður Elliðahvamms- veg. Það er norðan við Eggja- og kjúklingabúið Hvamm á Elliða- hvammi. Svæðið er gróið. Reiðleið er við Elliðahvamm og stutt í göngu- leiðir í Heiðmörk. Svæðið er því eins og sveit í borg. Hleypur á hundruðum milljóna Miðað við lóðarverð á höfuðborg- arsvæðinu má ætla að lóðir undir 23 íbúðir á svo eftirsóttu svæði muni ekki kosta undir 300 milljónum. Frestur til að skila inn athuga- semdum rennur út 12. mars. Eftir efnahagshrunið 2008 var nokkuð um hálfkláruð hús og óbyggðar lóðir í Hvörfunum. Nú er byggðin orðin þétt og skort- ur á lóðum á svæðinu. Vestan við þetta svæði áforma skipulagsyfirvöld í Kópavogi nokkur hundruð íbúða byggð á Vatnsenda- hæð. Þar hafa verið hugmyndir um hátt hlutfall sérbýlis. Jafnframt er nú uppbygging í Þingahverfinu. Kynna nýja íbúðabyggð við Vatnsendablett í Kópavogi  Bærinn kynnir deiliskipulag með 23 íbúðum við Elliðavatn Morgunblaðið/Baldur Vatnsendablettur Hér má sjá hluta svæðisins. Skúrinn á myndinni verður rifinn. Eggjabúið Hvammur er til hægri. Vatnsendablettur 730-739 Elliðavatn Kort: openstreetmap.org Vatns- enda- hæð HVÖRF Vatnsendablettur 730-739 ÞING Breiðholtsbra ut Va tns end av eg ur Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Umhverfis- og skipulagsráð Reykja- víkur hefur hafnað hugmynd Reita fasteignafélags hf. um að reisa 110 metra háan vita við Sæbraut, til móts við Höfða. Hugmynd Reita var að „búa til nýja upplifun í borg- arrýminu þar sem sýning og upplýs- ingarveita eru sameinuð í formi út- sýnis- og fræðsluvita.“ Það var niðurstaða skipulagsfull- trúa borgarinnar að hugmyndin samræmdist ekki stefnu um skipulag byggðar í næsta nágrenni við Höfða. Eins og fram kom í frétt í Morgunblaðinu s.l. laugardag hefur borgarráð heimilað framkvæmdir við nýjan innsiglingarvita Faxaflóa- hafna við Sæbraut, fyrir framan Höfða. Reitir fasteignafélag hf. hafa lýst áhuga á að taka þátt í ferlinu og vinna með Reykjavíkurborg og Faxaflóahöfnum að útvíkkun á hug- taki vitans, eins og það er orðað. Tillagan gekk út á að færa vitann ofar og búa til nýja upplifun í borg- arrýminu. Vitinn yrði engin smá- smíði, eða 110 metrar yfir sjávar- máli, en fyrirhugaður innsiglingar- viti er aðeins 5 metra hár. Reitir lýstu yfir áhuga á að reisa vitann í samstarfi við Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir og reka hann í 25-30 ár samkvæmt nánara samkomulagi. Í umsögn skipulagsfulltrúa segir m.a. að hugmynd að breyttri út- færslu innsiglingarvitans til móts við Höfða samkvæmt tillögu fyrirspyrj- anda sé mannvirki sem taki mikið til sín og hafi umtalsverð áhrif á ásýnd og umhverfi borgarinnar sem nýtt kennileiti í borgarmyndinni. Ljóst sé að sú starfsemi sem gert er ráð fyrir í mannvirkinu komi til með að draga að sér umtalsverða umferð sem gera þyrfti ráð fyrir í nærumhverfinu svo sem bílastæði, rútur, aðkomu ofl. Höfði mikilvægt kennileiti „Höfði er mikilvægt kennileiti í borginni og við alla fyrri skipulags- gerð hefur þess verið gætt að húsið fái að njóta sín og mannvirki í næsta nágrenni taki tillit til þess og ákveðin fjarlægð sé tryggð. Það á einnig við um fyrirliggjandi útfærslu að inn- siglingarvitanum við Höfða sem nú er kominn á framkvæmdastig. Um- rædd hugmynd að Veðurvita sam- ræmist því ekki meginstefnu um skipulag byggðar í næsta nágrenni við Höfða,“ segir skipulagsfulltrúin og tekur neikvætt í fyrirspurnina. Sæbrautin Þessi tölvumynd fylgdi tillögu Reita um hinn 110 metra háa veð- urvita sem fyrirtækið vildi reisa. Hann átti að vera beint fyrir neðan Höfða. Hugmynd um 110 metra háan vita við Sæbraut hafnað  Byggingar skyggi ekki á Höfða

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.