Morgunblaðið - 30.01.2018, Page 17
AFP
Viðræður May og Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Ráðherrar aðildarríkja Evrópusam-
bandsins samþykktu í gær kröfur
þess í samningaviðræðum við Bret-
land um skilmála nær tveggja ára
aðlögunartímabils eftir útgöngu
landsins úr sambandinu. Mikill
ágreiningur er um skilmálana í ríkis-
stjórn Theresu May, forsætisráð-
herra Bretlands, einkum um þá
kröfu að landið verði bundið af lög-
um sem ESB setur á aðlögunar-
tímabilinu þótt Bretar verði þá ekki
lengur með atkvæðisrétt innan sam-
bandsins. Brexitsinnar í þingflokki
íhaldsmanna eru andvígir skilmál-
unum og segja þá gera Bretland að
„lénsríki“ Evrópusambandsins.
Evrópumálaráðherrar ESB-
ríkjanna samþykktu fyrirmæli til
aðalsamningamanns sambandsins,
Michels Barnier, um samnings-
kröfur þess í viðræðunum um aðlög-
unartímabilið. Það á að hefjast þeg-
ar Bretland gengur formlega úr
Evrópusambandinu 29. mars á
næsta ári og ESB-ríkin vilja að tíma-
bilinu ljúki 31. desember 2020. May
hefur hins vegar talað um að aðlög-
unartímabilið geti staðið í tvö ár, eða
til mars 2021, og nokkur ríki ESB
hafa léð máls á þeim möguleika.
Samkvæmt samningskröfunum
eiga Bretar að fylgja lögum og
reglum ESB á aðlögunartímabilinu
eins og þeir ættu aðild að samband-
inu, jafnvel lögum sem samþykkt
verða eftir útgöngu þeirra í mars á
næsta ári. Ennfremur er gert ráð
fyrir því að Bretar haldi aðgangi sín-
um að innri markaði ESB, haldi
áfram að greiða í sjóði sambandsins,
viðurkenni reglu ESB um frjálsa för
vinnuafls og fallist á að dómstóll
Evrópusambandsins hafi lögsögu yf-
ir Bretlandi á aðlögunartímabilinu,
að sögn fréttaveitunnar AFP.
Gert er ráð fyrir að viðræðurnar
um aðlögunartímabilið hefjist síðar í
vikunni og að þeim ljúki ekki síðar
en í mars, til að viðræður um fram-
tíðarviðskiptatengsl Bretlands við
ESB geti hafist í apríl. Fréttaskýr-
endur segja þó að viðræðurnar geti
tekið lengri tíma þar sem ágrein-
ingsmálin séu flókin og mikið sé í
veði.
Íhaldsflokkurinn klofinn
Mikil óeining er í ríkisstjórn May í
Brexit-málunum, m.a. um hvort
Bretland eigi að vera áfram í innri
markaði og tollabandalagi ESB.
Philip Hammond fjármálaráðherra
sagði í vikunni sem leið að hann von-
aði að „mjög lítil“ breyting yrði á
viðskiptatengslum Bretlands og
ESB eftir Brexit og andstæðingar
ESB-aðildar í Íhaldsflokknum
reiddust þeim ummælum.
Jacob Rees-Mogg, sem fer fyrir
rúmlega 50 ESB-andstæðingum í
þingflokki íhaldsmanna, segir að ef
stjórnin fallist á skilmála ESB á
aðlögunartímabilinu verði Bretland
að „lénsríki“ Evrópusambandsins.
Báðar fylkingarnar í Íhalds-
flokknum leggja nú fast að May að
útskýra betur fyrir almenningi
hvers konar Brexit-samning hún
vilji í viðræðunum við ESB. Vaxandi
óánægja er meðal ESB-andstæðinga
með framgöngu forsætisráðherrans
í Brexitmálunum og hermt er að for-
ystumenn í flokknum óttist uppreisn
meðal þingmanna taki May ekki á
sig rögg. „Hún er berskjaldaðri en
nokkru sinni fyrr. Hún verður að
taka ákvörðun,“ hefur The Guardian
eftir einum þingmanna Íhaldsflokks-
ins. Að sögn blaðsins fylktu Brexit-
sinnarnir í flokknum sér um May
eftir þingkosningarnar í fyrra, þrátt
fyrir fylgistap flokksins, vegna þess
að hún hafði lofað að Bretland gengi
úr innri markaðnum og tollabanda-
laginu. Þeir óttuðust að ef efnt yrði
til leiðtogakjörs í flokknum gæti það
orðið til þess að May biði ósigur fyrir
einhverjum sem félli frá þessu lof-
orði. Síðustu vikurnar hafa Brexit-
sinnarnir þó haft vaxandi áhyggjur
af því að ríkisstjórnin gefi of mikið
eftir í viðræðunum um Brexit. Ther-
esa Villiers, ein Brexitsinnanna, sak-
aði stjórn May um að hafa „þynnt út
Brexit“ á síðustu mánuðum í grein
sem hún skrifaði í Sunday Tele-
graph. „Ef ríkisstjórnin heldur
áfram á þessari braut er raunveru-
leg hætta á því að hún fallist á samn-
ing sem yrði til þess að Bretland yrði
í ESB að öllu leyti nema að nafninu
til, samning sem samrýmdist ekki
niðurstöðu þjóðaratkvæðisins um
Brexit.“
Segja Bretland verða „lénsríki“
Mikil andstaða í Íhaldsflokknum í Bretlandi við skilmála ESB fyrir aðlögunartímabili eftir Brexit
Vaxandi óánægja meðal Brexitsinna í flokknum með framgöngu Theresu May forsætisráðherra
Helstu samningamennirnir
Samningaviðræður um Brexit
Bretland gengur
úr ESB
Bretar virkjuðu 50.
greinina í Lissabon-
sáttmálanum
um úrsögn
úr ESB
19. júní 14.-15. des. Október
ESB og
Bretar
hófu viðræður
um Brexit
Samkomulag náðist í
aðalatriðum um:
Síðustu forvöð að
ganga frá drögum að
Brexit-samningi sem
hægt er að leggja fyrir
þing allra ESB-ríkjanna
29. janúar
ESB lagði
fram kröfur
sínar í viðræðum
um aðlögunartíma
eftir útgöngu Breta
Mars
Viðræður
hefjast um
viðskipta-
tengslin
29. mars Hugsanleg
lok aðlögunar-
tímabilsins
Fyrirhugað aðlögunartímabil
Mars
29. mars
2017 2018 2019 2020 2021
landamæri Írlands og N-Írlands
„skilnaðargreiðslur“ Breta
réttindi ESB-borgara í Bretlandi
að hafa aðgang að markaði ESB
að viðurkenna reglu ESB
um frjálsa för vinnuafls
að greiða í sjóði ESB
Michel
Barnier
(ESB)
Theresa May,
forsætisráðherra
Bretlands
David
Davis
(Bretl.)
Bretland heldur áfram:
Merkel gerði grín að May
» Angela Merkel, kanslari
Þýskalands, gerði grín að
framgöngu Theresu May, for-
sætisráðherra Bretlands, þeg-
ar hún lýsti samninga-
viðræðum við hana á bak við
tjöldin fyrir blaðamönnum, að
sögn breska dagblaðsins The
Daily Telegraph í gær.
» Angela Merkel sagði að þær
Theresa May færu alltaf í
hringi þegar þær ræddu út-
göngu Bretlands úr ESB vegna
þess að May segði aldrei hvað
hún vildi og svaraði alltaf:
„Gerðu mér tilboð“.
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2018
Mottur setja punktinn yfir i-ið á heimilinu.
Persía er sérdeild innan Parka með stök teppi og mottur.
Við bjóðum upp á sérvalin handhnýtt austurlensk teppi og fjölbreytt
úrval af vönduðum vélofnum gervi- og ullarteppum.
Bjóðum aðeins það besta fyrir þig.
Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570
VIÐARPARKET • UTANHÚSSKLÆÐNINGAR • VÍNYLPARKET • FLÍSAR • HURÐIR • TEPPI • KERFISLOFT • HARÐPARKET • INNRÉTTINGAR
Stjórnvöld í Kína hafa gefið út hvít-
bók þar sem þau útlista áform sín
um „heimskautasilkiveg“ á norður-
slóðum, að sögn The Financial Tim-
es. Kínverjar hvetja þar til aukins
alþjóðlegs samstarfs um uppbygg-
ingu innviða og siglingaleiða á
norðurslóðum og segjast vilja
gegna mikilvægu hlutverki í þeirri
uppbyggingu.
Í hvítbókinni segir að vegna
hlýnunar jarðar sé „líklegt að sigl-
ingaleiðir á norðurslóðum verði
mikilvægar í flutningum og al-
þjóðaviðskiptum“ þegar fram líða
stundir. Kínverjar vilji gera ráð-
stafanir til að vernda umhverfið á
norðurslóðum og styðja rannsóknir
vísindamanna á heimskautasvæð-
unum.
Að sögn The Financial Times
getur það tekið flutningaskip 48
daga að sigla frá norðurhluta Kína
til Rotterdam með því að fara um
Súesskurðinn. Í fyrra hafi það tekið
rússneskt tankskip aðeins 19 daga
að sigla norðurleiðina frá Noregi til
Suður-Kóreu án fylgdar ísbrjóta.
Yong Sheng varð fyrsta kín-
verska flutningaskipið til að sigla
Norðausturleiðina svonefndu árið
2013 og sex kínversk skip sigldu
hana síðasta sumar.
Kína er á meðal þrettán landa
sem eru með áheyrnarfulltrúa í
Norðurskautsráðinu.
NORÐURSLÓÐIR
Kínverjar kynna
áform um „heim-
skautasilkiveg“