Morgunblaðið - 30.01.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.01.2018, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Sjálfstæðis-flokkurinnhélt um helgina leiðtoga- prófkjör vegna borgarstjórnar- kosninga í vor. Nýjungin mælt- ist vel fyrir og var þátttaka nokkru meiri en í síðustu prófkjörum flokksins þótt frambjóðendur væru mun færri en í þeim. Reynslan sýnir að hver frambjóðandi dregur töluverðan hóp að prófkjörinu. Eyþór Arnalds (hluthafi í Árvakri) var val- inn til að vera leiðtogi flokksins í borginni. Hann fékk yfirburðakosningu, sem er gott veganesti fyrir hann í baráttuna. Það er eðlilegt að spurt sé hvers vegna úrslitin hafi verið svo afgerandi og eftir hverju sjálfstæðismenn séu helst að sækja með kjöri hans. Svörin eru mörg og ólík. Styrmir Gunnarsson segir þannig í pistli: „Nýjum oddvita Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík, Eyþóri Laxdal Arnalds, tókst vel upp í Silfri RÚV í gærmorgun. Hann var skýr en hóf- samur í málflutningi, talaði augljóslega af þekkingu um þau málefni, sem til umræðu voru. Hafði greinilega skoð- að drónamyndir af um- ferðaröngþveitinu í Reykja- vík og var með athyglis- verðar hugmyndir um lausn á þeim. Á meðan aðrir þátttak- endur í umræðunum höfðu stór orð um dómsmálaráð- herrann, spurði Eyþór hvort það væri ekki rétt munað hjá sér að Alþingi sjálft hefði samþykkt tillögur ráð- herrans um skipan í Lands- rétt og að aðrar tillögur hefðu ekki komið fram. Og þá liggur beint við að spyrja hvort þeir þingmenn, sem greiddu atkvæði með tillögu ráðherrans eigi kannski líka að segja af sér. Og hvort vanræksla ann- arra þingmanna í að leggja fram aðra tillögu um skipan réttarins sé líka tilefni til af- sagnar. Það er langt síðan fram hefur komið jafn athyglis- vert forystumannsefni í Sjálfstæðisflokknum og nú.“ Þetta er rétt sem Styrmir segir um Eyþór og fram- göngu hans. En það skiptir einnig máli hvort með rök- um megi fullyrða að Eyþór Arnalds sé líkleg- ur til að geta veitt öfluga for- ystu fái hann stuðning til að hafa atbeina að stjórnun höfuðborg- arinnar. Vissulega hefur verið far- ið með eindæmum óhöndug- lega með æðstu stjórn borg- arinnar síðustu tvö kjör- tímabilin. Vafalítið er að flestir gætu farið betur með en þar var gert. En það er ekki viðmiðið nú. Áþreifan- legur vitnisburður er til. Sjálfstæðisflokknum hafði ekki verið treyst áður til að fara einn fyrir stjórn Ár- borgar eða Selfoss fyrr en Eyþór kom þar að forystu. Og eftir reynslu af fram- göngu hans og liðsheildar- innar sem hann stýrði var flokkurinn endurkjörinn að kjörtímabili loknu. Eyþór flaggaði ekki persónu sinni þar með þeim hætti sem gert er hjá borginni um þessar mundir. Borgarstjór- inn, sem flýr alla ábyrgð í hvert sinn sem eitthvað bjátar á og fær jafnvel vott- orð frá embættismanni sín- um um að stórmál hjá borg- inni komi honum ekki við, er eingöngu plássfrekur í sýnd- arheimi stjórnmála borgar- innar. Fjölmiðlar virðast eiga lakari aðgang að borgar- stjóranum þegar leita þarf skýringa á einstaka málum en öðrum forystumönnum í landinu, þar með talið í sveitarstjórnum. (Vera má að „RÚV“ sé undanskilið, enda lítur borgarstjórinn sennilega á það sem upp- lýsingafulltrúa fremur en upplýsanda almennings.) Vonandi nota Reykvík- ingar tækifærið í vor til að knýja fram langþráðar breytingar til að setja þjón- ustulund við borgarbúa í öndvegi en sýndarveruleik- ann aftast. Borgin hefur fall- ið í að verða verst hirt allra sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu. Fjöldi reglu- bundinna blaðamannafunda með fjaðraþyt og söng um skýjaborgir nýrra lóðaút- hlutana hafa reynst hreinn blekkingaleikur. Þótt skatt- ar og gjöld séu hvarvetna í hámarki hjá borginni safnar hún sífellt meiri skuldum svo með miklum ólíkindum er. Slíku verður að linna ella endar það með ósköpum. Sigur Eyþórs Arnalds og áhuga- verðar hugmyndir hans gera kosningar í vor áhugaverðari} Von um betri tíð P opúlismi er ekki nýr af nálinni, lík- lega jafngamall stjórnmálunum. Alltaf hafa verið til stjórnmála- menn sem telja sig geta veitt al- menningi allt fyrir ekkert. Lægri skattar og meiri útgjöld hljóma eins og ljúf- asta tónlist í eyrum kjósenda. Við borgum seinna eða látum aðra borga, er viðkvæði po- púlistanna. Hrægammana, ríka fólkið, börnin eða Mexíkó. Á tímum ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens árið 1981 tók ríkið erlent kúlu- lán á 14,5% vöxtum, lán sem átti að greiða upp eftir 35 ár og var í umræðunni almennt kallað barnalánið. Börnin máttu borga. Vinstri hreyfingin – græn framboð setti fram tillögur um útgjaldaaukningu ríkissjóðs upp á 334 milljarða króna síðastliðið vor. Þó að þingmenn flokksins séu allra manna mál- glaðastir í pontu var því aldrei svarað hvernig ætti að fjármagna þessi útgjöld, nema hvað skattar á almenning áttu ekki að hækka. Einhverjir aðrir áttu að borga. Kjós- endur sáu reyndar í gegnum þennan málflutning því lík- lega hefur enginn flokkur tapað jafnmiklu fylgi í kosn- ingabaráttunni og VG haustið 2017. Fleiri flokkar stunda það að lofa upp í annarra ermar. Þeir segjast ætla að útrýma fátækt með einu penna- striki. Nánast allir flokkar hafa verið á móti málum í stjórnarandstöðu en tryggja svo innleiðingu þeirra þeg- ar þeir eru komnir í ríkisstjórn eða öfugt. Benda má á aðra tegund af popúlisma, sem lengi hefur reynst stjórnmálamönnum vel. Samfélaginu er skipt upp í gott fólk og vont fólk. Vonda fólkið getur verið af ýmsu tagi. Það getur verið elítan, eina prósentið, stjórnvöld, innflytjendur, menningarvitar, stórmarkaðirnir, trúfélög, bankarnir. Allt spillta forréttindaliðið. Góða fólkið er allur almenningur og stjórnmála- maðurinn sem talar máli hinna óspilltu. Popúlistanum finnst ekkert að því að tala um að skattar skuli vera almennir á sama tíma og hann predikar að „góðar atvinnu- greinar“ eins og fjölmiðlar eða ferðaþjónusta borgi lægri skatta en aðrir. Eitt versta dæmið um misbeitingu popúl- isma í íslenskri pólitík voru réttarhöldin gegn Geir Haarde. Samflokksmenn Geirs hafa nú leitt fimm af þeim sem stóðu að ákærunni á hendur honum í æðstu valdastóla á Íslandi. Þverstæðan er sú að stundum er málpípan hluti af hinum útvöldu, hópnum sem hún talar gegn. Menn sem segjast vera rödd guðs eru yfirleitt taldir galnir, en þeir sem segjast vera rödd fólksins, eins og Trump, tala oft með svipuðum hætti. Bernie Sanders og fylgismönnum hans fyndist eflaust afleitt að vera líkt við Trump, en Sanders er dæmigerður vinstri lýðskrumari. Íslenska orðið lýðskrum er gagnsærra hugtak en pop- úlismi. Því miður var helsta niðurstaða síðustu kosninga að lýðskrum og sérhagsmunastefna náðu undirtökum. Vonandi tekst að lágmarka skaðann með því að ríkis- stjórnin geri sem minnst. Benedikt Jóhannesson Pistill Lýðskrum til hægri og vinstri Höfundur er stærðfræðingur og stofnandi Viðreisnar. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Erna Ýr Öldudóttir ernayr@mbl.is Sveitarfélagið Árborg sam-þykkti á fundi bæjarráðsfimmtudaginn 25. janúar sl.að áskilja sér rétt til þess að skilyrða fjárveitingar til íþróttafélaga og félagasamtaka sem bjóða upp á frístundaiðkun fyrir börn og ung- linga. Skilyrðið sé að félögin setji sér siðareglur, viðbragðsáætlanir og fræði þjálfara og umsjónarmenn um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kyn- ferðisofbeldi. Bæjarstjórn Hafnar- fjarðar hafði áður samþykkt bókun, orðrétt sama efnis, á fundi bæjar- stjórnar þann 17. janúar sl. Þetta kemur fram í fundargerð á vef Sveit- arfélagsins Árborgar og í fundargerð á vef Hafnarfjarðarbæjar. Tillagan hjá Sveitarfélaginu Ár- borg var lögð fram af Örnu Íri Gunn- arsdóttur, bæjarfulltrúa S-lista, og var hún einróma samþykkt. Bókun Hafnarfjarðarbæjar var lögð fram af meiri- og minnihluta bæjarstjórnar í sameiningu og hlaut jafnframt sam- hljóða samþykki. Arna Ír og Guðlaug Kristjánsdóttir, forseti bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar, sögðu báðar í samtali við Morgunblaðið að kveikjan að tillögunum hefði m.a. verið #metoo frásagnir úr íþróttahreyfing- unni. „Umræðan þar sem konur hafa komið fram og sagt sögur sínar, sér- staklega úr íþróttahreyfingunni, var okkur hvatning til að bregðast við sem ábyrgir bæjarfulltrúar. Við vilj- um í framhaldinu gera meiri kröfur til þeirra sem við veitum fé til starf- semi hjá,“ segir Arna Ír og bætir við að þau hafi því viljað fara að fordæmi Hafnarfjarðarbæjar. Hvatti sveitarfélögin „Ég hef hvatt sveitarfélögin í amk. tveimur sjónvarpsviðtölum til að gera þetta vegna þeirra mála sem hafa dúkkað upp í #metoo um- ræðunni. Á föstudaginn sl. var stjórn- arfundur í sambandinu og lagði ég fram bókun sem var samþykkt sam- hljóða, áskorun til sveitarfélaga að vinna eins og Árborg og Hafnar- fjörður eru að fara að gera,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sam- bands íslenskra sveitarfélaga. Í nóvember lagði Halldór að sögn fram tillögu í stjórn sambands- ins og hvatti sveitarfélög til að vinna stefnu gegn áreitni og kynferðislegu ofbeldi á vinnustað. Hún var sam- þykkt í stjórn sambandsins og vísað til sveitarfélaganna. „Sveitarfélögunum var boðið upp á fyrirmynd sem er nokkurra ára gömul stefna og aðgerðaáætlun sam- bandsins vegna starfsfólks þess. Ég skrifaði undir viljayfirlýsingu fyrir hönd sveitarfélaganna á fundi stjórn- ar Vinnueftirlits ríkisins, Áreitni á vinnustöðum – NEI TAKK!, sem haldinn var 11. janúar sl. Að lokum lagði ég fram samskonar viljayfirlýs- ingu á fundi hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sl. föstudag og var hún samþykkt samhljóða.“ Þurfum meira en reglugerð Jóhann Friðrik Friðriksson, sér- fræðingur hjá Vinnueftirliti ríkisins, bendir á að þetta sé angi af því sem þegar hefur verið lagt til að gert sé á vinnustöðum og fjallað var um á fundinum um áreitni á vinnustöðum. „Reglugerð nr. 1009/2015 um aðgerð- ir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum, tekur aðeins til vinnu- staða. Hún nær því aðeins til íþrótta- félaga og annarra félagasamtaka þegar um er að ræða launaðar stöður. En með vitundarvakningu #metoo byltingarinnar kemur í ljós að við þurfum miklu meira en það.“ Árborg skilyrðir fjár- veitingar - #metoo Morgunblaðið/Sigurður Bogi Árborg Vildu sýna ábyrgð með því að bregðast við #metoo umræðu. Sveitarfélagið Árborg áskilur sér rétt til skilyrðingar fjárveit- ingar til íþróttafélaga og fé- lagasamtaka sem bjóða upp á frístundaiðkun fyrir börn og unglinga. Félögin setji sér siða- reglur, viðbragðsáætlanir og fræði þjálfara/umsjónarfólk um ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi. Einnig skulu sömu aðilar stofna óháð fagráð sem taki á móti ábendingum og kvörtunum iðkenda. Þeir sem Sveitarfélagið Árborg styrkir skulu hafa jafnréttisáætlanir, sýna fram á að farið sé eftir þeim og að aðgerðaáætlun sé skýr. Sveitarfélagið hefur eftir- lit með því að fyrrgreind atriði séu uppfyllt og fjárveitingar skilyrðast við það. Menningar- og tómstundafulltrúa er falið að upplýsa samningsaðila um skyldur skv. framangreindu og kalla eftir upplýsingum um áætlanir og verklagsreglur. Samþykkt samhljóða TILLAGAN SEM LÖGÐ VAR FRAM Á FUNDI BÆJARRÁÐS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.