Morgunblaðið - 30.01.2018, Síða 19

Morgunblaðið - 30.01.2018, Síða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2018 Reykjavík Sjálfsmyndavélarnar smella ótt og títt því góð sjálfa er sönnun þess að maður hafi verið á tilteknum stað. Þessi ljósmyndari brosti breitt og skellti í eina sjálfu á ísilagðri Tjörninni. Eggert Á toppi hagsveifl- unnar á Íslandi er rétti tíminn að selja a.m.k. helming eign- arhluta ríkissjóðs í ís- lenskum bönkum og minnka þannig áhættu ríkissjóðs. Markaðs- verð eignarhlutar rík- issjóðs í bönkunum þremur nemur tæpum 500 – 600 ma.kr. sem er um 20% af landsframleiðslu Ís- lands. Ríkissjóður Íslands er stór eignaraðili að bönkum á Íslandi og nemur eignarhlutur ríkissjóðs í Landsbanka Íslands 100%, Íslands- banka 100% og Arionbanka 13%. Mikilvægt er að nýta fjármuni sem nást með sölu bankanna til að greiða niður skuldir og lífeyris- skuldbindingar sem mun skila sér í lægri vaxtagreiðslum í framtíðinni. Minnka þarf áhættu ríkissjóðs Mikilvægasti þáttur í árangri í eignastýringu á verðbréfamarkaði er áhættudreifing. Eignasamsetn- ing skýrir yfirleitt 99% af árangri í ávöxtun til lengri tíma. Flestir eru sammála um að áhætta ríkissjóðs vegna eignarhluta í bönkunum sé mikil og því mikil- vægt að móta stefnu um að minnka þessa áhættu með sölu að hluta eða í heilu lagi á toppi hagsveiflunnar á Íslandi. Bankasýslan er eignarhaldsfélag ríkisins á fjár- málamarkaði og fer með eignarhlut rík- isins í bönkum og fjár- málafyrirtækjum með- an uppbygging og endurreisn fjár- málakerfisins stendur yfir. Nú þegar búið er að aflétta fjármagns- höftum og erlendir fjárfestar eru farnir að fjárfesta í innlendum hlutabréfum, er tækifæri fyrir rík- issjóð að selja hluti sína í bönkum og fjármálafyrirtækjum að hluta eða öllu leyti. Óeðlilegt er að rík- issjóður taki slíka áhættu. Eðli- legra væri að minnka áhættuna og greiða niður skuldir eða greiða inn á lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs sem nema nú 35% af landsfram- leiðslu. Þannig mætti lækka vaxta- gjöld ríkissjóðs til framtíðar. Í ljósi þess að bankarnir hafa skilað góðri arðsemi eftir árið 2008 er eðlilegt að ríkissjóður skoði að selja t.a.m. helming af eignarhlut sínum í fyrrgreindum bönkum til innlendra og erlendra fjárfesta. Bankarnir fengu ákveðið forskot eftir bankahrunið með eignum á af- slætti sem var síðan selt á undan- förnum sex árum með töluverðum hagnaði sem hefur haft verulega jákvæð áhrif á afkomu þeirra. Núna þurfa bankarnir að treysta á hefðbundinn rekstur og hefur arð- semin farið minnkandi á und- anförnum misserum. Samkeppnin hefur aukist verulega og mun aukast ennfrekar með nýjum sam- keppnisaðilum. Þess utan hafa líf- eyrissjóðir landsins tekið yfir stór- an hluta af íbúðalánamarkaði með hagstæðari húsnæðislánum og námu þau um 135 ma.kr. á síðasta ári. Íslenska bankakerfið er í raun alltof stórt og óhagkvæmt, það er því mikilvægt að ríkissjóður selji eignarhluti sína og láti nýja eig- endur um fyrirliggjandi hagræð- ingu í bankakerfinu á næstu miss- erum. Gæta stjórnir bankanna og Bankasýslan hagsmuna al- mennings? Bankasýslan ber mikla ábyrgð með tilnefningu stjórnarmanna og með því að hámarka verðmæti og lágmarka áhættu ríkissjóðs með markvissri stefnumörkun og raun- hæfri framtíðarsýn. Fé án hirðis og stefnuleysi er ekki í boði í þessu mikilvæga hagsmunamáli ríkissjóðs og skattgreiðenda. Bankasýslan skipar sérstaka þriggja manna val- nefnd sem tilnefnir einstaklinga fyrir hönd ríkissjóðs sem rétt hafa til setu fyrir þeirra hönd í banka- ráðum eða stjórnum fyrirtækja á forræði stofnunarinnar. Valnefndin leitar eftir einstaklingum að eigin frumkvæði en einnig geta aðilar, sem telja sig uppfylla skilyrði fyrir stjórnarsetu, gefið kost á sér með því að senda valnefndinni ferilskrár sínar. Við ákvörðun um tilnefningu á stjórnarmanni leggur valnefndin mat á hæfni aðila m.a. að teknu til- liti til þess hversu mikla yfirsýn, þekkingu og reynslu viðkomandi hefur í tengslum við fyrirtækja- rekstur og starfshætti fjármálafyr- irtækja. Samkvæmt framtíðar- stefnu Bankasýslu ríkisins frá 12. mars 2012 kemur fram varðandi tímasetningu söluferlis bankanna: „Bankasýsla ríkisins telur hyggi- legt að ráðast fyrst í sölu minnstu eignarhluta, sem stofnunin fer með, og selja síðar stærri eignarhluti, og þá jafnvel í nokkrum áföngum. Í þessu felst að fyrst verður ráðist í sölu eignarhlutar í Íslandsbanka hf., en þó ekki fyrr en í fyrsta lagi á síðari hluta þessa árs. Stofnunin gerir ekki ráð fyrir að sala eignar- hluta í Arion banka hf. og í Lands- bankanum hf. hefjist fyrr en á næsta ári og að sala í Landsbank- anum hf. verði jafnvel framkvæmd í nokkrum áföngum.“ Nú er janúar 2018 og lítið að frétta af þessum málum. Nú þegar toppi hagsveiflunnar er náð er ágætt að fara huga að stefnumörk- un varðandi tímasetningu söluferlis þannig að hagsmuna almennings og skattgreiðanda sé gætt til hins ýtr- asta. Fersk hugsun við sölu bankanna Mikilvægt er að fá sjálfstæða hugsuði sem stjórnarmenn með reynslu og ferska hugsun sem skiptir máli, þeir séu víðsýnir og hafi eitthvað fram að færa til að mæta framtíðinni. Ekki er ólíklegt að verðmæti eignarhluta í bönk- unum fari minnkandi á næstu 2-3 árum þannig að ekki fáist nema 50- 60% af þeim verðmætum sem hægt er fá með sölu á næstu 6 mánuðum. Nú er rétti tíminn til að ríkissjóður minnki áhættu sína með sölu bank- anna og nái að lækka vaxta- greiðslur í framtíðinni. Fé án hirðis kemur upp í hugann þegar slíkt eignarhald hefur verið viðvarandi án stefnumörkunar eða raunhæfrar framtíðarsýnar í langan tíma. Nú er rétti tíminn og taka þarf ákvarð- anir og gæta þannig hagsmuna al- mennings og skattgreiðenda. Eftir Albert Þór Jónsson » Fé án hirðis kemur upp í hugann þegar slíkt eignarhald hefur verið viðvarandi án stefnumörkunar eða raunhæfrar framtíð- arsýnar í langan tíma. Albert Þór Jónsson Höfundur er viðskiptafræðingur með MCF í fjármálum fyrirtækja og 30 ára starfsreynslu á fjármálamarkaði. Rétti tíminn til að selja í bönkunum er núna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.