Morgunblaðið - 30.01.2018, Page 20

Morgunblaðið - 30.01.2018, Page 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2018 Súr hvalur og harðfiskur Opið virka daga 10.00 - 18.15 | laugardaga 11.00 - 15.00 Gnoðarvogi 44 | 104 Reykjavík | sími: 588 8686 Glæný lúða Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði fyrir þig til að taka með heim Ný línuýsa Klaustur- bleikja Í október 2016 sam- þykkti Alþingi tillögu til þingsályktunar um það, hvernig minnast skyldi aldarafmælis fullveldis Íslands. Kosin var nefnd full- trúa allra þingflokka er undirbúa skyldi há- tíðahöld árið 2018. Nefndinni var falið að taka saman rit um að- draganda sambandslaganna, efni þeirra og framkvæmd, rit um inn- tak fullveldisréttar, stofna til sýn- ingar í samvinnu við Árnastofnun á helstu handritum safnsins til að minna á grundvöll íslenskrar menn- ingar og forsendur sjálfstæðis þjóð- arinnar, stuðla að heildarútgáfu Ís- lendingasagna þannig að fornar bókmenntir Íslendinga væru jafnan öllum tiltækar, jafnt á bók sem í stafrænu formi, og hvetja skóla til að beina sjónum að þeim merku tímamótum sem urðu í íslensku samfélagi með sambandslögunum 1918. Að auki fól Alþingi Þingvalla- nefnd að ljúka stefnumörkun um uppbyggingu þjóðgarðsins á Þing- völlum og efna til sýningar um sögu Þingvalla og náttúrufar. Ljóðaarfur Íslendinga Í haust auglýsti fullveldisnefndin eftir tillögum að „vönduðum verk- efnum í tilefni afmælis fullveld- isins“. Nokkrir ljóðaunnendur sendu nefndinni sundurliðaða áætl- un um útgáfu sýnisbókar íslenskra ljóða 1918 til 2018 sem birst hefðu á öld íslensks fullveldis. Nefnd kennara og fræðifólks skyldi velja ljóðin. Gert var ráð fyrir að í sýnisbókinni yrðu um þrjú hundruð ljóð með einfaldri myndskreyt- ingu, skýringum og ör- stuttu æviágripi skáld- anna. Bókin yrði gefin út á vegum Mennta- málastofnunar og Rík- isútgáfu námsbóka og afhent nemendum í tí- unda bekk grunnskóla hinn 1. des- ember 2018 um leið og kynning á íslenskri ljóðagerð færi fram í öll- um skólum landsins. Síðan yrði bókin notuð sem skólaljóð fyrir grunnskóla og framhaldsskóla og seld ljóðaunnendum – og öðru áhugafólki á almennum markaði. Í greinargerðinni var tekið fram, að með útgáfu bókarinnar væri ætl- unin að styrkja íslenska tungu og vekja athygli á hinum einstaka ljóðaarfi Íslendinga á öld fullveld- isins, sem aldrei hefði verið meiri. Haft var samband við Rithöf- undasamband Íslands til þess að kanna hvort unnt væri að slaka á kröfu ljóðskálda og annarra rétt- indahafa um höfundarlaun vegna birtingar ljóðanna. Auk þess var haft samband við ýmis fyrirtæki og landssamtök til þess að leita eftir fjárstyrk til útgáfunnar sem brugð- ust vel við. Svar fullveldisnefndar Í svari fullveldisnefndar í nóv- ember sl. segir orðrétt: „Við val á verkefnum var litið til auglýstra áherslna þar sem segir m.a.: „Verk- efni sem síður er litið til: Útgáfu- verkefni, s.s. undirbúningur eða út- gáfa bóka, starfslaun, útgáfa geisladiska eða rafræn (stafræn) útgáfa eða gerð sjálfstæðs náms- efnis. Verkefni sem fela í sér skrán- ingu upplýsinga eða skráningu á menningarminjum. Slíkt fellur utan afmælisársins. Ekki eru veittir beinir stofn- eða rekstrarstyrkir.“ Einnig lítur nefndin til gæða verk- efna, vandaðra áætlana og land- fræðilegrar dreifingar. Það tilkynn- ist hér með að ekki er unnt að styðja við tillöguna Sýnisbók ís- lenskra ljóða 1918 til 2018.“ Þessum dómi fullveldisnefndar verður að hlíta – sætta sig við dóm- inn – þótt sumt í starfi og ummæl- um nefndarinnar stangist á, því að á vegum hennar verður unnið að út- gáfu Íslendingasagna, tekið saman rit um aðdraganda sambandslag- anna og rit um inntak fullveldis- réttar og stuðlað að heildarútgáfu Íslendingasagna og efnt til sýn- ingar um sögu Þingvalla og nátt- úrufar. Sýnisbók íslenskra ljóða Í ljósi þess, sem fram kemur hér að framan, er hvatt til umræðu um það, hvort ástæða er til að gefa út sýnisbók íslenskra ljóða 1918 til 2018 á grundvelli þess, að íslenskt fullveldi byggist á sjálfstæðu, lif- andi tungumáli svo og skilningi á mikilvægi tungumáls, ekki síst skilningi ungs fólks, en dýrmæt- ustu perlur íslenskrar tungu eru ljóð. Ljóð – dýrmætustu perlur málsins Eftir Tryggva Gíslason »Er ástæða til að gefa út sýnisbók ís- lenskra ljóða þegar ís- lenskt fullveldi byggist á lifandi tungumáli, en dýrmætustu perlur ís- lenskrar tungu eru ljóð. Tryggvi Gíslason Höfundur er fyrrverandi íslensku- kennari. tryggvi.gislason@gmail.com ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ? Axarvegur milli Skriðdals og Beru- fjarðar er um 18,5 km langur. Vegurinn fer hæst upp í um 530 m á smá kafla, en lækkar nokkuð ört til Beru- fjarðar og aflíðandi til Héraðs. Með því að byggja góðan heils- ársveg yrði með auð- veldum hætti hægt að þjónusta Axarveg að vetrarlagi. Ax- arvegur er mun snjóléttari en aðrir vegir í svipaðri hæð eins og t.d. Öxnadalsheiði og nýr vegur um Vopnafjarðarheiði svo og Möðru- dalsfjöllin eins og þau leggja sig og engum blöskrar að Vegagerðin þjónusti þessa vegi. Með góðum heilsársvegi um Öxi væri hring- urinn um landið styttur varanlega um 71 km. Vegurinn allt frá Egils- stöðum inn á Öxi, að undanskildum Skriðdalsbotni, liggur í dag á breið- um öruggum og hallalausum vegi á eins hættulausu svæði og orðið get- ur. Frá vegamótum í Skriðdalsbotn áfram inn á Axarveg verður 11-12 km beinn og aflíðandi vegakafli. Niður í Berufjörð á ca. 3 km kafla verður halli vegar hvergi meiri en 7,6 % á afmörkuðu svæði. Eftir framkvæmdir verður því leitun að hættuminni umferðaræð heldur en um Axarveg milli Egilsstaða og Berufjarðarbotns. Búið er að gróf- hanna veglínu um Öxi og fara með hana í gegnum umhverfismat. Með góðum heilsársvegi um Öxi er ekki aðeins verið að stytta hringleið fyr- ir almenna vegfarendur um 71 km heldur er um mikilvægan lið í að færa byggðarlög saman og styrkja Austurland sem eitt þjónustu- og atvinnusóknarsvæði. Vegstytting og uppbygging á öruggum leiðum eins og Axarvegi, sem vegfarendur sækja í síauknum mæli, tryggir eðlilegt umferðarflæði og er tví- mælalaust langáhrifaríkastur allra þeirra kosta sem liggja á borði sam- gönguyfirvalda á Austurlandi og þótt víðar væri leitað. Miðað við gríðarlega umferðaraukningu um Axarveg er ótrúlegt að ekki hafi orðið fleiri umferðarslys á Öxi en raunin er, þar sem enn er ekið á mjóum niðurgröfnum malarvegi sem hefur staðið í óbreyttum far- vegi frá upphafi vegagerðar þarna um. Aukning umferðar um Öxi er gríðarlega mikil – tölur frá Vega- gerðinni. 2015 = 43.243 bílar 2016 = 61.867 bílar 2017 = 78.711 bílar Aukning umferðar 2015-2017 er því hvorki meira né minna en 35.468 bílar. Umferðarkönnun Niðurstöður Umferðarkönnunar Vegagerðarinnar sem gerð var árið 2008 sýndu að umferð á ársgrund- velli eftir uppbyggingu heilsárs- vegar, yrði 160 bílar á sólarhring um Öxi og 70 bílar um firði sem er 71 km lengri leið. Ljóst er að miðað við umferðaraukningu frá árinu 2008 má margfalda þessar umferð- artölur í dag á ársgrundvelli í ljósi aukningar ferðamanna á liðnum ár- um. Að teknu tilliti til umferðar- aukningar á síðustu árum má því áætla í réttu hlutfalli við reiknilíkön að sparnaður vegna umferðar um nýjan heilsársveg um Öxi vegna mikillar vegstyttingar sé varlega áætlaður um 980.000.000 mkr. á ári. Miðað við niðurstöður umferð- arkönnunar Vegagerðarinnar er því öruggt að uppbyggður vegur um Öxi borgi sig upp vegna sparnaðar umferðar á aðeins þremur árum vegna mikillar vegstyttingar. Geta má þess að í ágústmánuði einum á liðnu sumri fóru samtals 16.616. bílar um veginn og ætla má að í þeim eina mán- uði hafi því farið a.m.k. 35-40.000 farþegar um Axarveg. Sparnaður umferðar um Öxi vegna færri ek- inna km, vegna mikillar vegstyttingar, færri slysa, minna slits og viðhalds á vegum, minni mengunar og samfélagslegra áhrifa sýnir að framkvæmd þessi er gríðarlega þjóðhagslega hagkvæm. Mikill þýstingur er í dag á að draga stórlega úr mengun vegna bílaumferðar, vegstyttingin um Öxi skorar þar sérstaklega mikið, sé stjórnvöldum alvara að vega þennan þátt inn. Vegstyttingin um Öxi minnkar einnig stórlega hættu á að ökumenn stærri bíla brjóti hvíld- artímalögin og um leið minnkar m.a. slysahætta vegna þreytu atvinnubíl- stjóra. Samfélagsleg áhrif Heilsársvegur um Öxi mun stór- auka allt samstarf og hugsanlega sameiningu Djúpavogs og Héraðs. Þá má leiða líkum að því að opnast getur á útflutning ferskra fisk- afurða frá Djúpavogshöfn sem eyk- ur nauðsyn að hafa stutta og greiða leið að alþjóðaflugvelli á Egils- stöðum. Þá slitnar tenging almenn- ingssamgangna og flugrútu á milli héraðs og Djúpavogs yfir vetrar- mánuðina, á þessu mun verða ger- breyting með tilkomu heilsársvegar um Öxi. Gríðarlega mikilvægt er nú að uppbygging Axarvegar verði sett inn á komandi 4 ára samgönguáætl- un nú í vor og framkvæmdin boðin út 2019 í beinu framhaldi af fram- kvæmdum við Skriðdalsbotn. Ef Axarframkvæmdinni verður dreift niður á 3 ár mun það einnig greiða fyrir að ráðast í fleiri brýnar ný- framkvæmdir á Austurlandi á sama tíma, meðal annars lagfæringar á Borgarfjarðarvegi. Meðan beðið er eftir fram- kvæmdum þarf einnig að endur- skoða vetrarþjónustu á Axarvegi sem er engin í dag og umferð þar liggur niðri af þeim sökum. Skorað er hér á stjórnvöld að standa við endurtekin loforð um að ráðast í þessar framkvæmdir og horfa til samþykkta SSA þar sem um árabil Axarvegur hefur verið settur í forgang nýframkvæmda á Austurlandi. Nú er lag að spýta í lófana á þeim svæðum sem þenslan er minnst. Nýr Axarvegur í forgangi Eftir Guðna Nikulásson Guðni Nikulásson »Mikilvægasta ný- framkvæmd á Aust- urlandi í vegagerð. Höfundur er fyrrverandi rekstr- arstjóri Vegagerðarinnar. gudni25@simnet.is Egilsstaðir S kr ið d al u r Breiðdalsheiði Seyðis- fjörður Eskifjörður Fáskrúðsfjörður Djúpivogur AXARVEGUR 939 9395 95 92 1 1 1 Axarvegur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.