Morgunblaðið - 30.01.2018, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 30.01.2018, Qupperneq 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2018 Vegir skilja verða um stund, vel skal Drottins ráði taka. Hann þeim ætlar endurfund, öllum sem í trúnni vaka. Æðstu fylling óska minna, ég mun þar um síðir finna. Þú varst geisli Guðs af náð, gefinn mér að lýsa veginn, göfuglyndi, dyggð og dáð. dagfar hreint og sólarmegin því ég minnist þín með gleði, þitt var traust, að Drottinn réði. Guð þig blessi um eilíf ár englum með á sólarlöndum. Mildur hann og maktarhár mun þér greiða úr föðurhöndum laun fyrir þitt lífsstarf trúa og ljóssins helgu skarti búa. (Erlingur Filippusson) Elsku amma Regína, ég kveð þig með djúpum söknuði. Minn- ingarnar eru stórkostlegar og ótal margar, þú áttir þér engan líka. Ég læt fylgja kvæðið sem Er- lingur faðir þinn orti í minningu móður þinnar ásamt bæn sem Guðmundur Jóhann Guðmunds- son heitinn, sem var vinur okkar beggja léði mér til birtingar í Vatnafólkinu. Guð geymi þig og varðveiti. Ó sú unun enn sá dýrðarljómi, oss sem birtist frá Guðs helgi dómi. Eilíf ást og friður eykst þeim sem biður. Orka Guðs að öllu góðu styður. (Kristján Jónsson frá Stóra-Ármóti í Flóa) Regína Magdalena Erlingsdóttir ✝ Regína Magda-lena Erlings- dóttir fæddist 30. september 1923. Hún lést 20. janúar 2018. Útför Regínu fór fram 29. janúar 2018. Við Brian send- um öllum ættingjum og vinum ömmu innilegar samúðar- kveðjur. Brynja Sverrisdóttir. Við andlát Reg- ínu Magdalenu Er- lingsdóttur, föður- systur minnar, hafa öll börn Erlings Filippussonar grasalæknis og Kristínar Jóns- dóttur kvatt þetta jarðlíf. Regína giftist móðurbróður mínum, þannig að mikill skyld- leiki er milli mín og barna Regínu, en við erum systkina- börn í báðar ættir. Mikill sam- gangur var alltaf milli fjölskyldnanna. Regína var næstyngst í hópi sinna systkina en 11 komust til fullorðinsára. Hún var aðeins 11 ára þegar móðir þeirra lést og mundi glöggt þau þungu spor að fylgja líkbílnum upp í kirkjugarð. Þótt lífið væri oftast mesta basl fyrir fólk, sem byrjaði bú- skap á stríðsárunum með tvær hendur tómar, minnist ég Regínu alltaf sem flottu frænku minnar. Alltaf var hún smekklega klædd og fín um hárið og oftast á háhæl- uðum skóm. Satt að segja minnti hún mig alltaf svolítið á Marilyn Monroe. Sem dæmi um hvað lífið getur verið skemmtilegt í einfaldleik- anum gerðist það fyrir um 40 ár- um að fjölskylda mín var í sumar- bústað í Munaðarnesi og Regína og Freyr komu og tjölduðu þar á leið eitthvað norður í land í sumarfrí. Þau kynntust hjónum í næsta tjaldi og tjaldbúar fóru að spila brids. Ekki var haldið lengra í þessu fríi og dvölin á tjaldstæð- inu og bridsið framlengt út vik- una og síðan haldið aftur heim eftir ánægjulegt frí. Ég kveð Regínu frænku mína með söknuði. Guðlaug Sveinbjarnardóttir. Mig langar að minnast elsku- legrar móðursystur minnar í fáum orðum. Með henni eru þau öll látin, börn Erlings Filippus- sonar, móðurafa míns. Regína var yngst systranna á eftir móð- ur minni, aðeins eitt ár skildi þær að í aldri. Þær voru einstaklega sam- rýndar systurnar og miklir kær- leikar með þeim, áttu jafnvel nokkur barna sinna með nokk- urra vikna millibili. Að auki störfuðu þeir saman faðir minn og Freyr, maður Regínu, um árabil. Þær voru oft í daglegu símasamband systurnar, stór- fjölskyldan var þeim einkar hug- leikin og var vel fylgst með barnsfæðingum, giftingum, heilsufari o.s.frv. Þær systur hittust oft ásamt mökunum á ár- um áður meðan heilsa og þrek leyfði. Einkar minnisstæð var utan- landsferð sem farin var snemma á áttunda áratugnum er þrjár systranna ásamt mökunum fóru til Norðurlanda og Þýskalands. Ósjaldan voru dregin fram myndaalbúm og ljósmyndir skoðaðar úr þeirri fínu ferð. Regína missti manninn sinn, hann Frey, fyrir allnokkrum ár- um og komst líklega aldrei yfir þá sorg. Já, hún var einstaklega trygg sínum, hún frænka mín, og eftir að móðir okkar féll frá vor- um við systur í sambandi við Regínu af og til, hún hringdi eða við í hana, alltaf hafði hún mikinn áhuga á að fá fréttir af fjöl- skyldumeðlimum og lét jafn- framt einlæglega í ljós hvað hún saknaði mikið systur sinnar, móður okkar. Í þessum samtölum kom oft svo augljóslega í ljós hversu stál- minnug hún var á atburði og með öll nöfn t.d. á hreinu. Hún var alla tíð mikil dama, hafði einstaklega fallegt ljóst hár, alltaf vel til höfð, átti falleg föt og notaði nær undantekning- arlaust háhæla skó og varalitur- inn var aldrei langt undan. Elsku frænka, takk fyrir alla umhyggjusemina í gegnum árin og takk fyrir hvað þú tókst vel a móti mér þegar ég var að „ryðj- ast inn“ á ykkur fjölskylduna í hádegishléum þegar ég vann í ná- grenninu hér á árum áður. Guð blessi minningu elsku Regínu. Hugur minn er með ást- vinunum. Aðalheiður Ingvadóttir. Kynni mín af Regínu Erlings- dóttur hófust fyrir hartnær þrjá- tíu árum er við Chien Tai fórum að draga okkur saman. Hún tók mér strax vel eins og hennar var von og vísa. Reyndar skilst mér að henni hafi þótt ég hálfpartinn munaðarlaus að eiga hvorki ömmu né afa á lífi, blessaður ung- lingurinn. Samskipti okkar Regínu voru með hefðbundnum hætti, við hitt- umst í fjölskylduboðum og í heimsóknum á Langholtsvegi eða þegar hún og Freyr komu til okk- ar á Gunnarsbraut. Það var svo eftir að við Chien Tai fluttum til Ameríku að Regína kom nokkr- um sinnum í heimsókn og gisti hjá okkur um allnokkurn tíma. Þá var gaman; við spiluðum manna og Regína hló svo mikið að hún gat varla komið upp orði. Það var einkennandi fyrir Regínu hvað hún var stolt af sínu fólki og hlý í garð þess. Strák- arnir okkar nutu góðs af því eins og aðrir, og ég hugsa um hve heppnir þeir hafa verið að eiga svo góða langömmu og fá að njóta hennar langt fram eftir aldri. Ég var ekki síður heppinn að kynn- ast henni, fá að njóta gestrisni hennar og hlýju og ræða við hana um Erling föður sinn, systkini hans og uppvaxtarár hennar í Haukalandi og á Grettisgötu. Það er því með þakklæti að ég kveð Regínu. Hún lifði langa og góða ævi og skildi eftir sig stóran og samheldinn hóp afkomenda sem bera henni fagurt vitni. Ágúst Valfells. Það er þyngra en tárum taki að kveðja. Ég er ekki bara að kveðja pabba minn heldur góðan vin og golffélaga. Upp í hugann koma óteljandi stundir tengdar pabba og Eyjum. Við pabbi skeggræddum og unnum mikið í viðhaldi á húsinu á Höfðavegi 39. Miklar vangaveltur um að byggja bílskúrinn sem aldrei varð þó að veruleika. Ótelj- andi golfhringir á golfvellinum í Eyjum, þótt þeir eftirminnileg- ustu séu með pabba, Þórði Hall- gríms og fleirum hin síðari ár. Ekki má gleyma þeim tíma sem pabbi var í rollubúskapnum og þá stóð hæst smölun í Elliðaey og heyskapurinn í Suðurgarði. Kúttmagakvöldið í Akóges var fastur liður til margra ára hjá okkur feðgum. Gunni mágur varð svo fastamaður í okkar hópi hin síðari ár. Það er mér ofarlega í minni þegar við Kiddi bróðir vor- um að reyna að koma okkur til Eyja á kúttmagakvöldið í Akóges í fyrra og hann hafði það á orði að hann ætlaði ekki að missa af mögulega síðasta kúttmagakvöldi pabba, en hvern hefði órað fyrir því að þetta yrði síðasta kútt- magakvöld Kidda bróður. Pabbi var mikill þjóðhátíðar- maður þótt hann hafi ekki farið í dalinn síðasta aldarfjórðunginn ef undan eru skilin síðustu þrjú ár. Hans aðkoma fólst í því að koma tjaldi og tilheyrandi í dalinn og sjá til þess að þjóðhátíðarhaldið væri eins og vera bæri. Hans stóra hlutverk var þó í eldhúsinu þar sem hann sá um að elda ofan í alla þá sem gistu á Höfðaveginum og var oft margt um manninn. Einn- ig var hans hlutverk að draga mig á golfvöllinn hvernig svo sem ástand mitt var eftir nætur- bröltið. Í skipstjóratíð pabba er það aðallega heimkoman úr siglingun- um sem stendur upp úr. Alls kon- ar dót, sælgæti og gos sem ekki var fáanlegt hér heima. Einnig man ég vel eftir að hafa farið einn stuttann túr með pabba og lá ég í kojunni hans nánast allan tímann. Nærtækari er þó tími hans sem hafnarstjóri. Pabbi var harður í horn að taka sem hafnarstjóri, þó held ég að hann hafi alltaf verið nokkuð sanngjarn. Hann hafði skýra sýn á hvernig höfnin og hafnarmálin áttu að vera. Það var aðdáunar- vert að fylgjast með honum taka hafnarmálin í gegn. Endurnýja hafnarkantana nánast allan hringinn svo eitthvað sé nefnt og það voru ófáar ferðirnar farnar niður á höfn að fylgjast með fram- kvæmdum. Einnig er smíði lóðs- ins hjá skipalyftunni eftir- minnileg þar sem ég var við störf í sumarvinnu og pabbi kom reglu- lega að fylgjast með framgangi mála. Hann togaði í óteljandi spotta sem hafnarstjóri og sinnti þar margföldu starfi. Ég vil meina að hann hafi komið höfn- inni og hafnarmálum í það horf sem þau þó eru í dag. Svo var uppáhaldsstaður afa- barnanna í stólnum með afa Óla, í flestum tilvikum að trufla hann í sudokunum. Helga Lilja var þar engin undantekning. Hún kunni hvergi betur við sig en í stólnum með afa Óla og treysti engum öðr- um fyrir því að klippa á sér negl- urnar. Veröldin verður svo sannar- lega ekki söm án pabba og Kidda bróður. Ánægjan af golfíþróttinni verður aldrei söm. Ólafur M. Kristinsson ✝ Ólafur MagnúsKristinsson fæddist 2. desember 1939. Hann lést 4. janúar 2018. Útför Ólafs fór fram 13. janúar 2018. Ég á svo sannar- lega eftir að sakna pabba gamla líkt og Helga Lilja á eftir að sakna afa Óla. Þinn sonur Guðlaugur (Gulli). Óli Kristins, vin- ur og félagi, er horfinn sjónum. Langri og harðri baráttu við illvígan sjúkdóm er lokið. Enn er höggvið skarð í ævi- langan vinahóp okkar bekkjar- systkinanna úr MA ’59, en hann er sá 20. af 67 sem fellur í valinn. Haustið 1955 settumst við í 3. bekk MA. Bekkjardeild okkar Óla var strákabekkur og þar voru miklir dugnaðarmenn, harðir námsmenn og sterkir karakterar, sem allir bjuggu saman í heima- vistinni og þar mótaðist hin sterka samkennd og samheldni, sem haldist hefur alla tíð síðan og einkennt MA-hópinn okkar. Heimavistardvölin í fjóra vetur hafði þroskandi og menntandi áhrif og samvistirnar við góða og trausta félaga voru ómetanlegar. Þessi hópur náði strax ótrúlega vel saman, við studdum hvert annað í blíðu og stríðu, samkennd og einlæg traust vinátta varð strax aðalsmerki þessa hóps. Við Óli vorum næstu þrjá vetur í stærðfræðideildinni, eða allt til stúdentsprófs og við útskrifuðust í stórhríðinni 17. júní 1959. Hefð- bundin hópmyndataka var ómöguleg utan dyra sökum snjó- komu og illviðris. Eftir hópmynd- ina í leikfimihúsinu gamla skildi leiðir um sinn en traust vinabönd- in voru tengd áfram og hlýjan til skólans okkar og gömlu skóla- félaganna úr MA er sterk í raun og í minningunni. Óli Kristins hafði sjómanns- blóð í æðum, faðir hans var skip- stjóri í Vestmannaeyjum og föðurafi hans Magnús Jónsson var ritstjóri, skáldmæltur, út- vegsmaður og skipstjóri í Vest- mannaeyjum. Óli var skarpgáfaður og átti létt með námið. Hann hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum, var rökfastur og sann- færandi, en átti samt gott með að taka gagnrökum og meta og virða skoðanir annarra. Hann var eft- irminnilegur, vel gerður og glað- sinna og með hressilegu og kátu viðmóti sínu var hann hrókur alls fagnaðar í samskiptum okkar bekkjarfélaganna. Hann mætti oft fyrr á árum á árlega fundi okk- ar MA ’59-félaganna. Alltaf var hann hress og glaður og ófeiminn að láta skoðanir sínar í ljós og ræða málin. Það voru skemmti- legar heimsóknir, þegar hann kom stundum við hjá mér í vinnunni á Reykjavíkurflugvelli á árum áður, þegar hann var að bíða eftir flugi til Vestmannaeyja. Vinur okkar og félagi stríddi nánast í áratug við illvígt krabba- meinið. Í samræmi við karakter- styrk, eðlislæga þrautseigju og dugnað barmaði hann sér ekki og gafst ekki upp fyrr en í fulla hnef- ana. Síðasti fundur hans og vina- hópsins góða frá MA var 29. maí 2014, þegar við félagarnir fjöl- menntum í Vestmannaeyjaferð og þar var tekið fagnandi á móti okkur. Öll vissum við að Óli hafði átt í harðri baráttu, en hann lék á als oddi, glaður og hress að vanda, og þannig munum við þennan kæra vin okkar. Um leið og ég bið góðan Guð að blessa minningu þessa horfna vin- ar og félaga vottum við gömlu traustu félagarnir úr árganginum okkar MA ’59 Ingu konu hans, börnum og fjölskyldunni allri innilega samúð okkar á sorgar- stundu. Skúli Jón Sigurðarson. Leó frændi er fallinn frá. Langt fyrir aldur fram, vil ég segja. Þegar maður á besta aldri sem lifir hóflegu og reglusömu lífi – stundar meira að segja lík- amsrækt – fer yfir móðuna miklu finnst manni það óréttlátt og er einhvernveginn ekki sátt- ur. Þá göngum við auðvitað út frá okkar mannlegu réttlætis- kennd – annað er okkur ekki gefið að skilja. Stundum er sagt „þeir sem guðirnir elska deyja ungir“. Það er trústerkum huggun á erf- iðum tímum. Leó og ég vorum systrasynir, tveggja af þeim fimmtán dætr- um sem afi og amma í Rétt- arholti eignuðust. Þar hittumst við Leó í ættarboðum og við önnur tækifæri, gengum kring- um jólatré og lékum okkur við önnur börn og barnabörn ömmu og afa. Húsið var fullt og kaffiborðið svignaði undan þjóðlegum veit- ingum. Samstarf og vinátta tókst með föður mínum og föður Leós – þeim mæta manni Guðmundi Leó Eiríkur Löve ✝ Leó EiríkurLöve fæddist í Reykjavík 25. mars 1948. Hann lést 10. desember 2017. Útför Leós fór fram 20. desember 2017. Löve. Heimsóknir þeirra hvors til annars – svo og samgangur systr- anna, mæðra okkar – leiddu til þess að við Leó hittumst nokkuð oft. Leó gekk menntaveginn, lærði lögfræði, tók héraðsdómsréttindi og síðan réttindi hæstaréttarlögmanns. Hann fór til Kaupmannahafnar og kynnti sér starf umboðsmanns alþing- is, en það embætti var þá ekki til á Íslandi. Veit ég ekki betur en hann hafi átt drjúgan þátt í að koma því á hér á landi. Var það mikið þarfaverk. Auk lögfræðistarfa stundaði Leó nokkur viðskipti enda hafði hann næmt auga fyrir við- skiptatækifærum. Hann eignað- ist nokkrar fasteignir, ýmist einn eða í félagi við aðra. Hann kom að rekstri prentsmiðju og einnig veitingastaða. Þá er ótal- ið að hann var ritfær vel og eft- ir hann liggja bæði greinar og bækur. Þrátt fyrir annríki hafði Leó þó jafnan tíma til að liðsinna þeim í stórfjölskyldunni sem á aðstoð þurftu að halda. Það fékk ég að reyna sjálfur. Um leið og ég þakka góðar samverustundir sendi ég afkom- endum og ástvinum Leós inni- legar samúðarkveðjur. Baldur Ágústsson. Okkar ástkæri BJÖRN H. EIRÍKSSON bókaútgefandi, Súlunesi 18, Garðabæ, lést þriðjudaginn 23. janúar í faðmi ástvina. Hann verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju Kirkjulundi 3, Garðabæ, föstudaginn 2. febrúar klukkan 15. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Ljósið, endurhæfingu fyrir krabba- meinsgreinda. Nína Stefnisdóttir Birna Klara Björnsdóttir Þorgrímur Jónsson Heiðdís Björnsdóttir Þorvaldur Gísli Kristinsson Heiðar Ingi Svansson Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær bróðir minn, mágur og frændi, PÁLMI INGÓLFSSON, Prestastíg 11, lést laugardaginn 27. janúar. Guðrún Ingólfsdóttir Eiríkur Rögnvaldsson Ingólfur Eiríksson Marianne Tonja Ringström Feka, Daniel Feka Dennis og Edvin Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, KRISTÍN INGVARSDÓTTIR, Laugarásvegi 38, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni föstudaginn 26. janúar 2018. Hún verður jarðsungin frá Áskirkju í Reykjavík föstudaginn 2. febrúar klukkan 13. Inga Marta Jónasdóttir Jón Gunnlaugur Jónasson Birna Sigurbjörnsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.