Morgunblaðið - 30.01.2018, Side 22

Morgunblaðið - 30.01.2018, Side 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2018 ✝ Herdís Guð-mundsdóttir fæddist á Böðmóðs- stöðum í Laugar- dal, Árnessýslu, 14. september 1934. Hún lést á Land- spítalanum 21. jan- úar 2018. Foreldrar Her- dísar voru hjónin Karólína Árna- dóttir húsmóðir, f. 20.11. 1897, d. 25.3. 1981, og Guðmundur Ingimar Njálsson, bóndi, f. 10.7. 1894, d. 18.11. 1971. Systkini Herdísar voru Guð- brandur, f. 1919, d. 1919, Guð- björn, f. 1920, d. 1999, Ólafía, f. 1921, d. 2011, Aðalheiður, f. 1922, Kristrún, f. 1924, d. 1994, Jóna Sigríður, f. 1925, d. 2017, Valgerður, f. 1927, Fjóla, f. 1928, d. 2011, Lilja, f. 1928, Njáll, f. 1929, d. 2004, Ragn- heiður, f. 1931, Árni, f. 1932, Guðrún, f. 1933, d. 1974, Hörð- ur, f. 1936. Herdís giftist 31.3. 1956 Vil- hjálmi Sigtryggssyni, skógrækt- arfræðingi, f. 6.5. 1931. For- eldrar hans voru Vilhelmína Þórdís Vilhjálmsdóttir hús- stöðum. Hún nam við Laugar- vatnsskóla en hóf ung störf við Útvegsbankann og síðar við Den Danske Landmandsbank er þau hjónin bjuggu í Danmörku. Hún var húsmóðir á meðan börnin voru ung, rak heimagist- ingu um tíma, starfaði síðar sem skrifstofustjóri hjá Skóg- ræktarfélagi Reykjavíkur, rit- ari hjá Heilsuvernd, Hlíðaskóla og á Landspítalanum. Herdís var virk í félagsstörfum, var meðal stofnenda Kvenfélags Breiðholts, var félagi í Kven- félagi Hringsins, gjaldkeri þess um árabil og var sjálfboðaliði Rauða krossins. Hún var söng- elsk og meðal stofnfélaga Kirkjukórs Miðdalskirkju. Hún tók einnig þátt í félags- og íþróttastarfi aldraðra í Garða- bæ. Herdís var mikil áhugamann- eskja um útivist og skógrækt og sjást þess glögg merki í sælu- reit fjölskyldunnar í Bjarkar- höfða í Laugardal. Herdís og Vilhjálmur hófu sinn búskap í Eskihlíð árið 1956, en byggðu sér íbúð 1957 í Gnoðarvogi þar sem þau bjuggu til ársins 1969 er þau fluttu í ný- byggt hús sitt við Lambastekk í Breiðholti. Þar bjuggu þau til ársins 2001 er þau fluttu í Garðabæ, fyrst í Hrísmóa en síðar á Strikið 4. Útför Herdísar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 30. janúar 2018, og hefst athöfnin kl. 13. móðir og Sigtrygg- ur Eiríksson, lög- reglumaður og starfsmaður Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur. Börn Herdísar og Vil- hjálms eru Berg- ljót, kennari, f. 13.5. 1958, gift Haraldi Haralds- syni skólastjóra og eiga þau fjögur börn, Vilhjálm Karl, Herdísi Sólborgu, Svanhildi Höllu og Harald Óla. Vilhjálmur, for- stöðumaður hjá Arion banka, f. 27.11. 1965, kvæntur Svövu Bernhard Sigurjónsdóttur leik- skólakennara og eiga þau fjög- ur börn, Sigurjón Friðbjörn, Hinrik Steinar, Þorbjörgu Bernhard og Vilhjálm Andra. Ingunn Björk, stjórnenda- ráðgjafi, f. 18.7. 1973. Var gift Ólafi Erni Guðmundssyni og eiga þau þrjár dætur, Bryndísi, Ólafíu Bellu og Katrínu Eddu. Barnabarnabörn Vilhjálms og Herdísar eru Eldey Fönn, Svava Bernhard, Steinarr Karl, Svan- hildur Júlía, sem lést við fæð- ingu, og Dagur Steinn. Herdís ólst upp á Böðmóðs- Að lýsa sambandi móður og barns er ekki auðvelt og að kveðja móður sína verður ekki gert með orðum einum. Mig langar samt að kveðja mömmu mína með fáeinum fátæklegum orðum. Mamma mín sem gaf mér líf, fæddi mig í þennan heim og hef- ur fylgt mér hvert fótmál og sem mun ávallt eiga sér stað í hjarta mínu, sál og gjörðum, er dáin. Hversu hart er það og óaftur- kræft. Ekki verður annað sagt en að við mamma höfum verið sam- rýndar enda áttum við svo margt sameiginlegt, þó að við höfum einnig um ýmislegt verið ólíkar. Ég er elst minna systkina og alin upp sem einbirni fyrstu sjö ár ævi minnar. Ég naut athygli og eftirlætis foreldra minna, for- feðra og ættingja í báðar ættir. Ég naut þeirrar gæfu að dvelja langdvölum í sveitinni hjá afa og ömmu á Böðmóðsstöðum, innan um systkini mömmu, maka þeirra og frændsystkini mín. Ég náði því meira að segja að vera kaupakona um tíma. Að nokkru leyti hef ég sem barn gert mér grein fyrir lífsbar- áttunni og elju þeirra sem strita í sveita síns andlitis, en mest man ég ævintýraljómann sem mér fannst umlykja allt, leikina, grínið og sönginn. Í minningunni ber þó hæst hlýjuna, ylinn og opinn mjúkan faðm ömmu minnar. Þennan opna faðm fékk móðir mín í vöggugjöf frá móður sinni. Við systkinin, börn okkar og barnabörn höfum notið þessa ríkulega. Pabbi og mamma voru óþreytandi við að gera mér glaða daga og efla lífsgleði mína og þroska. Mamma mín kenndi mér svo margt, ljóð, sögur, söngva, vinnubrögð og að taka ábyrgð á mér og öðrum. Þegar systkini mín fæddust þá var ekkert eðli- legra en ég fengi að vera þátt- takandi í umönnun þeirra. Við vorum því samstiga í ást og um- hyggju til nýburanna og ég fagn- aði stækkun fjölskyldunnar laus við alla afbrýðisemi sem stund- um getur átt sér stað þegar nýtt barn fæðist. Mér finnst hún mamma hafi gert þetta svo eðli- lega og áreynslulaust, þó að ekki hafi hana skort festu ef svo bar undir eða til þurfti. Mamma var á margan hátt víðsýn kona, en hún var samt ekki eitt í dag og annað á morg- un. Í henni sameinaðist sveita- stúlkan og borgardaman á ein- faldan og eðlilegan hátt. Mamma mín var alltaf svo falleg hvort sem hún var með svuntu við sláturgerð, í grænu fötunum með rauðu húfuna við gróðursetningu eða þegar hún klæddist sínum fínustu kjólum og háu hælum á leið í samkvæmi. Hún var ekki alltaf opin um sína eigin hagi og vönd var hún að virðingu sinni. En þótt ský drægi fyrir sólu var aldrei langt í lundina kátu, stríðnina og græskulausa grínið. En umfram allt var hún heiðar- leg og kærleiksrík kona, fyrir- mynd mín í svo mörgu, ástrík móðir og vinur. Ég sakna þín, mamma mín, og mun alltaf gera og þrátt fyrir að ég geti ekki hitt þig þá ætla ég alltaf að vera í sambandi við þig. Í hjartanu hvílir þú, í huganum lifir þú, í sálinni rennum við sam- an, í verki reyni ég að framhalda umhyggju þinni fyrir pabba, fjöl- skyldu okkar og vinum. Elsku besta mamma mín, hvíl þú í friði. Þín elskandi dóttir, Bergljót Vilhjálmsdóttir. Hjá vöggu minni mamma söng í myrkum næturskugga, þau kvæðin voru ljúf og löng og lögnust mig að hugga. Ó, elsku, góða mamma mín, þín mynd í hug mér ljómar, er ljúfa vögguvísan þín, svo viðkvæmt til mín hljómar. Með þessum erindum vil ég kveðja móður mína, Herdísi Guðmundsdóttur, en þetta lag söng hún fyrir mig öll kvöld þeg- ar hún var að svæfa mig sem barn. Mamma fór með bænirnar fyrir mig öll kvöld og strauk mér um augun. Það er einmitt þetta, festan, umhyggjan, hlýjan og gleðin sem einkenndi móður mína. Hún var fyrirmynd mín, stoð og stytta í gegnum lífið. Hún hringdi í mig á hverjum degi og tók stöðuna á mér, fór yfir daginn, verkefni dagsins, hún vildi vita hvað stelpurnar mínar væru að gera og hvernig okkur gengi. Hún var með alla þræði í höndum sér og aldrei kom sá dagur sem ég heyrði ekki í henni. Ég bíð því enn við sím- ann, elsku mamma, ég var ekki tilbúin að kveðja þig. Þú varst svo glöð að hafa komist loksins í hnjáskiptaaðgerðina og hljópst um eins og spretthlaupari dag- inn eftir aðgerð og byrjuð að æfa þig á tröppunum á spítalanum. Síðustu orð þín voru að nú skyld- um við ganga saman upp á Esju í sumar, en myndum byrja á tröppunum heima hjá mér þar sem þú gætir loksins séð her- bergi stelpnanna minna. Mig langar að enda kveðju mína á orðum þínum sem birtust í ættarriti ykkar pabba sem var gefið út á áttræðisafmæli þínu fyrir þremur árum. „Ég vildi að ég væri góð í fótunum og gæti hlaupið um allt og dansað, en maður verður að reyna að vera bjartsýnn, það gæti verið verra. Ég er aðallega ánægð að hafa alla í kringum okkur.“ Elsku mamma, ég mun taka þig með mér dansandi upp á Esju og heiðra minningu þína. Ég tek með mér síma til að spjalla við þig, kampavín og stærsta vindil sem ég finn (þú veist hvað ég á við, mamma), ég mun reyna að sleppa og fagna lífinu áfram með anda þinn yfir mér. Takk, elsku mamma. Guð geymi þig. Þín dóttir, Ingunn Björk. Elsku mamma. Takk fyrir allt. Orðatiltækið „þú velur vini þína, en ekki fjölskyldu“ fær mig til að segja: Elsku mamma, takk fyrir að velja mig. Þú hefur verið samviska mín, trúnaðarvinur og fyrirmynd frá því að ég man eftir mér. Umhyggja, glaðleiki, góð- látleg stríðni og hlátur eru eig- inleikar sem ég vil halda á lofti. Því undir niðri voru sterk grunn- gildi sem þú vékst aldrei frá, sem eru heiðarleiki, umburðarlyndi og hugrekki. Þú umgekkst fjöl- skyldu og vini með þessum eig- inleikum og gildum og fyrir það ber að þakka. Ég trúi að það hafi oft tekið á taugarnar að siða til uppátektasaman gutta í Breið- holti sem fannst mjög sniðugt að safna saman ánamöðkum í vasa fyrir veiðina næsta sumar, en gerði sér ekki grein fyrir því að það þyrfti að þvo buxurnar. Enda gerðir þú allt sem í þínu valdi stóð til að koma drengnum til manns. Það voru keyptir tímar í píanókennslu, nú skyldi verða til maður sem spilaði klassíska tónlist. Ég hins vegar fann lausn sem fólst í eigin út- gáfu af „Þegar Tumi fer á fætur“. Enn í dag kemur skrítinn svipur á nánustu ættingja þegar ég býðst til að spila lagið. En þið pabbi kennduð mér svo margt með þessu. Vera óhræddur við að taka eigin ákvarðanir og vinna með þau gildi sem þið inn- rættuð okkur systkinum, standa með sjálfum sér. Fyrir það verð ég þakklátur alla tíð. Nú erum við á krossgötum mamma og þurfum að stíga næstu skref. Við höfum átt sam- töl um dauðann og furðað okkur á hlutum sem við getum ekki út- skýrt með góðu móti. Afi dó og klukkan í ofninum stöðvaðist á sama tíma. Svo dó amma og þá stöðvaðist stofuklukkan án nokk- urra skýringa. Á síðasta ári féll Sigga systir þín frá og þá stopp- aði stofuklukkan aftur. Við ræddum þetta mikið og veltum fyrir okkur hvort þetta gæti ver- ið tilviljun, stríðni eða hvað. Þú sagðir við mig að þegar þú myndir kveðja þá myndir þú al- veg örugglega láta okkur vita af því. Það var nú samt alveg óþarfi að stoppa lyftuna í tvo daga, svo að við þurftum að fá sjúkrabíl til að ná í pabba á dánarbeðinn – eða hvað? Fyrir mér er þetta væntumþykja. Láta okkur vita að þér standi ekki á sama og sért til staðar hvað sem á bjátar. Elsku mamma. Mikið er ég þakklátur fyrir að hafa átt þig. Hvíl í friði. Þinn sonur Vilhjálmur (Villi). Hvað er hugrekki? Ég er heppin. Í kringum mig hefur raðast fólk, bæði fjölskylda og vinir sem hafa gert mig að betri manneskju. Fólk sem ég hef lært af. Að hugsa um Dísu er eins og að hugsa um hugrekki. Í fallegu og góðu tengdamömmu minni bjó ótrúlega kjarkmikill einstaklingur sem stóð með sjálf- um sér og öðrum. Hún sagði sannleikann, var vinur og var alltaf tilbúin að prófa eitthvað nýtt. Dísa hafði sterka sjálfs- mynd og sjálfsöryggi og gat staðið frammi fyrir erfiðleikum og áskorunum en samt breytt rétt. Í dag þurfum við sem kveðjum Dísu á hugrekki að halda til að horfast í augu við erfiðar aðstæð- ur og hafa kjark til þess að halda áfram. Ást gefur okkur hugrekki og Dísa gaf óendanlega mikið af ást til allra í kringum sig. Að læra af Dísu var auðvelt, hún gerði mig betri, hún kenndi mér hugrekki. Ást til þín, elsku Dísa mín. Þín tengdadóttir Svava Bernhard Sigurjónsdóttir. Trú, von og kærleikur. Þegar Herdís Guðmundsdóttir, hún Dísa, tengdamóðir mín og vin- kona til rúmlega fjörutíu og tveggja ára, fór í aðgerð á hné bárum við öll ugg í brjósti, enda ekki háskalaust fyrir roskinn einstakling. Þá var gott að hafa trú og treysta því að allt færi vel, enda Dísa sjálf viljasterk og ein- örð. Aðgerðin tókst vel og vék burt nístandi kvöl sem hrjáð hafði undangengin misseri. Dísa var fljót á fætur, rösk í spori, hörð af sér og létt í lund. Þarna bættist vonin við trúna, að mesti háskinn væri hjá liðinn og betri tíma að vænta. „Aldrei er svo bjart yfir öð- lingsmanni, að eigi geti syrt eins sviplega og nú.“ Höggið dundi yfir og eftir skammvinnt bakslag kom kallið sem enginn fær umflúið. Í fullri von, af andlegum styrk og með óbilaða vitund, kvaddi Dísa mín fyrirvaralítið þennan heim í höndum góðra bráðalækna og hjúkrunarfólks Landspítalans sunnudaginn 21. janúar síðastliðinn. Í skyndilegri og djúpri sorg aðstandenda og vina byrjaði kærleikurinn að vinna sitt verk. Kærleikurinn sem henni var í blóð borinn og kenndur af ástrík- um og trúuðum foreldrum, systkinum og ömmu á æsku- heimili hennar, Böðmóðsstöðum í Laugardal í Árnessýslu. Kærleikurinn sem hún deildi ómældum til eiginmanns, barna sinna, ættingja, vina og sam- ferðafólks. Nú nutu allir leiðsagnar henn- ar og ræktunar á þessari miklu sorgarstund. Dísa vissi og lifði í þeirri vitund að allir hefðu sitt fram að leggja, en enginn gæti allt og með sameiningu krafta sinna fengju menn mestu áorkað. Systkinin á Böðmóðsstöðum voru fimmtán fædd og fjórtán komust til fullorðinsára. Það gef- ur augaleið að foreldrar, börn og annað heimilisfólk hefur lagt hart að sér við lífsbaráttuna. Þau voru góðum gáfum gædd til hug- ar og handa og kannski einmitt vegna fjölþættrar greindar og lífsgleði, þá gáfu þau sér tíma á hverjum degi til leikja, söngs, iðkunar trúar og annarrar sam- veru. Þessu hafa systkinin haldið fram á efri ár þegar þau hafa komið saman. Feimnislaust hafa þau tekið þátt í leikjum afkom- enda sinna, stríðin, græskulaus í gríni og söngvin. Böðmóðsstaða- systkinin kunnu að viðhalda barninu í sér. „Svo getur sá held- ur aldrei elst, sem alltaf hlakkar til.“ Gildi systkinanna sem lágu djúpt í rótum arfleifðar og sjálf- sögð þóttu, eru nú lögð til grund- vallar af lærðum mönnum í upp- eldismenntun, mannauðs- og stjórnunarfræðum. Af þessu bergi var Dísa brot- in. Þannig var stúlkan sem ung mætti tengdaföður mínum, Vil- hjálmi Sigtryggsyni, og bast honum ástar- og tryggðarbönd- um. Hún var fjölskyldumann- eskja, góður vinur, fögur svo af bar, greind og glæsileg heims- kona sem aldrei rauf rætur sín- ar. Hún varðveitti ávallt í sér barnið og stúlkuna, sem hleypti snemma heimdraganum. Með ást og kærleika, einurð og festu, kom Dísa mörgu í verk og gaf mikið af sér á lífsleið sinni. Guðmundur, bóndi á Böð- móðsstöðum og ferjumaður við Brúará, hefur staðið klár við bát- inn til að ferja Dísu sína, yfir hin helgu fljót á vit ættingja og vina í landi morgunroðans. Okkar er að kveðja, en geyma jafnframt og lifa í kærum minningum, varðveita genin góðu, kærleiks- auð, yndisarð, heilbrigði og feg- urð. Blessuð sé minning Herdísar Guðmundsdóttur. Haraldur Haraldsson. Amma var alltaf að tala um gamlar minningar við okkur barnabörnin, eins og að ég hefði geymt snuðið mitt í askinum hennar, skreytt jólatréð með henni og spilað við hana, þó að hún hefði nú alltaf svindlað. Ávallt gerði hún grín að því hvernig maður var sem barn, hvernig maður talaði, gekk og lét. Hún var blíð en samt ströng og passaði vel upp á að við myndum alast upp til að verða það sem við ætluðum okkur að verða í framtíðinni, hún passaði að maður bæði talaði rétt, bæri Herdís Guðmundsdóttir Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Magnús Sævar Magnússon, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Jón Kristbergur Ingólfsson ✝ Jón Krist-bergur Ingólfs- son fæddist 1. októ- ber 1925. Hann lést 2. janúar 2018. Útför Jóns Kr. Ingólfssonar fór fram 13. janúar 2018. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Hvíl í friði, elsku afi. Lena, Sigurður Freyr og Magnús Karl.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.