Morgunblaðið - 30.01.2018, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.01.2018, Blaðsíða 23
sig rétt og væri alltaf beinn í baki. Amma söng líka alltaf fyrir mann og kenndi manni allskyns lög sem hún lærði í gamla daga. Ég man hvernig hún svæfði mann með ljúfum söng og strauk ennið á manni þangað til maður sofnaði. Elsku amma, sofðu rótt. Þitt barnabarn Bryndís Ólafsdóttir. Elsku besta amma. Þú, sem varst okkur svo kær og vildir allt fyrir okkur gera, hefur nú haldið á vit ævintýr- anna. Við vitum að hvar sem þú ert muntu reynast öllum vel, rétt eins og þú reyndist okkur. Okkar stundir einkenndust af hlýju, góðum húmor og glettni eins og þegar þú varst alltaf að láta mig segja „Stebbi stóð á ströndu“ yfir heila helgi, til að kenna mér að segja stafinn s. Þegar þú svindlaðir á okkur í spilum vegna þess að þig langaði alltaf að vinna. Þegar ég kenndi þér að róla á róluvellinum. Og allar þær ótal mörgu góðu minningar sem við eigum af samverustundunum með þér. Þín verður sárt saknað í þess- um heimi, hvíldu í friði, elsku besta amma okkar. Þín barnabörn Sigurjón, Hinrik, Þorbjörg og Vilhjálmur. Herdís Guðmundsdóttir er látin. Dísa amma eins og við barnabörnin kölluðum hana fékk þann titil þegar ég fæddist. Það er margs að minnast um fallega konu sem unni fjölskyldu sinni meira en öllu öðru. Dísa amma og Villi afi voru mjög dugleg að taka okkur Herdísi Sólborgu systur mína með austur í bústað í Laugardalinn fagra. Ekki nema von að þau væru dugleg við það enda var amma fædd og uppalin á Böðmóðsstöðum í Laugardal. Ég naut þess sem lítill drengur að fá að kynnast sögum úr sveit- inni sem Dísu ömmu var alla tíð svo annt um og systkinahópinn sinn. Dísa amma er næstyngst af 14 systkinum sem komust á legg og er ættboginn því mikill fjár- sjóður sem út af forfeðrum mín- um er kominn. Ófáar gleðistund- irnar höfum við átt í Bjarkarhöfðanum góða og verð- ur það skrýtin tilfinning að koma austur án ömmu. Dísa amma átti það til að vera ferlega stríðin og elskaði að svindla á barnabörn- unum í Svarta Pétri, Laumu, Ól- sen ólsen og fleiri spilum. Það sem einkenndi Dísu ömmu á mínum uppvaxtarárum var dugnaður. Hún var virk í Kven- félagi Hringsins og var alla tíð stolt Hringskona. Amma var mjög fylgin sér, fylgdist vel með öllum og mátti helst ekki líða dagur án þess að hún heyrði í systkinum sínum eða börnum. Amma gerði heims- ins besta slátur og átti sína leyni- uppskrift sem ég veit hver er en verður ekki gefin upp hér. Já, Dísa amma var afbragðs- kokkur og gerði bestu brúnköku sem ég hef smakkað, að ég tali nú ekki um pönnukökurnar, kjötbollurnar og ömmukæfuna. Hún elskaði ekkert heitar en Villa sinn, nema ef vera skyldi Laugardalinn. „Vertu hjá mér Dísa“ orti Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Hún Dísa amma elskaði Laugardalinn sinn og þau afi voru alla tíð eins og ást- fangnir unglingar. Það var fal- legt að sjá hvað þau voru og eru samheldin, því þótt amma sé komin í faðm Drottins mun hún alltaf vernda Villa sinn. Elsku Villi afi, missir þinn er mikill. Þú þarf ekki annað en að hugsa um Dísu þína, þá finnur þú fyrir henni. Síðasta samtal mitt við ömmu var á þá leið að hún talaði mikið um Gunnu syst- ur, þá vissi ég að kallið væri að koma, hún kæmist fljótt heim í gamla hópinn sinn eins og segir í kvæðinu, „Fyrr var oft í koti kátt krakkar léku saman“. Já, elsku Dísa amma mín, það sem ég á eftir að sakna mest er að heyra röddina þína. En eitt er víst að Ólafía amma þín, sem þú svafst til fóta hjá, tók á móti þér opnum örmum. Um leið og ég kveð Dísu ömmu vil ég segja þetta, mundu það amma mín að Guð mun aldr- ei sleppa af þér hendinni eins og ég mun aldrei gleyma þér. Börn- in mín munu fá að kynnast þér eins og ég fékk að kynnast ömmu Köllu í gegnum þig. Elsku Villi afi, Bella (mamma), Villi og Ingunn Björk, missir ykkar er mikill. Ég votta ykkur, systkinum hennar og fjöl- skyldunni allri mína dýpstu sam- úð. Þinn dóttursonur, Vilhjálmur Karl Haraldsson. Ég leitaði blárra blóma að binda þér dálítinn sveig, en fölleit kom nóttin og frostið kalt á fegurstu blöðin hneig. (Tómas Guðmundsson) Ég heyri í þér fara með þess- ar laglínur sem tóna við tilfinn- inguna innra með mér, elsku amma. Fegurðin sem í þér bjó var auðséð öllum sem til þín þekktu. Hugurinn reikar fram og aftur. Sumar minningar ágengari en aðrar. Ég staldra við í Lambastekknum sem fyrr. Þar erum við fjölskyldan sam- ankomin eins og svo oft áður. Amma Dísa með rauðu svuntuna að leggja Brúna mjúka á borðið. Tilefnið eitthvert, kannski ekki. Fjör og gleði eins og alltaf. Við Villi Kalli spilum við þig Tunnu og þú leyfir þér að svindla á okk- ur barnabörnunum hlæjandi. Ég sest í ömmufang því að þrátt fyr- ir svindlið er best að vera þar. Þar er allt eins og það á að vera og þannig hefur það alltaf verið. Amma er miðjan okkar. Klár, sterk, hrífandi, fylgin sér og sín- um og því auðsóttur leiðtogi fjöl- skyldu sem hún elskar inn að beini. Hún vildi okkur allt það besta og lét vita ef það var ekki svo. Væru skórnir mínir of háir og mannasiðirnir slakir þá fékk ég góðlátlega að heyra það. Börnin mín nutu þess að tilheyra þér og fyrir það verð ég ævin- lega þakklát. Þó að allt hafi sinn tíma þá er söknuður eftir því sem var og hefði getað orðið sár. Öll vildum við gera betur því þú áttir alltaf það besta skilið. Í okkur átt þú svo mikið sem við reynum að bera áfram til komandi kynslóða. Minningarnar streyma og hugurinn staðnæmist nú í Bjarkarhöfða. Þú biður mig að tína blóm í vasa. Ærið verkefni fyrir sex ára stúlku. Ég geng full tilhlökkunar til þess vitandi ná- kvæmlega hvernig blóm það ættu að vera. Dökkblá, næstum fjólublá. Það var þinn litur, það vissi ég. Ég kem til baka með aðra höndina fulla af lúpínum og hina af blómunum sem afi hafði komið fyrir við bústaðinn. Við af- hendinguna greini ég þér stolt frá því að ég hafi líka náð að dreifa lúpínufræjum meðfram öllum veginum svo ég geti alltaf gefið þér blóm. Vegurinn sem í dag verður nær ókeyrandi vegna lúpínunnar heldur þessari minn- ingu minni á lofti. Og ég gat ei handsamað heldur þá hljóma, sem flögruðu um mig, því það voru allt saman orðlausir draumar um ástina, vorið og þig. (Tómas Guðmundsson) Minningarnar flæða áfram og færa mig aftur í fangið þitt. Það er erfitt að koma tilfinningum í orð. Þú ert hjartað mitt, ég er ljós- ið þitt. Lofum því að vera svo áfram. Þín, Herdís. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2018 Það eru forrétt- indi að hafa fengið að starfa með Páli en það samstarf spannar um tuttugu ár með hléum. Verkefnin hafa verið mörg en hafa flest tengst þróun og mælingum með vökvas- indurkerfi. Páll kom upp vökva- sindurkerfi til að mæla radon í hitaveituvatni til að kanna sam- band radons við jarðskjálfta. Mælingar úr nokkrum borholum á Suðurlandi hófust um ári fyrir Suðurlandsskjálftann 17. júní 2000 og í mælingunum sást merki sem mátti túlka sem fyr- irboða fyrir skjálftann. Kerfið var svo þróað áfram til að mæla geislakol til aldursgreiningar. Það skemmtilega við að starfa með Páli var að hann var upp- fullur af nýjum hugmyndum og verkefnum. Hann varð svo glað- ur við hverja góða lausn á þeim vandamálum sem við vorum að glíma við, gleðin skein úr aug- unum. Hann var með vinnustofu í kjallara Raunvísindastofnunar þar sem allt var fullt af mæli- tækjum, geislalindum, bókum og ritum. Páll var lánsamur að hafa fengið að starfa við fagsvið sitt allt að dauðadegi. Hann var bú- inn að vera emeritus við Raun- vísindastofnun um 20 ár og var ötull að skrifa fræðigreinar í hin ýmsu rit. Síðustu 15 árin voru það aldursgreiningar með geisla- kolsmælingum og landnámið sem áttu hug hans allan. Hann var í samstarfi við aldursgrein- ingarstofur í Þýskalandi, Pólandi og Úkraínu. Hann átti auðvelt með að ná sambandi við fólki úr ýmsum átt- um til að leysa verkefni. Pál lang- aði til að finna kolagrafir frá Páll Theodórsson ✝ Páll Theodórs-son fæddist 4. júlí 1928. Hann lést 8. janúar 2018. Útför Páls fór fram 17. janúar 2018. landnámsöld til ald- ursgreiningar og fékk þá í heimsókn gamlan mennta- skólakennara sem hafði náð að gera járn úr mýrarrauða með landnáms- tækni. Þeir ætluðu að fara um landið og leita uppi grafirnar til að finna aldur þeirra. Kunningi minn, sem var renni- smiður og kominn á eftirlaun, varð mjög glaður þegar hann frétti að ég (Guðjón) væri að vinna fyrir Pál. Hann hafði tekið alla útvarpsfyrirlestra Páls upp á segulband og gaf mér afrit af þeim. Þetta endaði með því að hann fór að vinna fyrir Pál, smíð- aði mælitæki, steypti skýlingar- hólka úr blýi. Hann var nær alltaf með sum- arstúdenta í vinnu fyrir sig, þó að hann hafi verið löngu hættur að kenna, og öllum líkaði vel. Þrátt fyrir háan aldur þá var hann með áætlanir mörg ár fram í tímann. „Á næstu 10 árum mun- um við ...“ byrjaðu margar setn- ingar. Hann dreymdi m.a. um að koma á fót aldursgreiningarstofu á Raunvísindastofnun og ná að gera vökvasindurkerfið (sem hann þróaði) að söluvöru. Með þessu vildi hann greiða til baka þann stuðning sem hann hefur fengið í gegnum tíðina. Hann náði því miður ekki að klára allt sem hann dreymdi um að gera þrátt fyrir langan starfs- aldur. Sennilega var of margt sem vakti áhuga hans og forvitni því starfsþrekið vantaði ekki. Páll var barngóður sem sást vel þegar við þurftum að hafa börnin með í kjallarann til hans. Þau hjónin gáfu börnunum okkar bækur og aðrar gjafir sem eru í miklu uppáhaldi. Við sendum fjölskyldu og öðr- um aðstandendum samúðar- kveðju. Gísli Jónsson og Guðjón I. Guðjónsson. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HERDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR, Strikinu 4, frá Böðmóðsstöðum, Laugardal, lést á Landspítalanum, Fossvogi, sunnudaginn 21. janúar. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 30. janúar klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Kvenfélag Hringsins. Vilhjálmur Sigtryggsson Bergljót Vilhjálmsdóttir Haraldur Haraldsson Vilhjálmur Vilhjálmsson Svava Bernhard Sigurjónsd. Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir ömmubörn og langömmubörn Elskuleg eiginkona, móðir okkar, amma og langamma, STEFANÍA GUÐMUNDSDÓTTIR, Hellulandi 13, Reykjavík, lést mánudaginn 22. janúar á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar þakkir fyrir alúðlega umönnun færum við starfsfólki Heimahjúkrunar og líknardeildar Landspítalans. Georg S. Halldórsson Eva Aldís Georgsdóttir Benagiano Ragnar Marel Georgsson ömmu- og langömmubörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, virðingu og umhyggju vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og bróður, ÓLAFS FRIÐFINNSSONAR, Sóltúni 16. Sigrún Gústafsdóttir Sunneva Líf Ólafsdóttir Hafþór Jónsson barnabörn Iðunn Steinsdóttir Guðríður Friðfinnsdóttir Hermann Árnason Stefán Friðfinnsson Ragnheiður Ebenezerdóttir Sigrún Bára Friðfinnsdóttir Elín Þóra Friðfinnsdóttir Ástkær frændi minn, GÍSLI SIGURÐSSON blikksmiður, Skúlagötu 40, lést sunnudaginn 21. janúar. Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 2. febrúar klukkan 15. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Oddný Marinósdóttir Eiginmaður minn, KARL HANNES HANNESSON, Túngötu 10, Húsavík, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga föstudaginn 26. janúar. Jarðarförin fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 3. febrúar klukkan 14. Fyrir hönd aðstandenda, Herdís Þuríður Arnórsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLDÓR KRISTINSSON, Fannafold 2, lést á Vífilsstöðum 24. janúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 1. febrúar klukkan 13. Guðrún Árnadóttir Hörður Sigfússon Kristín Hulda Halldórsdóttir Guðmundur Brynjólfsson Sigríður Halldórsdóttir Björn Haaker barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur sambýlismaður og bróðir, TÓMAS MAGNÚS TÓMASSON tónlistarmaður, lést þriðjudaginn 23. janúar. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 2. febrúar klukkan 15. Magnús Gísli Arnarson Guðrún Helga Tómasdóttir Rannveig Tómasdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.