Morgunblaðið - 30.01.2018, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 30.01.2018, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2018 Það var fyrir um 47 árum sem ég hitti Eddu Larsen fyrst, tilvonandi tengdamóður mína til svo margra ára. Ekki var auðvelt á áttunda áratug síðustu aldar að flytja til þessa framandi lands en Edda lét mig líða eins og ég væri heima hjá mér. Hlýja og gjaf- mildi, bros og hlátur einkenndu hana. Ilmurinn úr eldhúsinu var svo góður því hún var alltaf að elda eitthvað og deildi góðfúslega með öðrum. Hún var góður kokkur. Heimilið var oft eins og Umferðarmiðstöðin, því ég var ekki sú eina sem fann fyrir hlýju hennar og gestrisni. Börn henn- ar og barnabörn komu oft við og ánægjustundirnar voru fjöl- margar í þrengslunum kringum eldhúsborðið. Mikið var hlegið og gantast að tilraunum hennar til að tala ensku. Hún tók þessu öllu svo vel og var sú sem hló mest að tilburðum sínum. Edda var alltaf til í ferðalög og að taka þátt með börnum og barnabörnum. Þótt ferðalög yrðu erfiðari með tímanum var hún samt til í tuskið. Hún kom í brúð- kaup Einars Karls í Iowa og virt- ist njóta hverrar mínútu þó að allt væri á ensku. Hún hélt sig frá rússíbananum en ekki mörgu öðru. Blessunin hún Edda. Ég á henni svo margt að þakka eftir öll árin. Hennar verður sárt saknað, og hvað mig varðar hef- ur Reykjavík misst mikið af hlýju sinni. Innilegustu samúðarkveður til ykkar, allra ástvina Eddu. Karen Elizabeth Arason. Elsku Edda amma mín, amma dúll. Það er svo skrítið að kveðja þig, einhvern veginn fannst mér þú vera eilíf. Þú hefur alltaf verið svo stór hluti af lífi mínu, mamma tvö. Ég, Davíð og Margrét gistum svo oft hjá þér þegar við vorum lítil en oft var ég líka ein og þá kenndir þú mér alla kaplana, spilin og að gera krossgátur. Við spiluðum oft langt fram á nótt og þá sváfum við líka út daginn eft- ir, við vorum svo líkar með þetta, vildum vaka fram eftir og sofa út. Þú tókst mig svo oft með þér í útilegur á AA-mótin og þar varstu aðaldrottningin, það elsk- uðu þig allir og ég man alltaf eft- ir þegar við komum eitt sinn í Galtalæk og þar var búið að taka frá pláss fyrir þig með skilti sem stóð „Larsen pladsen“. Það var alltaf svo gaman í þessum úti- legum, bestu minningarnar mín- ar úr æsku. Ég flutti til þín þegar ég var 16 ára og þú bjargaðir lífi mínu. Ég hafði það svo gott hjá þér, það var alltaf tilbúið nesti fyrir mig í skólann, þú tókst mig í æf- ingarakstur þegar ég var að taka bílprófið, svo má ekki gleyma þegar þú sóttir mig og vinkonur mínar á menntaskólaböllin um miðja nótt, þér fannst það sko ekkert mál því þú varst nætur- drottningin. Það eru ekki marg- ar ömmur eins og þú, þú varst al- veg einstök. Við gátum talað um allt og hlógum svo mikið saman Það var alltaf fjör hjá okkur. Ég gat alltaf leitað til þín ef það var eitthvað og þú varst allt- Edda Ingveldur Larsen ✝ Edda Ingveld-ur Larsen fæddist 3. febrúar 1932. Hún lést 16. janúar 2018. Útför hennar fór fram 29. janúar 2018. af tilbúin að hjálpa og þú gast reddað ótrúlegustu hlutum. Þegar ég eignað- ist Jóhann Dreka reyndi ég að koma eins oft og ég gat til þín í heimsókn og þú varst alveg sjúk í hann. Þú talaðir um hann við alla og svo kysstir þú alltaf myndina af honum góða nótt. Þrátt fyrir að þú værir rúm- lega áttræð og með göngugrind baðstu mig oft um hvort þú mættir passa, þér fannst það sko lítið mál, hann gæti bara legið hjá þér uppi í rúmi og velt sér um meðan við skryppum í bíó eða eitthvað. Elsku amma, ég er svo þakk- lát að hafa haft þig í lífi mínu og ég veit að þú átt eftir að skilja eftir stórt skarð í lífi svo margra. Þú áttir svo merkilegt líf, það þekktu þig allir og hvert sem maður fer hittir maður einhvern sem á einhverja frábæra sögu af þér. Ég mun sakna þín óendanlega mikið og veit að þú verður alltaf hjá mér Elska þig meira... Þín Elsa Dóra. Elsku amma mín, ég sakna þín svo mikið. Þú ert fyrirmynd- in mín og á hverjum degi reyni ég að gera eitthvað sem ég hugsa að þú myndir gera. Minningar okkar eru ótelj- andi. Þú varst ekki bara amma mín. Þú varst vinkona mín, leið- beinandi minn og huggarinn minn. Þú varst traustasta vin- kona mín elsku amma. Þér gat ég sagt allt í heiminum. Þegar mamma og pabbi skildu þegar ég var 11 ára skildir þú aldrei við mömmu. Þú elskaðir mömmu svo mikið og sagðir að hún væri alltaf tengdadóttir þín. Þið eruð líkar á margan hátt og alltaf komstu jafn oft eða bara oftar til okkar, hún eignaðist nýj- an karl og þið urðuð líka vinir. Þú bauðst mér með í margar úti- legur, þá mest á SÁÁ-mótin, sem var toppurinn á sumrinu. Amma mín, þú varst engri lík, þú gerðir það sem þú ætlaðir þér sama hvað. Komst alltaf í heim- sóknir, alveg sama á hvaða hæð ég bjó. Krakkarnir hlupu niður með stól svo þú gætir hvílt þig milli hæða. Svo varstu með göngugrindina og súrefniskút- inn. Ekkert mál, þetta heillaði fólk svo við þig. Það var enginn og ekkert sem stoppaði þig í því sem þú ætlaðir þér. Þú varst 73 ára þegar þú tókst á móti Alexander Breka. Þú varst mætt eins og skot upp á spítala, vaktir alla nóttina með mér í hríðum og gerðir það besta sem þú gast til að hjálpa mér í gegnum þetta, með mömmu auð- vitað. Enda eruð þið kraftakon- urnar mínar. Þessi stund er mér virkilega mikilsverð, þú varst alltaf svo góð. Ég bætti Ingveldur Larsen í nafnið mitt og er svo stolt af því. Ingveldur er stórt og mikið nafn og ég man að þegar ég var lítil fannst mér það ekkert flott. En þá hafðir þú ekki sagt mér frá þessari stórkostlegu konu langa- langömmu minni. Ég elskaði að hlusta á sögurnar af henni og þú talaðir svo fallega um hana að mér fór að finnast þetta nafn sjúklega flott. Auðvitað vildi ég fá Larsen líka þar sem þú ein barst það nafn og ég vildi ekki að það myndi deyja frá okkur þegar þú færir. Ég samdi þetta lag og Kristín Rán söng það á geisladisk, svo gáfum við þér það í jólagjöf fyrir nokkrum árum. Þú varst svo montin og spilaðir diskinn fyrir alla.Þú varst svo falleg og svo fékk ég að gista hjá þér fyrstu nóttina á Dalbraut, manstu, ég reddaði bara pössun og við höfð- um stelpukvöld, það var yndis- legt. Þetta lýsir algjörlega mynd minni af þér. Ég sem til þín lag og ég sem til þín ljóð, Í fangi þér lítil hvern einasta dag. Ég minningar varðveiti margar um þig, Varst klettur minn alltaf þú passaðir mig. Við hlið mér þú stóðst mína framtíðar- slóð, ávallt mig elskaðir varst mér svo góð. Ef einhverjum treysti þá treysti ég þér, þú alltaf sást ljósið það góða í mér. Við berum það nafn sem að amma þín bar, ég vissi hvað Ingveldur dýrmæt þér var. En eitt máttu vita sem sannleikur er, Í augunum mínum ert eins fyrir mér. Ég Guð mínum þakka svo oft fyrir það , að hafa þig amma að eiga þig að. Á kvöldin bið bænir, ég bið fyrir þér, takk fyrir amma að standa með mér. Hvíldu í friði þar til við hitt- umst aftur. Elska þig, þín Anna María Ingveldur Larsen. Elsku amma mín. Ég á erfitt með að ímynda mér lífið án þín. Þú hefur verið svo stór partur af mínu lífi að gegn betri vitund fannst mér alltaf að þú yrðir eilíf. Við höfum alltaf verið svo mikið saman, al- veg frá því að ég var lítil þar til nú. Þú varst mér sem önnur móðir, fyrirmynd mín, stoð mín og stytta og það var ekki sá hlut- ur sem þú gerðir ekki fyrir mig. Ég átti alltaf athvarf hjá þér og eins fluttir þú oft til mín þegar ég þurfti á þér að halda. Þar ber hæst þegar ég átti Önnu Líf mína í miðjum stúdentsprófun- um. Þú fluttir inn og hugsaðir um mig og Önnu Líf, dag og nótt, keyptir á mig kjól, fórst með okkur í myndatöku og hélst svo glæsilega útskriftarskírnarveislu fyrir okkur. Ég hefði ekki getað þetta án þín. Þú varst svo glæsileg kona og stór og mikill persónuleiki að fyrir mér varst þú alltaf drottn- ingin. Þú varst svo falleg og leist alltaf vel út og varaliturinn var ómissandi. Það er ekki skrítið að í fyrsta sinn sem Elsa amma sá þig fannst henni sjálf Elizabeth Taylor vera mætt inn í stofu til sín. Þú varst svo ráðagóð, skiln- ingsrík og tókst öllum opnum örmum. Þú varst félagslynd með eindæmum og vildir alltaf hafa nóg af fólki í kringum þig, helst allan sólarhringinn, og ef það var ekki hjá þér þá vildir þú hafa það í símanum. Þú varst svo létt og kát með ótrúlega mikinn húmor og mér fannst þú vera skemmti- legasta konan sem ég þekkti. Mér þótti svo mikið til þín koma, ég kynnti þig alltaf með stolti og ég veit að þú heillaðir alla sem kynntust þér. Það lýsir þér svo vel þegar þú varst heima hjá mér á Eggertsgötu og þótt þú talaðir enga útlensku áttir þú í hróka- samræðum við ungan finnskan pilt og þótt um 60 ár væru á milli ykkar heillaðir þú hann svo mik- ið að hann kvaddi þig með kossi. Elsku amma Dúll, það er erf- itt að kveðja þig en ég veit að þér leið vel þegar þú fórst. Þú varst umkringd fjölskyldu og vinum dag og nótt síðustu dagana þína og það er það sem þú lifðir fyrir. Mér þótti svo vænt um síðustu jól, en þú hafðir verið veik og lið- ið illa en komst samt til mín, því þú lést aldrei neitt stoppa þig. Þegar þú varst komin þá leið þér svo vel og sagðir það aftur og aftur hvað þér liði vel hjá mér. Þetta finnst mér alveg ómetan- leg minning um síðustu jólin okkar saman. Ég er svo þakklát fyrir þig og þakklát fyrir hversu góð þú varst við mig og dætur mínar og að þið Sóley Ólafía hafið náð að kynn- ast. Þú verður alltaf í hjarta okk- ar Önnu Lífar og Míu og Sóley mun fá að heyra margar sögur um langömmu sína svo þú verður stór partur af hennar lífi líka. Þú kvaddir mig alltaf með orð- unum „I love you“ og þá átti ég að svara „I love you more“! Elsku hjartans amma mín, „I love you more“ og ég mun sakna þín óendanlega sárt. Þín Edda. Elsku amma. Mikið var erfitt að fá símtal um stöðu þína í miðjum áramóta- undirbúningnum. Kvöld sem er yfirleitt uppfullt af gleði og til- hlökkun breyttist snögglega í áhyggjur og sorg hjá öllum sem elska þig. Þú varst sofnuð og ekki talið að þú myndir vakna aftur. Það var sorgleg tilhugsun að fá ekki að kveðja þig í hinsta sinn, sérstaklega í ljósi þess að þú tókst þér ósjaldan langan tíma í kveðjustundir. Kvaddir jafnvel oftar en einu sinni til þess að næla þér í fleiri kossa og knús. Að sjálfsögðu breyttir þú ekki út af vananum í þetta skipt- ið. Að kvöldi nýársdags komstu öllum á óvart þegar þú vaknaðir hin hressasta, steinhissa á öllum gestaganginum og umstanginu í kringum þig. Þetta kunnir þú svo sannarlega að meta og ákvaðst að njóta þess eins lengi og þú gætir og á sama tíma leyfðir þú okkur að njóta þín. Mikið erum við þakklát fyrir þessar tvær auka vikur sem þú gafst okkur á lokasprettinum. Þú lékst á als oddi, kysstir okkur og dáðist að óendanlegri fegurð allra þinna afkomanda. Á milli þess sem þú fíflaðist og hlóst rifjuðum við upp margar minningar saman. Öll SÁÁ-ferðalögin sem þú bauðst okkur í, ófáar stundirnar í mötu- neytinu á Loftleiðum og flug- ferðir fram og til baka um landið á meðan þú mallaðir dýrindis kakósúpu fyrir okkur. Einnig rifjuðum við upp dásamlegar næturstundir á Grensásveginum. Á meðan margar ömmur lögðu áherslu á nægan svefn barna þá sykraðir þú okkur upp til þess að engin hætta væri á því að við myndum sofna útfrá spila- mennsku og kjaftagangi. Vá hvað þetta var gaman. Þú varst svo mikill húmoristi, dæmdir engan og engin leið að ganga fram af þér. Við þig var hægt að tala um allt og ekkert. Á meðan við barnabörnin syrgjum enga venjulega ömmu þá syrgja börn- in okkar enga venjulega lang- ömmu. Þú varst svo ótrúlega ein- stök og skemmtileg og grínaðist í okkur öllum fram á síðasta dag. Elsku amma, heimurinn verð- ur tómlegur án þín, Frú Larsen. Mikið sem við eigum eftir að sakna þín og allra símtalanna frá þér. Nú kveðjum við þig með orðunum þínum, Guð geymi þig, „love you, love you more“. Þín barnabörn, Finnur, Kristín og Margrét Edda. Þegar ég var lítil komum við oft við á Grensásvegi 58 þegar við áttum leið til Reykjavíkur. Mér fannst íbúðin hennar ömmu eins og vinsælt kaffihús eða fé- lagsmiðstöð þar sem fólk kom og fór, og þar var alltaf mikið um að vera. Amma var sjálf oftast að koma eða að fara, eða að gera sig tilbúna til að fara eitthvert. Henni leið best með margt fólk í kringum sig, hún var mikil fé- lagsvera. Sama hversu mikið var um að vera, hún tók alltaf vel á móti okkur, faðmaði og bauð okkur allskyns góðgæti. Eftir- minnilegustu stundirnar sem tengjast ömmu úr minni æsku voru jólaboðin á Grensásvegin- um þegar við frændsystkinin öll hrúguðumst inn í litla herbergið, borðuðum þar jólamatinn saman og lékum okkur svo að því að búa til leikrit eða eitthvað skemmti- legt fyrir fullorðna fólkið seinna um kvöldið. Það var þröngt í íbúðinni hjá ömmu en sem barn fannst manni samt alltaf nóg pláss. Í minningunni var þetta allt svo skemmtilegt og hátíð- legt, að koma svona saman og hittast á jóladag. Þessari hefð hélt amma uppi alveg þangað til að heilsan var orðin slæm og hún gat ekki lengur staðið í því. Enda var hún orðin langamma og við afkomendur orðnir svo margir að það hefði verið ómögulegt fyrir okkur öll að komast fyrir. Amma Edda var dama, vildi vera fín og hafa fínt í kringum sig. Þegar ég var lítil fylgdist ég áhugasöm með henni lakka negl- urnar og dáðist að því hvernig henni tókst alltaf vel til. Varalit- urinn var alltaf innan seilingar og oftar en ekki snerust umræð- ur um þennan lit eða hinn og hvað passaði best við fötin sem hún ætlaði að klæðast. Hún varð líka að vera fín um hárið, það skipti hana miklu máli alveg til hins síðasta. Hún var alltaf stolt af því að vera fín og vel til höfð. Amma Edda hafði mjög gaman og gott af því að sækja fundi hjá SÁÁ. Hún mátti helst ekki missa af því þegar eitthvað var um að vera á laugardagskvöldum hjá þeim. Þegar hún var hætt að geta farið út á dansgólfið sjálf, þá „dansaði hún bara í stólnum sínum“ eins og hún orðaði það. Síðustu 20 árin var ég í góðu sambandi við ömmu Eddu, heim- sótti hana oftar en áður og hringdi reglulega. Heilsan henn- ar var ekki alltaf upp á sitt besta og hún varð stundum leið og ein- mana þó svo að varla liði sá dag- ur að einhver kæmi ekki til henn- ar. Hún var bara svo mikil félagsvera og vildi helst hafa fullt hús, alltaf. Það var á þessum árum sem ég kynntist henni bet- ur. Hún hafði unun af því að setj- ast á kaffihús eða við eldhús- borðið heima og tala um gömlu tímana. Hún rifjaði upp barn- æskuna á Grandaveginum, ung- lingsárin, ástir og sorg í lífinu. Mér þótti vænt um að fá að heyra hana tala um sitt líf, hún hafði frá svo mörgu áhugaverðu að segja. Hún spurði líka mikið um fólkið okkar og vildi vita að það væri allt í lagi með alla. Hún hafði stórt hjarta og alltaf nóg pláss fyrir alla. Dýpstu samúðarkveðjur til ykkar allra, vandamanna og vina, frá okkur öllum í Dubai. Við höfum öll misst mikið því amma Edda var svo einstök, ljúf, fé- lagslynd, greiðvikin og gjafmild. Minningin um elsku ömmu lifir. Karólína Einarsdóttir. Elsku besta langamma mín er dáin. Ég á erfitt með hugsunina að þú sért farin. Við vorum svo miklar vinkonur. Þú passaðir mig mikið þegar ég var lítil og al- veg til unglingsaldurs. Þú barðist með mér og fékkst alltaf þitt í gegn, því að þú varst nagli. Þú kenndir mér margt um trúna og það áttum við líka sameiginlegt og svo oft vorum við saman á samkomum. Þar leið okkur alltaf svo vel. Ég elska söguna sem þú sagð- ir mér svo oft. Þá var ég bara eins árs og þú varst svo oft með mig í grasagarðinum, keyptir fullt af brauði og kastaðir því í kringum kerruna mína svo allir fuglarnir umkringdu mig og ég hafði svo gaman af. Það gladdi þig alltaf svo mikið þegar þú gast glatt aðra. Þess vegna fórstu svo oft með mig í grasagarðinn þetta sumarið. Svo kemur það sem ég elska við þig, þú varst svo opin. Þarna sástu mann með rosa flotta myndavél, þarna sástu tækifæri til að fá góða mynd af mér og minningunum. Þú baðst hann um að taka mynd af mér og senda þér síðan myndina í pósti heim til þín. Auðvitað gerði hann þetta fyrir þig, en pottþétt bara vegna glitrandi kærleika þíns og kannski fannst honum þú líka nagli 69 ára með langömmubarn- ið eins árs í kerru og ég var líka sæt, ég veit það því þessa mynd gafstu mömmu í ramma og svo varst þú líka með hana í ramma hjá þér. Hversu fallegt, bara ef allir væru svona vingjarnlegir. Stóra minningin mín er mörg- um árum seinna þegar ég var í pössun í nokkra daga hjá þér. Ég fékk sérherbergi og þú gerðir allt til að mér liði sem best. Ég man alltaf svo vel þegar þú tókst það að þér að fræða mig um lík- ama okkar kvenna. Þú vildir mér svo vel og kenna mér allt. En þarna vissir þú ekki að ég var búin að læra um þetta í skól- anum, því ekki var það gert á þínum unglingsárum. Ég fékk út úr þér sögu sem ég mun aldrei gleyma og ég hlæ og hlæ oft að því. Elsku amma, takk fyrir að vera alltaf til staðar, þú komst heim til mín og gistir með okkur mömmu þegar við þurftum á þér að halda. Svo liðu árin og ég fékk að gista hjá þér á Dalbraut því þá var komið að mér að gefa þér huggun. Þú varst baráttukona og vildir öllum vel. Þú ert og verður alltaf fyrirmyndin mín. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að eiga bestu ömmu í öll- um heiminum. Ég elska þig alltaf og takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Hvíldu í friði, elsku amma mín. Hún var einstök perla. Afar fágæt perla, skreytt fegurstu gimsteinum sem glitraði á og gerðu líf samferðamanna hennar innihaldsríkara og fegurra. Fáar perlur eru svo ríkulega búnar, gæddar svo mörgum af dýrmætustu gjöfum Guðs. Hún hafði ásjónu engils sem frá stafaði ilmur umhyggju og vináttu, ástar og kærleika. Hún var farvegur kærleika Guðs, kærleika sem ekki krafðist endurgjalds. Hún var vitnisburður um bestu gjafir Guðs, trúna, vonina, kærleikann og lífið. Blessuð sé minning einstakrar perlu. (Sigurbjörn Þorkelsson) Þín Kristín Rán Sigurz. Elsku fallega og besta langamma mín. Ég sakna þín mikið. Þú tókst á móti mér í fæð- ingunni og klipptir á naflastreng- inn. Það er svolítið skrýtið og ekki margir sem hafa sögu eins og ég. 73 ára gamla langamma mín tók á móti mér í þennan heim. Þetta var draumurinn þinn, að vera viðstödd fæðingu áður en þú myndir deyja, og gott að þú fékkst það. Þú elskaðir að spila og ég líka. Takk fyrir öll spilakvöldin, elsku amma mín. Hvíldu í friði. Sakna þín og elska þig alltaf. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Þinn Alexander Breki Sigurz. HINSTA KVEÐJA Við þökkum þér árin sem enda nú. Við þökkum þér öll þín gæði. Við þökkum þér alla tryggð og trú. Við þökkum af hjarta bæði. Þórir og Hanna K.  Fleiri minningargreinar um Eddu Ingveldi Lar- sen bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.