Morgunblaðið - 30.01.2018, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 30.01.2018, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2018 Amino bitar Í 30 g pokanumer passlegur skammur af próteini (26,4 g í poka). Inniheldur 88%prótei og engin aukaefni. 88% prótein 100% ánægja Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur Einfaldle a hollt og gott snakk Bragi Ingason mat-reiðslumeistari á 85ára afmæli í dag. Bragi er fæddur á Fiskinesi við Drangsnes, sonur hjónanna Inga Guðmonssonar, bátasmiðs frá Kolbeinsvík í Strandasýslu, og Guðrúnar Guðlaugsdóttur frá Kletti í Geiradal. Bragi var matreiðslumaður á m/s Kötlu 1951-1953 og fór síðan í matreiðslunám í Kaup- mannahöfn og útskrifaðist frá Restaurant Industries Lær- lingeskole árið 1957. Fyrst eftir námið var hann m.a. hót- elstjóri á Hótel Akranesi en 1960-1965 var hann yfirmat- reiðslumaður á Klúbbnum, 1965-1973 yfirmatreiðslumaður á Hótel Sögu og 1973-1986 yfirmat- reiðslumaður á Landakotsspítala. Síðast var hann innkaupastjóri á Hótel Esju, árin 1990-2000. Bragi er einn af stofnendum Klúbbs matreiðslumeistara og hefur setið þar í stjórn og verið fulltrúi klúbbsins á þingum NKF, sem eru samtök klúbba matreiðslumeistara á Norðurlöndum. Hann er fyrsti heiðursfélagi klúbbsins. Hann hefur hlotið heiðursorðu bæði KM Island og Cordon Rouge orðu NKF. Bragi hefur sinnt formennsku Félags matreiðslumeistara, verið formaður prófnefndar og í sveinsprófsnefnd ásamt því að sitja í Iðnráði sem fulltrúi FM. Bragi hefur verið formaður orðunefndar KM ásamt því að sinna starfi dómara í norrænum matreiðslukeppn- um. Eiginkona Braga er Erla Óskarsdóttir hjúkrunarkona frá Siglu- firði. Börn þeirra eru: 1) Anney Ósk, og hennar synir eru Pétur og Óskar Jónssynir, þeir eru búsettir í Dubai. Óskar er kvæntur Yvonne Della Sio, og eiga þau langafastelpuna Avery Erlu Ósk- arsdóttur; 2) Ingi Rúnar og er dóttir hans Freyja sem er í sambúð með Georg King, 3) Bragi Freyr, kvæntur Lindu Stefánsdóttur, þau eru búsett í Ålesund í Noregi og eiga þau synina Ágúst Frey, og Inga Frey, sem er í sambúð með Tinnu Lind Laufdal og eiga þau langafastelpuna Viktoríu Lind; 4) Ívar, kvæntur Aldísi Hafsteins- dóttur, og eiga þau synina Garibalda og Rúrik Lárus, og stjúpdóttir Ívars, Ástrós Rut Sigurðardóttir, er gift Bjarka Má Sigvaldasyni. Bragi mun eyða afmælisdeginum með sínum nánustu á heimili sínu. Matreiðslumeistarinn Bragi. Fyrsti heiðursfélagi matreiðslumeistara Bragi Ingason er 85 ára í dag S igríður Kristín Hjartar fæddist á Flateyri við Ön- undarfjörð 30.1. 1943, í hríðarbyl um hávetur: „Illviðrið bjargaði lífi okkar mömmu, þar sem héraðslækn- irinn komst ekki sjóleiðina frá Flat- eyri í læknisvitjun. Fjölskyldan bjó svo á Siglufirði frá 1945 þar sem fað- ir minn tók við starfi kaupfélags- stjóra. Siglufjörður varð því drauma- land bernsku minnar, sólskin öll sumur, fjörðurinn fullur af síldar- bátum og á vetrum var allt á kafi í snjó, hægt var að renna sér á rass- inum eftir snjóskafli af annarri hæð, fáir bílar og sparksleðar helstu farartækin.“ Frá fimm ára aldri var Sigríður í sveit á sumrin: „Fyrstu tvö sumrin hjá móðurfólki mínu í Stóradal í Húnavatnssýslu, þar sem amma kenndi mér að halda á hrífu, og næstu tvö sumur hjá afa og ömmu á Þingeyri, þar sem járnsmiðurinn, hann afi, smíðaði furðuhluti úr gló- andi járnstöngum. Á haustin var far- ið til berja og teknar upp kartöflur. Þegar ég var níu ára fór ég aftur í Húnavatnssýsluna, nú til uppeldis- systur mömmu og hjá þeim hjónum, Ingibjörgu og Guðmundi, var ég í sjö sumur í mjög góðu yfirlæti.“ Árið 1952 flutti fjölskyldan til Reykjavíkur, þegar Hjörtur varð framkvæmdastjóri skipadeildar SÍS. Sigríður var í Melaskóla, Kvenna- skólanum og lauk stúdentsprófi frá MR 1963. Þar kynntist hún Stefáni og þau giftu sig 21.12. 1963. Sigríður Hjartar, skógarbóndi og lyfjafræðingur – 75 ára Synirnir og fjölskyldur þeirra Hjörtur, Bergur og Hlynur með eiginkonum sínum og börnum, austur í Fljótshlíð. Úr borginni í Fljóts- hlíðina að rækta skóg Sigríður og Stefán Brosandi skógarbændur í vinnugallanum. Reykjavík Gunnar Skúli Hrafnhildarson fæddist 23. febrúar 2017 kl. 9.12. Hann vó 3.570 g og var 51,5 cm langur. Foreldrar hans eru Emilía Valdimarsdóttir og Hrafnhildur Skúladóttir. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.