Morgunblaðið - 30.01.2018, Side 27

Morgunblaðið - 30.01.2018, Side 27
Eftir stúdentspróf fór Stefán í verkfræði og Sigríður í lyfjafræði. Eftir BS-próf frá HÍ 1966 fluttu þau til Þrándheims í Noregi þar sem Stefán lauk verkfræðinámi og Sig- ríður stundaði framhaldsnám í líf- efnafræði og örverufræði við Tækniháskólann í Þrándheimi. Eftir heimkomuna var Sigríður stundakennari við verklega kennslu í lífefnafræði í læknadeild í u.þ.b. 30 ár og kenndi lengi meinatækninemum og nemum í framhaldsdeild Sam- vinnuskólans í Reykjavík. Hún var lyfjafræðingur í afleysingum um skeið, en Stefán sinnti verkfræði, lengi með eigin stofu. Þar vann Sig- ríður skrifstofustörf. Þau hjónin byggðu sér einbýlishús í Langagerði, fluttu í það tæplega þrítug og fjölskyldan stækkaði. Sigríður hefur alltaf haft áhuga á gróðri, gekk í Garðyrkjufélag Ís- lands, sat í stjórn félagsins í tæp 20 ár, var fyrsta konan sem þar varð formaður, hefur skrifað greinar um ræktun í blöð og tímarit, einkum Garðyrkjuritið, og var sæmd gull- merki GÍ fyrir störf sín, var ritstjóri þáttarins Blóm vikunnar í Morg- unblaðinu 1986-2009, fyrst ásamt Ágústu Björnsdóttur. Sigríður var formaður Félags Framsóknarkvenna í Reykjavík, var oft á framboðslistum til sveitar- stjórnar- og alþingiskosninga og varamaður á Alþingi í nokkrar vikur, en þá sátu sjö ættmenni hennar á Al- þingi. Sigríður lauk svo BA-námi í sagnfræði frá HÍ 2002. Lengi leið varla svo helgi að ekki færi fjölskyldan í fjallaferð, enda hef- ur góður fjallabíll verið fjölskyldunni ómissandi frá því þau hjón komu frá námi. Árið 1974 fengu þau skika til ræktunar úr landi jarðarinnar Fljótsdals í Fljótshlíð og þar komu þau sér upp sumarbústað í fyllingu tímans og sinntu ræktun í frí- stundum. Árið 2000 keyptu þau jörð- ina Múlakot II í Fljótshlíð, Stefán hætti verkfræðistörfum , þau byggðu sér íbúðarhús á jörðinni, fluttu alfar- ið þangað árið 2004, hafa síðan verið skógarbændur og hafa gróðursett á annað hundrað þúsund aspir á Mark- arfljótsaurum. Þau starfa í Félagi skógareigenda á Suðurlandi þar sem Sigríður gegnir ritarastörfum. Gömlu bæjarhúsin og skrúðgarð- urinn í Múlakoti voru friðuð haustið 2014. Eftir það var stofnuð sjálfs- eignarstofnun sem þau hjónin eru aðilar að, ásamt sveitarfélaginu, Rangárþingi eystra, og Skógasafni. Þau gáfu stofnuninni gömlu húsinn og garðinn til eignar, en markmið stofnunarinnar er að vinna að end- urbyggingu húsnæðisins og opna það almenningi. Eins var stofnað Vina- félag sem í eru 100 manns en þar er Sigríður í stjórn. Fjölskylda Eiginmaður Sigríðar er Guðjón Stefán Guðbergsson, f. 7.7. 1943, verkfræðingur og skógarbóndi. For- eldrar hans voru hjónin Ingveldur Stefánsdóttir, f. 1.5. 1906, d. 16.5. 1990, saumakona, og Guðbergur Guðjónsson, f. 15.9. 1902, d. 7.12. 1987, húsvörður í Reykjavík. Synir Sigríðar og Guðjóns Stefáns eru 1) Hjörtur, f. 8.6. 1964, bygg- ingaverkfræðingur í Reykjavík en eiginkona hans er Auður Ólafsdóttir byggingaverkfræðingur og eiga þau þrjú börn; 2) Bergur, f. 21.5. 1974, læknir, búsettur í Garðabæ en eig- inkona hans er María M. Magnús- dóttir geislafræðingur og eiga þau þrjá syni, og 3) Hlynur, f. 24.6. 1976, vélaverkfræðingur í Reykjavík en eiginkona hans er Brynja Björk Magnúsdóttir taugasálfræðingur og eiga þau tvær dætur. Systkini Sigríðar: Jóna Björg, f. 17.2. 1941, kennari í Hollandi; Elín, f. 20.9. 1944, hjúkrunarfræðingur í Reykjavík, og Egill, f. 31.8. 1948, d. 11.3. 2017, rafmagnstæknifræðingur. Foreldrar Sigríðar voru hjónin Guðrún Jónsdóttir Hjartar, f. 23.11. 1915, d. 14.12. 2009, kennari, og Hjörtur Hjartar, f. 9.1. 1917, d. 14.1. 1993, framkvæmdastjóri. Sigríður Hjartar Hjörtur Bjarnason b. og sjóm. á Þingeyri, af Arnarhólsætt í Rvík Steinunn Guðlaugsdóttir húsfr. á Þingeyri Ólafur Ragnar Hjartar járnsmiður á Þingeyri Sigríður Kristín Egilsdóttir húsfr. á Þingeyri Hjörtur Hjartar framkv.stj. í Rvík Egill Jónsson sjóm. á Þingeyri Sigríður Bergsdóttir húsfr. á Þingeyri Svanhildur Ólafsdóttir Hjartar húsfr. á Ísafirði Ólafur Ragnar Grímsson fyrrv. forseti Íslands Jón Leifs tónskáld Þorleifur Jónsson póstmeistari og alþm. í Rvík Jón Kaldal ljósmyndari Jón Jónsson b. í Stóradal Jón Pálmason b. og alþingisforseti á Akri Pálmi Jónsson alþm. og ráðherra á Akri Pálmi Jónsson b. á Ytri-Löngumýri Jón Guðmundsson b. á Guðlaugsstöðum og í Stóradal, sonur Guðmundar Arnljótssonar alþm. Guðrún Jónsdóttir húsfr. á Guðlaugsstöðum, dóttir Jóns Pálmasonar alþm. í Stóradal, af Skeggsstaðaætt Jón Jónsson b. og alþm. í Stóradal Sveinbjörg Brynjólfsdóttir húsfr. í Stóradal í A-Hún. Brynjólfur Vigfússon trésmiður á Blönduósi Þórey Sveinsdóttir húsfr. á Blönduósi Úr frændgarði Sigríðar Hjartar Guðrún Jónsdóttir Hjartar kennari í Rvík ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2018 30% afsláttur af rafdrifnum skrifborðum Bæjarlind 8-10 201 Kópavogur sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Verð frá 68.947 kr. Hæðarstillanleg rafdrifin borð stuðla að betri líkamsstöðu og bættri líðan í vinnunni. STOFNAÐ 1956 Ólafur Eggert Ólafsson fædd-ist að Valshamri í Geiradals-hreppi þann 30.1. 1918, eða fyrir réttum hundrað árum. For- eldrar hans voru Ólafur Elías Þórð- arson, bóndi að Valshamri, og k.h., Bjarney S. Ólafsdóttir húsfreyja. Föðurforeldrar Ólafs voru Þórður Níelsson úr Strandasýslu og k.h., Herdís Einarsdóttir húsfreyja, en móðurforeldrar Ólafs voru Ólafur Eggertsson, bóndi og hreppstjóri í Króksfjarðarnesi, og k.h., Þuríður G. Runólfsdóttir húsfreyja. Eiginkona Ólafs var Friðrikka Bjarnadóttir húsfreyja, frá Höfn í Hornafirði, sem lést 2007, en þau eignuðust sex börn. Börn Ólafs og Friðrikku: Bjarni sölumaður; Ólafur Elías fram- kvæmdastjóri; Bjarney, hjúkr- unarfræðingur; Jón Sigurður líf- fræðingur; Dómhildur Ingibjörg, hjúkrunarfræðingur og Þóra Sigríð- ur leikskólakennari. Systkini Ólafs voru Guðmundur Benedikt Ólafsson, viðskiptafræð- ingur og framkvæmdastjóri Fram- kvæmdasjóðs hjá Byggðastofnun, og Þuríður Guðrún Ólafsdóttir sem var húsfreyja á Staðarfelli í Dölum og síðar í Reykjavík. Ólafur stundaði nám við Sam- vinnuskólann 1934-36. Hann starfaði hjá SÍS í Reykjavík á árunum 1936- 38 og hjá Kaupfélagi Króksfjarðar á árunum 1938-73. Hann var kaup- félagsstjóri í Króksfjarðarnesi frá 1943. Ólafur varð síðan fulltrúi hjá Ríkisendurskoðun í Reykjavík og starfaði loks hjá Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands. Ólafur sat í stjórn SÍS um 12 ára skeið. Hann var hvatamaður að stofnun Þörungavinnslunnar á Reykhólum og sat í stjórn hennar, var formaður Æðarræktarfélags Ís- lands, hreppstjóri í Geiradalshreppi í tvo áratugi, sat í stjórn Flóabátsins Baldurs og Gests hf. á Patreksfirði. Hann gegndi auk þess ýmsum öðr- um trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og samvinnuhreyfinguna. Ólafur lést 11.4. 1996. Merkir Íslendingar Ólafur E. Ólafsson 95 ára Ragnheiður Klemensdóttir 90 ára Helgi Hálfdánarson 85 ára Bragi Ingason Svava Sverrisdóttir 80 ára Bjarni Björnsson Gréta Hulda Hjartardóttir Ólafur Haraldsson Steina Einarsdóttir 75 ára Bjarni Þórhallsson Erna Kristín Jónsdóttir Gréta Viðars Jónsdóttir Hörður Alfreðsson Sigríður Hjartar Þorbjörn Broddason 70 ára Árni Jóhannesson Ástríður G. Daníelsdóttir Eiríkur Briem Eygló Alexandersdóttir Hrefna Sigurðardóttir Jóhanna S. Daníelsdóttir Magnús Guðjónsson Sigríður Númadóttir 60 ára Christina G. Prince Elías Geir Sævaldsson Elínborg Hilmarsdóttir Guðjón Hauksson Hjörleifur Kjartansson Ingunn Guðmundsdóttir Jóna Soffía Þorbjörnsdóttir Jón Kári Jónsson Kjartan Hreinsson Kristinn S.H. Styrmisson Mekkín Kjartansdóttir Ómar Ægir Kristjánsson Witold Andrzej Naporowski Þóranna Haraldsdóttir 50 ára Björn Rúnar Agnarsson Einar Þór Ásgeirsson Einar Örn Einarsson Guðmundur H. Erlendsson Guðrún B. Gunnsteinsdóttir Harpa Jóhannsdóttir Hlynur Jóhannsson Jóna Guðrún Elísdóttir Margrét Ómarsdóttir María Jóhanna Hrafnsdóttir Ólöf Sveinsdóttir Sigmar Björgvin Árnason Sigrún Sigurðardóttir Steingrímur Þorgeirsson Svala Jóhannsdóttir Sveinn Vignisson 40 ára Árdís Björnsdóttir Dagný Hauksdóttir Elfa Hrönn Friðriksdóttir Elísa Björnsdóttir Elmar Örn Hjaltalín Henry Trúmann Sverrisson Páll Sigurgeir Jónasson 30 ára Árni Þór Árnason Bergþór Njáll Sigurðsson Davíð Logi Jónsson Edmunds Zvirgzdins Harpa Rós Guðmundsdóttir Karítas Dan Þórarinsdóttir Kriselle Lou S. Jónsdóttir Maciej Kleparski Natalia Kruczkowska Paulina Zielinska Rósa Hauksdóttir Sara Ólafsdóttir Sveinmar Rafn Stefánsson Vala Ósk Gylfadóttir Valgerður Lilja Jónsdóttir Til hamingju með daginn 50 ára Einar Þór er Kópa- vogsbúi. Hann er sjúkra- þjálfari að mennt og vinn- ur á Landakoti. Maki: Gemma E. Rodriques, f. 1975, d. 2001, spænskukennari og yfirflugfreyja. Foreldrar: Ásgeir Einars- son, f. 1907, d. 1983, vaktmaður hjá Málningu, og Ingigerður Magnús- dóttir, f. 1919, d. 2014, húsmóðir og verkakona. Þau voru bús. í Kópavogi. Einar Þór Ásgeirsson 30 ára Valgerður ólst upp í Mosfellsbæ, býr í Kópa- vogi, lauk MSc-prófi í matvælafræði frá HÍ og starfar að gæðamálum hjá Innnesi. Maki: Þórarinn Hauks- son, f. 1984, lyfjafræð- ingur. Dóttir: Andrea Rán, f. 2017. Foreldrar: Jón Sævar Jónsson, f. 1947, og Kol- brún Guðjónsdóttir, f. 1952. Valgerður Lilja Jónsdóttir 30 ára Sveinmar ólst upp á Akureyri, býr þar, lauk sveinsprófi í rafvirkjun og er vélstjóri og vinnur nú við rafvirkjun. Maki: Benný Rós Björns- dóttir, f. 1989, leikskóla- kennari. Börn: Hólmfríður, f. 2013, og Björgvin, f. 2017. Foreldrar: Stefán Sæv- arsson, stórbóndi á Syðri- Grund í Höfðahverfi, og Hólmfríður Sveinmars- dóttir stuðningsfulltrúi. Sveinmar Rafn Stefánsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.