Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.01.2018, Page 5

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.01.2018, Page 5
Læknafélag Íslands var stofnað þann 14. janúar 1918. Á þeirri öld sem síðan er liðin hafa orðið miklar framfarir í lækna- vísindumogheilbrigðisþjónustu.Umleiðog íslenskir læknar þakka það traust sem þeim hefur ávallt verið sýntbeinaþeirsjónumframáveginntilnýrraáskorana í þjónustu sinni við land og þjóð. Afmælishátíð Eldborg 15. janúar 2018 kl. 14:00 - 18:00 • Ávarp, Reynir Arngrímsson formaður Læknafélags Íslands. • Ávarp, forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson. • Erindi, Dr. Anthony Costello: Áhrif loftslagsbreytinga á umhverfi og heilsufar. • Erindi, Dr. Karine Nordstrand: Læknar án landamæra. • Stjórn LÍ heiðrar nokkra félagsmenn 15.30 - 16.00Afmæliskaffi • Læknakórinn, blandaður kór lækna, syngur undir stjórn Árna Harðarsonar. • Hugleiðing, Andri SnærMagnason rithöfundur: Tíminn og vatnið, framtíðin og ísinn. • Fjölbreytt tónlistaratriði undir stjórn Guðmundar Óskars Guðmundssonar. Fram koma Sigríður Thorlacius, Sigurður Guðmundsson og Valdimar Guðmundsson ásamt hljómsveit. Dr. Anthony Costello er barnalæknir og einn framkvæmdastjóra hjá Alþjóða heilbrigðismála- stofnuninni,WHO.Hann hefurm.a. verið í forsæti fyrir Lancet Commission onHealth and Climate Change. Hannmun fjalla um niðurstöður skýrslunnar The Lancet Countdown tracking process on health and climate change ásamt áhrifum loftslagsbreytinga á heilbrigði og stöðumæðra, barna og ungmenna. Andri SnærMagnason rithöfundur fjallar um tímann og vatnið, framtíðina og ísinn og þaumargvíslegu áhrif semmaðurinn hefur haft ogmun hafa á jörðina. Maðurinn hefur haft áhrif á heilu vistkerfin og nú virðist hann höggva nærri sjálfum grundvelli lífsins, efnasamsetningu lofthjúpsins og sýrustigi hafsins. Dr. KarineNordstrand er formaður norsku samtakanna Læknar án landamæra og hefur starfaðmeð þeim víða um heim í tíu ár. Í erindi sínu kynnir hún hlutverk og verkefni þeirra sem starfa undir merkjum samtakanna. Myndarleg veggspjaldasýning um Lækna án landamæra verður sett upp í Hörpu ámeðan Læknadagar standa yfir. Í upphafi Læknadaga 2018 er efnt til hátíðarfundar í Eldborgarsal Hörpu um lækna, heilsufar og umhverfi. Fundurinn er öllum opinn án endurgjalds og dagskráin er fjölbreytt blanda af skemmtun og fróðleik.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.