Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.01.2018, Qupperneq 12
VETTVANGUR
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.1. 2018
Þekkt teikning sýnir tvo mennhorfa á tölu sem skrifuð hefurverið á jörðina á milli þeirra.
Annar heldur því hástöfum fram að
talan sé 6. Hinn gargar æfur að talan
sé 9. Ef þeir aðeins „kúpluðu sig nið-
ur“ og sýndu dálitla yfirvegun myndu
þeir komast að raun um að báðir hafa
nokkuð til síns máls og hvorugur er
genginn af göflunum.
Lexían er að ganga ekki út frá því
að niðurstaðan sem virðist blasa við
okkur, jafnvel kristaltær, ótvíræð og
borðleggjandi, sé hin eina rétta fyrr
en við höfum horft á hana frá eins
mörgum ólíkum hliðum og okkur er
unnt. Í þessu felst alls engin afstæð-
ishyggja heldur einfaldlega aðgát og
yfirvegun.
Allt mannkyn í Texas
Mörgum okkar finnst ábyggilega
borðleggjandi að mannfólkið sé orðið
býsna fyrirferðarmikið á jörðinni. En
prófum að horfa á málið frá nýstár-
legum sjónarhóli: Ef mannkynið allt
byggi í einni borg, og sú borg væri
álíka þéttbýl og New York (ekki Man-
hattan heldur öll New York-borg), þá
væri sú borg á stærð við Texas. Allt
mannkyn innan landamæra Texas og
hvergi sála á ferli annars staðar á
jörðinni. Samkvæmt þessu virðist
mega ætla að það sé feikinóg pláss á
jörðinni fyrir fleira fólk. Nýr sjón-
arhóll, ný ályktun.
Fögnum þó ekki of snemma heldur
veltum málinu á fleiri kanta. Tökum
með í reikninginn hversu mikið land
þarf til að sinna þörfum þessa sam-
anþjappaða mannkyns, sem okkur
hefur tekist að smala til nýju risaborg-
arinnar okkar í Texas. Áætlað hefur
verið að allt landrými á jörðinni myndi
ekki duga, að öllu öðru óbreyttu, til að
sinna neyslu þessarar borgar ef íbúar
hennar notuðu jafn mikið af auðlindum
og Bandaríkjamenn gera í dag. Nýr
vinkill, ný niðurstaða.
Stuðlagil
Tilefni þessara hugleiðinga um ný-
stárleg sjónarhorn og óvæntar hliðar
á málum eru magnaðar myndir Ein-
ars Páls Svavarssonar sem birtust
fyrir nokkru í tímariti flugfélagsins
WOW af einstakri náttúruperlu hér á
Íslandi, sem næstum enginn hafði
heyrt um. Hér er um að ræða magn-
aðar stuðlabergsmyndanir við Jök-
ulsá á Dal, sem komu ekki í ljós fyrr
en ánni var að mestu beint í annan
farveg með Kárahnjúkavirkjun. Þeg-
ar beljandi jökulfljótið hvarf kom
undan því þessi ægifagri staður, sem
á sér fáar ef nokkrar hliðstæður, og er
kallaður Stuðlagil.
Eftir á að hyggja skiptir tilvist
þessarar náttúruperlu sannarlega
máli þegar við vegum og metum já-
kvæð og neikvæð áhrif hinna miklu
framkvæmda. (Á sama hátt og eyðing
hennar hefði þótt gríðarlegur skaði,
jafnvel með öllu óréttlætanlegur.)
Gallinn er auðvitað sá að hér var um
að ræða óþekkt og ófyrirsjáanleg
áhrif, sem við gátum ekki haft til hlið-
sjónar þegar við mynduðum okkur
skoðun. Þegar við erum krafin um að
taka afstöðu er mikilvægt að gera sér
grein fyrir því að sum sjónarhorn eru
okkur hulin, hversu mikið sem við
reynum að sjá allar hliðar.
Blindir blettir umræðunnar
En það er annað sem er ekki síður
merkilegt við þessa nýfæddu nátt-
úruperlu og það er sú staðreynd að
mörgum mánuðum eftir að greinin
um hana birtist í flugtímaritinu hafði
hún enn ekki fengið neina teljandi at-
hygli. Að vísu voru myndirnar nú ný-
verið birtar á „Baklandi ferðaþjónust-
unnar“, vinsælum Facebook-hópi
áhugafólks um ferðamennsku á Ís-
landi. En engu að síður vita margfalt
færri af þessari glænýju náttúruperlu
heldur en ef hún hefði glatast, því þá
væri hún á allra vitorði. Er það ekki
sérkennilegt? – Það skiptir ekki höf-
uðmáli í þessu sambandi hvers konar
skekkju í umræðunni er um að kenna.
Aðalatriðið er að gera sér grein fyrir
að það eru „blindir blettir“ í um-
ræðunni, sem er hægt að sjá ef við
leggjum það á okkur að líta til hliðar.
Það er mikilvægt að fylgja stefnu
sinni, markmiðum og hugsjónum eftir
af festu og harðfylgi, jafnvel hörku ef
því er að skipta. En forsendan fyrir
því að ná hámarksárangri er að sjá
málin frá ólíkum hliðum og fá aðra til
að gera slíkt hið sama.
Þeim sem vilja kynna sér frægustu
skrifin um viðfangsefni þessarar
greinar er bent á Bítlana, einkum
sáttagjörðarsönginn „We Can Work
It Out“.
Úr ólíkum
áttum
Þórdís Kolbrún
Gylfadóttir
thordiskolbrun@anr.is
Morgunblaðið/Steinunn Ásmunds
Um harðfylgi, ólík sjón-
arhorn og blinda bletti
’Margfalt færri vita afþessari glænýju nátt-úruperlu heldur en ef húnhefði glatast, því þá væri
hún á allra vitorði. Er
það ekki sérkennilegt?
Frásagnir
íþróttakvenna í
krafti #metoo-
byltingarinnar
hafa gert marga
orðlausa. Dag-
ur B. Eggerts-
son borgarstjóri
varð fyrir áfalli eins og svo margir
þegar hann las frásagnir þeirra.
„Samfélagið og sveitarfélögin hafa
staðið myndarlega á bak við
íþróttastarf með uppbyggingu og
margvíslegum styrkjum. Við eigum
því að finna til ábyrgðar og líta á
það sem forgangsmál og frum-
skyldu að kynferðisleg áreitni eða
ofbeldi verði ekki liðin í tengslum
við íþróttastarf, keppni og æfingar.
Ég hef þegar verið í sambandi
við forystu Íþróttabandalags
Reykjavíkur til að bjóða fram
stuðning borgarinnnar við við-
brögð og úrvinnslu einstakra mála,
stuðning við gerð ferla og við-
bragðsáætlana þar sem slíkt vant-
ar,“ skrifaði hann m.a. á Facebook.
Fjölmiðlakon-
an Erla Hlyns-
dóttir hafði
þetta að segja
um sama mál-
efni: „Það sem
hefur komið
mér mest á óvart í #metoo-
byltingunni: Hversu margir karl-
menn segja það koma sér á óvart
hversu margar konur hafa orðið
fyrir áreitni og kynferðislegu of-
beldi #hversdagsleikinn. Helgi
Hrafn Gunnarsson þingmaður
benti á í svari
við færslu Erlu
að ekki sé endi-
lega um skeyt-
ingaleysi karla
að ræða. „Körl-
um er ekkert
sama um þetta. Það er bara frekar
erfitt að gera eitthvað í vanda-
málum sem maður hefur hvorki
þekkingu á né reynslu af. Þetta er
ekki hluti af almennum reynslu-
heimi karla og þess vegna virkar
það kannski eins og þeim sé sama,
þegar það er ekkert flóknara en
að maður veit lítið sem ekkert um
þetta.“
Eva Ein-
arsdóttir borg-
arfulltrúi skrifaði
líka um þetta
mál og þakkaði
hugrökku
íþróttakonunum
og segir sögurnar gera sig orð-
lausa, sorgmædda og reiða.
„Man sjálf eftir því að vera 14-
15 ára að æfa fótbolta og þjálf-
arinn, giftur með börn, kallaði mig
yngstu kærustuna sína, bauð heim
til sín þar sem áfengi var í boði
o.s.frv. Og þegar menn í meist-
araflokknum kölluðu mann smá-
píku og maður fór hjá sér og hló
bara því maður átti engin viðeig-
andi viðbrögð í reynslubankanum.
Nema að finna skammar-
tilfinningu. […] Nú skulum við
taka höndum saman, hvetja og
styðja og ná gullinu í að uppræta
ofbeldi!“ skrifaði hún m.a.
AF NETINU
Budapest
Festiv
Orche
harpa.is/budapest #harpa
Miðasala í síma 528 5050 og á harpa.is
Eldborg 17. jan. kl. 19:30
Hljómsveitarstjóri Iván Fischer
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is
Innréttingar
Íslensk hönnun – þýsk gæði
EIRVÍK Innréttingar
Eirvík innréttingar eru hannaðar af íslenskum innanhússarkitektumog sérsmíðaðar
í fullkominni verksmiðju í Þýskalandi. Einingarnar koma samsettar til landsins sem
sparar tíma í uppsetningu og tryggirmeiri gæði.
Sérstaða okkar fellst í því að bjóða heildarlausn fyrir eldhúsið. Höfuðáhersla er
lögð á persónulega þjónustu og lausnir sem falla að þörfumog lífsstíl hvers og eins.
Líttu við hjá okkur og fáðu tilboð í innréttinguna og eldhústækin og tryggðu þér
raunveruleg gæði á réttu verði.
Hönnun og ráðgjöf á staðnum.