Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.01.2018, Page 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.01.2018, Page 21
14.1. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 og hún er alvöru viðskiptajöfur,“ sagði pólitíski ráðgjafinn Robert Shrum, sem vann bæði að forsetaframboði demókratanna Als Gores og Johns Kerrys, við breska blaðið The Guardian. Annar pólitískur ráðgjafi, Jesse Ferguson, sem vann fyrir framboð Hillary Clinton, er á sama máli. „Fólk mun taka hana alvarlega, ekki vegna þess að hún er fræg, heldur vegna þess hver hún er – vegna þess að henni hefur raunverulega gengið vel í lífinu og hefur lagt sig í líma til að hjálpa öðru fólki,“ sagði hann við fjölmiðlasamsteypuna Politico. Þarna kemur Ferguson inn á merkilegan punkt; Winfrey er fræg fyrir örlæti sitt og gjafmildi og er ókrýnd góðgerðardrottning Bandaríkjanna. Hvernig er hægt að gagnrýna slíka manneskju? hefur ítrekað verið spurt í vikunni. Þá er hún heimilisvinur á milljónum heimila, innanlands sem utan, gegnum sjón- varpsþátt sinn sem gekk í aldarfjórðung. Michael Cornfield, dósent við George Wash- ington-háskóla, útilokar Winfrey ekki heldur. „Það veltur á burðum hennar til að setja sam- an gott lið. Mælska hennar er augljós kostur og hún talar þegar í stóran hóp, en það dugar ekki eitt og sér til að tryggja henni tilnefningu og kjör. Við vitum ekki ennþá hvort hún hefur yfirhöfuð áhuga en það er ennþá rúmur tími til stefnu,“ hefur The Guardian eftir Cornfield. Það er vissulega rétt, þrjú ár eru ennþá eftir af kjörtímabili Donalds Trumps, en gleymum því þó ekki að kosningabaráttan mun hefjast strax sumarið 2019, þegar kandídatar flokk- anna fara að reyna með sér. Betra er því að sofna ekki á verðinum. Oprah, ekki gera þetta! Ekki þykir öllum hugmyndin um Winfrey sem forseta eins góð. „Oprah, ekki gera þetta,“ bið- ur pistlahöfundurinn Thomas Chatterton Williams lengstra orða í The New York Times. Hann viðurkennir raunar að hann sé ekki ónæmur fyrir töfrum Winfrey og ræða hennar á Golden Globe hafi verið frábær en það yrðu eigi að síður hræðileg mistök að gera hana að forseta. Þangað eigi hún ekkert erindi. Willi- ams segir hugmyndina undirstrika hvernig trumpisminn hafi sýkt borgaralegt líf banda- rísku þjóðarinnar; þrælslundin gagnvart frægð og vinsældum sé að verða algjör en í henni felst afneitun á sérþekkingu og reynslu. „Ákjósanlegur eftirmaður Trumps verður að vera alvörugefinn og með farsælan feril í opinberri þjónustu að baki. Það yrði svöðusár frá eigin hendi fyrir Demókrataflokkinn sætti hann sig við góðviljaða skopstælingu á hinu skynvillta sirkusatriði Trumps,“ segir Willi- ams. Hann bendir raunar á, að sú staðreynd að nafn Winfrey sé yfir höfuð komið upp á dekk segi mögulega allt sem segja þarf um leiðtoga- kreppuna innan flokksins. „Að frú Winfrey myndi líklega sigra þá sem taldir eru sigur- stranglegastir á þessari stundu – Joe Biden, Bernie Sanders, Kirsten Gillibrand – er vitn- isburður um það hversu gjörsneyddur fersk- um pólitískum hæfileikum flokkurinn er orð- inn eftir brotthvarf Obama.“ Williams segir þá pælingu, að forsetaemb- ættið sé að verða eins og hver annar verð- launagripur fyrir frægt fólk, ákaflega hættu- lega. Burtséð frá því hvort fólk tengir við pólitíska sýn þessa fólks eður ei. „Fyrsta ár Trumps í embætti hefur fært okkur heim sanninn um það að reynsla, þekking, menntun og pólitísk viska skipta verulega máli. Stjórn- un er eitt, kosningabarátta annað. Núna vitum við líka, sem er einnig mjög mikilvægt, að frægar manneskjur verða ekki endilega góðir þjóðhöfðingjar. Forsetaembættið er ekki veru- leikaþáttur eða, ef því er að skipta, spjall- þáttur í sjónvarpi.“ Hvert erum við komin? Hér heima tekur Lilja Hjartardóttir stjórn- málafræðingur í svipaðan streng í samtali við Morgunblaðið. „Við erum komin á einkenni- legan stað þegar við ræðum í alvöru um að Op- rah Winfrey taki við af Donald Trump í emb- ætti forseta Bandaríkjanna. Þetta er sannarlega ein birtingarmynd kreppunnar sem bandarísk stjórnmál eru komin í, að við séum í alvöru að hvetja aðra fræga manneskju úr afþreyingaiðnaðinum í embættið. Það er dapurlegt að fólk úr stjórnmálum sé ekki einu sinni í umræðunni.“ Að dómi Lilju vega áhrif fjölmiðla þungt í þessu sambandi. Almenningur fylgist betur með því sem er að gerast í sjónvarpi og á sam- félagsmiðlum en í eiginlegum stjórnmálum. „Þetta er til marks um það að fólk sé búið að fá nóg af stjórnmálum, klíkuskap og spillingu í Washington. Umræða um stjórnmál er nei- kvæð og fólk sér ekki breytingar með nýjum frambjóðendum, sem eru þar að auki fáir því það er mjög erfitt að sigra sitjandi þingmenn. Af því leiðir t.d. að konur eru einungis um 20% þingmanna og eins sýnist manni að það sé auk- in harka í þinginu. Kosningaþátttaka í þing- kosningum er einnig mjög léleg, um 40%, sem er vandræðalegt fyrir land sem lítur á sig sem forysturíki meðal lýðræðisríkja,“ segir Lilja. Spurð um möguleika Winfrey segir Lilja: „Hún fengi fljúgandi fylgi, að minnsta kosti til að byrja með. Fyrst Donald Trump náði kjöri, sem enginn hafði spáð nema þá helst Michael Moore, hlýtur Oprah að eiga raunhæfa mögu- leika á því að verða forseti. Það veltur þó á ýmsu, ekki síst mótframbjóðendunum. En Op- rah er með fjármagnið og eigin fjölmiðla, sem virðist skipta æ meira máli. Það segir okkur sennilega allt sem segja þarf um stöðu emb- ættisins.“ Upplýst umræða Lilju þykir skynsamlegra fyrir Winfrey að beita áhrifavaldi sínu til að stofna til upp- lýstrar umræðu um stjórnmál vestra í stað þess að bjóða sig fram sjálf. Hún nái til tuga milljóna manna á hverjum degi, sýnist henni svo. „Hún gæti sett mörg mál á dagskrá og reynt að sætta samfélag sem virkar mjög sundrað. Oprah hefur verið gagnrýnd fyrir að taka ekki afstöðu í mikilvægum samfélags- legum málum og núna væri tækifærið. Í fyrsta lagi er nauðsynlegt að auka tiltrú al- mennings á stjórnmálum og hvetja fólk til að taka þátt. Í öðru lagi þarf að byggja upp traust í stjórnmálum sem er í sögulegu lág- marki. Í þriðja lagi þarf að breyta kosn- ingakerfinu; Hillary Clinton fékk fleiri at- kvæði en Donald Trump en tapaði samt. Sömu sögu má segja um Al Gore á sínum tíma. Við þetta er auðvitað ekki hægt að una; kjörmannakerfið er löngu úrelt.“ Þá er bara að sjá hvað setur. Boltinn er hjá Opruh Winfrey og kannski hitti Alex Burns, stjórnmálaskýrandi hjá The Times, naglann á höfuðið þegar hann sagði: „Frú Winfrey á harðan slag fyrir höndum um tilnefningu Demókrataflokksins á móti … Já, það er ekki hlaupið að því að ljúka þessari setningu!“ Winfrey brestur í söng á hafnaboltaleik árið 2001 ásamt Clinton-hjónunum og öðru fyrirmenni. AP Winfrey ásamt stúlkum í skóla fyrir leiðtogaefni, sem hún styrkir, í Suður-Afríku árið 2007. Reuters Winfrey er fræg fyrir gjafmildi; hér hefur hún gefið áhorfendum í sal bíl eftir einn af þáttum sínum. AP Oprah Winfrey fæddist í smábænum Kos- ciusko í Mississippi 29. janúar 1954 og verður því 64 ára í lok mánaðarins. Hún ólst upp við naum kjör hjá einstæðri móður og sló í gegn í kvikmyndinni Color Purple árið 1986 og var meðal annars til- nefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn. Sama ár hóf spjallþáttur hennar, The Op- rah Winfrey Show, göngu sína og naut fá- dæma vinsælda fram til ársins 2011 að Winfrey ákvað að láta staðar numið. Undanfarin ár hefur hún helgað sig leiklist og viðskiptum, auk þess að stýra eigin fjölmiðlaveldi og vera fréttaritari fyrir hinn virta fréttaskýringaþátt 60 mín- útur. Winfrey hefur auðgast verulega á starfi sínu í fjölmiðlum og öðru og mat Forbes- tímaritið eigur hennar á þrjá milljarða bandaríkjadala í fyrra sem gerir hana að þriðju ríkustu konu Bandaríkjanna sem byrjaði með báðar hendur tómar. Byrjaði með báðar hendur tómar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.