Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.01.2018, Blaðsíða 24
Auðvelt er að fletta sloppnum
frá þegar þess þarf.
Nemendur listaháskólans Parsons
School of Design í New York unnu
með fyrirtækinu Care+Wear, sem
framleiðir meðal annars sjúkra-
sloppa, í að útfæra nýja sloppa sem
bæði hylja líkamann og gefa lækn-
um á sama tíma auðveldan aðgang
að þeim líkamspörtum sem þeir
þurfa að sinna hverju sinni.
Nemendurnir unnu fimm út-
færslur á sjúkrasloppum og fara
þær eftir sjúkdómsgreiningum og
aðgerðum hverju sinni. Þá er auð-
velt að fletta sloppnum frá á ýms-
um stöðum án þess að þurfa
að afklæðast eða líða illa.
Sloppurinn er unninn út frá
sniði japanskra kimonoa og er
gerður úr bómullar- og pólýester-
blöndu.
Markmið samstarfsins er að
finna leið til þess að láta sjúkling-
unum líða betur á meðan verið er
að sinna þeim.
Nemendur Parsons ráðfærðu sig
við sjúklinga, fatahönnuði, hjúkr-
unarfræðinga, lækna og starfsfólk
þvottahúss við hönnun sloppanna.
Endurhanna
sjúkrasloppa
Nemendurnir unnu fimm
útfærslur nýrra sloppa sem
henta út frá sjúkdóms-
greiningum og aðgerðum.
Ný og áhugaverð auglýsinga-
herferð IKEA hefur vakið mikla
athygli að undanförnu.
Auglýsingin, sem birtist fyrst í
sænsku tímariti, lítur út líkt og
hefðbundin auglýsing á barna-
rúmi. Neðst á henni má síðan
finna leiðbeiningar að einskonar
þungunarprófi sem virkar þannig
að ef ólétt kona lætur þvag sitt á
prófið breytist auglýsingin og
verðið á barnarúminu lækkar.
Auglýsingin er ætluð til þess að
auglýsa meðlimaklúbbinn IKEA
Family. Það var sænska auglýs-
ingastofan Åkestam Holst sem
vann með IKEA að þessari frum-
legu og skemmtilegu hugmynd.
Þegar óléttar konur setja þvag sitt á flipann á auglýsingunni kemur annað í ljós.
Hvattar til þess að
pissa á auglýsingu
Auglýsingin er sér-
staklega frumleg
og áhugaverð.
Smátt og smátt breytist auglýsingin
og tilboðið kemur í ljós.
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.1. 2018
HÖNNUN
Breski fatahönnuðurinn Rick
Owens hefur verið fenginn til þess
að hanna eigin útgáfu af þremur
þekktustu útgáfum sandala frá
þýska skómerkinu Birkenstock.
Sandalarnir Arizona, Madrid og
Boston hafa fengið nýtt útlit en
Owens nýtti sér ýmist filt, smá-
hestahár eða gróft leður í hönnun
sinni.
Owens er þekktur fyrir dökka
litapalletu og djarfa hönnun og
gætir þessara áhrifa í útfærslu hans
á Birkenstock.
Samstarfið er hluti af verkefninu
„The Birkenstock Box,“ sem er
færanleg Pop-up verslun skómerk-
isins sem verður komið fyrir í
nokkrum borgum víðsvegar um
heiminn. Owens fékk því að útfæra
sína útgáfu af „The Birkenstock
Box,“ sem verður komið fyrir fyrir
utan verslun hans í Los Angeles í
mars þegar samstarfið fer í sölu.
Sandalarnir eru ýmist gerðir úr filti,
smáhestahári eða grófu leðri.
Rick Owens fyrir Birkenstock
The Birkenstock Box, verður komið
fyrir fyrir utan verslun Rock Owens í
Los Angeles.
The Birkenstock Box er Pop-up verslun sem ferðast á milli borga.
Reykjavík
Bíldshöfði 20
Akureyri
Dalsbraut 1
www.husgagnahollin.is
558 1100
10 – 18 virka daga
11 – 17 laugardaga
13 – 17 sunnudaga
10 – 18 virka daga
11 – 16 laugardaga
Ísafjörður
Skeiði 1
REYKJAVÍK I AKUREYRI I ÍSAFJÖRÐUR
Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar með
fyrirvara um prentvillur. Yfirstrikað verð sýnir fullt verð vöru.
Gildir til 4. febrúarr eða á meðan birgðir endast.
EMPIRE
Grátt slitsterkt áklæði.
Stærð: 80 × 70 × 102 cm
71.992 kr. 89.990 kr.
AFSLÁTTUR
20%
AFSLÁTTUR
30%
ELLIOT
Borðstofuborð. Spónlögð hn
Stærð: 180 x 90 x H: 75 cm
Stækkanlegt í
219,5 cm með
innbyggðum
stækkunum.
ota.
62.993 kr.
89.990 kr.
TUB
Hægindastóll.
Svart leður. Fæst einnig í áklæði
55.993 kr. 79.990 kr.
AFSLÁTTUR
30%