Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.01.2018, Page 30
Ekki skyldi vanmeta tengsl
félagslegs umhverfis og heilsu.
Elín Ebba segir manneskjuna
hafa þróast sem hópveru og því
þurfi ekki að koma á óvart að
einmanaleiki og félagsleg ein-
angrun geti haft djúpstæð áhrif á
heilbrigði og vellíðan fólks og
stytt lífaldur. „Einmanaleiki get-
ur valdið lífeðlislegum áhrifum,
þar sem ónæmiskerfið les vit-
laust í umhverfisógnanir á borð
við bakteríur svo að líkaminn á
erfiðara með að verjast sjúk-
dómum og jafnvel krabbameini.
Einmanaleiki eykur líka magn
streituhormónsins kortisóls og
hækkar blóðþrýsting, sem hefur
áhrif á blóðflæði og eykur álag á
hjarta. Áhrif einmanaleika á
heilsuna geta verið á við það að
reykja margar sígarettur á dag,
drekka ekki eða borða, eða vera
undir stöðugum sársauka.“
Einangrun skaðleg
á margan hátt
HEILSA Á síðasta ári gerðist það fimmta árið í röð að slegið var met í fjöldalíffæragjafa í Bandaríkjunum. Er aukningin rakin til fleiri dauðsfalla afvöldum of stórra fíkniefnaskammta. Er iðulega um að ræða ungt fólk
sem er að öðru leyti heilsuhraust og því góðir líffæragjafar.
Aldrei fleiri líffæragjafar
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.1. 2018
Ný bresk rannsókn bendir til þess að mjög
auðvelt sé að ánetjast sígarettum með sak-
leysislegu fikti. Rannsóknin skoðaði spurn-
ingalista sem lagðir voru fyrir 215.000 manns í
Bandaríkjunum, Ástralíu, Nýja-Sjálandi og
Bretlandi á tímabilinu 2000-2016 og kom í ljós
að 60,3% svarenda höfðu prófað reykingar. Af
þeim sögðust 68,9% hafa byrjað að reykja
reglulega.
Rannsakendurnir segja niðurstöðurnar sýna
fram á mikilvægi þess að koma í veg fyrir fikt
með sígarettur enda þurfi ekki mikið til að
þróa með sér fíkn í reykingarnar. Að sögn BBC
kom á óvart hversu algengt það var að fólk
sem prufaði að reykja einu sinni byrjaði að
reykja að staðaldri.
Góðu fréttirnar eru þær að unga fólkið virð-
ist vara sig á tóbakinu. Í Bretlandi reykja núna
19,3% fólks á aldrinum 18 til 24 ára en árið
2010 var hlutfallið 25,8%. ai@mbl.is
AUÐVELT AÐ ÞRÓA MEÐ SÉR VANANN
Fiktið leiðir fljótt til reykinga
Það virðist stórvarasamt að prufa aðeins eina sígarettu.
Morgunblaðið/Golli
Einhugur er um að efla heilsu-gæsluna enn frekar og leggjaþessum hluta heilbrigðiskerf-
isins til meira fjármagn. En í því
starfi væri mikilvægt að huga betur
að ýmsum sjúkdómum af andlegum
toga, og gefa heilbrigðisstarfs-
mönnum úrræði til að bæta það um-
hverfi sem skjólstæðingar þeirra
koma úr,“ segir Elín Ebba Ás-
mundsdóttir iðjuþjálfi. „Heilsugæsl-
an hefur ekki haldið í við þá þekk-
ingu sem við höfum öðlast á áhrifum
umhverfisþátta á heilsu og vellíðan.“
Elín Ebba hefur um alllangt skeið
rekið Hlutverkasetur í Borgartúni
þar sem áhersla er lögð á að gefa
fólki kost á að vinna úr og sporna
gegn ýmsum andlegum kvillum með
félagslegri virkni. Þekkt er að oft
getur rót vandamála á borð við
þunglyndi og kvíða legið í því að ein-
staklinga skortir réttan stuðning í
námi sínu eða starfi, eða einangrast
félagslega og finna sér ekki farveg í
samfélaginu. „Heilbrigðiskerfinu
hættir til að einblína á að vinna á
einkennunum frekar en orsökinni,
og nota til þess efnafræði frekar en
að laga það sem bjátar á í félagslegu
umhverfi fólks.“
Einangruð og veik
Elín Ebba nefnir dæmi af ímynd-
uðum unglingi sem finnur sig ekki í
skóla og er strítt af jafningjum sín-
um. „Útkoman gæti verið sú að hann
sogast í staðinn inn í tölvuleiki, þar
sem hann fær umbun fyrir að standa
sig, fær tækifæri til að nota styrk-
leika sína, og upplifir heim sem
mætir tilfinningalegum þörfum
hans. Smám saman missir hann
áhuga á því sem er fyrir utan þenn-
an heim, flosnar upp úr skóla og
stendur þá fátt annað til boða en
lægst launuðu störfin. Vítahring-
urinn þrengist æ meira utan um
þennan einstakling, uns hann er á
þrítugs- eða fertugsaldri lokaður
inni í öðrum heimi og er í raun ekki
að lifa lífinu,“ segir hún.
„Það getur líka gerst ef ein-
staklingur verður fyrir einhverskon-
ar áfalli, s.s. ástarsorg eða vin-
armissi, að hann missir traustið til
annars fólks og sannfærist um að
betra sé að vera einn. Núna vitum
við að einvera getur verið mikill
heilsuspillir og getur breytt því
hvernig við umgöngumst annað fólk,
og leitt til sjúkdóma af ýmsum
toga.“
Lífsstílstengd andleg heilsa
Elín Ebba tekur undir að rétt eins
og mikið er lagt upp úr því að fyrir-
byggja lífsstílstengda sjúkdóma, s.s.
með hollu mataræði, reglulegri
hreyfingu og með því að forðast
ýmsa heilsuspillandi lesti, þá mætti
líka leggja áherslu á að fyrirbyggja
lífsstílstengda andlega sjúkdóma.
Bæði ætti fólk að vera meðvitað um
hætturnar, til að forðast það að fest-
ast í vítahring andlegra veikinda en
heilbrigðiskerfið ætti líka að huga að
samspili lífsstíls, félagslegs um-
hverfis og kvilla af andlegum toga og
veita stuðning af réttum toga.
Lausnin gæti, að mati Elínar
Ebbu, verið fólgin í betra samstarfi
á milli heilsugæslu, sálfræðinga og
félagsþjónustu, og með því að bjóða
upp á úrræði á borð við Hlutverka-
setrið:
„Það fólk sem um ræðir er oft
ekki fært um að bæta félagslegar
aðstæður sínar upp á eigin spýtur,
heldur þarf leiðsögn og stuðning,
og mögulega inngrip. Meðferð gæti
jafnvel falist í því að starfa með
vinnuveitanda, s.s. til að hjálpa ein-
staklingi sem hefur ekki getuna til
að vinna 40 stundir að fá að vinna í
staðinn 20 stunda vinnuviku – og
þá halda virkni frekar en að
hrökklast út af vinnumarkaði og
missa á endanum vinnugetuna með
öllu,“ segir Elín Ebba. „Alls kyns
litlar breytingar eru oft allt sem
þarf, og getur dugað eitt og sér eða
verið hluti af heildstæðri meðferð
með lyfjagjöf og meðferð hjá sál-
fræðingi.“
Morgunblaðið/Hanna
Umhverfið
mótar heilsuna
Félagslegt umhverfi okkar getur haft mikil
áhrif á andlega og líkamlega heilsu, og brýnt
að tekið sé mið af því í heilbrigðiskerfinu.
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is
„Alls kyns litlar breytingar eru oft allt
sem þarf, og getur dugað eitt og sér
eða verið hluti af heildstæðri með-
ferð,“ segir Elín Ebba Ásmundsdóttir.
Hulda B. Ágústsdóttir Margrét Guðnadóttir
Íslensk hönnun - Íslenskt handverk
Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990
www.kirs.is,
Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun
Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17