Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.01.2018, Page 34
FERÐALÖG Sjávarfangið er óvíða ferskara en í Flórída, enda erríkið umlukt vatni. Það er vel þess virði að prófa sig
áfram með nýtt fiskmeti á ferðalaginu.
Ferskt sjávarfang
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.1. 2018
Það er ekki lítið verkefni að farameð fimm manna fjölskyldu í20 daga frí og því þarf skipu-
lagningin að vera góð. Eins og flestir
eyddum við hjónin því dágóðri stund
í að skoða möguleikana þegar lang-
þráð sumarfrí, þótt í október væri
reyndar, var í kortunum. Það kom
okkur nokkuð á óvart að það væri
hægt að gera betri kaup þegar kom
að flugi og hótelum fyrir okkur með
börn á aldrinum sex, sjö og 13 á
Flórída en á Tenerife sem við vorum
helst að skoða. Það helgast af því að
Spánverjar gera eiginlega ekki ráð
fyrir því að fimm manna fjölskyldur
vilji vera saman í herbergi eða íbúð
og stærðirnar bjóða einfaldlega ekki
upp á það.
Þetta kom nú ekki að sök og það
þurfti ekki að eyða mikilli orku í að
sannfæra smáfólkið um að Flórída
væri góður áfangastaður með öllum
sínum skemmtigörðum og mögu-
leikum í afþreyingu. Helst var það
ég sjálfur sem þurfti að sannfæra en
ég sá fljótlega möguleika á að kom-
ast þarna á NBA-leik sem lengi
hafði verið á stefnuskránni og þá er
Dali-safnið í St. Petersburg staður
sem ég vissi að væri góður til að
jafna út þennan risaskammt af
afþreyingaráreiti sem Orlando er.
Ekki síður var þetta tækifæri til að
heimsækja nýja staði á Flórída.
Gjörólíkar borgir
Flogið var til Miami, borgar sem hef-
ur lifað með manni frá því Sonny
Crockett og Tubbs voru upp á sitt
besta í Miami Vice. Það er ekki
skrýtið að hún sé gjarnan sögusviðið í
bíómyndum. Stærðin á öllu saman er
það fyrsta sem grípur augað hjá
Mosfellingnum en ekki síður sá mikli
auður sem hefur safnast þarna sam-
an enda er borgin miðstöð verslunar
og flutninga. Þeim leiðist heldur ekki
að sletta skyrinu þarna sem eiga það
og bílarnir, snekkjurnar og tilkomu-
mikil háhýsi setja sinn brag á kaup-
staðinn. Fyrsta verk smáfólksins var
að sjálfsögðu að hlaupa út í fagur-
blátt og ylvolgt Atlantshafið við
South Beach. Engin eftirsjá að hafa
farið til Flórída á þessum tímapunkti.
Arkitektúr borgarinnar er einnig vel
þekktur og fólk sem kann að meta
Útsýnið yfir Atlantshafið af svölunum á
Setai-hótelinu á South Beach er fallegt.
Það kom á óvart hversu hlýtt það var að
svamla í öldurótinu við ströndina en í
október er vatnið um 26-28° gráðu heitt.
Fjölbreytilega Flórída
Í október ferðaðist fimm manna fjölskylda frá
Mosfellsbæ vestur til Flórída þar sem Miami,
St. Petersburg og Orlando voru heimsóttar. Ríkið
er margbreytilegt og borgirnar þrjár gjörólíkar.
Ferðin var kærkomin framlenging á sumrinu.
Texti og ljósmyndir: Hallur Már Hallsson hallurmar@mbl.is
Á markaðnum í St. Petersburg þar sem hægt er að kaupa
framleiðslu bænda og handverksfólks.
Háhýsin í miðborg Miami eru mýmörg.
Miami er ein stærsta borg Bandaríkjanna og ekki lítið að
meðtaka fyrir sjö ára gamlan Mosfelling.
Dalí-safnið í St. Petersburg er vel heppnað og geymir
nokkur lykilverka meistarans.