Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.01.2018, Side 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.01.2018, Side 37
hvort meiri jöfnuður hafi ríkt á landinu þá en nokkru sinni síðar. Þeir eru til sem mæla jöfnuð og virðast telja sig komast næst fullkomnun í þeim efnum þar sem sameiginleg eymd þjóða er áferðarfallegust. Fræðilegir froðusnakkar getað reiknað út unaðs- legt efnahagslegt jöfnunarástand þar sem allir lepja dauðann úr skel, barnadauði er hundraðfaldur á við það sem gerist í norrænum löndum og heilbrigð- iskerfi er ekki til undir því nafni sem við notum og kallar á lágmarksforsendur. Og eignarréttur fæst ekki skráður. Í slíkum lönd- um á einræðisherra ekkert á pappírnum. En hann getur verið umvafinn auði í skjóli vopnavalds. Af- kvæmi hans erfa ekki þau auðæfi nema þeim takist að uppfylla annan hvorn kostinn: að erfa hersveitir föðurins eða að hafa fengið frá honum talnarunu sem opnar himins hlið í Lúxemborg eða Sviss. Þar er eignarrétturinn í hávegum hafður, en upplýs- ingaskyldan er eins og útigangshross illa til reika og utan skjóls. Þetta með kosningarétt karla og kvenna á Íslandi Lýðræðið átti sinn uppgangstíma á ofanverðri 19. öld og á þeirri 20. á nokkrum blettum jarðkringlunnar og varð grundvallarreglan við útdeilingu valds. Það fékk aukinn þroska í þrepum, því hópum voru færð rétt- indi í áföngum. Í nútíma umræðu er tískubundið að spurning um kynferði hafi ein skipt máli um lýðræð- islega þátttöku. Það er eins og hver önnur vitleysa. Atkvæðisréttur var bundinn tiltekinni eign. Hann gat ráðist af því hvort menn væru sjálfs sín herrar. Í sumum tilvikum var rétturinn bundinn við aldur. Og þá er ekki átt við aldursmörk sem sýni hvort ætla megi að menn hafi tekið út sinn þroska. Svo er látið eins og kosningaréttur hafi skipt hér máli frá árinu 874 og síðar. En hann fer ekki að ráða neinum úrslit- um fyrr en eftir að stjórn landsins er flutt heim, sem varð loks virkt árið 1904. Fimm árum síðar er opnað fyrir kosningarétt kvenna og hann var orðinn virkur 5 árum síðar og sama gilti um stóran hóp karla, sem ekki höfðu haft kosningarétt. Karlar höfðu haft takmarkaðan kosningarétt. Þeir urðu að vera fjár síns ráðandi. Þeir máttu ekki hafa þegið sveitarstyrk og ef þeir höfðu gert það urðu þeir að hafa endurgreitt hann. Í sumum tilvikum gátu karlar fengið að greiða atkvæði 25 ára en í öðr- um tilvikum 40 ára. Heilmikil tilþrif hafa verið uppi um að fagna kosn- ingarétti kvenna og næstum látið eins og þær hafi búið við þetta tiltekna órétti siðan 874. Stjórn- arskráin um hin sérstöku málefni Íslands kom þús- und árum síðar. Og hún var vissulega veigamikið skref. Heimastjórnin og fullveldið voru þó miklu mikilvægari. Hin nýja stjórnarskrá frá 1874 gerði ráð fyrir því að Alþingi kæmi saman annað hvert ár í fáeinar vikur. Vissulega höfðu karlar einir kosninga- rétt. En bara sumir karlar. Í 17. grein stjórnarskrárinnar segir hvaða skilyrði karlar þurfi að uppfylla til að hafa kosningarétt: „Kosningarrjett til alþingis hafa: a. allir bændur, sem hafa grasnyt og gjalda nokk- uð til allra stjetta; þó skulu þeir, sem með sjer- staklegri ákvörðun kynni að vera undanskildir ein- hverju þegnskyldugjaldi, ekki fyrir það missa kosningarrjett sinn; b. kaupstaðarborgarar, ef þeir gjalda til sveitar að minnsta kosti 8 kr. (4 rd.) á ári; c. þurrabúðarmenn, ef þeir gjalda til sveitar að minnsta kosti 12 krónur (6 rd.) á ári; d. embættismenn, hvort heldur þeir hafa kon- unglegt veitingarbrjef eða þeir eru skipaðir af því yf- irvaldi, sem konungur hefur veitt heimild til þessa; e. þeir, sem hafa lærdómspróf við háskólann, eða embættispróf við prestaskólann í Reykjavík, eða eitthvert annað þess háttar opinbert próf, sem nú er eða kann að verða sett, þó ekki sjeu þeir í emb- ættum, ef þeir eru ekki öðrum háðir. Þar að auki getur enginn átt kosningarrjett, nema hann sje orðinn fullra 25 ára að aldri þegar kosningin fer fram, hafi óflekkað mannorð, hafi verið heimilisfastur í kjördæminu eitt ár, sje fjár síns ráðandi og honum sje ekki lagt af sveit eða, hafi hann þáð sveitarstyrk, að hann þá hafi endurgoldið hann eða honum hafi verið gefinn hann upp.“ Þó að í fyrirsögn þessarar greinar hefði verið tekið fram að bæði karlar og konur hefðu kosningarétt samkvæmt þessum skilyrðum þá hefði það samt þýtt, eins og þjóðfélagsuppbygging var þá, að sárafáar konur hefðu kosningarétt. Stór hópur landsmanna, þar með taldar konur auðvitað, fékk ekki almennan kosningarétt fyrr en 10 árum eftir að framkvæmdavaldið fluttist að mestu leyti heim árið 1904. Það hefur verið heilmikill fögnuður um kosn- ingarétt kvenna hér á landi, og prýðileg ástæða til þess. En það má ekki draga upp skakka mynd af ástandinu. Nánast allan þann tíma sem byggð hafði verið í landinu höfðu hvorki karlar eða konur al- mennan kosningarétt. Bilið á milli þess að allur al- menningur fengi kosningarétt og konur var í raun sáralítið í árum talið hér á landi og er þá átt við at- kvæðisrétt sem hafði raunverulegt gildi um framþróun mála. Hann einn skipti jú máli. Auðvitað er hægt að teygja sig aftur til endurreisnarárs Al- þingis. En það var fámennt ráðgjafarþing sem kom sjaldan saman. Þingið frá 1875 hafði mjög takmark- að löggjafarvald og enn takmarkaðra framkvæmda- vald og kom saman fáeinar vikur annað hvert ár. Þreytumerki Lengi var talið að lýðræðið þyrfti að halda vöku sinni og voðinn kynni að vera því vís ef slakað yrði á. Þá glitti í öfl sem leyndu því lítt að þau væru óvinir lýðræðisins. Eins og fyrr sagði var það samdóma álit fólks að lýðræðið væri fjarri því að vera gallalaust en ekkert skárra væri í boði. Síðari hluti kenning- arinnar var í senn heimilstrygging og húseigenda- trygging lýðræðisins. Sennilega er hópurinn enn stærstur sem segir við sjálfan sig eða samsinnir öðrum um þessa nið- urstöðu. Það er ekkert skárra en lýðræðið. Menn hafa leitað fanga í borgarlýðræði Periklesar einum 4 öldum fyrir Krist, þegar mikilvægar ákvarðanir voru teknar á borgarafundum. Fjölmargir borg- aranna höfðu ekki atkvæðisrétt, svo sem konur al- mennt og karlar sem uppfylltu ekki tiltekin skilyrði. Um sumt minnti þessi gerð lýðræðis á kantónurnar í Sviss, en aðeins eru fáeinir áratugir síðan konur fengu atkvæðisrétt í þeim öllum. Er það rétt að Ís- lendingar og reyndar fleiri þjóðir séu að verða leiðir á lýðræðinu? Ef svo er, sem bréfritari hallast að, þá hvers vegna? Lýðræðið snýst að meginhluta um aðkomu fólks- ins að valdinu. Orðið segir það sjálft. Og nú er svo komið að fólk hefur áttað sig á að valdið lýtur ekki lýðræðislegum lögmálum lengur í sama mæli og áð- ur var. Stjórnmálamenn fara um fyrir kosningar og lofa hinu og þessu. Sá hluti þinghópsins sem hefur aðild að ríkisstjórn áttar sig fljótt á því að flest kosn- ingaloforðin, og einkum þó yfirlýsingar þeirra sjálfra við kjósendur, verða ekki efnd. Ekki af því að þessir tilteknu stjórnmálamenn séu svona svikulir, þótt sumir þeirra kunni að vera það. Heldur vegna þess að valdið hefur í ógáti smám saman verið feng- ið öðrum, sem enga lýðræðislega ábyrgð bera, eða þeir hafa hrifsað það til sín. Það er rauna saga. Og raunaleg saga Morgunblaðið/Hari 14.1. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.