Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.01.2018, Side 40
LESBÓK Um helgina lýkur í Gerðubergi í Breiðholti áhugaverðri sýningu Kristbergs Péturssonar myndlistarmanns. Hann sýnir þar ný verk,
olíumálverk, vatnslita- og grafíkmyndir, teikningar og þrívíð verk.
Sýningu Kristbergs lýkur
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.1. 2018
Þegar við, fyrir tæpu ári, völdum þettaleikrit til uppsetningar grunaði ekkertokkar að þetta yrði svona ótrúlega aktú-
elt, því leikritið hefur afar sterka skírskotun inn
í umræðuna sem verið hefur ríkjandi síðustu
mánuði – fyrst um #höfumhátt og uppreist æru
og síðan #metoo,“ segir Stef-
án Baldursson leikstjóri um
leikritið Efi – dæmisaga eftir
John Patrick Shanley í þýð-
ingu Kristjáns Þórðar
Hrafnssonar sem Þjóðleik-
húsið frumsýnir í Kassanum í
kvöld, laugardagskvöld.
„Verkið gerist í klaustur-
skóla í Bronx í New York
1964 og fjallar um það að skólastýran í þessum
skóla grunar einn kennarann, sem er prestur,
um að vera í óeðlilegu sambandi við einn nem-
andann. Hún sakar hann í raun um að vera
barnaníðingur. Leikritið snýst fyrst og síðast
um það hvort skólastýran hafi rétt fyrir sér, því
presturinn kemur alveg af fjöllum og neitar öll-
um ásökunum. Höfundurinn er þarna að fjalla
um mikilsvert málefni og tekst listavel að halda
áhorfendum í spennu yfir því hvort þeirra hafi á
réttu að standa,“ segir Stefán og tekur fram að
vegna þess hversu vel leikritið sé skrifað bjóði
það upp á dúndurflott hlutverk fyrir góða leik-
ara að takast á við.
Með hlutverk skólastýrunnar fer Steinunn
Ólína Þorsteinsdóttir, sem snýr þar með aftur á
leiksviðið eftir 13 ára fjarveru. Prestinn leikur
Hilmir Snær Guðnason, móður drengsins leikur
Sólveig Guðmundsdóttir og unga kennslukonu
leikur Lára Jóhanna Jónsdóttir.
„Þetta eru allt afburðaleikarar. Ég var svo
heppinn að fá alla þá fjóra leikara sem ég óskaði
eftir þannig að það er búið að vera einstaklega
gaman að æfa þetta,“ segir Stefán sem unnið
hefur mikið með Hilmi Snæ í gegnum tíðina og
þekkir hina leikarana líka vel.
Báðar persónur hafi rétt fyrir sér
„Hilmir hefur tvisvar fengið Grímuna fyrir
hlutverk í okkar samvinnu, fyrir Veisluna sem
sett var upp í Þjóðleikhúsinu 2003 og Mín eigin
kona sem við sýndum undir merkjum Skámána
í Iðnó 2005. Ég leikstýrði Steinunni Ólínu í
tveimur stórum hlutverkum í Þjóðleikhúsinu,
sem Elisa Doolittle í My Fair Lady 1992 og
Heiðveig í Villiöndinni 1997. En ég hef auðvitað
fylgst með henni lengi eða frá því ég var
leikhússtjóri í Iðnó og við Kjartan Ragnarsson
völdum hana, þá 13 ára, til að leika í Landi míns
föður. Ég vann með Láru Jóhönnu í Sporvagn-
inum Girnd í Þjóðleikhúsinu 2015 og hafði áður
unnið með henni í Nemendaleikhúsinu. Sól-
veigu hef ég aldrei unnið með, en hún er að
leika sitt fyrsta hlutverk í Þjóðleikhúsinu. Ég
hef vitað af henni lengi, enda hefur hún átt lang-
an og farsælan feril með sjálfstæðum leik-
hópum,“ segir Stefán.
Leikmynd og búninga uppfærslunnar hannar
Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir. „Okkar sam-
starf er bráðum farið að spanna fjóra áratugi,
en við unnum fyrst saman í Stundarfriði árið
1979 og höfum unnið mjög oft saman síðan.“
Inntur eftir því hver sé helsta áskorunin við
uppfærslu verksins segir Stefán það vera að
skapa trúverðugar persónur af holdi og blóði.
„Mikil vinna felst því í smáatriðum í persónu-
sköpun og samskiptum, tilslípun tilfinninga og
blæbrigða. Í þessu verki þarf til dæmis að vinna
aðalpersónurnar tvær þannig að báðar virðist
hafa rétt fyrir sér. Það er síðan undir áhorf-
endum komið að skera úr um málið. Þetta er ein
allsherjar áskorun sem er afar spennandi með
svona flottu fólki. Ég hef stundum sagt, þótt
það móðgi kannski einhverja, að bestu leik-
ararnir þurfa oft mestu leikstjórnina. Ástæðan
er sú að þessir leikarar eru svo fjölhæfir að þeir
geta allt – farið í allar áttir í túlkuninni og þá
verða valkostirnir svo margir að leikstjóri verð-
ur að hafa skýra sýn á hvert hann vill beina
þeim.“
Aðspurður segist hann vera trúr höfundinum
þegar komi að stað og stund atburðanna. „Und-
irtitill verksins er dæmisaga og við treystum
áhorfendum til að yfirfæra atburðina til sam-
tímans,“ segir Stefán og rifjar upp velgengni
leikritsins og höfundarins á erlendri grundu.
„Leikritið sló í gegn þegar það var frumsýnt í
New York árið 2004. Frumuppfærslan var sýnd
yfir 500 sinnum og leikritið hlaut Pulitzer--
verðlaunin, Tony-verðlaunin, Drama Desk-
verðlaunin, New York Drama Critic’s Circle-
verðlaunin og Obie-verðlaunin sem besta leikrit
ársins.“
Breytingar eiga upphaf sitt í efa
Að vanda verður boðið upp á umræður að lok-
inni sjöttu sýningu, sem verður 26. janúar.
„Verkið er þess eðlis að það liggur við að það
ætti að bjóða upp á umræður eftir allar sýn-
ingar. Við erum mjög spennt að sjá hvaða aug-
um áhorfendur líta persónur verksins og að
hvaða niðurstöðu þeir komast,“ segir Stefán og
bendir á að áhugavert sé einnig að velta fyrir
sér þeim heimspekilegu spurningum um efa
sem leikskáldið takist á við í verkinu. „Leik-
skáldinu er mjög umhugað um að fólk gangi
ekki út frá einhverri staðhæfingu sem algildum
sannleika heldur leyfi sér að efast. Hann segir
til dæmis að allar breytingar og framfarir eigi
upphaf sitt í efa og að efi geti skapað samkennd
sem sé jafn máttug og styrk og vissa,“ segir
Stefán að lokum.
Ljósmynd/Hörður Sveinsson
„Mikilsvert málefni“
Þjóðleikhúsið frumsýnir í Kassanum í kvöld leikritið Efi – dæmisaga eftir John Patrick Shanley í leikstjórn Stefáns Baldurssonar.
Hann segir leikritið hafa afar sterka skírskotun inn í umræðu síðustu vikna undir merkjum #höfumhátt og #metoo.
Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is
’Ég hef stundum sagt, þóttþað móðgi kannski ein-hverja, að bestu leikararnirþurfa oft mestu leikstjórnina.
Ástæðan er sú að þessir leikarar
eru svo fjölhæfir að þeir geta allt.
Stefán Baldursson
Steinunn Ólína og Hilmir
Snær fara með hlutverk
skólastýrunnar og prestsins.