Morgunblaðið - 02.02.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.02.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2018 Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, æfði hífingar á Sand- skeiði, skammt frá Bláfjallaafleggjaranum, í vikunni. Nokkrir úr áhöfninni voru látnir síga niður við Íslandsvitann svo- Þyrlur Gæslunnar æfa nokkrum sinnum í viku við marg- víslegar aðstæður, bæði yfir sjó og landi. Slík þjálfun er for- senda þess að flugáhafnir uppfylli nauðsynleg skilyrði. nefnda, umhverfislistaverk eftir ítalska listamanninn Claudio Parmiggiani, sem vígt var árið 2000 þegar Reykjavík var meðal menningarborga Evrópu. Morgunblaðið/RAX Æfðu hífingar við Íslandsvitann á Sandskeiði Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, í æfingaflugi í nágrenni borgarinnar stofnunin bæjarstjórn til að fresta því að samþykkja niðurrif svo tími vinn- ist til að kanna hvort unnt sé að finna húsinu verðugt hlutverk og varðveita það. Er þetta breyting á fyrri afstöðu Minjastofnunar til niðurrifs hússins sem grundvallaðist á því að ekki hefði tekist að finna húsinu hlutverk við hæfi sem væri forsenda endurbóta og varðveislu. Komið í annan farveg Í áskorun sem margir fundarmenn skrifuðu undir og kynnt verður bæjarbúum og öðru áhugafólki næstu daga er vísað í erindi Minjastofnunar og óskað eftir því að umhverfis- og skipulagsráð fresti afgreiðslu skipu- lagsbreytinga. Taka á málið fyrir í ráðinu 13. þessa mánaðar. Ragnheiður Elín vonast til að við því verði orðið. „Í skipulagslögum segir að ný sveitarstjórn skuli að af- loknum kosningum taka afstöðu til þess hvort endurskoða eigi aðal- skipulag. Í ljósi þess hversu stutt er til kosninga tel ég einboðið að menn staldri við og leyfi þessu máli að fara í annan farveg,“ segir Ragnheiður Elín. hefur sterkar tilfinningar til hússins, út frá sögu okkar Keflvíkinga en það er einnig mikilvægt í byggingarsögu landsins og sem hluti af þeim arfi sem Guðjón Samúelsson húsameist- ari lét eftir sig,“ segir Ragnheiður Elín. Á fundinum fóru sérfræðingar yfir stöðu Sundhallar Keflavíkur í húsa- sögu Keflavíkur og landsins alls, sér- staklega með vísan til arfs Guðjóns Samúelssonar. Pétur Ármannsson arkitekt sagði að Sundhöllin skipti máli. Hún væri ein af þremur bygg- ingum Guðjóns í Reykjanesbæ og sú eina sem haldið hefði sínu upphaflega heildarformi. Það gæfi henni aukið gildi. Pétur sagði að Minjastofnun teldi að húsið hefði ótvírætt byggingar- og menningarsögulegt gildi. Það hefði einnig tilfinningalegt gildi því það tengdist minningum fólks og ætti sér stað í hjarta bæjarbúa. Bærinn yrði fátækari án þess. Húsið hefði einnig gildi á landsvísu. Minjastofnun Íslands sendi bæjar- yfirvöldum bréf í fyrradag þar sem lögð er áhersla á gildi Sundhallar- innar. Í ljósi áhuga bæjarbúa hvetur Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Hafin er söfnun undirskrifta undir áskorun til bæjarstjórnar Reykjanes- bæjar um að fresta afgreiðslu breyt- ingar á deiliskipulagi sem heimilar niðurrif Sundhallar Keflavíkur. Vísað er til bréfs Minjastofnunar Íslands þar óskað hefur verið eftir frestun svo tækifæri gefist til að finna húsinu verðugt hlutverk og varðveita. Bíósalur Duushúsa var þétt setinn á fundi nýstofnaðra Hollvinasamtaka Sundhallar Keflavíkur í gærkvöldi. Fundurinn var haldinn undir yfir- skriftinni Björgum Höllinni. Talið er að salurinn rúmi um 100 manns en að auki voru 1600 manns að fylgjast með honum í beinni útsendingu á Face- book. Sterkar tilfinningar „Ég er alsæl. Mætingin fór fram úr okkar björtustu vonum,“ sagði Ragn- heiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi ráðherra og einn af forsvarsmönnum Hollvinasamtakanna. „Þetta stað- festir það sem við höfum séð og fund- ið að mikill áhugi er á málinu. Fólk Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson Áskorun Ragnheiður Elín Árnadóttir hvetur fundarmenn til að skrifa undir áskorun og bjóða öðrum að rita undir. Skorað á bæjarstjórn að þyrma Sundhöllinni  1.700 fylgdust með opnum fundi um Sundhöll Keflavíkur Aukning kolmunnakvótans um 29 þúsund tonn gæti skilað rúmum milljarði í auknar útflutningstekjur. Sjávarútvegsráðherra gaf út í gær reglugerð um hámarksafla íslenskra fiskiskipa á kolmunna í ár. Kvótinn er ákvarðaður 293 þús- und tonn sem nemur 21,1% af þeim heildarafla sem Alþjóðahafrann- sóknaráðið (ICES) ráðlagði. Sam- kvæmt eldri kolmunnasamningi sem ekki er lengur virkur hafði Ísland 16,23% hlutdeild. Í tilkynningu frá ráðuneytinu kemur fram að aukn- ingin í 21,1% endurspegli vegið með- altal þeirrar aukningar sem önnur strand- og veiðiríki hafa tekið sér í ár. „Við erum ekki að ganga eins langt í aukningu og Evrópusam- bandið og Færeyingar. Reynum að finna þarna meðalveg,“ segir Jens Garðar Helgason, formaður Sam- taka fyrirtækja í sjávarútvegi. „Ég tel að þetta sé skynsamlegt en vil ítreka að til lengri tíma litið vil ég sjá veiðiþjóðirnar í Norður-Atlantshafi komast að samkomulagi um veiðar úr þessum stofnum, meðal annars kolmunna og makríl. Annað er ekki ásættanlegt. Við Íslendingar höfum lagt áherslu á að ná samkomulagi. Það er okkar leiðarstef að veiðarnar séu ábyrgar og sjálfbærar,“ segir Jens Garðar. Í reglugerðinni er kveðið á um að 25% eða meira af kolmunnaveiði ís- lenskra skipa skuli fara fram í ís- lensku lögsögunni eða á alþjóðahaf- svæði. Þetta hlutfall var 18% í fyrra. Mest af aflanum hefur komið úr fær- eysku lögsögunni. 12 milljarða kr. verðmæti Heildarkvóti Íslendinga verður sem fyrr segir 293 þúsund tonn en var 264 þúsund tonn á síðasta ári og 124 þúsund tonn árið þar á undan. Áætla má að útflutningsverðmæti mjöls og lýsis úr kolmunnaaflanum verði tæpir 12 milljarðar króna. Auk- inn kvóti ætti að skila nærri 1,2 millj- örðum þar af. helgi@mbl.is Aukinn kolmunni skilar milljarði  Íslendingar taka sér 293 þúsund lest- ir af kolmunna, 11% meira en í fyrra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.