Morgunblaðið - 02.02.2018, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 02.02.2018, Qupperneq 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2018 Teiknimyndin Tout en hautdu monde eða Hæst áheimi er ein af gimsteinumFrönsku kvikmyndahátíð- arinnar í ár sem nú stendur sem hæst. Myndin hlaut áhorfendaverð- launin á Alþjóðlegu teiknimynda- hátíðinni í Annecy árið 2015 og aðal- verðlaunin á Teiknimyndahátíðinni í Tókýó ári síðar. Hér er sögð þroskasaga hinnar 15 ára gömlu Söshu sem leggur upp í hættulegt ferðalag á hjara veraldar með áræði og sannfæringu að leiðar- ljósi. Myndin hefst í St. Pétursborg árið 1882 nokkru eftir að Oloukine, frægur landkönnuður og afi aðals- stúlkunnar Söshu, lagði af stað í leið- angur á norðurpólinn á Davaï, sér- smíðuðu skipi sem líkt og Titanic er talið ósökkvandi. Ekkert hefur spurst til landkönnuðarins lengi, þrátt fyrir ítarlega leit, en Rúss- landskeisari hefur lofað hverjum þeim sem fundið getur Davaï einni milljón rúblna í fundarlaun. Í skjöl- um fjölskyldunnar finnur Sasha óvænt ferðalýsingu afa síns og áttar sig á því að siglingaleiðin var önnur en talið var og þar með ljóst að leitað hefur verið að skipinu á röngum stað. Sasha reynir að sannfæra valda- menn við rússnesku hirðina um upp- götvun sína í von um að leitað verði aftur að skipinu, en þegar hún áttar sig á því að hún talar fyrir daufum eyrum strýkur hún að heiman með það að markmiði að gera hlutina sjálf, en hún vill ólm finna afa sinn. Sasha er flott fyrirmynd fyrir unga áhorfendur. Hún hafnar því að vera puntudúkka við hirðina og kýs fremur að fylgja eigin sannfæringu. Höfundar myndarinnar vinna vel úr þeim fordómum og mótstöðu sem viðbúið er að fróðleiksfús og vilja- sterk stúlka hafi mætt í karllægu samfélagi 19. aldar. Sterk samsömun er dregin milli Söshu og Oloukine, sem bæði hafa skýr markmið að leið- arljósi og eru tilbúin að þola ýmsar raunir til að komast á leiðarenda. Draumur Oloukine er að reisa rúss- neska fánann á norðurpólnum, en til þess þarf hann að takast á við óblíð náttúruöflin. Sasha þarf ekki aðeins að takast á við þessi sömu náttúru- öfl, heldur líka að kljást við kröfur og væntingar samfélagsins, vinna erf- iðisvinnu á hafnarkrá Olgu og sanna sig í heimi sæfarenda áður en leitin á hjara veraldar getur hafist. Húmor myndarinnar er góður og framvindan þétt, þó lögmálum raun- sæis sé ekki alltaf fylgt. Áhorfendur fá einstaklega góða tilfinningu fyrir lífshættulegum aðstæðum jafnt á sjó sem í snjó og þar leikur frábær hljóðmynd lykilhlutverk. Ferðalag Söshu á ísnum hefði ekki mátt vera lengra, til að halda athygli ungra áhorfenda, en vel var til fundið að brjóta það upp með óhappi, misklíð og ísbjarnarárás. Sjónræn útfærsla myndarinar er sannkölluð veisla fyrir augað. Litir eru dempaðir og litapalletan ein- kennist af brúnum, bláum og heit- gulum tónum. Svarti liturinn er lítið notaður og aldrei til að marka útlín- ur. Lítið er um skyggingar og því njóta stórir litafletir sín til fulls og fá á sig áferð klippimyndar eða þurr- krítar. Fyrir vikið virkar myndin eins og endalaus röð af sjálfstæðum málverkum sem gleðja augað. Þessi tækni nýtur sín ekki síst á norður- heimskautinu þar sem stórir hvítir litafletir koma auðninni vel til skila. Augljóst er að nostrað hefur verið við hvert smáatriði og gaman var að sjá hversu nálægt fyrirmyndunum byggingar St. Pétursborgar eru sem og lágreist hús rússnesku sveitar- innar sem sjá má á lestarferðalagi Söshu norður á bóginn. Nostrið nær einnig til persóna myndarinnar og samskipta þar sem viðbrögð eru fín- lega útfærð og af mikilli nákvæmni. Enginn unnandi góðra teikni- mynda ætti að láta Tout en haut du monde framhjá sér fara. Hjartahlýj- andi saga Söshu minnir okkur á mikilvægi þess að hafa markmið og skýra stefnu. Sé innri áttavitinn rétt stilltur er hægt að þola harðræði, spott, erfiðisvinnu og óblíð náttúru- öfl á leiðinni að settu marki. Rétt er að hvetja áhorfendur til að yfirgefa kvikmyndasalinn ekki of fljótt að mynd lokinni, því teiknuðu „ljós- myndirnar“ sem birtast samhliða kreditlistanum gefa mikilvægar upplýsingar um sögulok. Ekkert gluggaskraut „Sasha er flott fyrirmynd fyrir unga áhorfendur.“ Leit á hjara veraldar Frönsk kvikmyndahátíð í Háskólabíói Tout en haut du monde / Hæst á heimi bbbbn Leikstjórn: Rémi Chayé. Handrit: Claire Paoletti, Patricia Valeix og Fabrice de Costil. Leikarar: Christa Théret, Peter Hudson og Féodor Atkine. Frakkland og Danmörk, 2015. 81 mín. Sýnd með frönsku tali og íslenskum texta. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR KVIKMYNDIR Lau. 3. feb. kl. 14 og 16 Sun. 4. feb. kl. 14 Stuttmyndaverðlaun Sólveigar Anspach voru afhent öðru sinni í gærkvöldi á Franskri kvikmynda- hátíð en þau eru veitt fyrir fram- úrskarandi stuttmynd kvenleik- stjóra. Verðlaunin hlaut franska kvikmyndagerðarkonan Yasmina Benabderrahmane fyrir stutt- myndina La renardière, eða Refa- bæli, sem fjallar um ömmu hennar í föðurætt, Gigi. Þegar hún var 45 ára yfirgaf hún eiginmann sinn til 25 ára og höfðu þau þá rekið bari og klúbba víða um Evrópu og einnig vændishús í Aachen. Benabderrahmane segir ömmu sína alltaf hafa verið ráðgátu fyrir sér en þær hittust í fyrsta sinn þegar hún var 23 ára. Hún segist hafa tekið myndina upp á super 8 og 16 mm filmu sem hún líkir við hold. „Hún þjáist, er lifandi og er unnin og svo endurunnin,“ út- skýrir hún og líkir þessu ferli við lífið sjálft eða líkama sem hefur verið pyntaður, viljandi eða óvilj- andi. Benabderrahmane er af músl- imaættum og segir að í fjölskyldu sinni sé allt tal um holdlega hluti stranglega bannað. Hún hafi alltaf verið heilluð af tvískiptingu hins hreinlífa líkama í sínu einkarými og líkamans í almenningsrými. Benabderrahmane á að baki list- nám í París, Berlín og Lille og hefur m.a. unnið með leikstjór- anum Ben Rivers. Hún segir hvert verkefni sem hún taki sér fyrir hendur hafa margar víddir, bæði félagslegar, landfræðilegar og myndrænar. Verk hennar hafi að geyma sterka táknfræði og oftar en ekki frásagnir sem séu bæði pólitískar og ljóðrænar. Fyrsta verk hennar, Portrait - Paysage, hafi fjallað um ömmu hennar í móðurætt og sé portrett líkt og Refabæli. Næm á smáatriði Spurð að því hvers vegna hún hafi tekið þátt í stuttmyndakeppn- inni sem kennd er við Sólveigu segir Benabderrahmane að hún hafi heyrt af henni þegar hún var í námi í Lille og ákveðið að sækja um. Menningarlegt mikilvægi verðlaunanna hafi snortið hana og líka að þau væru kennd við Sól- veigu sem hún segir að haft hafi sterka rödd í heimi kvikmynda. „Að hljóta þessi verðlaun er mér mikill heiður,“ segir Benabder- rahmane og að persónuleiki og skopskyn Sólveigar hafi alltaf heillað hana sem og hvernig hún hafi nálgast persónur í kvikmynd- um sínum. Þá hafi hún verið einkar næm á menningarleg smá- atriði. „Mér finnst dásamlegt að vera á Íslandi og að uppgötva þetta land hefur veitt mér listræn- an innblástur,“ segir hún að lok- um. helgisnaer@mbl.is Refabæli hlaut verðlaun Sólveigar Morgunblaðið/Eggert Ánægð Yasmina Benabderrahmane hlaut verðlaun Sólveigar Anspach í Háskólabíói í gær á Franskri kvikmyndahátíð sem lýkur á sunnudaginn.  „Mikill heiður,“ segir leikstjórinn Yasmina Benab- derrahmane Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Elly (Stóra sviðið) Lau 3/2 kl. 20:00 64. s Sun 18/2 kl. 20:00 69. s Sun 4/3 kl. 20:00 aukas. Sun 4/2 kl. 20:00 65. s Fös 23/2 kl. 20:00 aukas. Fös 9/3 kl. 20:00 aukas. Þri 6/2 kl. 20:00 aukas. Lau 24/2 kl. 20:00 aukas. Lau 10/3 kl. 20:00 aukas. Mið 7/2 kl. 20:00 aukas. Sun 25/2 kl. 20:00 aukas. Sun 11/3 kl. 20:00 aukas. Fös 9/2 kl. 20:00 66. s Fim 1/3 kl. 20:00 aukas. Lau 17/3 kl. 20:00 aukas. Lau 10/2 kl. 20:00 67. s Fös 2/3 kl. 20:00 aukas. Lau 17/2 kl. 20:00 68. s Lau 3/3 kl. 20:00 aukas. Sýningar haustið 2018 komnar í sölu. Rocky Horror (Stóra sviðið) Fös 16/3 kl. 20:00 Frums. Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Sun 18/3 kl. 20:00 2. sýn Fös 6/4 kl. 20:00 6. s Fim 19/4 kl. 20:00 10. s Mið 21/3 kl. 20:00 aukas. Lau 7/4 kl. 20:00 aukas. Fös 20/4 kl. 20:00 11. s Fim 22/3 kl. 20:00 aukas. Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Fös 23/3 kl. 20:00 3. s Mið 11/4 kl. 20:00 aukas. Sun 22/4 kl. 20:00 12. s Lau 24/3 kl. 20:00 4. s Fim 12/4 kl. 20:00 aukas. Fim 26/4 kl. 20:00 13. s Sun 25/3 kl. 20:00 5. s Fös 13/4 kl. 20:00 aukas. Lau 28/4 kl. 20:00 25. s Þri 27/3 kl. 20:00 aukas. Lau 14/4 kl. 20:00 8. s Mið 2/5 kl. 20:00 26. s Mið 4/4 kl. 20:00 aukas. Sun 15/4 kl. 20:00 9. s Fim 3/5 kl. 20:00 27. s Besta partý sem þú munt nokkurn tímann komast í. Himnaríki og helvíti (Stóra sviðið) Fös 2/2 kl. 20:00 12. s Fim 15/2 kl. 20:00 15. s Fim 1/3 kl. 20:00 Lokas. Fim 8/2 kl. 20:00 13. s Fös 16/2 kl. 20:00 16. s Sun 11/2 kl. 20:00 14. s Fim 22/2 kl. 20:00 17. s Byggt á þríleik Jóns Kalmans Stefánssonar. Medea (Nýja sviðið) Fös 2/2 kl. 20:00 Lokas. Allra síðustu sýningar! Brot úr hjónabandi (Litla sviðið) Fös 2/2 kl. 20:00 49. s Fös 9/2 kl. 20:00 51. s Lau 17/2 kl. 20:00 53. s Lau 3/2 kl. 20:00 50. s Sun 11/2 kl. 20:00 52. s Mið 21/2 kl. 20:00 54. s Draumur um eilífa ást Lóaboratoríum (Litla sviðið) Sun 4/2 kl. 20:00 5. s Lau 10/2 kl. 20:00 7. s Mið 7/2 kl. 20:00 6. s Fim 15/2 kl. 20:00 8. s Í samvinnu við Sokkabandið. Blái hnötturinn (Stóra sviðið) Sun 4/2 kl. 13:00 aukas. Sun 11/2 kl. 13:00 Lokas. Allra síðasta sýning sunnudaginn 11. febrúar. Skúmaskot (Litla sviðið) Sun 4/2 kl. 13:00 aukas. Lau 10/2 kl. 13:00 aukas. Sun 11/2 kl. 13:00 aukas. Búðu þig undir dularfullt ferðalag! Slá í gegn (Stóra sviðið) Mið 21/2 kl. 19:30 Fors Lau 3/3 kl. 19:30 5.sýn Lau 24/3 kl. 19:30 11.sýn Fim 22/2 kl. 19:30 Fors Fim 8/3 kl. 19:30 Auka Sun 25/3 kl. 19:30 12.sýn Fös 23/2 kl. 19:30 Fors Fös 9/3 kl. 19:30 6.sýn Lau 7/4 kl. 19:30 13.sýn Lau 24/2 kl. 19:30 Frums Lau 10/3 kl. 19:30 7.sýn Sun 8/4 kl. 19:30 14.sýn Sun 25/2 kl. 19:30 2.sýn Lau 17/3 kl. 19:30 8.sýn Fös 13/4 kl. 19:30 15.sýn Fim 1/3 kl. 19:30 3.sýn Sun 18/3 kl. 19:30 9.sýn Lau 14/4 kl. 19:30 16.sýn Fös 2/3 kl. 19:30 4.sýn Fös 23/3 kl. 19:30 10.sýn Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Risaeðlurnar (Stóra sviðið) Lau 3/2 kl. 19:30 19.sýn Lau 10/2 kl. 19:30 20.sýn Lau 17/2 kl. 19:30 21.sýn Grátbroslegt og ágengt nýtt verk um litla þjóð í stórum heimi . Fjarskaland (Stóra sviðið) Sun 4/2 kl. 13:00 Sun 11/2 kl. 13:00 Sun 18/2 kl. 13:00 Fjölskyldusöngleikur eftir Góa! Hafið (Stóra sviðið) Sun 4/2 kl. 19:30 11.sýn Fös 9/2 kl. 19:30 LOKA Kraftmikið átakaverk, beint úr íslenskum veruleika Faðirinn (Kassinn) Fös 2/2 kl. 19:30 Auka Mið 14/2 kl. 19:30 Auka Mið 7/3 kl. 19:30 25.sýn Lau 3/2 kl. 19:30 Auka Sun 18/2 kl. 19:30 23.sýn Fim 15/3 kl. 19:30 26.sýn Sun 11/2 kl. 19:30 22.sýn Mið 28/2 kl. 19:30 24.sýn Fös 16/3 kl. 19:30 27.sýn Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk. Efi (Kassinn) Sun 4/2 kl. 19:30 8.sýn Fim 15/2 kl. 19:30 Auka Lau 3/3 kl. 19:30 14.sýn Mið 7/2 kl. 19:30 9.sýn Fös 16/2 kl. 19:30 11.sýn Sun 4/3 kl. 19:30 15.sýn Fim 8/2 kl. 19:30 Auka Lau 17/2 kl. 19:30 12.sýn Fös 9/3 kl. 19:30 16.sýn Fös 9/2 kl. 19:30 Auka Fim 22/2 kl. 19:30 Auka Lau 10/2 kl. 19:30 10.sýn Fös 23/2 kl. 19:30 13.sýn Margverðlaunað og spennandi verk ! Ég get (Kúlan) Sun 4/2 kl. 13:00 7.sýn Sun 11/2 kl. 13:00 9.sýn Sun 4/2 kl. 15:00 8.sýn Sun 11/2 kl. 15:00 10.sýn Ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar Pétur og úlfurinn (Brúðuloftið) Lau 3/2 kl. 13:00 Lau 17/2 kl. 13:00 Lau 24/2 kl. 15:00 Lau 10/2 kl. 13:00 Lau 17/2 kl. 15:00 Lau 3/3 kl. 13:00 Lau 10/2 kl. 15:00 Lau 24/2 kl. 13:00 Lau 3/3 kl. 15:00 Brúðusýning Mið-Ísland - Á tæpasta vaði! (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 2/2 kl. 20:00 Lau 10/2 kl. 22:30 Lau 24/2 kl. 20:00 Fös 2/2 kl. 22:30 Fim 15/2 kl. 20:00 Lau 24/2 kl. 22:30 Fös 2/2 kl. 22:30 Fös 16/2 kl. 20:00 Sun 25/2 kl. 20:00 Lau 3/2 kl. 20:00 Fös 16/2 kl. 22:30 Fim 1/3 kl. 20:00 Lau 3/2 kl. 22:30 Lau 17/2 kl. 20:00 Fös 2/3 kl. 20:00 Sun 4/2 kl. 20:00 Lau 17/2 kl. 22:30 Fös 2/3 kl. 22:30 Fim 8/2 kl. 20:00 Sun 18/2 kl. 21:00 Konudagur Lau 3/3 kl. 20:00 Fös 9/2 kl. 20:00 Fim 22/2 kl. 20:00 Lau 3/3 kl. 22:30 Fös 9/2 kl. 22:30 Fös 23/2 kl. 20:00 Lau 10/2 kl. 20:00 Fös 23/2 kl. 22:30 Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland á ódauðleika! leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.