Morgunblaðið - 02.02.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2018
Verið velkomin í verslun okkar
Opið virka daga kl. 8:30–17:00
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is Veit á vandaða lausn
fastus.is
RESORB OG RESORB SPORT
BÆTA UPP VÖKVA- OG
SALTTAP Í LÍKAMANUM
HENTAR VEL FYRIR VÖKVATAP
SEM ORSAKAST AF:
• Veikindum s.s. niðurgangs,
uppkasta og sótthita
• Mikilli svitamyndun t.d.
– á sólarströndinni
– við vinnu í miklum hita
– íþróttaiðkun
HENTAR MJÖG VEL TIL AÐ
BÆTA UPP VÖKVATAP EFTIR:
• Hlaup
• Hjólreiðar
• Fjallgöngu
• Skíðamennsku
• Og aðra íþróttaiðkun
Minnkar líkur á vöðvakrömpum og þreytu,
eykur endurheimt eftir mikil átök
Almenningur horfir furðu lost-inn á ringulreið þingmanna
um dómaramál. Er hann þó ýmsu
vanur. Fólk, sem sumir þing-
flokkar hafa sett í þá nefnd sem
málið fellur undir, virðist ófært
um að höndla verkefnið. Og ekki
batnar það þegar að „happy hour“
umræðan í þingsalnum hefst.
Páll Vilhjálmssonskrifar:
Óundirbúnarfyrirspurnir og
dagskrárliðurinn
,,fundarstjórn for-
seta“ er kallaður
hálftími hálfvitanna
á alþingi.
Önnur frétt há-degisfrétta-
tíma RÚV var
sýnishorn af hálf-
tíma hálfvitanna í dag.
Ef ekki væri fyrir þjónustuRÚV í þágu almannaheilla
væri hálftími hálfvitanna sjaldnar
uppákoma á alþingi.“
Og Ragnhildur Kolka segir:
Hálftími hálfvitanna er viðeig-andi nafn þegar fólk hegðar
sér svona. Það að ráðherra hlusti á
ráðleggingar sérfræðinga þýðir
ekki að honum beri að fara að ráð-
um þeirra. Ráðherra ber að fara
að lögum og það gerði Sigríður
Andersen.
Man Samfylkingin ekki lengurað ráð sérfræðinganna í Ice-
save voru að nú skyldu Íslend-
ingar, allir sem einn, pissa í skóinn
sinn.
Sem betur fer kærði þjóðin sig
ekki um hlandblauta skó.“
Páll Vilhjálmsson
Svimandi rugl
STAKSTEINAR
Ragnhildur Kolka
Veður víða um heim 1.2., kl. 18.00
Reykjavík 0 snjókoma
Bolungarvík -1 alskýjað
Akureyri -6 alskýjað
Nuuk -8 snjókoma
Þórshöfn 4 skýjað
Ósló 1 skýjað
Kaupmannahöfn 3 skýjað
Stokkhólmur 1 skýjað
Helsinki -1 snjókoma
Lúxemborg 2 skýjað
Brussel 5 súld
Dublin 5 léttskýjað
Glasgow 6 skýjað
London 6 skýjað
París 6 skýjað
Amsterdam 5 skúrir
Hamborg 3 skýjað
Berlín 4 skýjað
Vín 5 rigning
Moskva -10 snjókoma
Algarve 16 skýjað
Madríd 9 léttskýjað
Barcelona 7 heiðskírt
Mallorca 13 rigning
Róm 12 rigning
Aþena 12 léttskýjað
Winnipeg -24 heiðskírt
Montreal -5 alskýjað
New York 2 skýjað
Chicago -5 skýjað
Orlando 15 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
2. febrúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:05 17:19
ÍSAFJÖRÐUR 10:26 17:08
SIGLUFJÖRÐUR 10:09 16:50
DJÚPIVOGUR 9:39 16:44
Hæstiréttur staðfesti í gær dóm
Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í
ágúst 2016 þess efnis að félagið Aur-
láki ehf. skuli greiða þrotabúi Mile-
stone 970.103.914 kr. auk vaxta
vegna sölunnar á lyfjaversluninni
Lyfjum og heilsu sem seld var frá
Milestone til Aurláka í mars 2008.
Aurláki ehf. er í eigu Karls Wer-
nerssonar, en á þeim tíma þegar sal-
an fór fram var félagið í eigu bróður
Karls, Steingríms Wernerssonar, en
þrotabúið taldi að tilgangurinn með
henni hefði verið að koma Lyfjum og
heilsu undan gjaldþroti Milestone,
sem stjórnendum þess félags hefði
átt að vera ljóst að stefndi í. Mile-
stone var þá í eigu og undir stjórn
bræðranna.
Hæstiréttur tók undir með hér-
aðsdómi um greiðsluskyldu Aurláka
og ennfremur að sýkna gagnáfrýj-
endur af kröfu þrotabúsins, þá Karl
Wernersson, Steingrím Wernersson
og Friðrik Arnar Bjarnason. Var
Aurláka ennfremur gert að greiða
þrotabúi Milestone tvær milljónir
króna í málskostnað fyrir Hæsta-
rétti en að öðru leyti var málskostn-
aður látinn niður falla.
Gert að
greiða 970
milljónir
Aurláki greiðir
þrotabúi Milestone
Nýsköpunarverðlaun forseta Ís-
lands voru afhent við hátíðlega at-
höfn á Bessastöðum í gær. Elín
Sigríður Harðardóttir og Inga
Kristín Guðlaugsdóttir, nemendur í
grunnnámi vöruhönnunar við
Listaháskóla Íslands, hlutu verð-
launin fyrir verkefnið „Lúpína í
nýju ljósi, lífrænt hráefni í um-
hverfisvæna afurð“. Fjögur önnur
verkefni fengu sérstaka viðurkenn-
ingu. Benedikt Traustason og
Hlynur Steinsson, BS-nemar í líf-
fræði við HÍ, í samstarfi við sprota-
fyrirtækið Svarma ehf., skoðuðu
notkun flygilda, eða dróna, við vist-
fræðirannsóknir. Gunnar Hákon
Karlsson og Halldór Ásgeir Risten
Svansson, nemar í heilbrigðisverk-
fræði við HR, skoðuðu brothættu
beina hjá sjúklingum sem fara í
mjaðmaskiptaaðgerð. Kristín Karls-
dóttir fatahönnuður og Valdís
Steinarsdóttir vöruhönnuður, út-
skrifaðar úr Listaháskóla Íslands,
könnuðu nýtingarmöguleika ís-
lenskra hrosshúða.
Þá skoðaði Gabriel Sölvi Windels,
B.Sc.-nemi í heilbrigðisverkfræði
við HR, þróun nýstárlegra vefja-
ræktunarkerfa til rannsókna á önd-
unarfærum og til lyfjarannsókna.
Fengu nýsköpunarverðlaun
Nýsköpun Verðlaunahafarnir ásamt forseta Íslands á Bessastöðum í gær.