Morgunblaðið - 02.02.2018, Qupperneq 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2018
✝ BjarneyÁgústsdóttir
fæddist á Selfossi
12. nóvember
1970. Hún lést 24.
janúar 2018 á
heimili sínu á Sel-
fossi.
Hún var dóttir
hjónanna Ágústs
Ólafssonar frá
Sæfelli, Eyrar-
bakka, f. 12.
nóvember 1949, d. 2. mars
1976, og Þórunnar Engilberts-
dóttur frá Selfossi, f. 30. júlí
1950, d. 17. mars 2007.
Bjarney var flest sín upp-
desember 1995. Fyrir átti
Bjarney Ágúst, f. 5. febrúar
1988. Hjalti átti fyrir Evu
Dögg, f. 2. janúar 1982.
Þau Hjalti bjuggu á Eyrar-
bakka og Selfossi fyrstu árin
en 1994 fluttu þau til Kefla-
víkur og 1997 fluttu þau svo
til Vestmannaeyja og bjuggu
þar til 2005 er þau slitu sam-
vistum. Í Vestmannaeyjum
var Bjarney virk í félagslífinu
og meðal annars tók hún þátt
í starfi Leikfélags Vest-
mannaeyja. Seinna, eftir að
hún flutti til Reykjavíkur,
starfaði hún töluvert fyrir
Samhjálp.
Bjarney átti við erfið veik-
indi að stríða síðustu árin og
lést í kjölfar þeirra.
Útför hennar fer fram frá
Eyrarbakkakirkju í dag, 2.
febrúar 2018, og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
vaxtarár á Eyrar-
bakka, hjá ömmu
sinni og alnöfnu
og leit alla tíð á
Eyrarbakka sem
sinn heimabæ.
Hún vann bæði í
fiski og við
verslunarstörf
ásamt fleiru sem
til féll á Eyr-
arbakka. Árið
1990 hóf hún
sambúð með Hjalta Tómas-
syni, f. 7. mars 1963, og sam-
an eignuðust þau tvær dætur,
Ríkeyju, f. 23. febrúar 1993,
og Rakel Steinunni, f. 19.
Mig langar að kveðja hana
Bjarneyju mína í örfáum orðum.
Hún féll frá, langt fyrir aldur
fram, og það er mikill söknuður í
fjölskyldunni okkar.
Einhvers staðar segir að þeir
deyi ungir sem guðirnir elska og
það er hreint ekki ólíklegt að
hennar hafi hreinlega verið þörf
við hlið almættisins á þessum síð-
ustu og verstu tímum. Það er í
það minnsta skortur á góðvild í
heiminum en af henni átti Bjarn-
ey nóg fyrir alla.
Við Bjarney kynntumst og hóf-
um saman búskap 1990 og eydd-
um næstu sextán árum saman
gegnum súrt og sætt. Því miður
entist hjónaband og sambúð okk-
ar ekki lengur og kemur sjálfsagt
margt til eins og gengur en alla
tíð höfum við verið góðir vinir og
höfum alltaf getað leitað hvort til
annars þegar illa áraði í lífi okkar.
Okkur þótti mjög vænt hvoru
um annað.
Bjarney var lífsglöð og dugleg
kona. Þegar við kynntumst vann
hún þrjár vinnur, auk þess að ala
upp strákinn.
Það varð vendipunktur í lífi
okkar 1994. Þá tókum við sameig-
inlega ákvörðun um að snúa við
lífi okkar sem fram að þeim tíma
hafði nokkuð einkennst af
ákveðnu stjórnleysi og stefnu-
leysi. Við skiptum algerlega um
kúrs, fluttum til Keflavíkur þar
sem við hófum nýtt líf og það fór
að birta yfir á lífshimni okkar og
við tók gott tímabil þar sem okk-
ur gekk flest í haginn. Við fluttum
til Vestmannaeyja 1997 og áttum
þar okkar bestu ár. Við vorum
bæði virk í félagslífinu en það eru
ekki allir sem vita að Bjarney var
góður leikari og tók þátt í þó
nokkrum sýningum LV og kom
fram í myndböndum og leikþátt-
um í sjónvarpi. Hjá leikfélaginu
varð hún hálfgerð mamma og átti
alltaf til hlýjan faðm fyrir hvern
þann sem á þurfti að halda.
Mestallan þann tíma sem við
bjuggum í Eyjum var heimilið
okkar meira eins og samkomu-
staður eða félagsheimili frekar en
eitthvað annað. Ég gæti best trú-
að að þeir hafi verið fáir sem áttu
um sárt að binda sem ekki settust
í einn eða annan tíma við eldhús-
borðið í Litlabæ eða á tröppurnar
fyrir neðan eldhúsgluggann. Allt-
af átti Bjarney á könnunni og allt-
af hafði hún tíma til að hlusta þeg-
ar fólk bar upp vandamál sín.
Bjarney talaði aldrei illa um
nokkurn mann í mín eyru. Þetta
get ég sagt með fullri vissu sem
staðfestist í mörgum þeim um-
mælum sem borist hafa á sam-
félagsmiðlum í kjölfar andláts
hennar. Bjarney geislaði frá sér
góðvild og hlýju til alls og allra.
Hún var töluverður sjúklingur
hin seinni árin en bar veikindi sín
með reisn og kvartaði helst aldrei.
Hún átti stundum ekki heiman-
gengt en hún var í góðu sambandi
við sitt fólk í símanum og að sjálf-
sögðu á Facebook. Hún var amma
alveg fram í fingurgóma eins og
barnabörnin hennar fengu að
njóta.
Ég kveð Bjarneyju af virðingu
og harma mjög missi góðrar vin-
konu minnar og móður barnanna
minna sem eiga nú um sárt að
binda en það hefur verið þeim
mikill styrkur að sjá hve margir
hafa minnst Bjarneyjar á undan-
förnum dögum og sent hlýjar
kveðjur og huggunarrík orð.
Það er greinilegt að lífsgeisli
Bjarneyjar hefur lýst upp tilveru
margra.
Hvíldu í friði, mín kæra. Ég
mun hugsa um ungana okkar.
Hjalti Tómasson.
Ljósbrá
Hvar sem ég vakna
og hvert sem ég fer
er hún sú eina
sem vakir með mér.
Ljósið mitt bjarta
sem lýsti mér leið,
hún vermir mitt hjarta,
er engill í neyð.
Hvert sem ég fer,
hvar sem er
vakir hún ein með mér.
Í gegnum öll stríð,
í stormi og hríð.
Stúlkan sem enginn sér.
Tíminn var okkar
en leið allt of fljótt.
Og lítið sem lokkar
í niðdimmri nótt.
Því nú er hún farin
og kemur ei meir.
En minningin lifir
og aldrei deyr.
Hvert sem ég fer,
hvar sem er
vakir hún ein með mér.
Í gegnum öll stríð,
í stormi og hríð.
Stúlkan sem enginn sér.
Ef aðeins ég mætti
nú eilitla stund
í köldu svartnætti
fá einn endurfund.
Með mér mun hún vaka.
Hún getur mig sótt.
Því sárin ei þjaka
í eilífri nótt.
Takk fyrir allt, elsku vinkona
mín, og góða ferð. Þangað til
næst …
Ragna Björk.
Það var hreint eins og tíminn
stöðvaðist þegar okkur bárust til
eyrna fréttir af ótímabæru and-
láti bekkjar- og árgangssystur
okkar, hennar Bjarneyjar. Hug-
urinn tók að reika til baka, já aft-
ur um rúmlega 30 ár. Til áranna
sem, hjá flestum okkar, ein-
kenndust af áhyggjuleysi, námi,
leik og samveru. Bjarney til-
heyrði hópnum og setti svip sinn
svo sannarlega á hann. Þó svo að
Bjarney tilheyrði „sínum“ vina-
hóp þá var hún eiginlega vinur
allra.
Hún fór aldrei í manngreinar-
álit, spáði aldrei í stétt eða stöðu.
Það var einfaldlega ekki hún. All-
ir voru jafnir í hennar augum,
hún var réttsýn og hún bar virð-
ingu fyrir öðrum. Hún var góður
vinur. En Bjarney var líka töffari,
virtist oft á tíðum eilítið þroskaðri
en við flest, hún var hreinskilin og
opin persóna. Þetta voru
skemmtileg og fjörug ár, þar sem
margt misgáfulegt var brallað.
Eins og eðlilegt er í stórum
hóp voru samskiptin á milli okkar
síðustu árin mismikil. Með hjálp
samfélagsmiðlanna verður fjar-
lægðin svo afstæð og þeir gera
okkur kleift að vera í meiri sam-
skiptum okkar í milli, þrátt fyrir
fjarlægðir og annir fólks. Að
fylgja Bjarneyju, hvort sem var á
slíkum miðlum eða augliti til aug-
litis, var svo sannarlega mann-
bætandi. Fallegu kveðjurnar í
morgunsárið með von um góðan
og fallegan dag voru ómissandi
og hvetjandi. Að fylgjast með
hversu mikið hún naut samvista
við fólkið sitt, það sem var kærast
henni, var yndislegt. Missir
þeirra er mikill. Hún gaf greini-
lega mikið af sér til þeirra sem
það þurftu og var óeigingjörn á
tíma sinn og krafta. Hún lét gott
af sér leiða og var svo sannarlega
með hjarta úr gulli.
Um leið og við þökkum Bjarn-
eyju fyrir samfylgdina, yljum við
okkur við ómetanlegar og dýr-
mætar minningar um góðan fé-
laga sem kenndi okkur hinum svo
mikið. Við erum svo sannarlega
rík að hafa kynnst henni og verið
samferða. Börnum hennar,
barnabörnum og öðrum ættingj-
um vottum við okkar dýpstu
samúð.
Takk fyrir allt, elsku Bjarney
okkar.
F.h. árgangs 1970 í Gagn-
fræðaskóla Selfoss,
Anna Margrét Magnúsdóttir.
Bjarney
Ágústsdóttir
✝ Gísli Sigurðs-son fæddist í
Reykjavík 15.
nóvember 1956.
Hann lést á heim-
ili sínu 21. janúar
2018.
Foreldrar hans
voru Sigurður Júl-
íusson, f. 4.12.
1917, d. 14.2.
1984, og Sigríður
Gísladóttir, f. 8.10.
1925, d. 19.1. 2014.
Systkini hans voru: 1) Júl-
íus Sigurðsson, f. 5.8. 1946, d.
25.10. 1999, kvæntur Lilju
Jónsdóttur, börn þeirra eru
Elísabet, Ingi Rafnar og Jón
Páll. 2) Brynhild-
ur Sigurðardóttir,
f. 12.8. 1950, d.
26.5. 2009, dóttir
hennar er Sigríð-
ur Oddný.
Gísli ólst upp í
Reykjavík og bjó
þar alla tíð, lengst
af í 101 Reykja-
vík.
Árið 1971 hóf
hann störf hjá
Blikk og stál, síðar Ísloft, og
starfaði hann þar alla tíð, eða
í 47 ár.
Útför hans fer fram frá
Dómkirkjunni í dag, 2. febr-
úar 2018, klukkan 15.
Reynsla er ekki það sem
kemur af sjálfu sér, heldur það
sem maður lærir af því sem
maður tekur sér fyrir hendur.
Orð sem lýsa lífshlaupi vinar
okkar og starfsfélaga, Gísla
Sigurðssonar, vel. Gísli var
lífskúnstner og spekúlant sem
hafði skoðanir á flestu sem hon-
um fannst merkilegt, annað var
ekkert endilega rætt. Þó svo að
hann hafi lært af því sem á
daga hans hefur drifið, er ekki
þar með sagt að hann hafi farið
eftir því öllu eða nýtt sér
reynsluna með „hefðbundnum
hætti“. Hann fór eigin leiðir í
öllu sem hann tók sér fyrir
hendur og það var sjaldnast
einfalda leiðin. Stundum var
eins og hann hefði ekki áhuga á
að gera hlutina auðvelda, hitt
hentaði bara betur og mótlæti
styrkir mann. Hann var vel
virtur af samferðafólki, bæði í
leik og starfi og átti ófáar
stundir með starfsfélögum í
faginu sem nutu góðs af reynslu
og þolinmæði hans. Hann var
verklaginn og lunkinn smiður.
Gísli var Frammari af lífi og sál
og studdi sitt félag í blíðu sem
stríðu. Sagði stundum þegar illa
gekk í boltanum, að það hefði
nú verið heiðskírt á skíðasvæði
Fram í gær. Reyndar hafi verið
óþarflega oft heiðskírt á skíða-
svæðinu undanfarin ár. Þá var
hann eldheitur stuðningsmaður
Man. Utd og lét andstæðinga
sína í enska boltanum vita, af
sinni alkunnu hógværð, þegar
við litlu kallarnir töpuðum leikj-
um gegn Rauðu djöflunum. Þá
var bjart yfir Betlehem. Hann
var ekkert að trana sér fram ef
United tapaði, vildi ekki
skemma daginn fyrir okkur,
sem höfðum svo sjaldan ástæðu
til að gleðjast. Hann lét okkur
líka heyra það, ef liðin okkar,
sem hann tippaði á, töpuðu og
hann fór á mis við hundruð þús-
unda sem annars hefðu unnist.
Gísli var skemmtilegur karakt-
er og verður sárt saknað í okk-
ar starfsmannahópi.
Við kveðjum Gísla Sigurðs-
son með þakklæti og ljúfum
minningum um góðan dreng.
Vertu sæll, við þökkum þér
fyrir samstarfið, vinur.
Fyrir hönd starfsfélaga Ísloft
blikk & stálsmiðju ehf.
Bjarni Hannesson.
Gísli Sigurðsson hóf störf hjá
Blikk og stál hf. 1971, síðar Ís-
loft blikk & stálsmiðju ehf.,
kornungur eða aðeins 14 ára
gamall og hefur starfsferill
Gísla því spannað alls rúmlega
46 ár. Við minnumst hans sem
sérlega góðs og trausts drengs.
Allir sem þekktu til Gísla gegn-
um starf hans báru mikla virð-
ingu fyrir honum sem glúrnum
og úrræðagóðum fagmanni. Það
kom ósjaldan fyrir að viðskipta-
vinir óskuðu sérstaklega eftir
Gísla „til verksins“.
Sem unglingur var Gísli sér-
lega orkumikill og þurfti að
hafa margt fyrir stafni og lík-
lega hefur það verið stór þáttur
í því að hann hóf svo ungur vel
ríflega fullt starf, eins og tíðk-
aðist gjarnan á þessum tíma.
Gísli hikaði ekki við og stóð
ítrekað í framvarðarlínu ef
ástæða var til að verja félaga
sína gagnvart ytra áreiti af
hvaða toga sem var.
Gísli hafði skemmtilegan
húmor, oft hnyttinn í tilsvörum
og hafði ætíð vel ígrundaðar og
rökfastar skoðanir á þeim mál-
efnum sem hann taldi ástæðu
til en lét vera að gaspra um
aðra hluti sem hann taldi ekki
skipta máli eða voru aukaatriði
að hans mati. Óhætt er að
segja að mikil virðing var borin
fyrir Gísla af samstarfsmönn-
um í gegnum árin, hann var
vinsæll meðal starfsmanna. Það
má segja að Gísli hafi haft sitt
eigið starfssvæði hér í fyrir-
tækinu og það var enginn vafi í
hugum annarra starfsmanna,
þetta var hans svæði þar sem
að hann réð ríkjum en þó af
fullkominni hógværð. Engu að
síður þá var þetta ríkið hans
Gísla og þar setti hann regl-
urnar. Margir, bæði starfs-
menn og viðskiptavinir, sóttu í
að staldra við hjá Gísla og
spjalla aðeins, enda var and-
rúmsloftið þrungið reynslu,
skemmtilegum sögum og
hnyttnum tilsvörum. Hann var
öflugur stuðningsmaður
reynsluminni starfsmanna í
faginu og rétti oft fram hjálp-
arhönd, þar sem reynsla hans
og viska kom öðrum að góðum
notum. Margs er að minnast
eftir öll þessi ár og margar
skemmtilegar minningar og
sögur í leik og starfi sem munu
fylgja okkur um ókomna tíð um
Gísla og með Gísla. Hans verð-
ur sárt saknað hér hjá okkur
því ljúfur, skemmtilegur og
ekki síst mjög kær drengur
hefur nú kvatt okkur.
Við kveðjum Gísla Sigurðs-
son með þakklæti, virðingu og
ljúfum minningum um góðan
dreng. Vertu sæll vinur og takk
fyrir öll árin. Við munum sakna
þín hér hjá okkur.
Fyrir hönd Ísloft blikk- og
stálsmiðju ehf.
Þorsteinn Ögmundsson,
Sigurrós Erlendsdóttir.
Gísli
Sigurðsson
✝ Ármann Ósk-arsson fæddist í
Reykjavík 6. desem-
ber 1929. Hann lést
á Landspítalanum í
Fossvogi 19. janúar
2018.
Hann var elsti
sonur hjónanna
Óskars Breiðfjörð
Kristjánssonar frá
Vaðstakksheiði í
Neshreppi og Elín-
ar Önnu Björnsdóttur úr
Reykjavík. Systkini Ármanns
eru: Unnur, f. 1933, Björn Ósk-
ar, f. 1938, d. 2013, og Hilmar, f.
1944.
Fyrri kona Ármanns var:
Kristbjörg María Jónsdóttir.
Hún lést 2017. Börn þeirra eru:
Jón Agnar, f. 1953, Gunnar
Skúli, f. 1958. Eiginkona hans er
Helga Þórðardóttir. Börn þeirra
eru: Magnús Ingi, Þórður Skúli,
Kristbjörg María og Guðlaug
Anna. Óskar, f.
1964. Eiginkona
hans er Bára Elías-
dóttir. Börn þeirra
eru: Arna, Ármann
og Gunnar Krist-
inn.
Eftirlifandi
eiginkona Ár-
manns: Guðlaug
Gunnarsdóttir, f.
26. júlí 1938. Ár-
mann og Guðlaug
giftust 18. júlí 1982.
Ármann var flugvirki að
mennt og starfaði við það allan
starfsferil sinn, annars vegar
hjá Flugfélagi Íslands og Flug-
leiðum (Icelandair). Ármann
vann í hálfa öld við iðn sína fram
að starfslokum, 67 ára gamall.
Útför hans fer fram frá Vídal-
ínskirkju í Garðabæ í dag, 2.
febrúar 2018, klukkan 13. Hann
verður jarðsettur í Garða-
kirkjugarði.
Það hafa skipst á skin og skúr-
ir í föðurfjölskyldu okkar syst-
kina þennan veturinn. Á meðan
það fjölgaði um þrjú í yngstu
kynslóðinni þá kveðjum við og
minnumst þeirra elstu. Ármann
afi okkar, eða afi í Garðabæ eins
og við kölluðum hann alltaf,
kvaddi á friðsælan hátt fyrir
rúmri viku. Hann hélt í góða
skapið sitt alveg fram undir það
síðasta og er það þannig sem við
munum muna eftir honum.
Margar minningar rifjast upp
á tímamótum sem þessum.
Sumardagar í bústaðnum þeirra
Guðlaugar á Flúðum, veiðiferð á
Þingvelli með gömlum félögum
úr Flugvirkjafélaginu, flugsýn-
ingar þar sem afi þekkti alla flug-
mennina með nafni, mjúku pakk-
arnir með flottu fötunum frá
Bandaríkjunum, en afi ferðaðist
mikið þangað með henni Guð-
laugu sinni, og fleiri góðar minn-
ingar skjóta upp kollinum.
Við strákarnir í Langagerðinu
vorum svo heppnir að hafa afa
hjá okkur í nánast allt sumar á
meðan hann jafnaði sig á veikind-
um. Það var virkilega dýrmætt
og hverfur okkur seint úr minni,
en einnig var það tækifæri fyrir
langafabörnin hans sem þá voru
fædd, Sigurð Vopna og Báru
Rán, að fá að kynnast honum.
Við eldri, Arna og Ármann,
höfum fengið að kynnast fólki við
störf okkar fyrir Icelandair, sem
vann með afa og þekkti hann. Það
er alveg sama hver á í hlut, allir
brosa og rifja upp góða tíma með
góðum manni þegar kemur upp
úr dúrnum hverra manna við
séum. Þau eru öll sammála um að
hann hafi getið sér gott orð alls
staðar þar sem hann kom við á
sínum merkilega starfsferli.
Hvíldu í friði, elsku afi, við
munum sakna þín.
Arna, Ármann
og Gunnar Kristinn.
Ármann
Óskarsson
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
ELÍSA GUÐLAUG JÓNSDÓTTIR,
lést miðvikudaginn 30. janúar.
Útför hennar fer fram frá Fella- og
Hólakirkju fimmtudaginn 8. febrúar
klukkan 13.
Jón Hannesson
Ólöf Jóna Sigurgeirsdóttir Ólafur Axelsson
Guðrún Iðunn Jónsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn