Morgunblaðið - 02.02.2018, Síða 11

Morgunblaðið - 02.02.2018, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2018 Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | sími 551 3366 | www.misty.is Að vera í brjóstahaldara í réttri stærð skiptir miklu máli, gefðu þér tíma, við erum á Laugavegi 178 Misty Mundu mig, ég man þig. Haldari 6.990 kr. Buxur 2.990 kr. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Jóhannes Svavar Rúnarsson, fram- kvæmdastjóri Strætó, segir það „auðvitað vonbrigði“ að hlutfall strætisvagna í ferðum á höfuð- borgarsvæðinu skuli ekki aukast. Fjallað var um nýja ferðavenju- könnun Gallups í Morgunblaðinu í gær. Hún bendir til að hlutfall strætó af ferðum á höfuðborgar- svæðinu hafi ver- ið um 4% í fjórum könnunum 2002, 11, 14 og 17. Nýja könnunin var unnin fyrir Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerð- ina. Á hinn bóginn bendir könnunin til að farþegum strætó hafi fjölgað um 30% frá 2011. Stytta þarf ferðatímann „Auðvitað eru það vonbrigði að hlutur umhverfisvænna ferðamáta sé ekki aukast, nema hjólreiða. Þar er aukning. Við höfum velt fyrir okk- ur hvað þurfi að gera. Það er vitað að tíðni og ferðatími skipta máli í þessu samhengi. Það hefur ekki tekist að stytta ferðatímann. Það hefur orðið aukning í ferðum með einkabíl. Það hefur þau áhrif að allir sitja fastir í umferðinni,“ segir Jóhannes Svavar. Hann bendir á að sérakreinum fyrir strætisvagna hafi ekki fjölgað mikið frá 2014. „Sérakreinum hefur ekki fjölgað að ráði. Það kom smá bútur á Miklubrautinni í fyrra [við Rauðagerði]. Auðvitað skiptir máli að koma á einhvers konar forgangi fyrir vagninn umfram aðra ferða- máta til þess að valkosturinn sé væn- legri. Það er þá verkefni næstu ára.“ Forgangurinn skiptir máli Spurður hvort slíkur forgangur geti styrkt samkeppnisstöðuna seg- ist hann ekki líta svo á að strætó sé í samkeppni við einn eða neinn. „Ferðatíminn er enn of langur í vagninum. Fólk sér þá kannski ekki ávinninginn. Við erum að jafnaði rúmlega 1,5 sinnum lengur á leiðinni en einkabíllinn. Það hefur áhrif. Tíðnin skiptir líka máli. Við höfum aukið tíðnina á tveimur leiðum, 1 og 6, í 10 mínútur. Það fellur vel í kram- ið hjá farþegum. Þetta er einn þáttur. Það er eitthvað sem við þurf- um að halda áfram að skoða.“ Bætt þjónusta laði að farþega Hann segir nýjungar á borð við næturstrætó geta laðað að fleiri far- þega. „Við erum alltaf að reyna að auka valmöguleikana þannig að fólk sjái kosti þess að velja strætó. Það er ákveðið skref að velja strætó um- fram aðra ferðamáta. Ein leiðin til að gera þetta að vænlegri valkosti er að taka upp næturstrætó, aka lengur fram á kvöldin og svo skipta líka máli atriðin sem ég nefndi; ferðatími, tíðni og sérakreinar. Forgangsljós gagnast líka í þessu samhengi. Við vorum einmitt að koma slíkum búnaði fyrir í vögnunum í lok janúar. Vonandi hjálpar það okkur að stytta ferðatímann. Búnaðurinn virkar þannig að græna bylgjan lengist þegar vagninn nálgast umferðarljós. Þannig fáum við aðeins lengri tíma.“ Jóhannes Svavar segir að leiða- kerfið verði líka yfirfarið. Þá muni fundarmenn á stjórnarfundi Strætó bs. í dag ræða leiðir til að einfalda greiðslukerfið frekar fyrir farþega. Aukin tíðni strætó stuðli að meiri notkun  Framkvæmdastjóri Strætó segir nýja könnun vonbrigði Morgunblaðið/Hanna Markaðsátak Einn vagna strætó var merktur KÞBAVD í kynningarskyni. Hugmyndin kom frá femínistum. Jóhannes Svavar Rúnarsson Margir nota einkabíl » Meðal annarra niðurstaðna í ferðavenjukönnun Gallups var að 61% aðspurðra ferðaðist sem bílstjóri og 15% sem far- þegi í einkabíl, eða samtals 76% aðspurðra. » Til samanburðar voru þessi hlutföll samtals 75% árið 2002, 76% árið 2011 og 75% árið 2014. Bendir þetta til að hlutföllin hafi lítið breyst. „Þetta er fimm kílómetra skemmti- hlaup. Það verður hlaupið eftir myrkur, allir fá blikkandi gleraugu og ljósahólka, þannig að úr verði hlaupandi ljósadýrð,“ segir Eva Ruza Miljevic skemmtikraftur, sem sér um að hita mannskapinn upp og skemmta þátttakendum í Norður- ljósahlaupinu sem haldið verður annað kvöld í Reykjavík. Eva segir öllum velkomið að taka þátt í að lýsa upp skammdegið, til- gangurinn sé að skapa minningu saman. Hlaupið var haldið í fyrsta sinn í fyrra en þá tóku um þúsund manns þátt. Í ár eru 1.100 miðar í boði og viðburðurinn er í boði WOW air, Cintamani, Símans, Reykjavík Excursions og Powerade. „Það verður hlaupið frá Hörpu upp að Hallgrímskirkju, sem verð- ur lýst upp í mörgum litum. Þar hægist á hlaupinu við kirkjuna. Alls staðar á leiðinni verður eitthvað um að vera. Ég hvet fólk til að stoppa og taka myndir. Svo er hlaupið aft- ur niður að Tjörninni og endað í Hafnarhúsinu, þar sem verður tek- ið á móti fólkinu með confetti og tónleikum með Frikka Dór og döns- urum.“ ernayr@mbl.is Ljósmynd/WOW air Norðurljósahlaupið 2017 Hressir krakkar taka myndir til minningar. Norðurljósahlaup haldið öðru sinni  Skammdegið lýst upp í Reykjavík Helgi Bjarnason Þorsteinn Friðrik Halldórsson Alþjóðlegur hópur fjárfesta hefur lýst áhuga á að kaupa tæki kísilvers United Silicon í Helguvík og nota til að koma upp verksmiðju erlendis. Fleiri aðilar hafa lýst áhuga á að kaupa eignirnar og langflestir þeirra hafa hug á að starfrækja verksmiðj- una áfram þar sem hún er. Það eru einnig áform Arion banka sem á veð í helstu eignum félagsins United Silicon er í gjaldþrotameð- ferð. Mbl.is hefur heimildir fyrir því að alþjóðlegur fjárfestahópur hafi áhuga á að greiða fyrir nothæfan búnað í verksmiðjunni og ráða hluta starfsfólksins til þess að flytja bún- aðinn og koma honum fyrir þar sem verksmiðjan á að rísa. Grunnverðið mun endurspegla ástand búnaðarins og samkvæmt heimildum mun hópurinn leitast við að semja um ár- angurstengdar greiðslur til þrota- bús United Silicon. Þær greiðslur muni ráðast af því hvernig gengur að setja verksmiðjuna upp og fram- leiða á nýja staðnum. Málið í höndum skiptastjóra Fram hefur komið að 7-8 aðilar sýndu verksmiðjunni áhuga á meðan hún var í söluferli á greiðslustöðv- unartímanum. Þegar óskað var gjaldþrotaskipta lýsti Arion banki því yfir að hann óskaði eftir að ganga að veðum sínum en hann á veð í helstu eignum verksmiðjunnar. Það þýðir að bankinn mun væntan- lega eignast verksmiðjuna. Málið er í höndum skiptastjóra. Haraldur Guðni Eiðsson, for- stöðumaður samskiptasviðs Arion banka, segir að ekki sé hægt að greina frá því hvaða aðilar hafa áhuga á verksmiðjunni. Hann stað- festir að langflestir þeirra hafi í huga að starfrækja verksmiðjuna áfram þar sem hún er. Hann segir að það sé markmið Arion banka að finna eigendur að verksmiðjunni sem hyggjast starfrækja kísilverið áfram. Öllum starfsmönnum United Sili- con, nema níu, var sagt upp störfum nú um mánaðamótin en þeir voru á sjötta tug. Á greiðslustöðvunartím- anum var starfsfólkið þjálfað upp auk þess sem það vann við endur- bætur. Starfsemin hefur verið umdeild, meðal annars vegna mengunar, og vilja margir íbúar vera lausir við verksmiðjuna og iðnaðarsvæðið í Helguvík. Morgunblaðið/RAX Lokað Ekki hefur verið framleitt í verksmiðju United Silicon í marga mánuði. Fjárfestar vilja flytja kísilverið út  Veðhafi stefnir að rekstri á sama stað

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.