Morgunblaðið - 02.02.2018, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2018
✝ Sigurbjörgfæddist í
Kjólsvík, Desjar-
mýrarsókn, 10.
febrúar 1920. Hún
lést 20. janúar
2018 á Hrafnistu í
Reykjavík.
Foreldrar henn-
ar voru Jón Magn-
ússon, f. 15.2. 1880
á Glettingsnesi í
Desjarmýrarsókn,
d. 24.8. 1946, og Sólveig Sigur-
björnsdóttir, f. 12.7. 1889 á
Básum, Miðgarðasókn í Gríms-
ey, d. 28.11. 1927.
Sigurbjörg var næstyngst
fimm systkina en þau eru nú
öll látin; Kristberg Jónsson, f.
1916, d. 1996, Magnús Jónsson,
f. 1917, d. 1981, Guðmundur
Jónsson, f. 1918, d. 2009, og
Kristborg Jóns-
dóttir, f. 1923, d.
1992.
Hún eignaðist
tvær dætur, þær
Sólveigu Jóhanns-
dóttur, f. 25.5.
1937, og Ásdísi
Jónsdóttur, f. 23.9.
1949.
Árið 1957 giftist
Sigurbjörg Ás-
grími Karli Geir-
mundssyni, f. 1906, d. 1972,
frá Hóli í Hjaltastaðaþinghá
þar sem þau bjuggu þar til
1971.
Sigurbjörg skilur eftir sig
tvær dætur, þrjú barnabörn og
sex barnabarnabörn.
Útförin fer fram frá Lang-
holtskirkju í dag, 2. febrúar
2018, klukkan 13.
Elsku amma okkar. Alltaf
varst þú svo glaðleg þegar þú
sóttir okkur á leikskólann og
stakkst svo upp á því að við
myndum ganga heim til þess að
njóta þess að vera úti. Þú varst
svo smávaxin en með stærsta
hjartað.
Þitt hlýja bros og heitu hend-
ur. Við lékum okkur að því að
renna niður fætur þína þegar við
vorum lítil, en hvað þú varðst
smá þegar við urðum eldri. Þú
sast og prjónaðir sokka á allan
hópinn, ömmu- og langömmu-
börn því engum mátti verða kalt.
Ávallt varstu til í að taka í spil við
okkur.
Hlýlegri sál var vart að finna.
Mikið söknum við þín. Minning
þín lifir í hjörtum okkar.
Elísabet, Ásgrímur, Ásdís
Sólveig, Haukur,
Birgitta Rós, Stefanía
Ösp og Guðrún Eik.
Sigurbjörg Jónsdóttir var blíð
kona. Hláturmild, vinnusöm,
matmóðir og hálfvegis móðir
okkar bræðra í ákveðnum skiln-
ingi á mikilvægu tímabili þroska-
skeiðs okkar, átta til þrettán ára,
um það bil.
Sigurbjörg húsfreyja á Hóli
fæddist árið 1920 í Kjólsvík, einni
af víkum Borgarfjarðar eystra.
Þar er hafnlaust og opið Austur-
hafið blasir við frá bæjartóftun-
um. Þegar vettvangur er kann-
aður má ljóst vera að þarna var
harðbýlt. Frá Kjólsvík fluttist
hún síðar til Breiðuvíkur skammt
sunnan Kjólsvíkur. Þar er ögn
búsældarlegra en í Kjólsvík, fag-
urt um að litast og tiltölulega
stutt yfir til Borgarfjarðar eystri,
yfir eina Gagnheiði að fara.
Sigurbjörg vildi lítið ræða
æsku sína og uppvöxt á þessum
slóðum þegar gengið var á hana.
Þegar við bræður vorum fyrst
sendir í Útmannasveit, að Hóli í
Hjaltastaðaþinghá, til ömmu-
bróður okkar Ásgríms Geir-
mundssonar og Sigurbjargar var
ekki að finna nútímaleg þægindi,
rafmagn, salerni og bað. Neyslu-
vatni var dælt með handafli úr
brunni undir eldhúsinu, kamar
var í útihúsi sambyggðu íbúðar-
húsinu og ljósmetið voru olíu-
lampar. Síminn hleraður af
hverjum sem heyra vildi: Þrjár
stuttar, ein löng, eða eitthvað
nærri því.
En nútíminn var handan við
hornið. Næstu sumur var komið
nútímalegt bað, rafmagn og önn-
ur þægindi.
Þetta var alsæla. Við strák-
arnir vorum settir í alvöru hey-
skap, jafnvel upp á dráttarvél.
Við rákum fé á fjall, lærðum að
rýja og veiddum í fljótinu. Sel-
veiðar stunduðu Ásgrímur og
Ragnar bróðir hans á Sandi á
vorin. Þetta var spennandi og
áhrifarík reynsla fyrir okkur
bræður.
Fram undir 1970 tíðkaðist að
heyja engjar á leirunum úti við
Héraðsflóa. Á stórum blautum
bölum innan um þýfið óx gras í
breiðum sem gat verið góð búbót.
Þetta var mikil útgerð. Traktor
með sláttuvél, mannskapur rak-
aði og batt í bagga upp á gamla
móðinn, traktor dró heyvagn
heim að kveldi og við hvíldum lú-
in bein upp á hlassinu. Mikil
vinna en góðar minningar. Ekki
síst fyrir atlæti og viðurgjörning
Sigurbjargar sem veittur var
þegar mest reið á fyrir soltna
unga vinnumenn. Mjólk í flösk-
um sem klæddar voru í ullar-
leista, rúgbrauð og hangikjöt eða
ostur og dýrðlegt bakkelsi.
Minningarnar ljóslifandi og fal-
legar. Ilmurinn af störinni, stór-
brotið fuglalíf.
Búskapur lagðist af á Hóli í
byrjun aldarinnar þegar Guðmar
frændi Ragnarsson, brá búi. Við
höfum átt þess kost að hreiðra
um okkur í íbúðarhúsinu sem
hann byggði og halda því við. Við
horfum þaðan heim að gamla
Hólsbænum á fljótsbakkanum.
Þessi afskekkta sveit togar í okk-
ur sem og minningarnar um góða
tíma hjá Sigurbjörgu og Grímsa.
Við færum dætrum Sigur-
bjargar og fjölskyldum innilegar
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning hennar.
Jóhann Hauksson,
Magnús Hauksson.
Hún Sigurbjörg! Grímsi og
Sigurbjörg á Hóli eru sennilega
fyrsta fólkið sem ég man eftir
fyrir utan mömmu, pabba og
bræður mína.
Ásgrímur Geirmundsson,
Grímsi, var ömmubróðir minn og
Sigurbjörg konan hans. Við
bjuggum á Egilsstöðum en þau á
bökkum Lagarfljóts, á Hóli í
Hjaltastaðaþinghá. Pabbi ætlaði
að verja kandídatsárinu sem hér-
aðslæknir í Suður-Múlasýslu.
Árin urðu mun fleiri. Ástæðan
held ég að hafi ekki síst verið ná-
lægðin við þessi góðu hjón.
Bræður mínir voru þarna í sveit
og við hvert tækifæri og mamma
undi sér hvergi betur.
Bærinn og búskaparhættir
voru gamaldags á nútíma mæli-
kvarða. Þetta man ég allt vel og
eru þetta ljúfar fyrstu minning-
ar. Innangengt var úr húsinu inn
í fjós. Í kjallara undir eldhúsinu
var brunnur. Upp úr honum
þurfti að handdæla neysluvatni.
Ég man kolaeldavélina sem ylj-
aði allt húsið og Sigurbjörgu við
bakstur eða matargerð. Ég man
litlu kettlingana. Ég fékk að
spreyta mig á að mala kaffi í
kaffikvörn og prófa að mjólka
beljurnar.
Á efri hæðinni á Hóli voru her-
bergi og stássstofa sem mér þótti
sem lítilli stelpuhnátu vera eins
og höll. Englar, Jesúmyndir, lit-
rík gerviblóm, Gullfoss, lampi
sem snérist og margir aðrir dýr-
gripir. Ákvað ég þarna að ég
skyldi eiga svona fína stofu eins
og Sigurbjörg þegar ég yrði stór.
Ég elti víst Grímsa út um allt
og hann því kallaður „einlemb-
an“ eða ég „gemlingurinn hans
Grímsa“. Eftir þessi ferðalög var
gott að koma inn og fá bakkelsi
hjá Sigurbjörgu.
Svo fluttum við til Reykja-
víkur og síðan einnig Sigurbjörg
og Grímsi sem féll frá snemma á
áttunda áratugnum.
Tryggari, ljúfari og blíðari
konu en Sigurbjörgu var vart að
finna. Við mamma áttum sam-
liggjandi afmælisdaga í nóvem-
ber og ekki brást að þá komu
þær mæðgur, Sigurbjörg, Dísa
og Sólveig í heimsókn hlaðnar
gjöfum. Ég heyri enn óminn af
dillandi hlátri Sigurbjargar. Nú
þykir mér undurvænt um
skrautlegu bollana og aðra dýr-
gripi sem eru tákn um ást og
væntumþykju. Ég hugsa í hvert
skipti til elsku Sigurbjargar
þegar þessir gripir eru teknir
fram, sem er æði oft.
Það er með söknuði, ást og
virðingu sem ég kveð þessa vin-
konu mína og votta ég dætrum
hennar og fjölskyldum mína
dýpstu samúð. Minning Sigur-
bjargar lifir.
Jónína Eir Hauksdóttir.
Elsku mamma, þakka þér fyrir
stuðninginn bæði í gleði og sorg.
Þú varst kletturinn sem alltaf
var hægt að leita til.
Sást ljósið og það fallega í líf-
inu.
Við vitum að þú ert komin á
góðan stað þar sem þú gengur
um grænar grundir.
Söknum þín,
Ásdís og Sólveig.
Amma,
af eigingirni finnst mér þú
hafa verið sköpuð í þetta hlut-
verk; lágvaxin, búttuð og krull-
hærð.
Lífið var svo ljúft með þér, Sól-
veigu og Jónasi í Ljósheimum
18a.
Dýrmætar minningar þar sem
dagarnir liðu með spilasyrpum
og göngutúrum um Grasagarð-
inn. Þótt ég geti ekki lengur hald-
ið í hönd þína þá fylltir þú hjarta
mitt af hamingju fyrir það ferða-
lag sem ég á eftir.
Ég þakka þér þolinmæðina í
Úlfsstaðaskógi hér um árið þegar
ég grillaði handa þér grjót á
ryðguðu grilli. Þú hefur alltaf
verið engill og ég elska þig svo
heitt.
Það er erfitt að kveðja en
hjartanu hlýnar að hugsa til þess
að þú sért komin til austfirskra
fjalla.
Sjáumst seinna.
Sigurbjörg Stefánsdóttir.
Sigurbjörg
Jónsdóttir
✝ Jón Ingi fædd-ist í Hafnar-
firði 15. júní, 1937.
Hann lést 16. jan-
úar 2018.
Foreldrar hans
voru Aðalheiður E.
Jónsdóttir verka-
kona, f. 23.8. 1911,
d. 8.11. 1994, og
Sigursteinn
Bjarnason verka-
maður, f. 29.2.
1896, d. 15.7. 1988. Blóðsystkini
Jóns Inga eru: 1) Hörður, f.
1934, 2) Guðfinna Jóna, f. 1936,
d. 2017, 3) Halldóra Brynja, f.
1941, 4) Bjarni, f. 1945, d. 2011,
5) Rúnar, f. 1946, 6) Einar, f.
1950. Samfeðra eru: 1) Aðal-
steinn, f. 1924, 2) Guðbergur, f.
1926, d. 1988. Fósturforeldrar,
sem tóku Jón Inga að sér sem
kornabarn og ættleiddu á full-
orðinsárum, voru Halldóra
Jónsdóttir verkakona, systir
Aðalheiðar, f. 1.11. 1909, d.
dóra, skurðhjúkrunarfræð-
ingur, f. 29.1. 1971, gift Sigur-
birni Rafni Úlfarssyni vélvirkja.
Sonur Sigurbjörns er Stefán
Rafn, fréttamaður, f. 27.12.
1987.
Jón Ingi bjó nær alla tíð á
æskuheimili sínu að Öldugötu 4,
sem kallað var Gróf eftir æsku-
heimili föðurafa hans í Hrepp-
um. Um tíma bjuggu fjórir ætt-
liðir í Gróf. Jón Ingi lærði til
múrara og vann við fagið alla
sína starfsævi. Fyrir um 40 ár-
um varð hann verkstjóri upp-
græðslufyrirtækisins Sáningar
en keypti síðar starfsemina og
rak fyrirtækið þar til Sigur-
steinn systursonur hans tók við
fyrir nokkrum árum. Bæði í
tengslum við múrverk og Sán-
ingu starfaði Jón Ingi um allt
land og spor hans má víða finna
í gróðri og í byggingum. Jón
Ingi tók virkan þátt í baráttu
verkafólks fyrir bættum kjörum
með Félagi byggingariðnaðar-
manna í Hafnarfirði og var
virkur í starfi Alþýðubandalags-
ins og Samfylkingarinnar.
Jón Ingi verður jarðsunginn
frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í
dag, 2. febrúar 2018, og hefst
athöfnin klukkan 13.
25.1. 1999, og
Sveinbjörn Þórður
Sveinsson klæð-
skeri, f. 15.11.
1907, d. 13.8. 1961.
Fóstursystkini Jóns
Inga eru Ingólfur
Hafsteinn, f. 1932,
d. 1954, og Erla
Sigrún, f. 1944.
Jón Ingi giftist
Kristínu Jónu
Kristjónsdóttur
hjúkrunarfræðingi. Þau skildu.
Foreldrar hennar voru Helga
Elísdóttir og Kristjón Jónsson.
Börn Jóns Inga og Kristínar: 1)
Aðalheiður, sálfræðingur f.
22.11. 1965, sambýlismaður
hennar er Dagfinnur Smári,
vélvirki. 2) Kristjón, rafeinda-
virki, f. 13.10. 1966, d. 16.6.
2016, eftirlifandi eiginkona
hans er Steinvör Þorleifsdóttir,
hagfræðingur. Börn þeirra:
Kristín Jóna, f. 30.11. 2004, og
Þórhildur, f. 12.6. 2007, 3) Hall-
Í dag verður Jón Ingi tengda-
faðir minn borinn til grafar í
Garðakirkjugarði þar sem sonur
hans og eiginmaður minn hvílir.
Hann lést þann 16. janúar með
afastelpurnar sínar hjá sér og
þær voru nýbúnar að tala um að
hann væri besti afi í heimi. Það
er einmitt það sem ég á honum
mest að þakka en hann var svo
sannarlega góður afi og tengda-
pabbi.
Jóni Inga kynntist ég þegar
leiðir okkar Kristjóns sonar hans
lágu saman. Jón Ingi var
myndarlegur maður með falleg
ljósblá augu eins og sonur hans.
Hann tók mér strax mjög vel
og ekki skemmdi fyrir að ég
hafði búið í mörg ár í Þýskalandi
en þar átti hann góða vini og
hann kunni góða þýsku. Hann
brýndi fyrir mér að kenna dætr-
unum þýsku og gaf þeim Passíu-
sálmana á þýsku svo að þær
gætu borið það saman við ís-
lensku þýðinguna og lært gott
mál.
Tengdapabbi var hláturmildur
og ávallt stutt í spaugið. Hann
gerði oft að gamni sínu og hafði
gaman af því að segja sögur og
brandara. Hann var einnig söng-
elskur og söng mjög fallega. Ég
man hvað ég var hissa þegar ég
heyrði hann fyrst syngja en ég
hafði þá ekki hugmynd um að
hann hefði lengi verið í kór.
Í mörg ár var tengdapabbi
með fyrirtæki og sáði grasfræi
um allt land, meðal annars fyrir
Vegagerðina. Hann sáði grasi
meðfram veginum hjá Kolfreyju-
stað þar sem ég er fædd og alin
upp. Hann talaði oft um það að
hann hefði tekið eftir hvað það
hefði verið snyrtilegt og fallegt á
Kolfreyjustað og mér þótti mjög
vænt um það.
Kristjón talaði oft um úti-
legurnar sem hann fór í með fjöl-
skyldu sinni þegar hann var lítill.
Þá var farið á fjölskyldujeppan-
um með kerru aftan í með tjaldi
og vistum og kötturinn jafnvel
með í för.
Þau fóru í margra daga úti-
legur vítt og breitt um landið,
Sprengisand, Kjöl, Strandirnar
og fleiri staði. Á þessum tíma
voru vegirnir ekki malbikaðir
eins og núna svo að þetta hefur
verið mikið ævintýri. Í þessum
ferðum renndu þeir feðgar oft
fyrir silung eða lax, Kristjón
bara smá patti. Ég efast ekki um
að þessi ferðalög fjölskyldunnar
hafa kveikt áhuga Kristjóns á
fjallamennsku sem var alla tíð
hans aðaláhugamál. Jón Ingi og
Kristjón fóru einnig saman í
veiðiferðir eftir að Kristjón varð
fullorðinn.
Það var fallegt samband á
milli Jóns Inga og afastelpnanna
Kristínar og Þórhildar. Hann
kom alltaf með nammi eða ís
handa þeim og þeim þremur
þótti sérstaklega gaman ef stelp-
unum tókst að borða nammið
fyrir kvöldmat sem var að sjálf-
sögðu bannað. Hann hafði mik-
inn áhuga á náminu þeirra og
áhugamálum og mætti ávallt á
tónleika og aðra viðburði hjá
þeim. Hann var alltaf ánægður
ef við fórum til útlanda því að
það fannst honum hafa mikið
menntunargildi fyrir þær.
Í sumar varð tengdapabbi átt-
ræður og þá bauð hann afkom-
endum sínum til Frakklands. Við
áttum þar skemmtilegan tíma
saman þar sem afastelpurnar
leiddu afa sinn um franskar hall-
ir og stræti. Við erum mjög
þakklátar fyrir að hafa átt þenn-
an tíma með honum.
Hvíl í friði, elsku tengdapabbi.
Þín tengdadóttir,
Steinvör V. Þorleifsdóttir.
Jón Ingi
Sigursteinsson Elskulegur bróðir okkar,
ÞÓRIR MAGNÚSSON,
Hjallavegi 2,
lést á Landakoti mánudaginn 29. janúar.
Hrefna Magnúsdóttir Ragna Magnúsdóttir
Soffía Magnúsdóttir Karl Höfðdal Magnússon
Faðir minn, afi, bróðir, frændi og vinur,
EINAR GARÐAR ÞÓRHALLSSON
gullsmíðameistari,
er látinn.
Aðstandendur
Okkar ástkæra
HULDA INGIMUNDARDÓTTIR
lést á Hrafnistu í Reykjavík þriðjudaginn
30. janúar. Útför hennar fer fram frá
Grafarvogskirkju miðvikudaginn 7. febrúar
klukkan 13.
Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Ljósið.
Guðmundur Bjarnason Ásta Jóhanna Einarsdóttir
Brynja Bjarnadóttir Steindór Rafn Theódórsson
Vera Björk Einarsdóttir Hjalti Kristjánsson
Íris Huld Einarsdóttir Kári Schram
ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn
Elskuleg dóttir mín, móðir og systir,
KATRÍN DRÖFN BRIDDE,
andaðist miðvikudaginn 24. janúar.
Útför fer fram frá Bústaðakirkju í dag,
föstudaginn 2. febrúar, kl. 15.
Blóm afþökkuð en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á reikning til styrktar börnunum í
Landsb. nr. 111-05-010112, kt. 310851-2999.
Friðrik Bridde
Gabríel Friðrik
Rakel Margrét
Stefán Smári
Rebekka Thelma
Anna Margrét Bridde Elvar Birgisson