Morgunblaðið - 02.02.2018, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2018
2. febrúar 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 100.37 100.85 100.61
Sterlingspund 141.88 142.56 142.22
Kanadadalur 81.64 82.12 81.88
Dönsk króna 16.775 16.873 16.824
Norsk króna 13.027 13.103 13.065
Sænsk króna 12.779 12.853 12.816
Svissn. franki 107.61 108.21 107.91
Japanskt jen 0.9218 0.9272 0.9245
SDR 146.09 146.97 146.53
Evra 124.85 125.55 125.2
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 150.9857
Hrávöruverð
Gull 1341.1 ($/únsa)
Ál 2224.0 ($/tonn) LME
Hráolía 68.43 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Um 15 milljón
manns munu fá að-
gang að hugbúnaði
íslenska hugbún-
aðarfyrirtækisins
Meniga, eftir að
fyrirtækið skrifaði
undir samning við
BPCE, annan
stærsta banka
Frakklands. Samn-
ingurinn snýst um innleiðingu net-
bankalausna Meniga og viðskiptavinum
bankans verður þar með boðin persónu-
legri notendaupplifun, eins og segir í til-
kynningu.
„Nú þegar bankastarfsemi gengur inn
í nýtt tímabil þar sem gögn eru aðgengi-
legri en nokkru sinni fyrr, hlökkum við til
að vinna náið með Meniga til að um-
breyta stafrænu umhverfi bankans,“
segir François Pérol, bankastjóri BPCE.
„Lausnir Meniga munu flýta fyrir og
styðja vegferð BPCE í nýsköpun til að
mæta sífellt vaxandi kröfum við-
skiptavina okkar.“ tobj@mbl.is
15 milljónir fá aðgang
að Meniga í Frakklandi
François
Pérol
STUTT
hugmyndir með tilkomu hússins.“
Að hennar sögn hefur veltan í
ferðaþjónustu á undanförnum árum
farið vaxandi en afkoman hefur í
mörgum tilfellum ekki verið nógu
góð. „Ég held að árið 2018 verði ár
hagræðingar og sameiningar í ferða-
þjónustu. Við viljum leiða það verk-
efni, “ segir Ásta Kristín.
Á meðal verkefna klasans er
hvatningarverkefnið Ábyrg ferða-
þjónusta, en 310 fyrirtæki hafa sett
sér markmið um að sýna ábyrgð í
rekstri. Til þess þarf að ganga vel
um og virða náttúruna, tryggja
öryggi gesta og koma fram við þá af
háttvísi, virða réttindi starfsfólk og
hafa jákvæði áhrif á nærsamfélagið.
Kraftur myndast þeg-
ar fólk kemur saman
Morgunblaðið/Hari
Klasar „Ferðaþjónusta og menning eiga vel saman,“ segir Ásdís en aðstaða er
fyrir 50-60 starfsmenn í opnu rými í Húsi ferða-, menningar- og listaklasans.
Hús ferðaklasans
» Íslenski sjávarklasinn ann-
ast rekstur Húss ferðaklasans.
» Aðstaða er fyrir 50-60
starfsmenn á um 600 fermetr-
um á Fiskislóð.
» ISAVIA og Stjórnstöð ferða-
mála eru á meðal leigjenda í
húsinu.
» Næstu tíu vikur verða þátt-
takendur í viðskiptahraðlinum
Startup Tourism með aðstöðu
þar.
Hús ferðaklasans opnar dyrnar Gæti orðið ár sameininga
FRÉTTASKÝRING
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Hús ferðaklasans og menningar- og
listaklasans hóf starfsemi að Fiski-
slóð 10 í Reykjavík í gær. „Ferða-
þjónusta og menning eiga vel sam-
an,“ segir Ásdís Kristín Sigurjóns-
dóttir, framkvæmdastjóri Íslenska
ferðaklasans, í samtali við Morgun-
blaðið. „Við sjáum mikil tækifæri í
því að tvinna þetta saman. Ferða-
menn koma til Íslands til að upplifa
náttúru en ekki síður menningu.“
Að húsinu standa þrír klasar. Þeir
eru Íslenski sjávarklasinn sem ann-
ast rekstur hússins, Íslenski ferða-
klasinn og nýstofnaður Íslenskur
menningar- og listaklasi sem unnið
er að með franska menningar og við-
skiptahraðlinum Créatis.
„Við erum með aðstöðu fyrir 50-60
starfsmenn í opnu rými. Auk þess
eru fundaherbergi og kofar sem eru
hljóðeinangraðir,“ segir Ásta Krist-
ín. Æskileg stærð af fyrirtækjum er
frá einum starfsmanni í sex. „Það
myndast mikill kraftur þegar fólk
kemur saman .“
Stjórnstöð ferðamála mun flytja
alla starfsemi sína í Hús ferðaklas-
ans og ISAVIA er á meðal leigjenda.
Næstu tíu vikur verða þátttakendur
í viðskiptahraðlinum Startup Tour-
ism með aðstöðu þar. „Annar leigj-
andi er Jaðarmiðlun, sem vekur álfa
til lífsins með sýndarveruleika ásamt
tónlist eftir Sigur Rós,“ segir Ásta
Kristín.
Íslenski ferðaklasinn var stofnað-
ur árið 2015. Aðildarfélagar eru yfir
50. „Verkefni okkar er að auka sam-
keppnishæfni og auka verðmæta-
sköpun í ferðaþjónustu,“ segir hún.
„Okkur mun takast að fóstra betur
Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA)
heiðraði í fyrradag þrjár konur
sem hafa verið öðrum konum í at-
vinnulífinu hvatning og fyrirmynd.
FKA-viðurkenninguna 2018 hlaut
Erna Gísladóttir, forstjóri bílaum-
boðsins BL. Hildur Petersen, fram-
kvæmdastjóri Vistvænnar fram-
tíðar, fékk Þakkarviðurkenningu
FKA og Sandra Mjöll Jónsdóttir
Buch, framkvæmdastjóri Platome
líftækni, Hvatningarviðurkenningu
FKA 2018.
Þetta er í nítjánda sinn sem FKA
heiðrar konur í atvinnulífinu og
voru um fimm hundruð manns við-
stödd hátíðina sem fram fór í
Gamla bíói. Sigríður Andersen
dómsmálaráðherra veitti viður-
kenningarnar í fjarveru Þórdísar
Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur,
ferðamála-, iðnaðar- og nýsköp-
unarráðherra. Stjórn FKA hvatti
allar konur í íslensku atvinnulífi til
að klæðast svörtu í tilefni dagsins,
til stuðnings #metoo byltingunni.
Morgunblaðið/Eggert
Viðurkenningar Sigríður Andersen, Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch, Hildur
Petersen, Erna Gísladóttir og Rakel Sveinsdóttir, formaður FKA.
FKA heiðrar fyrir-
myndir í atvinnulífinu
Heildarmarkaðsvirði skráðra félaga
hækkaði um 48 milljarða króna í
janúarmánuði, fór úr 822 milljörðum
í 870 milljarða króna í lok janúar.
Úrvalsvísitalan hækkaði um 7,7% í
mánuðinum.
Heildarviðskipti með hlutabréf
námu 53,7 milljörðum króna í fyrsta
mánuði ársins. Það svarar til liðlega
2,4 milljarða króna viðskipta á dag
að jafnaði. Þetta er 7% aukning á
milli ára, en í janúar 2017 námu við-
skipti tæplega 2,3 milljörðum króna
á dag.
Mest voru viðskipti með hlutabréf
í Marel, eða sem nam 8,9 milljörðum
króna. Viðskipti voru með hlutabréf
Icelandair Group fyrir tæplega 7,0
milljarða, Reita fyrir 5,8 milljarða og
Haga fyrir 5,2 milljarða króna.
Arion banki var með mestu hlut-
deildina í hlutabréfum í janúar, 25%,
en Landsbankinn var með 18% og
Kvika með 15%.
Heildarviðskipti með skuldabréf
námu 112,2 milljörðum í janúar sem
svarar til 5,1 milljarðs króna veltu á
dag. Þetta er 31% aukning frá jan-
úar 2017 þegar veltan nam 3,9 millj-
örðum á dag. Á skuldabréfamarkaði
var Landsbankinn með mestu hlut-
deildina, eða 19%, en Íslandsbanki
og Arion banki voru með 16% hvor.
Morgunblaðið/Ómar
Kauphöll Um 7% aukning var milli
ára í hlutabréfaviðskiptum í janúar.
Virði jókst
um 48
milljarða
Lífleg viðskipti í
Kauphöllinni í janúar